Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 71 * I langa braut. Þaö var snjór ylir öllu og við héldum í vélina þar til aö Örn Johnson, en hann flaug vélinni í öllum reynsluflugunum fjórum, haföi gefið hreyflinum fullt afl. Þá slepptum viö og stóðum í snjókófi. Þegar viö komum út úr kófinu var vélin komin á loft. — Aöeins var vélinni flogið einn stuttan hring í fyrsta fluginu, en lent var í Vatnsmýrinni. Kom í Ijós í fluginu, aö þyngdarpunkturinn var of aftarlega. Þaö var fljótlagaö meö því að færa efri vænginn aðeins aftur, en viö höfðum gert ráö fyrir því aö „trimma“ þyrfti vélina til í fyrstu flugunum. Hún var því oröin rétt „trimmuö“ og „rigguö", eins og þaö kallast á flug- mannamáli, þegar komiö var aö fjóröa reynslufluginu, og haföi „flogiö sjálf", þ.e. flogiö „hands off“ eins og þaö heitir á flugvélamáli, þ.e. hún hélt flugi þótt flugmaöur sleppti stjórntækjum. í ööru og þriöja flugi var farið í nokkra hringi yfir borginni. Geröi allar kúnstir — í fjórða reynslufluginu fór Örn upp í töluveröa hæö og geröi á henni allar þær kúnstir sem hún var hönnuö til að gera. Hann fór nokkrar bakfallslykkjur (,,loop“), velti henni nokkrum sinnum í láréttu flugi, og spann henni loks nokkrum sinnum. Mig veriö vantrúaöir á aö hún færi á loft. Viö vorum aldrei í neinum vafa um hvort hún færi á loft eöa ekki, og var þetta því allt heilmikil upplifun, en því fylgdi aö sjálf- sögöu sorg aö þurfa aö taka vélina sundur og fá ekki að fljúga henni meir. Flughetj- urnar Lindbergh og Grierson skoðuðu vélina er þeir komu hér við á fjóröa áratugnum og leist þeim vel á, svo við höfðum tröllatrú á smíðinni. Lenti á hrakhólum — Nú það var ekki um annaö að ræöa en að taka vélina í sundur, og fórum við meö hana á verkstæöi okkar í Stálhús- gögnum. Ætluöum við Björn að geyma hana þar til betri tíma, en svo var allt í einu oröið það mikið um flug hór, aö viö ákváöum aö láta véllna ekki fljúga aftur, heldur geyma hana sem minjagrip. — Þaö var síöan aö tveir bræöur, sem viðriðnir voru flugiö, lýstu áhuga sínum á vélinni. Ekki vildi ég afhenda hana, en þá var Björn látinn, og ekkja hans því hlynnt að vélin yrði lánuð til flugs. Lét ég undan og Ögnin var flutt út á flugvöll, en skemmst er frá því aö segja, aö þar lenti hún á Hér er veriö aö flytja Ögnina úr staö og gefur stelling vélarinnar til kynna hvernig hún hefur litið út á láréttu flugi. Greinilega má sjá eldsneytistankinn á milli efri vasngjanna. Gunnar Jónasson viö skrúfuna sem á sínum tíma var á Ögninni. Skrúfuna hefur Gunnar varðveitt og hefur hún prýtt skrifstofu hans, en Gunnar er forstjóri og eigandi Stálhúsgagna. Ljósm. Mbl. Kristján. Rætt við Gunnar Jónsson „höfund“ Agnarinnar, einu flug- vélarinnar sem hönnuð hefur verið og smíðuð hér á landi minnir að þetta hafi veriö um viku eftir aö fyrsta flugiö fór fram. Ég veit ekki hvort þaö var tilviljun, en þessar kúnstir geröi Örn yfir kirkjugarðinum í Öskjuhlíöinni. — En Örn var varla lentur þegar brezkir offiserar og nokkrir fylgdarmenn komu askvaöandi og gráir fyrir járnum út á völl. Voru þeir öskuvondir og bönnuöu frekara flug. Þeir skipuöu okkur aö taka vélina sundur, sögöu aö vélin gæti „valdið slysi", þar sem flugvél á flugi á stríöstímum, þætti vafasamur fugl. Á stríðstímum væri engin stund fyrir listflug eöa leikaraflug. — Þaö var reyndar fyrir algjöra náö aö Bretar leyföu okkur aö fljúga vélinni. Var þaö ekki fyrr en Bergur Garðarsson haföi talaö þá til, en það var ekki þrautalaust. Viö álitum eftir á að þeir heföu veitt leyfið í trúnni á aö flugvól sem smíðuö og hönnuö væri á íslandi gæti aldrei flogiö, þeir heföu hrakhólum, fór aldrei í loftið og lenti í niöurníöslu. Enginn skeytti um hana og vélin var mér glötuö. — En þá komu til skjalanna menn, sem hugsuðu fram í tímann, og tóku leyfarnar í sína vörzlu. Mætti segja mér aö Agnar Kofoed-Hansen hafi þar veriö framarlega í flokki, en vélin hefur alla tíö verið í vörzlu Flugmálastjórnarinnar. Mikið verk að gera vélina upp — Og nú hef ég eftirlátiö Flugsögufélag- inu minn hlut í flugvélinni, hún var aldrei seld og ég tel mig því eiga enn í henni. Félagið hefur fengiö aöstööu til að gera vélina upp, og það eru áhugasamir menn sem standa aö þessu fólagi. Gísli Sigurðs- son, sem geröi Klemmin upp á sínum tíma, ætlar aö smíöa vélina upp, og kem ég til með aö hjálpa honum viö það. — Þaö er mikið verk aö gera vélina upp, hún er eiginlega bara drasl núna, jafnvel verr farin en Örninn, Wacoinn, sem viö Björn heitinn Olsen gerðum upp á sínum tíma eftir óhapp í Skerjafiröi. Það vantar alveg hjólastelliö. Og einnig eru allar vængstífurnar glataöar, en það ættu ekki að vera mikil vandræöi því samfara aö búa þær til, þar sem maður er hvort eö er ( rörum allan daginn. Þá vantar hreyfilinn, en meiningin er aö reyna aö kauþa einhvern ræfil frá Bretlandi, þaö hljóta að vera til einhverjir Gipsymótorar þar ennþá. Ein- hver fékk hreyfilinn úr Ögninni til að setja á snjósleða. Þeir hjá Flugsögufélaginu ha(a verið aö reyna að grafast eitthvaö fyrir um hann, en sennilegt er að hann sé kominn í drasl. Allavega er Ijóst aö ef þeir hjá Flugsögufélaginu vissu hvar hreyfillinn væri, þá myndu þeir grafa hann upp, jafnvel þótt hann væri djúpt undir ösku- haug. — Skrúfan úr Ögninni er til, hana varðveiti ég á skrifstofu minni, og verður hún sett í vólina þegar þar aö kemur. Það mun sjálfsagt kosta mikiö aö gera vélina upp, en þó held ég aö enginn hafi ennþá gert sér grein fyrir þeim kostnaði. Raunveruleg flugvél á ný — Þaö er meiningin aö endursmíða Ögnina í upprunalegri mynd. Hún veröur aftur aö raunverulegri flugvél og án nokkurra veikra punkta, en þó er ekki ætlunin aö hún fari í loftiö á ný. Tilgangur- inn með endurbyggingunni er aö varöveita þennan kapítula í íslenzkri flugsögu, en flugsaga okkar er að ýmsu leyti merkileg. Allt of margt af hinum gömlu minjum hafa fariö forgörðum, en gott til þess aö vita aö nú sé að kvikna verulegur áhugi fyrir því aö ekki glatist allt sem hann heyrir til,“ sagöi Gunnar Jónsson að lokum. — ágás. Leifar Agnarinnar hafa lengi veriö í geymslu hjá Flugmálastjórn og í síöustu viku var fariö meö þær á verkstæöi Flugsögufélagsins þar sem þegar hefur veriö hafist handa við aö endursmíöa vélina í upprunalegri mynd. Á vöru- bílspallinum er skrokkur vélarinnar, vængir og bensíntankur, en hreyfill hennar er glataöur, svo og hjóla- búnaðurinn. Ljósm. Mbl. Kristján. EFTIR ÁGÚST ÁSGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.