Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 / Á flugvélasýningu, sem opnuð var í KR-húsinu 12. júní 1932, átti einn sýningargripur umfram aðra alla athygli sýningargesta, en það var flugvélin, sem tveir íslenzkir flugvélstjórar höfðu þá nýlega smíðað. Hagleiksmenn- irnir voru þeir Gunnar Jónasson og Björn heitinn Olsen, flugvélstjórar hjá Flugfélagi íslands. Á sýningunni var vélin fullgerð, nema að á hana vantaði hreyfilinn og hreyfílhlífar. Hreyfil keyptu þeir Gunnar og Björn árið 1940, og var ftugvélinni flogið fjögur reynsluflug í nóvember það ár, eða þar til að brezki herinn hér á landi bannaði frekara flug vélarinnar, og fyrirskipaði eigendum að taka vélina í sundur. Vélinni var aldrei flogið aftur, lenti í niðurníðslu, en hlutar hennar hafa alltaf verið varðveittir, og í síðustu viku voru leyfarnar fluttar á verkstæði, þar sem vélin verður gerð upp í upprunalegri mynd að tilstuðlan Flugsögufélagsins. Gísli Jónasson, sem smíðaöi vélina fyrir tæpri hálfri öld, verður honum innan handar og mun aöstoða við verkið. Blaðamaður Mbl. tók Gunnar nýlega tali til að fræðast um sögu þessarar merku flugvélar, Agnarinnar, eins og eigendur nefndu hana, en hún er eina vélflugan sem er smíðuð hér á landi. Byrjað var á byrjuninni og Gunnar spurður hvað orðið hefði til þess að þeir réðust í smíðina: — Það skapaöist millibilsástand í flug- inu, er það hætti sökum fjárskorts árið 1931. Það var reynt að fá þingið til að borga Lufthansa 70 þúsund króna skuld svo við gætum haldiö Junkersvélunum. Viö ræddum m.a. við Tryggva Þórhallsson þáverandi forsætisráðherra. Hann var hlynntur fluginu, en þingið kolfelldi samt að veröa við bón okkar, álitu þáverandi þingmenn flugiö vera leikaraskap, sem ekki ætti rétt á sér. Það var á þessum tíma, meöan beöið var úrslita í máli félagsins að við réðumst í flugvélarsmíðina. Húsnæöisvandræöi — Viö unnum nokkuð stöðugt viö smíðina, og unnum rösklega, miöað við það sem nú gengur og gerist. Áttum við lengst af í vandræöum með húsnæði fyrir smíðina, byrjuðum í bakhúsi við hús Jóns Stefánssonar skókaupmanns á Laugavegi 17, en síðan komumst við að í búö Bernhöfts bakara, sem var við Banka- stræti, og einnig vorum viö í húsi því á horni Frakkastígs og Laugavegar, þar sem Þórður frá Hjalla verzlaöi lengi, og seinna varð verzlun Ullarverksmiðjunnar Fram- tíðar. Einnig vorum við, að þessu í húsakynnum fyrirtækis okkar, Stálhús- gagna, viö Smiðjustíg, en fengum svo rými í Þjóöleikhúsinu, sem þá var í byggingu, til aö setja vélina saman. Þar settum við einnig heyfilinn í. — Viö byrjuðum á skrokknum, smíöuö- um svo vængina, þá stýrið, og þannig hvern hlut af öðrum. Grindin sjálf var úr Oregonfuru, en rifin í vængjunum voru úr krossviöi, og einnig var skrokkurinn klæddur krossviði. Sérstakt léreft var í vængjum, og það strekkt með strekklakki, svonefndu „dópi“. Loks var grindin öll spennt með vírum, og ef undan er skilinn hreyfillinn og skrúfan, þá voru vírstrekkjar- arnir það eina sem við ekki smíöuöum sjálfir, en þá keyptum við frá Englandi. vinna, fórum á trésmíöaverkstæöin og fengum þar heflaö efniö í grindina, söguö- um sjálfir út rifin úr V/2 millimetra þykkum sænskum krossviöi sem Ludwig Storr pantaði fyrir okkur. — Ekki hef ég hugmynd um hvað flugvélin kostaöi okkur í heild, en við snöpuöum í hana sitt úr hvorri áttinni. Margir lögöu hönd á plóginn við smíöina, einkum Siguröur Jónsson og Björn Eiríks- son flugmenn, þaö voru margir naglar sem þurfti að negla og mikiö að líma, krossviö- urinn var negldur á grindina með óteljandi nöglum. Fengu víxil fyrir hreyflinum — Ég man þó að hreyfillinn kostaði milli sex og sjö þúsund krónur, algjört lán að fá hann, það verð var í mesta lagi hálfviröi nýs hreyfils. Þetta var 98 hestafla fjögurra strokka loftkældur raðmótor af gerðinni Gipsy One, úr Moth vél, að því er ég held, sem fórst í sjóinn viö Osló. Flugvélin eyöilagöist en hreyfillinn var geröur og fann Erling Smith þennan hreyfil þegar hann var á ferö í Noregi. Við höfðum lengi haft í huga hreyfil af þessari gerö. Erling hjálpaði okkur mikið í sambandi viö flugvélina og einnig Bergur Garðarsson. Aðgangseyrir að flugvélasýningunni 1932 rann til hreyfil- kaupanna, og einnig fengum við lán tll kaupanna í Landsbankanum, 3.000 króna víxil, en þaö var algjör náö að fá lán í þá daga. Upplýsingar úr litlu kveri — Já, viö teiknuöum flugvélina að öllu leyti sjálfir. Ég átti lítið kver sem haföi aö geyma allar upplýsingar um flugvélasmíöi, Flugzeugbauentechnik, svo sem form á vængjum, straumlínur, o.s.frv. Vélina teikn- aöi ég þó mest eftir smekk og minni, og haföi þá í huga flugvélar í Þýzkalandi er ég var viö nám í flugvélstjórn. Þetta voru nú ekki beinlínis fagteikningar, heldur riss- myndir, sem flugvólin var smíöuö eftir. Ekki man ég nákvæmlega hversu lengi við vorum að smíöa flugvélina, gerðum það aö mestu á nokkrum mánuðum. Á sýningunni í júní ’32 var vélin að fullu smíöuö, nema hvað viö áttum þá eftir aö smíöa „búkk- ana“ undir hreyfilinn og hreyfilhlífarnar. Það gerðum við ekki fyrr en 1940, er við höfðum fengið hreyfilinn. Á þessum tíma voru allar minni vélar tvíþekjur, og það var aldrei um annaö að ræða en aö smíöa tvíþekju, þar sem smíöi þeirra og útreikningur vængja var auðveld- ari. Eins kom ekki til greina aö smíöa sjóflugvél þar sem smíöi flotanna var eins mikiö verk og smíði skrokks og vængja. Ætluö til kennslu og listflugs — Ögnin var sem sagt tvíþekja og tveggja sæta. Hún var 400 kg aö þyngd og gat borið 300 kg. Hún var 6 metrar að lengd og vænghafiö 7,25 metrar. Hún þurfti sárastutta braut, hugsa ekki meira en 100 metra, og hún flaug léttilega á um 140 til 150 km hraöa. Flugþol var tvær til þrjár klukkustundir, mældum það aldrei nákvæmlega. Eldsneytistankurinn var á milli efri vængjanna, reyndar hluti af væng, þar sem í gegnum hann gengu bitar sem vængirnir voru festir á. Tankinn smíðuðum við sjálfir. Þá voru í mælaboröi hraðamæl- ir, hæðarmælir, olíumælir og áttaviti. Vélinni var flogið úr aftara sætinu. — Vélin var búin tvöföldum stýrisbún- aöi, og því vel fallin til flugkennslu, en þaö var einmitt tilgangur okkar með smíðinni að vélin yröi notuð til flugkennslu. Þetta var ákveðiö strax, þegar smíöin kom til tals, að vélin færi til þeirra sérstöku nota, en einnig átti hún að veröa listfluga. Fjögur reynsluflug — Það kom svo að því að reynslufljúga vélinni. Áður höfðum viö útbúiö stutta flugbraut þar sem nú er flugskýli. Fengum við leyfi hjá Agnari Kofoed-Hansen, sem þá var lögreglustjóri, til að sprengja þar klappir. Við vorum með gamla Ford, ruddum grjótinu upp á plötu, sem bíllinn dró síðan frá. Út frá þessum staö var svo núverandi flugvöllur í Reykjavík geröur, og má því ef til vill segja aö þaö sé okkur aö kenna að hann sé þar sem hann er. — Fyrsta reynsluflugið fór fram 23. nóvember 1940. Ég man þaö enn glögg- lega. Viö vorum ekki vissir hve vélin þyrfti Gunnar Jónatton og Björn heitinn Ólsen við Ögnina, sem þeir smíðuðu sjálfir, en hún er fyrsta og eina heimasmíðaða íslenzka vélflugan. Eina „íslenzka" flugvélin 40 árum Aö mestu handavinna — Smíðin var aö mestu leyti handa- er ótrúleg Var hún nefnd Ognín en vélína smiðuðu érið 1932 þeir Gumíar Jonaí isön og Björn heitinn Ólsen fiugvélstjórar hjá Flugfélagi íslands nr. tvö. Vélinni var fyrst flogið 1940 og alls urðu reynsluflugin fjögur, og flaug Örn Ó. Johnson Ögninni í þeim öllum. Þegar reynslufluginu var að Ijúka bönnuðu Bretar frekara flug vegna stríðsástandsins. Myndin af Ögninni „í fullum skrúöa“ var tekin í Vatnsmýrinni eftir eina af reynslu- ferðunum í nóvember 1940. |NSMMiaS£»*M %ÉIÍMk ■ £ / t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.