Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 hví í Jóhannesarguðspjalli 20. kafla, versi 11 — 18, stendur: n María stóð hjá gröfinni úti fyrir grátandi. Er hún var aö gráta, gægðist hún inn í gröfina og sér tvo engla í hvítum klseðum sitja þar, annan til höfða, hinn til fóta, þar sem líkami Jesú hafði legið. Og þeir segja við hana: Kona, hví grætur þú? Hún segir við þá: Af því að búið er að taka burt Drottin minn, og ég veit eigi hvar hann hefur verið lagður. Þegar hún hafði þetta mælt. sneri hún sér við og sér Jesúm standa þar, en hún vissi ekki, að það var Jesús. Jesús segir við hana: ‘ Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú? Hún hugði að þetta væri grasagarðs- vörðurinn og segir við hann: Herra, hafir þú borið hann burt, þá segðu mér, hvar þú hefir lagt hann, og mun ég taka hann. Jesús segir við hana: María! Hún sneri sér við og segir við hann á hebresku: Rabbúní! sem þýðir: meistari. Jesús segir við hana: Snertu mig ekki, því að ennþá er ég ekki uppstiginn til föður míns, en far þú tii bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar. María Magdalena fer og boðar læri- sveinunum: Ég hef séð Drott- inn! og að hann hafi sagt henni þetta." „Kona grætur þú?“ Eggert í vinnustofu sinni viö Hátún í Reykjavík. Málverk Eggerts Guömundssonar hangir í kór Fossvogs- kirkju. í kór Fossvogskirkju er mál- verkið „Kona, hví grætur þú?“ eftir Eggert Guðmundsson listmálara. Eggert málaði verkið fyrir u.þ.b. 20 árum inn í ramma sem þegar var fyrir í kirkjunni. „Upphaflega átti Jón Stef- ánsson að mála myndina en vegna hrakandi heilsu treysti hann sér ekki til þess. Því var ég fenginn til verksins," sagði Eggert í samtali við Mbl. „Myndefnið sjálft var ósk frá kirkjuverðinum. Þetta er dálítið huggandi mótív. Þegar menn eru að kveðja sína nán- ustu getur myndin ef til vill veitt einhverjum hugarfró. Að öðru leyti er myndin algjörlega mín hugarsmíð. Ég reyndi að ná út huggunarsvip á andliti Jesú en úr andliti Maríu skín, aftur á móti, undrunin en hún var vantrúuð á líf eftir dauðann. Það er eitt atriði í myndinni sem er eftirtektarvert. Nagla- förin eru ekki í lófum Krists heldur í úlnliðunum. Séra Friðrik Friðriksson og séra Bjarni Jónsson komu mikið hingað til mín meðan ég vann við myndina og við ræddum þetta atriði lengi og ýtarlega. Loks komumst við að þeirri niðurstöðu að enginn líkami hefði getað hangið á lófunum, frekar á úlnliðunum. Ég veit ekki til þess að slíkt komi fyrir á öðrum málverkum af Kristi." — Hafði það einhver áhrif á trúarlíf þitt að mála þessa mynd? „Ég hef alltaf verið trúaður. Ég held það trúaður að ég hræðist t.d. ekki dauðann eða neitt slíkt. Manni er áskapað þetta líf,“ sagði Eggert að lokum. Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu, jarðarberja og sítrónu. Rauðamölin - lykillinn að betri Við framleiðum útveggjasteininn, milli- veggjaplöturnar og burðarveggjaplöturn- ar allar úr gömlu góðu rauðamölinni. f henni liggja yfirburðirnir. Margra ára- tuga reynsla okkar er traustur grunnur að byggja á, - og möguleikarnir í hleðslu eru ótal margir. 1/3 iit og eftirstöðvar á 6 mánuðum Byggingavörudeild JH ▲ A A Jón Loftsson hf. 32 i niJjJl JU' IU3J i ! ;.j luuon Hringbraut 121 Simi 10600 Is Krutmann Guömundsaon Efnn af viölesnustu höfundum landsirta. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö mlnnsta kosti á 36 tungumál. Skaldverk Kristmanns Guðmundssonar X Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildfs Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Almenna Bókafétagiö, Austurstrnti 18, Skemmuvegur 36, •fmi 19707 tfmi 73055 jm,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.