Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980 Ekki var úthúnadurinn burdugur sem þessi var að veiða með. En hann haíði nægan tima og fór sér hægt og gerði sér greinilega von um að fá eitthvað á færið. ísl. og jafnan er þétt setinn bekkurinn. Að sitja í veit- ingahúsi efst á Victoria-fjallinu og horfa yfir borgina hvort sem er að nóttu eða degi er ólýsanlegt. Að takast á hendur ferð um sveitahéruðin og fara inn að landamærum Rauða-Kína og síð- ast en ekki síst að heimsækja stærsta bátaþorpið, Aber- deen, þar sem um 35 þúsund •manns búa á um 4000 bátum. Til að komast í sem nánasta snert- ingu við bátafólkið er best að semja við innfædda um leigu á junka og láta hann sigla með sig um svæðið og jafnframt sýna sér allt það markverðasta. Það tók nokkurn tíma að finna bát og enn lengri tíma að finna út rétta verðið. Allír vilja fá sení mest fyrir sinn snúð. Allt tókst þetta og það var eldri kona sem tók að sér það verkefni að sigla með mig um svæðið. Satt að segja leist mér nú ekki of vel á hlutina svona til að byrja með, því að híbýlin eru ekki álitleg og lyktin ekki sem best. En þetta vandist fljótt og það var ekki annað að sjá en að hreint og þrifalegt væri innan þilja í bátunum sem fólkið býr í. Húsbúnaður er svo til enginn en í setusalnum má víðast hvar þó sjá sjónvarps- tæki. Víða um borð er unnið að alls konar heimilisiðnaði. Stærstur hluti junkanna fer aldrei úr höfn en hins vegar sækja sjómenn á miðin á stórum junkum með allt að 50 manna áhöfn. Veiðiferðirnar geta staðið í 3 til 4 daga. Innan hafnar í bátunum vinna svo börn og konur, það var ekki annað að sjá en að þetta væri iðjusamt fólk. Þetta er afar sérkennilegt samfélag, það virðist aðeins hlíta eigin lögmálum og aldagam- alli hefð. Viðskipti eru mikil Viðast hvar þættu þetta ekki góð híbýli, en bátafólkið virðist una hag sinum vel. Börnin vinna aflann að einhverju leyti með móður sinni. A myndinni má sjá hvar verið er að plokka rækju. V : " It manna á meðal og oftast er um vöruskipti að ræða. Hver fjölskylda er út af fyrir sig á sínum bát og margir stíga sjaldan á land. Ekki er hægt að slá botn- inn í þessa stuttu frásögn frá Hong Kong án þess að minnast á hinn ljúffenga mat sem þar er alls staðar framreiddur. Ef spurt er hvað það sé sem Kínverjum líkar mest og best er ekki spurning um að það er matur. Flest fólk borðar til þess að lifa, en þeir lifa til að borða. Kínversk matargerð er listgrein og vísindi út af fyrir sig og það er ekki hægt að finna meira gósenland fyrir sælkera en Hong Kong. Nýir og spennandi réttir bíða manns á hverjum veitingastað sem maður rekur nefið inn á. Fullyrt er að hægt væri að fara út að borða í Hong Kong á hverju kvöldi í heil tvö ár og aldrei á sama veitingastaðinn og án þess að þurfa að panta sama réttinn. Sannleikurinn um Hong Kong er sá, að engin heimsókn er nógu löng til þess að hægt sé að upplifa nema brot af því sem þar er á boðstólum. Þess vegna koma svo margir aftur og aftur Ekki er hægt að segja annað en að hún sé þrifleg þessi heiðurs — þr. kona. Hún var rétt í þann veginn að Ijúka við kvöidverðinn. Borg andstæöna og iðandi mannlífs A ■■ Olíuveldi norðursins sparar olíu Orkusparnaðarherferð, sem farin var í Noregi fyrir hálfu ári, virðist hafa borið rikulegan ávöxt, ef marka má samdrátt þann sem varð á sölu olíu i landinu á tveimur fyrstu mánuð- um þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nemur um 7,5%, og gætir sparnaðarins á flestum sviðum. T.d. hafa Norðmenn farið að sýna betri einangrun húsa mikinn áhuga, þeir nota almenn- ingsvagna í auknum mæli og spara bíla sína, auk þess sem víðtækar sparnaðarráðstafanir hafa verið gerðar í sambandi við kyndingu (AP). 75 milljónir dala í skaðabætur SKAÐABÓTAMÁLUM vegna mesta flugslyss sögunnar, sem varð á Tenerife-flugvelli þegar þotur frá KLM og Pan American rákust á fyrir þremur árum, er lokið með sáttum í öllum tilvikum nema málum, sem fara fyrir dómstóla. Heildarupphæð skaða- bótanna verður 75 milljónir bandaríkjadala, en í flugslysinu fórust 547 manns og 57 særðust. Lögfræðingar, sem hafa annazt málið, eru á einu máli um að miklu betur hafi tekizt að útkljá það en ætla mátti í upphafi og einnig þykir merkilegt að unnt hafi verið að ná sættum á svo skömmum tíma. Þessar málalykt- ir eru þakkaðar því að þeir, sem kröfur voru gerðar á, flugfélögin tvö, Boeing og spánska stjórnin, komu sér saman um það er málið var á frumstigi hvernig þeir skyldu skipta með sér ábyrgðinni og komu síðan fram sameiginlega gagnvart kröfuhöfum. KLM mun greiða 40% bótanna, Pan American 30%, spánska stjórnin 20% og Boeing-verk- smiðjurnar, þar sem báðar þot- urnar voru smíðaðar, greiða 10%. Saumavélin BANDARÍKJAMAÐURINN Elias Howe fann upp fyrstu nothæfu saumavélina árið 1846. Af 1800 var 200 nauðgað ENN streymir bátafólkið frá Indókína og enn er það myrt og rænt í stórum stíl, auk þess sem mikið er um að flóttakonum sé nauðgað. Um þessar mundir er flóttamannastraumurinn ekki eins mikill og þegar hann var í hámarki á sama tíma í fyrra, en í siðasta mánuði er talið að tæp þrjú þúsund manns hafi komið frá Laos og Kambódíu, þar af kom um helmingurinn til Malaj- siu. Læknar í flóttamannabúðum á Bidong-eyju í Malajsíu segja að af þeim 1800 konum, sem síðast komu í búðirnar, hafi um 200 orðið fyrir því að verða nauðgað á flóttanum. Af 190 flóttamönnum sem höfðu samflot á þremur bátum myrtu sjóræningjar 79, að því er áreiðanlegar heimildir eru um, en um slíka atburði eru óteljandi dæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.