Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Síðasta kvöldmáltíðin Síðasta kvöldmáltíð Jesú með postulunum 12 er myndefni altaristöflu kirkjunnar á Ólafsvöll- um í Skeiðahreppi. Baltasar B. Samper list- málari málaði töfluna árið 1967 þegar unnið var að endurbótum á kirkj- unni. í guðspjalli Mark- úsar segir m.a. svo um þennan atburð, kafla l4, versum 17—26: Baltasar g er kveid var kom- ið kemur hann með þeim tólf. Og er þeir sátu yfir borð- um og mötuðust sagði Jesús: Sannlega segi ég yður, einn af yður mun svíkja mig, sá sem etur með mér. Þeir tóku að hryggjast og segja við hann hver um sig: Er það ég? En hann sagði við þá: Það er einn af þeim tólf, sá sem dýfir með mér í fatið; því að manns- sonurinn fer að sönnu héðan, eins og ritað hefur verið um hann, en vei þeim manni, sem því veldur, að mannssonurinn verður framseldur; betra væri þeim manni, að hann hefði aldrei fæðst. Og er þeir mötuðust tók hann brauð, blessaði og braut það og gaf þeim og sagði: Takið, þetta er líkami minn. Og hann tók bikar, gjörði þakkir og gaf þeim og þeir drukku aliir af honum. Og hann sagði við þá: Þetta er sáttmála-blóð mitt, sem úthellt er fyrir marga. Sannlega segi ég yður, að héðan í frá mun ég ekki drekka af ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann nýjan i guðsríkinu. Og er þeir höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir út til Olíufjalisins. Efst til vinstri er sá af postulunum, sem sagður er líkjast meðhjáiparanum er lengi starfaði við Olafsvallakirkju. Altaristafla Baltasars í ólafsvallakirkju Andlitin komu þeim kunnuglega fyrir sjónir — Ég hafði einhvern tíma látið þau orð falla í viðtali að ég væri svo glaður yfir því að eignast heilbrigð börn að ég myndi gefa skreytingu í kirkju fyrir hvert heilbrigt barn sem við eignuðumst, því það er vissulega fjársjóður að eignast heilbrigð og hraust börn, sagði Baltasar er Mbl. ræddi við hann og spurði um tilefni þess að hann málaði altaristöflu- myndina í Olafsvallakirkju. Baltasar hafði á undan málað í Breiðafjarðarkirkju í Flatey og hann sagði að þegar unnið var að endur- byggingu kirkjunnar að Ól- afsvöllum hefði sr. Bern- harður Guðmundsson, sem þá var þar sóknarprestur, haft samband við sig og hermt þessi orð upp á hann, en Baltasar hafði þá nýverið eignast son. — Ég vildi náttúrulega standa við mitt loforð og það varð úr að ég tók að mér að annast þetta verkefni. Það var mjög vel vandað til alls undirbúnings og sáu heima- menn um alla efnisútvegun og ég dvaldi þarna líklega nokkra mánuði fremur en nokkrar vikur. Það var mjög skemmtilegt að vinna að þessari mynd, ég hafði mikið samband við fólkið í sveit- inni og kynntist þarna mörg- um. Baltasar sagði að hann hefði verið beðinn að gera skil þessum atburði, síðustu kvöldmáltíðinni og honum hefði fljótlega komið til hug- ar að mála myndina þannig að altari kirkjunnar tengdist borðinu sem þeir sitja við í kvöldmáltíðinni. Kvaðst hann þannig vilja gera myndina sem raunveruleg- asta þeim er væru í kirkj- unni og mætti líka segja að sífellt væri verið að endur- taka þennan atburð, kvöld- máltíðina, við hinar ýmsu kirkjulegu athafnir. — Ég varð var við að mönnum fundust sum andlit- Áður en endurnýjunin var gerð á kirkjunni var fyrir altarinu mynd sem Þorsteinn Guðmundsson málaði af krossfestingunni, en Þorsteinn bjó þarna í sveitinni. in koma kunnuglega fyrir sjónir og ég neita því ekki að ég setti nokkuð á mig svip- mót fólks er ég umgekkst þarna og því held ég að mörgum finnist eitthvað kunnuglegt við töfluna án þess að hægt sé að nefna ákveðnar fyrirmyndir. Séra Sigfinnur Þorleifsson sagði að sér fyndist þessi mynd lifandi og eðlileg og það fyndi hann ekki sízt þegar hann stæði við altarið og horfði nánast í augu við Krist, og væru raunar allir á myndinni mjög eðlilegir og myndin í heild mjög raun- veruleg. Kvað hann þessa hugmynd hafa komið mjög vel til skila með að hafa altarið í beinu framhaldi af myndinni og listamanninum hefði tekist vel að færa þennan atburð inn í kirkjuna og gera hann raunverulegan fyrir kirkjugesti, Baltasar hefði greinilega lagt sig fram um að gera Krist nálægan og lifandi. Þá sagði sr. Sigfinn- ur að mönnum fyndist sem ýmsum andlitum úr sveitinni brygði fyrir, en það væri einna helzt varðandi með- hjálpara er starfaði við kirkjuna í fjöldamörg ár og hét Björn Guðmundsson frá Vesturkoti. Hefði hann ver ið mörgum minnisstæður fyrir hversu vel hann rækti sitt starf við kirkjuna og væri því vissulega vel til fundið að minnast hans með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.