Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 67 „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.“ 44. Passíusálmur 44. sálmur, 1. og 22. vers: Hrópaði Jesús hátt í stað, holdsmegn og kraftur dvínar: Ég fel minn anda, frelsarinn kvað, faðir, í hendur þínar. Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. „Krossfestið hann“, 20. Passíusálmurinn. 20. sálmur, 1. og 2. vers: Pílatus hafði prófað nú píslarsök Jesú gefna. Klén virtist honum kóngstign sú, þá Kristur sannleik réð nefna, heims sannleik heiðra lézt, hæddi guðs sannleik mest. Sannindin elska ber. Orð drottins láttu þér kærast þó allra efna. Jafnótt þá ganga jarlinn réð til Júða út að bragði. Enga sök þessum manni með má ég finna, hann sagði. Gyðingar heldur hart herrann klöguðu um margt, með æði, ógn og dramb. En rétt sem meinlaust lamb lausnarinn ljúfur þagði. Hreifst af Passíusálm- unum og myndskreytti þá alla Listakonan Barbara heitin Árnason teiknaði myndir við alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar fyrir u.þ.b. 30 árum. Frumteikningarnar eru geymdar á Listasafni Islands að ósk listakonunnar sjálfrar, en hafa aldrei verið sýndar almenningi. Hins vegar hefur Menning- arsjóður í tvígang gefið út sálmana með teikningum Barböru. Fyrirmynd listakonunnar að Jesú, Júdasi, Pétri og Pílatusi var eigin- maður hennar, Magnús Á. Árnason. „Hún varð hrifin af Passíusálm- unum og tók það upp hjá sjálfri sér að teikna við þá myndir," sagði Magnús í samtali við Mbl. „Hún dáðist að skáldskapnum og ein- lægni höfuridarins og hún var ekki sérlega trúuð. Hún reyndi að fara að miklu leyti eftir efni hvers sálms og setti oft tilvitnanir í sálmana inn í teikningarnar.“ Það tók Barböru 7 ár að vinna þetta verk og fékk hún aldrei styrk til þess. Hins vegar bauð hún Menning- arsjóði að nota teikn- ingarnar og voru þær, eins og áður segir, gefnar út á vegum sjóðsins. „Fótspor meistarans“, teiknuð við 8. Passíusálminn. 8. sálmur, 11, vers: „Eins og upphaf og ending með allrar hörmungar minnar, faðir himneski, er fyrir séð í forsjón miskunnar þinnar." \o^ Styx - Cornerstone Kenny Rogers — Kenni Linda Ronstadt — Mad Love McGuinn Clark og Hillmann — City Anne Murrey — I will always love you Anne Murrey — Country Collection Last Dance El Disco de Oro Rush — Permanet Waves Bobe Seeger — Against the wind svo eitthvaö sé nefnt. Sveiflan er einnig á fullu Peterson, Henning og Pass, Miles Davis, Charles Mingus, Chuck Manioni aö ógleymo- um Arna Egils og fleirum og fleirum. Fyrir hina þjóðlegu Sannar Dægurvísur méð Brimkló, Spilverk þjóöanna, Glámur og Skrámur, Álfar og yfir höfuö allar íslensku plöturnar og síöast en ekki síst. Ampex kasettur sem vio norum umboð fyrir hér á í póstkröfu Laugavegi 33. Strandgötu Hafnarfiröi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.