Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 53 Texti: JÓHANNA KRISTJONSDOTTIR PÁSKAHÁTÍÐ fer í hönd og leiöir hugann aö því aö Gyöingaland er sögu- sviö alls þess sem áhrifa- ríkast hefur oröið manneskjunni í tvö þús- und ár. Jóhanna Kristjóns dóttir blaöamaður hefur margsinnis dvalið í ísrael og ferðast þar um. Hún lýsir hér á næstu síðum þeim áhrifum sem ísrael nútímans og for- tíðar vekur gesti sínum, meö því aö fjalla um hina ýmsu þætti mannlífs og sögunnar. þess, sem guö gaf þeim. Frjáls þjóð aö nafninu til samtímis því aö 40 millj- ónir fjenda stóðu gráir fyrir járnum viö öll landa- mæri og bitu í skjaldar- rendur og sóru þess dýran eið að linna ekki fyrr en eytt væri ísraelsríki. Nú búa þarna rúmlega þrjár og hálf milljón manna. Þetta fólk hefur komiö úr öllum löndum — nánar tiltekiö 103 aö ísrael sjálfu meötöldu. ísrael — ólýsanlegt land — þaöan dreiföist þjóöin í tvö þúsund ár, ofsótt var hún og hrakin, átti í illdeilum innbyröis, en þó svo sameinuð aö hún stóöst allt í 1878 ár (áriö 1948 varö ísraelsríki til, áriö 70 var Musteriö eyðilagt) og fæddist á ný í ólgu og ofsókn. Hún lífgaði viö dautt tungumál sitt, hebreskuna, vann af offorsi viö aö græöa upp landið, efla menntun, auöga heiminn listum, iöka trúarlíf, rækja hefö- ina. Víst er ísrael engu líkt. andiö er svo mjótt aö við komumst á einum degi frá noröri til suður- marka þess. Þaö spannar frá þorpinu Metulla í noröri til feröamannabæj- arins Eilat viö Rauðahafiö, fjarlægðin er ámóta og frá Reykjavík til Akureyrar. Þjóö sú sem býr þar hefur átt í stríöi frá því í árdaga, rekið efnhags- stefnu sem hefur orðið aö taka á sig fjárhagslegar byröar lengsta vopnahlés heimssögunnar — aö undanskildum hvíldunum í Hundrað ára stríðinu. Þarna búa Gyðingar færri þeim sem búsettir eru í New York einni saman. Sjálfstæöu ríki var lýst yfir í húsi nokkru í Rotschild- götu í Tel Aviv í nafni þeirra 600 þúsunda sem þá voru í ísrael. Frjáls og sjálfstæö þjóð. Komin heim til fyrirheitna lands- ins — þó ekki nema hluta Israel engu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.