Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 7

Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 7 Síöasta haldreipiö Athygli vekur, ad í frá- sögn Þjóöviljans af því tiltæki Ólafs Ragnars Grímssonar formanns þingflokks Alþýðubanda- lagsins aö færa sór í nyt hádegisverðarboð for- seta Alþingis fyrir banda- ríska þingmenn til að koma á framfæri áróðri herstöðvaandstæðinga, er Ólafs aldrei getið með nafni heldur er þingflokk- urinn borinn fyrir þessum aögerðum. Hvers vegna Þjóðviljinn lætur þess ekki getið, að Ólafur Ragnar hafi tekið til máls í hádegisverðinum öllum að óvörum og borið sig upp við bandarísku þing- mennina, er furðulegt, þegar jafn auglýsínga- glaður maður á í hlut. Miöað við allt fas manns- ins er ólíklegt, aö hann hafi látið sér áminningu Geirs Hallgrímssonar að kenningu verða og séð, hve ankannalegt það var að skjóta þannig til bandarískra þingmanna öryggismálum Islands, sem við verðum auðvitað sjálf að komast að niður- stöðu um. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins er nú orð- inn svo aðþrengdur af eigin stuðningsmönnum vegna tvískinnungsins í „hermálinu“, að formaður hans notar sem síðasta haldreipi að misnota gestrisni Alþingis til aö dreifa áróðri á bréfsefni Alþingis. Og Þjóðviljinn birtir síðan ábúðarmikla forystugrein í gær undir heitinu: Til dymbilviku- gesta, sem lýkur meö þessum afsökunarorðum: „Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins hefur notað tækifærið til þess að hvetja bandaríska þing- menn að kynna sér for- sendur andstööunnar gegn hersetunni betur en þeir hafa gert. Það er þarft verk því að einfald- anir, svo sem að flokka alla andstöðu af þessu tagi undir kommúnisma og Moskvuþjónkun, bjóða heim röngu mati og ákvörðunum. Banda- ríska þingið hefur að sjálfsögöu stærri málum að sinna en örlögum lítill- ar eyþjóðar, en það er jafn sjáltsagt að nota hvert tækifæri til þess að kynna röksemdir gegn hersetunni og sýna fram á að herstöðvaandstaðan er öll í merki lýðræðis- og sjálfstæðisbaráttu og háð í svipuðum anda og bandaríska sjálfstæðis- baráttan á sínum tíma.“ Fleöuskapur en rökleysi Allt einkennist plaggið, sem Ólafur Ragnar dreifði, af gagnsæjum fleðuskap í garð banda- rísku þingmannanna, enda er það í sömu tón- tegund og lokaorð leið- ara Þjóðviljans, sem birt eru hér að ofan. Þau orð hefðu sómt sér vel sem lokakafli bænaskjals til herraþjóðar fyrr á árum, þar sem hún væri beðin að lúta svo lágt að huga að sínum mesta smæl- ingja. Er þetta það sem kommúnistar kalla á tylli- dögum þjóölega reisn? Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins hefur valið leið smjaðursins, þar sem hann hefur engin haldbær rök til aö sýna hinum bandarísku þing- mönnum fram á, að ör- yggi íslands yrði betur borgið með nýrri skipan varna landsins. I dreifi- bréfinu er að mjög litlu leyti drepið á meginrök- semdina fyrir aðild ís- lands að Atlantshafs- bandalaginu og varnar- samstarfinu við Banda- ríkin, sem er að sjálf- sögðu þróun hernaöar- mála í þessum heims- hluta. Þó er sagt, að ekki sé unnt að rökstyöja til- vist varnarstöðvarinnar með vísan til þeirrar ógn- ar, sem stafi af sovéska flotanum, þar sem stöðin hafi komið til sögunnar meira en tveimur áratug- um á undan „hinni svo- nefndu sovésku flotaógn- un“ eins og það er orðað. í þessum oröum felst viðurkenning á því, aö íslandi stafi ógn af so- véska flotanum og les- endur álits þingflokks Al- þýðubandalagsins hljóta að álykta sem svo, aö flokkurinn hefði stutt ráðstafanir gegn henni en taliö í lagi að hafa landið varnarlaust þar til fyrir u.þ.b. tíu árum. Þá segir í skjalínu: „Það er ekki landfræðileg staða landsins, sem gerir það að skotmarki heldur tæknilegt eðli bandarísku stöðvarinnar. „Erlendir menn, sem þetta lesa hljóta að álykta sem svo, að þingflokkur Alþýðu- bandalagsins geti fallíst á tilvist varnarstöðvarinnar komist hann að raun um það, að tæknibúnaður hennar kalli ekki beinlín- is á árás. Það er kannski skýr- ingin á nafnleynd Ólafs Ragnars í Þjóðviljanum að skilja ber bænaskjalið sem stefnubreytingu af hálfu þingflokks Alþýöu- bandalagsins? gæðingurinn sem allstaðar vekur athygli BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum. Það þekkja allir aksturseiginleika þessa vandaða bíls, en þeir halda flestir að hann sé mun dýrari en hann er. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem þú eignast betri bíl en verðið segir til um. BMW - ÁNÆGJA í AKSTRI AKUREYRARUMBOÐ: Bílaverkst. Bjamhéðins Gíslasonar. Sírni: 96-22499 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Árshátíð VALS Veröur haldin í Atthagasal Hótel Sögu laugar- daginn 12. apríl n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fjöldi góöra skemmtikrafta kemur fram, veittar viöurkenningar og verðlaun. Valsmenn yngri og eldri fjölmenniö. Forsala aðgöngumiöa fer fram í Valsheimilinu kl. 5—7 í dag og næstu daga. Borðapantanir veröa afgreiddar á Hótel Sögu á fimmtudag kl. 5—7. Skemmtinefndin. Framhalds aðalfundur veröur haldinn í kvöld fimmtudaginn 10. apríl og hefst kl. 20.30 í Félagsheimili Fáks. Félagar fjölmenn- iö. Hollandsfarar Mynda- og skemmtikvöld fyrir þá sem tóku þátt í ferö Fáks á Evrópumótið í Aperdon í sumar, veröur haldiö í Félagsheimili Fáks á morgun 11. apríl kl. 20.30. Mætum öll og takið myndir meö úr feröinni. Stjórnin. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgðir Verslióisiérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI 29800 Skiphottit9 Fiskverkendur Fiskbúðir Steen 111 roðflettivélin Roöflettir allar tegundir af fiski, jafnt flök, sem heilan fisk. Roöflettir auðveldlega t.d. háf, skötusel, skötu- börö, heilan flatfisk o.s.frv. Mjög auöveld í meöför- um. Aldrei þarf aö brýna hnífinn. Viöhald mjög lítiö. Þyngd aöeins 39 kg. Breidd á hníf 250 mm. Verö ca. 1,8 millj. kr. Frekari upplýsingar veittar í síma 71455.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.