Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 13
< MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 13 Páskaleikrit Sjónvarpsins Macbeth-sýning sjónvarpsins á föstudaginn langa er lofsvert framtak. Sýningin féll vel inn í hugblæinn sem einkennir þenn- an dag hjá kristnum mönnum. Machbeth í uppfærslu þeirra Philip Casson og Trevor Nunn endurspeglaði á óvenjuskýran hátt baráttu ljóss og skugga í mannheimi. Hvernig myrkrið nær sífellt meiri tökum er blóð krefst blóðs. Hvernig hið illa vegur að frjómögnum lífsins, breytir móðurmjólkinni í gall. Sem andstæðu við þessi geld- ingaröfl myrkursins var í leikn- um hin ljósa von kristninnar í mynd Duncans sem svo frum- lega var klæddur í búning bisk- ups (að því er mér sýndist). Það var einnig frábært hve vel textinn komst til skila hjá leik- urunum. Slík beiting þagna er ærið umhugsunarefni íslensku leikhúsi. Það var næstum eins og að heyra texta Macbeth af vör- um nýs Shakespeares. Væri nú ekki gaman ef ís- lenskt leikhús tæki sig til og kæmi upp vísi að „shakespírskri hefð“ hér á landi. Til dæmis með því að fá á hverju ári viður- kenndan leikstjóra erlendan til að setja upp svo sem eitt Shake- speare-leikrit. Yrði það ekki til að víkka út sjónhring þess fólks sem hér fæst við leiklist, leikara, leikstjóra, leikritahöfunda? Okkur skortir hefð á svo mörg- um sviðum. Innreið Shakespear- es inn í íslenskt leikhús með þessum hætti yrði okkur ekki til minnkunar — við erum ekki hér að krjúpa fyrir erlendum skemmtidagskrám með bæna- skjal í höndum líkt og fyrir danakóngi forðum heldur er hér verið að leita að viðmiðun. Finna samanburðargrundvöll í því besta sem þekkist í leiklist heimsins. Næra og styrkja þá listrænu hefð sem blundar í íslensku leikhúsi. Mér finnst eins og sá frægi maður Hov- hannes I. Pilikan sem hér kom um árið að setja upp King Lear hafi slitið þann þráð sem var að myndast milli erlendra leik- stjóra og íslensks leikhúss. Pili- kian virtist eiga við einhver kynlífsvandamál að stríða. Og sá sér færi á að magna þau hér upp og yfirfæra í pólitíska lífspeki. Sem varð líkt og lífseleksír sumum vantrúuðum í ákveðnum stjórnmálaflokki íslenskum. (Eins og sjá má á málgagni flokksins sem segja má að helgi Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON eina blaðsíðu reglulega minn- ingu um Pilikian.) Annars var uppfærsla Pilikians á Lear stórkostleg, ef ekki hefði komið til ósmekklegur niðurskurður texta. Nú Pilikian er farinn heim og maður kemur í manns stað. Það er að vísu borin bon að við fáum mann á borð við Trevor Nunn sem bar ábyrgð á uppfærslu Macbeth í sjónvarpinu. Sá maður er yfirmaður The Royal Shakespeare Company. Og unir sér betur á heimaslóðum Shake- speare gamla Stratford-Upon- Avon. Hér er ekki staður né stund til að fjalla um þennan ágæta mann sem svo mjög hefur lyft Shakespeare í átt til vin- sælda. Máske seinna. Ég býst við að sá háttur Nunn að setja Macbeth hér á tímalaust plan með sérstæðri blöndun nýrra og eldri búninga og útþurrkun ákveðins tímabundins sviðs eigi að færa hann nær okkur nútíma- mönnum. Þarna er ég algerlega ósammála Nunn. Að mínu mati er textinn í Macbeth svo flókinn og margræður. Tilvísanir og táknmál því lík, að það verður að skýra hann með ákveðnu bak- sviði. Til að leikritið verði ljóst og skemmtilegt þeim sem ekki gjörþekkja það fyrir verður það að gerast í köstulum, á heiðum úti. Sýnir Macbeth og Lady Macbeth verður að opinbera með tæknilegum brellum o.s.frv. Þetta skorti mjög í mynd sjón- varpsins eins og bent var á. Til að kynna Macbeth hér hefði verið skynsamlegra að velja út- gáfu Polanskis eða hina mögn- uðu japönsku frá hendi Kuro- sawa. En sjónvarpið valdi ferska og nýstárlega útgáfu á Macbeth. Hún féli vel inn í stemmningu dagsins og er þá á vissan hátt tilganginum náð. Og ekki leidd- ist þeim sem hafa Macbeth- dellu. Því það er nefnilega hægt að hafa Macbeth-dellu rétt eins og fótbolta- eða bíladellu. Og dellukallarnir verða að fá sitt: Það er ekki hægt að miða allt við þennan „venjulega" mann sem búinn var til á hagstofunni og í skólarannsóknadeild. Höggmyndadeild við Myndlista- og handíðaskólann NÍI UPP úr áramótum var sett á stofn höggmynda- og myndmót- unardeild við Myndlista- og handíðaskóla íslands. og er þar með náð langþráðum áfanga í myndmennt Islendinga. en til þessa hafa listnemar ekki átt neinna kosta völ á þvi sviði utan kvöldnánískeiða. Sllk deild var eitt sinn til við skólann, þótt vanbúin væri að tækjum, en lagðist niður illu heilli vegna þrengsla og annarra húsnæðis- vandræða skólans. Hin nýja deild má heita þolan- lega úr garði gerð hvað snertir vinnuskilyrði, en samkomulag hefur orðið um, að nemendur fái þjálfun í logsuðu og lóðningu í Iðnskólanum. Þegar í upphafi voru níu nenemdur innritaðir í hina nýju deild. I byrjun apríl kemur hingað danskur maður, Jörgen Bruun- Hansen, sem kenna mun ýmiss konar veggmyndatækni, en hann hefur lengi kennt við Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn. Mun hann kenna við höggmyndadeild skólans og jafnframt kenna á kvöldnámskeiði, sem skólinn efnir til fyrir starfandi listamenn. Jörg- en Bruun-Hansen hefur áður kom- ið hingað og kennt á vegum skólans við miklar vinsældir, en tækniþekking hans er mjög víðtæk og fjölbreytt. Bjallan Palle Petersen: Börn jarðar Þýðendur: Fríða Haraldsdóttir og Kristín Unnsteinsdóttir Bjallan h.f. Reykjavík 1979. Börn jarðar er lítil bók og lætur lítið yfir sér. Hún er vísir að samfélagsfræði og fjallar um börnin í heiminum. Mismunandi lífshætti þeirra og lífsafkomu. Palle Petersen er þekktur fyrir skrif sín um börn og með þeim að takast mörgum betur að snerta mjög tilfinningar barna og full- orðinna til umhugsunar um hið kallar hrópandi misrétti sem jarðarbörn eiga við að búa. Bók þessi er fyrst og frerrtst myndræn, en hnitmiðaðir textar ásamt myndum, láta engan í friði án íhugunar á því hvernig ástand- ið er í þeim heimi er við byggjum saman, eigum saman og eigum öll sama rétt til. í lítilli bók er ekki hægt að segja nema lítið eitt og þótt bók um slíkt efni sé stór, er heldur ekki hægt að segja allt — það verður því miður aldrei hægt. En athygl- isvert er að með velvöldum mynd- \ um hefur Palle Petersen tekist að vinna textann þannig að hann höfðar sterkt til barna, sé rétt með hann farið af hálfu þeirra sem vinna með börnunum úr efni þessarar bókar. Aftast í bókinni eru leiðbein- ingar frá höfundarins hendi um það hvernig hægt er að vinna með efnið. í þeim felst sama hógværð og einkennir allt það er Palle Petersen lætur frá sér fara. Ekkert knýjandi — heldur til umhugsunar fyrir þann sem notar Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR bókina í skóla, eða á heimili. Það er ekki á allra færi að setja leiðbeiningar sínar með góðri bók til kennslu þannig fram að þær örvi fremur hugarflug þeirra er með bókina vinna og hvetja þá til fjórra afls úr eigin huga. Þetta tekst Palle Petersen með prýði. Með útgáfu þessarar bókar kall- ar Bjallan á foreldar og kennara og vill vekja okkur öll af þeirri værð sem velsældin býr okkur. Það er hægt að kalla án þess að hrópa. Ef til vill var mér það fyrst ljóst hvað hægt er að vekja samkennd hjá börnum, þegar ég í byrjun þessa árs horfði á leik barna frá sex þjóðlöndum — í annarri heimsálfu — og las svo að kvöldi í bók þessari og ræddi hana við börn frá minni þjóð. Þýðing þeirra Fríðu Haralds- dóttur og Kristínar Unnsteins- dóttur er liðleg og vel unnin. Ég efast ekki um að skólarnir eru búnir að koma auga á bókina. En það er ástæða til að vekja athygli foreldra og annarra for- ráðamanna barna á því að tæplega eru margar bækur, sem nú undan- farið hafa komið á markað fyrir börn — betur til þess fallnar að hafa í höndum með börnum sínum — þegar fjölskyldan á frístundir saman. Með henni er öðru efni fremur hægt að vekja þau til umhugsunar á gildi jákvæðra samskipta okkar sem þessa jörð byggjum. PHILIPS heimilistæki hf HAFNARPTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8—151 U 2; narDursiaseu ertilvalin fermingargjöf wi/m © Við bjóöum nú 14% afslátt af hárburstasettinu HP 4121. /O HP 4121 er 800 W, meö 4 fylgihlutum, greiöu, bursta, hringbursta og blástursstýringu. Var kr. 33.596 Nú 28.900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.