Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRIL 1980
17
við úrbótum, þar sem jarðrask
hefur orðið, segir Arni. Skv. 17 gr.
náttúruverndarlaga hafa landeig-
endur víðtækar heimildir til a
raska landi sínu. Náttúruvernd-
arráð hefur ekkert vald til að
stöðva slíkar athafnir, en sveitar-
stjórn hefur takmarkað vald til
þess. Hins vegar skal Náttúru-
verndarráð setja reglur um frá-
gang. í þessari stöðu leggur ráðið
áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir.
Stefnt er að því að gera úttekt á
þeim svæðum sem viðkvæmust
eru og í mestri hættu fyrir slíku
raski og gefa út leiðbeiningar um
það, hvaða stöðum og minjum beri
að hlífa við efnisnámi, og jafn-
framt hvar helst sé að finna
eftirsótt jarðefni, sem minna gerir
til þó tekin séu. Unnið er að
þessum málum í Ölfusi, á Reykja-
nesskaga og í Vestmannaeyjum.
Ýmislegt fleira er fjallað um í
þessum málaflokki, svo sem flug-
velli, hafnir, sumarbyggð o.fl., sem
of langt er upp að telja.
• 50 svæði friðlýst
Sem grundvöllur annarra
verndurnarstarfa er friðlýsing þó
svo mikilvæg, að hún hefur á
ýmsan hátt yfirskyggt annað starf
Náttúruverndarráðs undanfarin
ár, segir Árni, þegar það mál ber á
góma. Ef til vill er það umræddum
áhuga fyrir friðlýsingu að þakka,
og þeim meðbyr, sem Náttúru-
verndarráð hefur notið s.I. áratug,
að 50 svæði hafa nú verið friðlýst,
án þess að nokkur tíma hafi þurft
að grípa til eignarnáms eða greiða
skaðabætur fyrir. Verður það að
teljast sjaldgæfur árangur. Mögu-
leikar ráðsins til að vinna að
friðlýsingu fara nú æ þverrandi,
þar sem mannafli þess stendur í
stað á meðan forgangsverkefnum
fjölgar stöðugt, svo sem í almenn-
um rekstri og við afgreiðslu að-
sendra erinda. Það er síst umhirða
og rekstur þessara 50 svæða, sem
nú hefur gleypt þann tíma, sem
áður var notaður til samninga við
landeigendur og önnur friðlýs-
ingarstörf.
Á dagskrá eru nú nokkur stór
svæði sem eru þjóðgarðsígildi, svo
sem Breiðafjörður, Þórsmörk og
óbyggð svæði undir Jökli á Snæ-
fellsnesi. Af mikilvægum votlend-
um nefnir Árni Ölfusforir, Odda-
flóð, Hjaltastaðablá. Af helstu
fossum Fjallfoss og Skógafoss. Þá
er unnið að friðun allmargra staða
í og við þéttbýli. Hér á höfuðborg-
arsvæðinu má nefna Laugarás í
Reykjavík, Borgir í Kópavogi,
Urriðakotsvatn í Garðakaupstað
og Óshólma Varmár í Mosfells-
sveit.
• Þjónustumiðstöð
í Ásbyrgi
Áður en lengra er haldið er e.t.v.
rétt að drepa á þau svæði sem
þegar eru friðlýst og rekstur
þeirra, því þótt merkum áfanga sé
náð með friðlýsingu, þá er hitt þó
öllu þýðingarmeira, hvernig þess-
um svæðum og stöðum reiðir af í
forsjá ríkisins undir merki nátt-
úruverndarráðs. Enda tekur
rekstur friðlýstra svæða til sín
megnið af fjármunum rðasins og
meira en helming vinnustunda
fastaliðs ráðsins.
Friðlýst svæði í umsjá Náttúru-
verndarráðs eru 50 sem fyrr er
sagt og nokkur þýsund ferkíló-
metrar að stærð. Þörf þessara
svæða fyrir umhirðu er nánast í
beinu samhengi við það hversu
fjölsótt þau eru, segir Árni Reyn-
isson. Vernduarstarfið byggist
einkum á því að greiða fyrir dvöl
manna þar og umferð um svæðin
og tryggja eins og hægt er, að
almennur aðgangur að þeim leiði
ekki til spjalla. Hann lýsir nánar
þessum störfum, sem felast í
merkingum, skipulagi, dvalar-
stöðum með eða án þjónustu-
miðstöðvar, öku- og gönguleiðum,
eftirliti, girðingum, rannsóknum,
fræðslu um náttúruna. En í
Skaftafelli er fyrsti vísir að auk-
inni fræðslu og ákveðið að byggja
fræðslustofn um Jökulsárgljúfur í
þjónustumiðstöðinni í Ásbyrgi.
Margvísleg verkefni hafa þegar
verið unnin á friðlýstu svæðunum
og mörg óunnin blasa við á stórum
verndarsvæðum, sem Árni fjallar
um. M.a. í 200 ferkm þjóðgarðin-
um í Skaftafelli, þar sem unnið er
að verndun gamalla húsa og
minja, stígagerð, umbætur á
ferðamiðstöð o.fl. Einnig í 150
ferkm þjóðgarði í Jökulsárgljúfr-
um, þar sem næsta verk er m.a.
bygging ferðamiðstöðvarinnar í
Ásbyrgi, gerð gönguleiða o.fl. Mý-
vatns- og Laxársvæðið er friðlýst
og um 6000 ferkm að stærð og þar
framundan framkvæmd rann-
sóknaáætlunar, verndun varp-
landa og aðstaða til fuglaskoðun-
ar, mat á umhverfisáhrifum og
eftirlit með kísiliðju, jarðgufu- og
vatnsafsvirkjunum, veiði, búskap-
arnytjum, túrisma, mannvirkja-
gerð og efnistöku. I 140 ferkm
Herðubreiðarfriðlandi er fram-
undan friðun með beitarstjórn,
tjaldsvæði við Lindarhorn o.fl. Á
470 ferkm friðlandinu að Fjalla-
baki er m.a. fyrir höndum
merking og lagfæring ökuleiða,
gróðurvernd og stígagerð i Land-
mannalaugum, vatnsvernd í lind-
um og laugum o.fl. I 580 ferkm
friðlandi á Hornströndum eru á
dagskrá öryggismál, skipulag
dvalarstaða og gerð göngukorts. I
305 ferkm friðlandinu á Lónsöræf-
um er framundan rannsókn á
ástandi gróðurs. í Hvannalindum
þarf að stækka 43 ferkm friðland-
ið í átt til Kverkfjalla. Á Hvera
völlum þarf nýjan hreinlætisút-
búnað og endurskipulag mann-
virkja. I Vatnsfjarðafriðlandi,
sem er 200 ferkm, eru framundan
verkefni á sviði gróðurverndar,
tjaldstæða og hreinsunar. Við
Gullfoss og í friðlandinu í kring er
framundan bygging ferðamið-
stöðvar, athugun á gróðurfari og
tilhöfun eftirlits. I hinu nýja
Búðahraunsfriðlandi þarf að
skipuleggja ferðamennsku, girða
og merkja. I 250 ferkm Reykjanes-
fólksvangi þarf vegabætur í Mó-
hálsadal o.fl.
Fjölmörg fleiri verkefni eru
framundan hjá Náttúruverndar-
ráði, þótt ekki sé upp talið hér.
Árni Reynisson fjallar auk fyrr-
nefnds í skýrslu sinni um störf
ráðsins um verkefni á sviði útilífs,
friðlýsingar, fræðslustörf, vernd-
un dýra og plantna, ýmis ráð-
gjafastörf, erlend samskipti og
Náttúruverndarþing, sem haldið
er þriðja hvert ár. Og hann fjallar
um náttúruminjaskráningu, sem
eitt af undirstöðuverkefnum ráðs-
ins. En á náttúruminjaskrá eru
150 stór og smá svæði. Óg verkefni
í vinnslu eða undirbúningi eru
eldstöðvar á Reykjanesskaga,
fundarstaðir steintegunda á Aust-
urlandi og almennt. yfirlit nátt-
úruminja á Vesturlandi og Vest-
fjörðum. En liður í starfinu er að
gera ítarlega úttekt á náttúru-
minjum í einstökum sveitum eða
landshlutum, þegar skipulags-
áætlanir eru gerðar og er nýlegt
landskipulag Ölfuss, Hveragerðis
og Selfoss e.t.v. besta dæmið um
slíka vinnu, segir Árni Reynisson.
En ekki er rúm hér til að fara
nánar út í störf og verkefni
Náttúruverndarráðs, sem í raun
eru ótæmandi, enda beinlínis lögð
Náttúruverndarráði á herðar í
lögum.
E.Pá.
Göngumenn í Kverkfjöllum. NáttúruverndarráA hyggst stækka friðlandið í Hvannalindum til Kverkfjalla
og greiða þar sem annars staðar fyrir gönguferðum og náttúruskoðun.
Ljósm. Snorri Snorrason.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sandi:
Ættmóðir skrifar
Á undanförnum vikum hafa
tveir ungir menntamenn, Rúnar
Vilhjálmsson félagsfræðinemi og
Kristófer Ingi Svavarsson laga-
nemi, skrifað í Morgunblaðið um
fóstureyðingar og verið mjög á
öndverðum meiði.
Ég ætla ekki að ráði að blanda
mér í þær umræður. En þegar ég
var barn var mér kennt að þakka
það, sem mér var vel gert. Mig
langar til að færa Rúnari Vil-
hjálmssyni kærar þakkir fyrir þá
drengilegu vörn, sem hann heldur
uppi fyrir okkar minnstu mann-
anna börn, þeirra, sem enga björg
sér geta veitt né tjáð sig á
nokkurn hátt. Á ég þar við fóstur í
móðurlífi. Þar fer maður, að mér
virðist með óbrenglaðar réttlætis-
og siðferðistilfinningar.
Oft hefur maður heyrt því
haldið fram að konan eigi að ráða
sjálf yfir líkama sínum, og er ég
því sammála að vissu marki. í það
minnsta, á meðan hún er ekki
öðrum bundin, sem svo var kallað
í gamla daga. En um leið og fóstur
er búið að taka sér bólfestu í
móðurlífi og vex og dafnar með
hverjum degi sem líður, og bíður
þar eftir að líta dagsins ljós þá er
það skoðun mín að líkamarnir séu
orðnir tveir sem um er að ræða, en
ekki bara líkami móðurinnar. Og
þá sé það skylda móður og föður
að sjá til þess að það megi lífi
halda, að svo miklu leyti sem í
þeirra valdi stendur. Það er ekki
eingöngu á valdi konunnar hve-
nær og hve lengi hún getur
eignazt börn. Það er tímabundið
og annar okkur æðri, sem því
ræður. En það fæst ekkert án
fyrirhafnar og áhættu. Menn og
konur verða að taka afleiðingum
gerða sinna og axla byrðarnar.
Það er uppgjöf og ábyrgðarleysi
að vilja eyða því lífi, sem kviknað
hefur, nema í neyðartilfellurp. Það
er ekki víst að konan geti síðar
eignazt barn, og tækifæri geta því
verið glötuð. Og hvað um annað
tilverustig?
Allt er okkur gefið eða lánað, og
allt er af okkur tekið að lokum.
Þau eru ekki mörg manndómsár-
in. Ber okkur þá ekki að gera
okkar bezta á meðan heilsa og
orka endist? Þegar aldurinn fær-
ist yfir og litið er til baka þá
finnst manni lífið hafa liðið fljótt.
Þá vaknar gjarnan sú spurning:
Hefi ég gert skyldu mína, hefði ég
ekki getað gert betur? Því ekkert
kemur aftur til baka.
Þó engir tveir einstaklingar eigi
við sömu aðstæður að búa þá er
alltaf erfitt að ganga með barn og
ennþá erfiðara að ala þau upp. En
oftast er það þó svo að hjá
móðurinni eru björtustu minning-
arnar tengdar börnunum og ef til
vill hvað helzt fæðingunni, og
erfiðleikarnir gleymast. Og er ekki
von að þeir skilji það, sem ekki
hafa reynt. Og svo taka barna-
börnin við og gefa efri árunum
tilgang, ef allt er með felldu.
Eitt okkar gömlu góðskálda,
Indriði Þórkelsson, kemst svo að
orði í kvæðinu „Móðir mín“:
En til þess ÓKrynni elju þarf
ok undur af kærleika sönnum
að Kera dýrsleKa óvita að
— þótt ekki sé nema — mönnum.
Ok þau hin marKbrotnu. miklu störf
á móðurherðunum hvíla.
en faðirinn hlýtur. svo farnist vel.
að friða að utan ok skýla.
Að endingu læt ég hér fylgja
þrjú erindi úr kvæðinu „Ljósmóð-
ir“ eftir Guðmund Friðjónsson:
Hún leKKur á móðurbrjóst lítið barn.
sem lífið ef til vill kastar á hjarn.
Ok hennar skuld er ei harmur né tre^i
þó hrynji blóðreKn á förnum veKÍ.
í KserdaK fæddi ein KöfuK frú
ann KÍókoll er auðKa mun þjóðarbú.
fyrri nótt tók hún við ærslaanKa.
sem eÍKnaðist klæðlítil flæðiskers ManKa.
En hann K<*tur vel orðið horskur sveinn
ok haminKju réttnefndur auKasteinn
ef heitstrenKÍnK vinnur ok hana metur —
sem huKanum lyftir ok manndiím hvetur.
Þeir kunnu að koma hugsunum
sínum í búning, þessir skáldbænd-
ur. Svona var hugsað þá og svona
þarf að hugsa ef vel á að fara.
Konur, verum þess minnugar að
okkur er trúað fyrir miklu og
verum stoltar af.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Sandi, Aðaldal.
Nýtt námsefni í
samfélagsfræði
fyrir grunnskóla
RÍKISÚTGÁFA námsbóka hefur
gefið út nýtt námsefni í samfé-
lagsfræði sem ætlað er til notkun-
ar í 4. bekk grunnskóla. Efnið er
gefið út í samvinnu við Mennta-
málaráðuneytið, skólarannsókna-
deild, og hefur samheitið Sam-
skipti. Höfundur er Ingvar Sigur-
geirsson. í námsefninu er mikill
fjöldi ljósmynda og teikninga
sem flestar eru gerðar af Árna
Elfar.
Nemendabækurnar eru þrjár:
1. „ÚLFABÖRN“. Frásagnir af
svokölluðum „úlfabörnum", þ.e.
börnum sem talið er að hafi alist
upp án mannlegs samneytis. Þessu
efni er ætlað að leiða huga nem-
enda að áhrifum félagslegs um-
hverfis og vekja ýmsar forvitni-
legar spurningar um hegðun og
félagsleg samskipti.
2. „SINN ER SIÐUR í LANDI
HVERJU". Dæmi um ólíka siði og
venjur. Sérstakur gaumUr er gef-
inn að siðum og venjum í Japan og
siðir þar bornir saman við siði og
venjur hér á landi. Einnig er
fjallað um ólíka kveðjusiði, siði á
íslandi áður fyrr, þjóðhætti o.fl.
3. „TIL HVERS ERU REGL-
UR?“ Efni þessarar bókar er
ætlað að vekja nemendur til um-
hgsunar um reglur og lög í
samskiptum fólks.
Kápur þessara bóka eru plast-
húðaðar sem er nýjung hjá Ríkis-
útgáfunni.
Einnig hefur komið út hjá
Ríkisútgáfu námsbóka ný
kennslubók í samfélagsfræði
handa grunnskólum, Komdu í leit
um bæ og sveit, 2. eining, sem
gefin er út í samvinnu við Mennta-
málaráðuneytið, skólarann-
sóknadeild.
Komdu í leit um bæ og sveit 2 er
námsefni fyrir 2. námsár grunn-
skóla. Efni þetta er framhald af
námsefninu Komdu í leit um bæ
og sveit 1.
Húsaleigu má
nú miða við
vísitölu húsnæð-
iskostnaðar
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið.
að framvegis verði heimilt að
miða húsaleigu við vísitölu hús-
næðiskostnaðar í samræmi við
tilkynningar frá Ilagstofu
íslands.
Verðlagsstofnun hefur verið fal-
ið eftirlit með framkvæmd máls-
ins; Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
gildir frá 1. apríl 1980.