Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 23

Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 23 Itarlegar viðræður Carters og Sadats WashinKton. 9. apríl. AP. JIMMY Carter forseti sagði í dag að tveggja daga viðræður hans við Anwar Sadat Egyptalandsforseta væru „kannski víðtækustu umræður sem hann hefði átt sem forseti“ þótt engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framtíð hertekinna svæða. Carter kvaðst hafa skýrt Men- achem Begin, forsætisráðherra ísraels, frá gangi viðræðnanna og sagðist mundu gefa honum ítar- lega skýrslu þegar þeir hittust í næstu viku. Sadat sagði eftir fund hans með Carter að þeir hefðu „rætt og kannað allar hugsanlegar leiðir til að koma skriði á friðarþróunina". Egypzki forsetinn sagði, að enn brýnna væri en áður að leysa Palestínumálið vegna síðustu at- burða í íran, Afganistan og á Persaflóa, enda kvaðst hann telja það mál kjarna deilumálanna í Miðausturlöndum. Fyrir fundinn í dag tilkynnti Carter Begin að hann ætlaði að sjá til þess að hann stæði við loforð sitt um að veita íbúum herteknu svæðanna „fulla sjálf- stjórn." Mönnuðu sovézku geimf ari skotið Moskvu, 9. apríl. AP. RÚSSAR skutu á loft í dag tveggja manna geimfari, Soyuz-35, sem á að tengja við geimstöðina Salyut 6 að sögn fréttastofunnar Tass. mönnuðu geimfari yrði skotið eins og komið er á daginn. Einnig er gert ráð fyrir því að Rússar skjóti mönnuðu geimfari í sambandi við Ólympíuleikana í Moskvu í sumar til að sýna fram á vísindagetu sína. Námsmaður í sendiráði Bandaríkjanna í Teheran segir við einn gíslanna: „Við erum bara mannræningj- ar og fjárkúgarar. Keisarinn var glæpamaður." (Chicago Sun-Time). Belgíustjórn biðst lausnar Mennirnir í Soyuz-35 eru Leonid Popov undirof- ursti og Valery Ryumin flugverkfræðingur. Popov, sem er yfirmaður ferðar- innar, hefur ekki áður farið út í geiminn, en Ryumin fór í geimferðir 1977 og í fyrra. Ryumin og Vladimir Lyakhov ofursti voru 175 daga og 36 mínútur á braut í síðustu geim- ferð Rússa er lauk 19. ágúst i fyrra. Þeir hafa verið lengur á braut en nokkrir aðrir. Tass segir að geimfararnir séu við góða heilsu og öll stjórntæki starfi eðlilega. Fréttastofan segir að tilgangur ferðarinnar sé að sjá um viðhald og viðgerðir á geim- stöðinni Salyut 6 og að stunda vísindalegar og tæknilegar til- raunir. Sjö áhafnir hafa dvalizt um borð í Salyut 6 síðan geimstöðinni var skotið á loft 29. september 1977. Rússar hafa skotið upp ýmsum ómönnuðum geimförum að undanförnu svo að almennt hefur verið búizt við því að Brtissel, 9. apríl. AP. MIÐVINSTRI-STJÓRN Wilíried Martens í Belgiu baðst lausnar í dag vegna nýrrar deilu írönsku- mælandi Vallóna og hollenzku- mælandi Flæmingja, tæpu ári eftir að hún tók við völdum. Martens hafði boðizt til að segja af sér í siðustu viku þegar öldungadeildin felldi öðru sinni tillögur hans um breytingar á stjórnarskránni, er miða að lausn deilunnar, en Baldvin kon- ungur tók lausnarbeiðnina ekki til greina og bað hann að reyna til þrautar að finna lausn á deilunni. Flestir telja að nýjar kosn- ingar verði að fara fram, en þær fóru síðast fram fyrir 16 mánuð- um. Martens hefur reynt að halda saman samsteypustjórninni nær allan stjórnarferil sinn, en líf hennar hefur hangið á bláþræði síðan átta félagar hans úr hinum flæmska kristilega demókrata- flokki í öldungadeildinni snerust gegn honum í síðustu viku. Þeir greiddu í annað skipti á einni viku atkvæði gegn tillögum stjórnar- innar um breytingar á stjórn- arskránni í þá átt að auka sjálf- stjórn Brusselsvæðisins. Til þess að breyta stjórnarskránni þarf aukinn meirihluta, eða tvo þriðju atkvæða. Andstæðingum Martens fannst að minnihluti Flæmingja fengi ekki næga vernd á fyrirhuguðu heimaþingi Brussel-svæðisins. F'rönskumælandi menn eru 80 af hundraði íbúa höfuðborgarinnar og vilja ekki veita Flæmingjum meiri vernd en frönskumaplandi mönnum í hverfum flæmskumæl- andi manna. Fall Martens eykur einnig klofning sáttfúsari manna í flokki hans og harðsnúinna uppreisn- armanna undir forystu Leo Tinde- mans fyrrum forsætisráðherra. Kristilegi demókrataflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur Belgíu. Þar sem stjórninni tókst ekki að breyta stjórnarskránni verða áform um fyrirhugaðar sparn- aðarráðstafanir, auknar skatta- álögur og minnkun ríkisútgjalda lögð á hilluna. Sósíalistar í stjórn- inni vildu því aðeins fallast á sparnaðarráðstafanirnar að stjórnarskránni yrði breytt, en þannig vonuðust þeir til að fá meirihluta í Vallóníu, suðurhluta Belgíu. Frímerki á 850.000 dollara FÁGÆTASTA frímerki iheiminum, eins cents merki frá Brezku Guiana 1856, var selt á uppboði í New York fyrr í þessum mánuði á 850.000 dollara sem er hæsta verð sem hefur fengizt fyrir eitt frímerki. Seljandinn var Irwin Weinberg frá Wilkers-Barre í Pennsylvaníu, sem er frímerkjakaupmaður og kom fram fyrir hönd níu manna félags er keypti frímerkið fyrir 280.000 dollara fyrir tíu árum. Það var hæsta verð sem hefur fengizt fyrir frímerki þar til metið var slegið á uppboðinu. Fyrsta boðið í frímerkið hljóð- aði upp á 325.000 dollara, en fimm, tíu sekúndum síðar hafði það verið selt. Auk kaupverðsins verður kaupandi að greiða 10% þóknun til uppboðshaldara þannig að heildarverðið er 935.000 dollarar. Weinberg sagði að hann og félagar hans hefðu bundizt sam- tökum um að kaupa frímerkið fyrir 10 árum til að verjast verðbólgunni. Rúmlega 1.000 frímerkjasafnarar hvaðanæva að úr heiminum mættu á upp- boðinu sem fór fram á Waldorf- Astoria-hótelinu. Aðeins nokkrir tugir eintaka voru gefnir út af frímerkinu frá Brezku Guiana 1856 og það sýnir skip og áletrunina „Damus peti- mus qae vicissim" (Við gefum og biðjum til skiptis). Það var gefið út vegna þess að frímerki sem beðið hafði verið um frá London komu ekki. Til að komast hjá fölsunum skipaði póstmeistarinn að einn af fjórum starfsmönnum hans skrifaði stafina sína á frímerkin. Á frímerkinu sem seldist á dögunum stóðu stafirn- ir E.D.W., sem eru upphafsstafir E.D. Wight aðstoðarpóstmeist- ara. Frímerklð sem kostar 850.000 dollara. í tæp 20 ár voru öll frímerkin talin týnd, en ungur frímerkja- safnari, Vernon Vaughan, fann eitt á fjölskyldubréfi í kofforti og seldi það fyrir 1.50 dollara skozkum safnara, Neil McKinn- on. Fimm árum síðar seldi McKinnon það Thomas Ridpath, kaupmanni í Liverpool, fyrir um 600 dollara. Þaðan barst frímerkið í mesta frímerkjasafn heimsins á þeim tíma er var í eigu Philippe La Renotiere von Ferrary greifa, aðalsmanns af ítölskum og aust- urrískum ættum sem bjó í París og varði 10.000 dollurum á viku til frímerkjakaupa. Þegar greif- inn lézt 1916 lögðu frönsk stjórn- völd hald á safn hans og létu selja það á nokkrum opinberum uppboðum sem þýzkar stríðsskaðabætur. Á einu þessara uppboða keypti Arthur Hind, milljónamæringur og framleiðandi velúráklæða frá Utica, New York-ríki, frímerkið fyrir 32.500 dollara og fréttir hermdu að hann hefði yfirboðið fulltrúa Georgs V Bretakonungs. Þegar Hind lézt 1933 virtist frímerkið glatað en það fannst í skrifborði hans. Þegar ekkja Hinds hafði feng- íð staðfestingu dómstóla á því að hún væri eigandi frímerkisins lét hún selja það árið 1940, að því er virðist fyrir um 50.000 dollara, ónefndum frímerkja- safnara. Þessi ónefndi frímerkjasafnari bauð það til sölu fyrir einum áratug. íranskeisari útskrifaður Kaíro, 9. apríl — AP. MOHAMMED Reza Pahlavi fyrr- um íranskeisari fór frá Maadi- hersjúkrahúsinu í dag, 13 dögum eftir skurðaðgerðina, og virðist vera á góðum batavegi. Síðan skurðaðgerðin var gerð hefur krabbameinið sem hann þjáist af breiðzt út til lifrarinnar og iæknar segja að honum verði gefin lyf. Pahlavi ók til Kubbeh-hallar, þar sem hann mun dveljast nokkra daga, ásamt Hosni Mubar- ak varaforseta. Keisarafrúin og fjögur barna þeirra hafa dvalizt í einu af gestaheimilum stjórnar- innar, en börnin munu eiga að búa annars staðar en foreldrarnir. Ekki er vitað hvort keisarinn muni setjast að í Kubbeh-höll, fyrrverandi heimili konunga og soldána. í Madrid sagði yfirmaður Pan- amahers, Omar Torrijos hershöfð- ingi, að keisarinn hefði neitað að gangast undir skurðaðgerð í Pan- ama af ótta við að hann yrði fluttur til írans þegar hann hefði verið svæfður. Þetta gerðist 10. apríl 1978 — Shevchenko, sovézkur að- stoðarframkvæmdastjóri SÞ, biður um hæli í Bandaríkjunum. 1977 — Frakkar lána flota her- flutningaflugvéla til liðsflutninga til Zaire. 1974 — Golda Meir segir af sér. 1973 — 106 fórust með brezkri leiguflugvél í Sviss. 1972 — Samningur Bandaríkja- manna og Rússa um bann við líffræðilegum hernaði undir- ritaður. 1963 — Bandaríski kjarnorku- kafbáturinn „Thresher" talinn af á Norður-Atlantshafi (129 fórust). 1961 — Adolf Eichmann leiddur fyrir rétt fyrir stríðsglæpi í Jerú- salem. 1945 — Bandarískir hermenn frelsa fangabúðirnar í Buchenwald = Bandaríkjamenn taka Hannover. 1938 — Edouard Daladier myndar stjórn í Frakklandi með stuðningi Léon Blum = Austurríkismenn samþykkja sameiningu við Þýzka- land í þjóðaratkvæðagreiðslu. 1936 — Zamora Spánarforseti sett- ur af. 1864 — Maximilian erkihertogi verður keisari í Mexíkó = Myllan í Dybböl skotin í rúst. 1841 — „New York (Herald) Tri- bune“ hefur göngu sína. 1832 — Tyrkir segja Muhammed Ali, khedív Egypta, stríð á hendur = Fjölskyldur Karls X og Napoleons útskúfaðar í Frakklandi. 1814 — Orrustan um Toulouse. 1741 — Friðrik II sigrar Austur- ríkismenn við Mollwitz og leggur Slésíu undir sig. 1606 — Habsborgar-hertogar gera uppreisn gegn Rudolf II. 1552 — Hinrik II Frakkakonungur tekur Metz og gerir bandalag við þýzka mótmælertdur. Afmæli — William Hazlitt, brezk- ur rithöfundur (1778—1830) = Jos- eph Pulitzer, bandarískur blaða- maður (1847—1911) = William Booth, enskur stofnandi Hjálpræð- ishersins (1829—1912) = Clare Booth Luce, fv. bandarískur sendi- herra (1903—). Andlát — 1585 Gregor páfi XIII = 1954 Auguste Lumiere, kvikmynda- brautryðjandi = 1966 Evelyn Waugh, rithöfundur. Innlent — 1940 Alþingi samþykkir að ríkisstjórnin fari með konungs- vald = 1700 Nýi stýll = 1237 d. Þórður Sturluson = 1852 Sölvi Helgason hýddur á Akureyri = 1886 Magnús Stephensen skípaður landshöfðingi = 1956 Friðrik IX kemur í heimsókn. Orð dagsins — Mannkynssagan verður stöðugt meira kapphlaup milli menntunar og hörmunga — H.G. Wells, enskur rithöfundur (1866-1946).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.