Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 fltaqimilrlftfrifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Niðurtalning verðlags — hækk- un söluskatts Ekki færri en þrjú frumvörp til fjárlaga ársins 1980 sáu dagsins ljós á Alþingi áður en fjárlög voru loks samþykkt, er þrír mánuðir fjárlagaársins voru liðnir. Hafa fjárlög ekki verið svo síðla á ferð sl. 20 ár — en þau ber að afgreiða fyrir upphaf hvers fjárlagaárs. Samkvæmt lögum um stjórn efnahagsmála skal ríkisstjórn leggja fyrir Alþingi fjárfest- inga- og lánsfjáráætlun með fjárlagafrumvarpi, svo heildar- sýn fáist yfir ríkisfjármálin. Þetta lagaákvæði var brotið nú. Engin heildstæð lánsfjáráætlun lá fyrir við lokaafgreiðslu fjárlaga. I tveimur fyrri frumvörpum til fjárlaga 1980 voru niðurgreiðslur tvíþættar, svo sem verið hafði í fjárlögum hin síðari árin: annars vegar vegna búvöru, hins vegar vegna olíu til húshitunar. I þriðja frumvarpinu, sem borið var fram af núverandi ríkisstjórn, var niðurgreiðsla til verðjöfnunar á olíu felld niður til að réttlæta þá þegar ráðgerða hækkun söluskatts. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu breytingartillögu, þess efnis, að færa 5 milljarða króna af niðurgreiðslu búvöru yfir á niðurgreiðslu olíu til húshitunar, sem leyst hefði bráðasta vanda verðjöfnunar án nýrrar skattheimtu. En stjórnarliðar brugðu hart við og felldu þessa auðförnu leið út úr vandanum. Þess í stað lögðu þeir til að verja 4 milljörðum króna til niðurgreiðslu á olíu 1980, en sú fjárhæð gerir lítið betur en að viðhalda samsvarandi niðurgreiðslum í ár og voru á liðnu ári. — Þessi rausn þeirra var þó bundin 2% hækkun söluskatts, sem gefið hefði ríkissjóði 11 milljarða viðbótartekjur á 12 mánuðum eða nær þrefaldað þá fjárhæð, sem verja átti til niðurgreiðslunnar. — Þessi „niðurtalningarleið“ fjármálaráð- herra á vöruverði í landinu tókst þó ekki alfarið, vegna gagnrýni á Alþingi, sem náði til stjórnarliða sem stjórnar- andstöðu. Niðurstaðan verður væntanlega l‘/2% hækkun söluskatts, sem gefur gott betur en tvöfalda þá fjárhæð sem verja á í olíuniðurgreiðslur. Söluskatturinn einn gefur um 50% af heildartekjum ríkissjóðs. Hækkun hans er því skjótvirkasta leiðin til að skófla úr launaumslögum fólks í ríkissjóð — og til að vinna öfugt við fyrirheitin um „niðurtalningu verðlags" í landinu. Beinir skattar til ríkis og sveitarfélaga, þ.e. tekju- og eignaskattar, sjúkratryggingargjald og fasteignaskattar námu samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar 11,6% af brúttó- tekjum skattgreiðenda árið 1978. Þetta hlutfall er áætlað 14,6% 1980 og hefur því hækkað um 3% fyrir tilstilli tveggja vinstri stjórna. Þróun óbeinna, verðþyngjandi skatta (vöru- gjalds, söluskatts o.fl.) er þó enn varhugaverðari. Ríkissjóður tekur á árinu 1980 46 milljarða króna í skatta af þessu tagi umfram það sem verið hefði ef sömu reglur giltu nú og á síðasta ári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1978. Þessa upphæð má að vísu lækka um 14 milljarða vegna niðurfell- ingar söluskatts á matvöru og tollalækkana, vegria milli- ríkjasamninga, en eftir sem áður standa 32 milljarðar króna í hreinan skattauka. Stærsti skattaukinn, eða rúmir 10 milljarðar, er tekinn í hækkun á hluta ríkissjóðs í bensínverði, sem er að gera rekstur heimilisbifreiða að forréttindum hinna betur megandi. Það er því ekki furða þó stjórn BSRB og viðræðunefnd ASI hafi mótmælt boðuðum hækkunum tekju- skatts, útsvara og söluskatts, sem ásamt gengislækkun „eru olía á verðbólgueldinn", eins og segir í samþykkt ríkisstarfs- manna. Erfitt er að sjá, hvern veg ríkisstjórnin hyggst greiða fyrir kjarasamningum með slíkum hætti; og ekki er ein króna í fjárlögum Alþýðubandalagsins til svokallaðs „félagsmála- pakka“, sem er nokkurs konar skrautfjöður í stjórnarsáttmál- anum. A mánudag og þriðjudag fyrir páska þurfti þrívegis að fresta fundum Alþingis, hvern daginn um sig, vegna ósamkomulags og agaleysis á kærleiksheimili stjórnarinnar. Ymsir í stjórnarliðinu eru óhressir vegna skattagleði ráðherranna. Þó má gera ráð fyrir að þeim áfanga í „niðurtalningu verðlags“, sem felst í llÆ% hækkun söluskatts á svo að segja allt vöruverð í landinu, verði náð á Alþingi í vikulokin. Lárus Jónsson alþm: Yerðbólgan magnast og er nú tæp 70% miðað við heilt ár Allar líkur benda til þess að vísitala framfærslukostn- aðar hækki milli 13—14% frá febrúarbyrjun til 1. maí í samanburði við 9,1% frá 1. des. til janúarloka. Hraði verðbólgunnar stóreykst og er nú tæp 70% miðað við heilt ár, þrátt fyrir grát- broslegar yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar um „niður- talningu verðlags“. Að óbreyttum reglum um greiðslu verðbóta á laun yrði hækkun vísitölubóta ekki minni en 11—12% hinn 1. júní, ef þessi áætlun reynist rétt, í stað 8%, svo sem gert er ráð fyrir í launastefnu ríkisstjórnarinnar skv. for- sendum fjárlaga. Vítahringur vísitölunnar Skv. upplýsingum sem fjárveitinganefnd Alþingis fékk frá Hagstofu og Þjóð- hagsstofnun er búist við 11,8% hækkun framfærslu- vísitölu vegna almennra verðlagshækkana frá febrú- ar til 1. maí. Nýtt „orkujöfn- unargjald" sem er í raun 1 xk % hækkun söluskatts bætir við þá tölu 0,7% og ágizkuð hækkun á gjaldskrá hitaveitu, rafmagnsveitu og Strætisvagna Reykjavíkur um 20% veldur 1% hækkun framfærsluvísitölu. Dæmið lítur þá þannig út: Framfærsluvísitala hækkun febr.—maí Almennar hækkanir 11,8% V/i% hækkun söluskatts 0,7% 20% gjaldskrárhækkun hifav., rafm.v. og SVR 1,0% Hækkun framf.vísitölu samt. 13,5% Þetta nýja „orkujöfnun- argjald" og hækkun á fram- angreindum gjaldskrám á þessu tímabili einu veldur 1,7% launahækkun í landinu í /2 ár, þ.e.a.s. 6.800 m. kr. hækkun launa. Þetta veldur hækkuðu verði á fram- leiðsluvörum og meira geng- issigi, sem aftur veldur hækkun verðbótavísitölu og svo koll og kolli. Þetta er aðeins lítið dæmi um þann fáránleika sem núverandi vísitölukerfi er. Stefna ríkisstjórn- arinnar er endaleysa Þennan vítahring er ékki ætlun ríkisstjórnarinnar að rjúfa, þvert á móti er víxlgangurinn aukinn með nýjum veltuskatti. Fjárlög eru afgreidd með sáralitlum greiðsluafgangi á pappírn- um, sem þýðir áframhald- andi seðlaprentun í raun. Erlendar lántökur til al- mennra þarfa ríkissjóðs eru fjórfaldaðar í ár og vitað er, að lánsfjáráætlun í heild fer fram úr öllum mörkum, sem vitglóra er í. Ekkert bólar á verðtryggingu sparifjár. Þegar þannig er að málum staðið er lögþvingun eða til- skipun um „niðurtalningu verðlags" afkáralegt öfug- mæli. Stefna ríkisstjórnarinnar er hrein endaleysa í viður- eigninni við verðbólguna og er ekki annað sýnna en hún slái þar öll met fyrri vinstri stjórna. Hótel ísaf jörður væntan- lega tekið í notkun í árslok Framkvæmdum við hótelbygg- inguna á ísafirði miðar vel. í nóvember sl. lauk þeim fram- kvæmdum, sem verktakinn Ár- byggð h.f. tók að sér, þ.e. að steypa bygginguna upp og ganga frá henni að utan. Vonast lsfirð- ingar til að hægt verði að taka á móti fyrstu gestum fyrir lok þessa árs, en til þess að það verði unnt þarf á næstu tveimur mánuðum að styrkja eiginfjárstöðu félagsins, en reiknað er með að framkvæmd- ir á árinu muni kosta um 280 millj. króna, lántökur mega nema um 140—150 millj. kr. af þeirri upphæð. ísfirðingar stofnuðu með sér hlutafélag um byggingu hótelsins og var hafist handa um fram- kvæmdir 1976. Að hlutafélaginu standa bæjarsjóður ísafjarðar, fyrirtæki á staðnum, Flugleiðir h.f. og fjölmargir einstaklingar. Heild- arframkvæmdakostnaður í lok sl. árs var um 200 millj. kr., af þeirri upphæð eru áhvílandi lán samtals kr. 90 millj., innborgað hlutafé á sama tíma var um 75 millj. Því til viðbótar hefur bæjarsjóður ísa- fjarðar samþykkt að yfirtaka tvö lán að upphæð kr. 35 millj., sem ákveðið hefur verið að breyta í hlutafé, þannig að hlutafé nemur því um 110 millj. kr. Hótelið er fimm hæðir, gistirými er fyrir 66 í 33 herbergjum. Einnig verður í hótelinu fundarsalur og aðstaða til ráðstefnuhalds. Óli Jó- hann Ásmundsson arkitekt teikn- aði bygginguna, verkfræðingur er Edgar Guðmundsson. í stjórn Hótels ísafjarðar h/f eiga sæti: Fylkir Ágústsson for- maður, Ólafur B. Halldórsson, Jó- hann T. Bjarnason, Guðrún Vigfús- dóttir og Gunnar Jónsson. Hótelbyggingin á ísafirði stendur i miðbænum. ísfirðingar vonast til að hægt verði að taka á móti fyrstu gestunum i lok þessa árs. Ljósm. Mbl. Friða Proppé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.