Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Vorsöngur á Suðurlandi Hinir árlegu vortónleikar Sam- kórs Selfoss hefjast í þessari viku. Þeir verða í Selfossbíói, fimmtudaninn 10. apríl. þriðju- daginn 15. apríl, háða dagana kl. 21 ok sUnnudaKÍnn 20 apríl kl. 16. í Þjórsárveri verða tónleikar fimnjtudaginn 17. apríl og Arnesi föstudaginn 18. ajjríl, á báðum stöðunum kl. 21. A efnisskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal stjórnanda kórsins, Björgvin Þ. Valdimars- son. Þá er einnig ákveðið að halda sameiginlega tónleika með Árnes- ingakórnum í Reykjavík og verða þeir í Bústaðakirkju laugardaginn 12. apríl kl. 17. Undirleikari Samkórs Selfoss er Geirþrúður Bogadóttir. Smábátaeigendur í Keflavík og Njarðvík: Leggja áherslu á bætta hafnaraðstöðu BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi fréttatilkynning frá smá- hátaeigendum í Keflavík og Njarðvík: „Félagsfundur sextíu smábáta- eigenda í Keflavík og Njarðvík var haldinn í Gagnfræðaskólanum í Keflavík hinn 23. marz s.l. Aðal- Félagsmálaráðherra hefur skipað fimm manna nefnd er hcfur m.a. þau verkefni að endurskoða gild- andi reglugerð um brunavarnir og brunamál og gera úttekt á starf- semi Brunamálastofnunar rikisins eins og háttar til í dag. Einnig er nefndinni ætlað að gera tillögur um æskilegar breytingar á starfssviði og starfsemi stofnunar- innar í framtíðinni og gera tillögur um skipulag brunavarna í landinu umræðuefni fundarins var vöntun á hafnaraðstöðu fyrir þeirra smá- bátaflota. Formaður landshafnarstjórnar Keflavík — Njarðvik, Halldór Ibsen, mætti á fundinum og skýrði nákvæmlega frá þeim verkefnum er fyrir lægju svo bráð aðkallandi, almennt, tengsl þeirra mála við ýmsa aðra þætti t.d. tryggingar, fræðslumál, byggingareftirlit o.fl. Nefndinni er ætlað að skila tillögum innan sex mánaða. Nefndarmenn eru: Edgar Guð- mundsson verkfræðingur, Gísli Kr. Lorenzson varaslökkviliðsstjóri Ak- ureyri, Héðinn Emilsson deildar- stjóri, Magnús Skúlason arkitekt og Guðmundur Magnússon verkfræð- ingur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. að fjárhagsafkoma hafnarinnar og um leið byggðarlaganna byggðist á því. Þær framkvæmdir yrðu að ganga fyrir öllu öðru, en fé svo takmark- að, að vandamál smábátaeigenda yrði ekki hægt að leysa nú. Allir fundarmenn skildu þessar aðstæð- ur, en lögðu áherslu á að þetta vandamál smábátaeigenda yrði leyst um leið og áætlun um breytt skipulag iðnaðarmálaráðuneytis um skipaviðgerðir á Suðurnesjum kæmi til framkvæmda, þar sem ólgandi sjómannsblóð svellur í æð- um flestra Suðurnesjamanna, er það þrá eldri og yngri, að eignast 2—10 tonna báta til að veiða innan buktar og á grunnslóðum út af Skaga. Reynslan hefur sýnt, að oft hefur mikill afli borist á land frá þessum litlu fleytum. Á fundinum voru fjörugar um- ræður og fastur ásetningur, að yfirstíga alla erfiðleika, þar til fenginn væri aðstaða fyrir smá- bátaeigendur Suðurnesja." Nefnd endurskoði starfsemi Brunamálastofnunarinnar Ferðakynning hjá Norræna félaginu NORRÆNA félagið hefur tryggt sér sæti handa félögum sínum og öðrum er með því vilja ferðast á komandi sumri til þriggja bæja í Norður- Skandinavíu. þ.e. brándheims og Tromsö í Noregi og Luleá í Svíþjóð. Þá efnir félagið til Færeyjaferða og ferðar til Orkneyja og Hjaltlands. í kvöld verða allar þessar ferðir kynntar á fundi í Nor- ræna húsinu kl. 20:30. Þar verður einnig greint frá nor- rænu æskulýðsmóti í Vástervik í Svíþjóð og norrænu fjöl- skyldu- og vináttumóti á Al- andseyjum en hvort tveggja verður í ágústbyrjun. Færeyjaferðir kynnir for- maður félagsins Hjálmar Ól- afsson. Ferðina til Órkneyja og Hjaltlands kynnir Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörð- ur og ferðirnar til Norður- Skandinavíu kynna Helgi Jó- hannsson og Pétur Kristjóns- sori. Ferðirnar verða kynntar í máli og myndum. Allt áhugafólk, bæði félags- menn Norræna félagsins og aðrir eru velkomnir á fundinn. Með ferðum þessum vill Nor- ræna félagið leitast við að kynna þá staði á Norðurlönd- um, sem erfiðast er að komast til og tiltölulega fáir hafa heimsótt og með Orkneyja- og Hjaltlandsferðinni vill félagið leiða áhugafólk í fótspor nor- rænna víkinga. Halldór Þ. Guðmundsson Framkvæmdastjóri Cargolux Airlines Inc. CARGOLUX S/A hefur stofnað félagið Cargolux Airlines Inc. i USA og hefur Halldór Þ. Guð- mundsson forstöðumaður við- gerða- og verkfræðideildar Flugleiða verið ráðinn sem framkvæmdastjóri. Halldór hefur unnið hjá Loft- leiðum og síðar Flugleiðum í rúmlega 33 ár, lengst af sem yfirmaður viðgerða- og verk- fræðideildar. Var hann einnig framkvæmdastjóri sömu deildar hjá Cargolux S/A fyrstu ár þess og síðar í stjórn þess félags um árabil. Höfuðstöðvar Cargolux Air- lines Inc. verða á Miami, Florida og verður Halldór staðsettur þar. INNLENTV Háskólakórn- um vel f agnað á Egilsstöðum KKÍIsstnöum 31. mar/ Iláskólakórinn hélt tónleika í Egilsstaðakirkju sl. laugardag við ágæta aðsókn. Stjórnandi kórsins er Ruth L. Magnússon og voru áheyrendur mjög ánægðir með tónleikana. sem tókust í alla staði fráhærlega. Það er samdóma álit tón- listarfólks að hljómburður í Eg- ilsStaðakirkju sé með því bezta sem gerist. I vetur hefur verið unnið af fullum krafti við bygginga- framkvæmdir hér. Nú stendur yfir bygging níu íbúða stigahúss á vegum byggingafyrirtækisins Brúnás. Þorsteinn P. Gústafsson framkvæmdastjóri sagði að ein- stök tíð hefði verið nú seinni hluta vetrar og að í febrúar sl. hefði jarðhæð stigahússins verið steypt, en nú er verið að slá upp fyrir fyrstu hæðinni, sem steypt verður innan skamms. Langt er siðan hægt var að vinna aö steypuvinnu á Egilsstöðum á þessum árstíma. Mikið annríki hefur verið á Egilsstaðaflugvelli undanfarið. Nemendur hafa verið að fara og koma í páskafrí. Sú breyting hefur orðið á við komu Mennta- skólans að jafn mikill straumur ungs fólks er nú til Egilsstaða eins og frá við öll meiriháttar frí í skólum. í vetur voru um 100 nemendur í M.E. Mikil vandræði steðja nú að M.E. þar sem allt húsnæði vant- ar fyrir kennara og verður vaf- asamt um áframhaldandi kennslu í skólanum næsta vetur ef ekki verður úr húsnæðis- vandamálum kennara bætt. Þeir kennarar, sem nú starfa hafa allir verið í bráðabirgðahúsnæði, sem vafasamt má teljast að hæfi fjölsk.yldufólki. Standa nú yfir viðræður við menntamálaráðu- neytið um lausn þessa vanda og hefur verið bent á sem lausn íbúðir í fjölbýlishúsinu er Brún- ás er að byggja, en þær gætu verið tilbúnar næsta haust. Pétur Thorsteinsson hefur verið á ferðalagi um Austurland alla síðustu viku og haldið fundi á mörgum vinnustöðum og heim- sótt bændur vítt og breitt. Má nefna að í Neskaupsstað sóttu um 100 manns fund hans í frystihúsinu og fékk hann alls staðar frábærar undirtektir. Fréttaritari. Ruth L. Magnússon stjórnar Háskólakórnum i Egilsstaðakirkju. Frá byggingarframkvæmdum á Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.