Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 34

Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Flugleiöir: Annríki við viðhald og viðgerðir mikið Mikiö annríki hefur veriö á viöhalds- og viögerðaverkstæð- um Flugleiöa á Reykjavíkurflugvelli síðustu vikurnar en þar vinna aö jafnaöi 80—90 manns. Þar hefur veriö unniö aö breytingum og viögeröum á Fokker Friendship flugvélunum sem keyptar voru frá Kóreu í nóvember sl., en vélarnar komu til landsins í janúar og febrúar. Tvær þessara flugvéla voru síöan seldar til finnska flugfélagsins Finnair, og hefur einkum veriö lögö áherzla á aö Ijúka breytingum á þeim, þar sem ski[a á vélunum til Finnlands í aprílmánuði. Áöur hafa Flugleiöir selt tvo eldri Fokkera til Kar-Air í Finnlandi, en í staö þeirra voru vélarnar fjórar keyptar frá Kóreu. Ein Kóreuvélanna var stærri og buröarmeiri en hinar, en meö þeim breytingum sem nú hafa verið geröar á flota Flugleiöa af Fokkerum hefur flotinn veriö staölaöur, þ.e. varahlutir og tæki eru í öllum tilfellum hin sömu, en svo var ekki í fyrrahaust áöur en sölurnar og kaupin voru gerö. Á blaöamannafundi hjá Flugleiöum kom fram aö svo miklar breytingar á flugvélum fyrir erlend fyrirtæki heföu ekki farið áöur fram á íslandi. Væri hugmyndin jafnvel aö halda áfram starfsemi af þessu tagi, „viö erum mjög bjartsýnir á aö áframhald veröi á þessum „útflutningi", sagöi Sveinn Sæmundsson blaöafulltrúi Flugleiöa á fundinum. Sveinn sagöi aö til skamms tíma heföi veriö rætt um aö hætta framleiöslu Fokker Friendship flugvéla á árinu 1980, og framleiðslan komin niöur í eina flugvél á mánuöi. Komiö heföi hins vegar í Ijós aö þessar flugvélar væru hagkvæmari en margar þotur, og heföi eftirspurn eftir þeim aukist gífurlega, einkum þar sem væri aö opnast fyrir þær markaöur í Bandaríkjunum. Sagöi Sveinn aö verksmiöjurnar heföu aukiö framleiöslu sína nýlega í tvær flugvéiar á mánuöi og væri jafnvel um þaö rætt aö auka framleiösluna í þrjár vélar á mánuöi. í samningnum um sölu flugvélanna til Finnair var m.a. kveöið svo á aö Flugleiðir skiptu um mælaborö í vélunum en mælaborö sem starfsmenn Flugleiða hönnuöu þykir eitt hiö fullkomnasta í heiminum. Skipt er um öll fjarskiptatæki og flugleiösögutæki en aöeins þeir mælar sem tilheyra hreyflum flugvélarinnar sjálfrar veröa notaðir áfram. Mælaboröin sem nú veröa sett í þessar vélar voru hönnuö hjá Flugleiöum fyrir 4 árum síöan og búin fullkomnustu tækjum sem völ er á. Þau voru síðan sett í allar fimm Fokker Friendship flugvélar Flugleiöa og hefur þetta reynst mjög vel. Á sama tíma er unniö aö því aö koma skoöunarkerfi flugvélanna í sama horf og Flugleiðir skipulögöu fyrir nokkrum árum og síðan hefur veriö notaö viö skoðaríir á vélum félagsins. Sem fyrr segir seldu Flugleiöir tvær elstu Friendship flugvélar sínar til Kar-Air í Finnlandi nýlega. íslenskir flugmenn munu fljúga þeim til Helsingfors þar sem þær veröa afhentar á næstunni. Þegar hins vegar breytingum og skoöunum á þeim tveim vélum sem seldar voru til Finnair lýkur, þ.e. um 31. mars og 14. apríl, munu finnskir flugmenn sækja þær flugvélar og fljúga þeim til Finnlands. í ráöi er að áframhaldandi tæknisamvinna veröi milli Flugleiöa og Finnair varöandi þessar flugvélar. Flugleiöir munu aöstoöa viö skoöanir á vélunum o.s.frv. Skoöanir á þeim tveim flugvélum sem keyptar voru frá Kóreu og veröa í þjónustu Flugleiða eru hafnar. Þær veröa útbúnar samskonar mælitækjum og aörar Friendship vélar Flugleiöa en þó ekki aö fullu fyrr en í haust. Nú veröa sett í þær svokölluö DME staösetningartæki og aukiö við fjar- skiptatæki flugvélanna. Nýtt mælaborð og tæki veröa sett í þessar flugvélar aö hausti. Flugvélin TR-FLR sem er af geröinni MK 500 og tekur 56 farþega í sæti mun hefja flug um nelgina. Hin flugvélin TF-FLO sem er af gerðinni MK 200 og tekur 48 farþega- í sæti fer fljótlega í skoöun og veröur væntanlega tekin í notkun um miöjan apríl. Skipt um innréttingu í Fokker sem seldur var Finnair. LjÓHitt. Mbl. KrÍHtján Margir eru þeir vírarnir og leiöslurnar sem tengjast hinum fullkomna tækjabúnaöi Fokkerflugvélar. Unniö aö því aö skipta um raflögn. I mörg horn er aö líta, þegar Fokkerflugvél er tekin til gaumgæfilegrar skoöunar. Hér athugar flugvirki hvort ekki sé allt eins og þaö á aö vera á ísvarnarbúnaði vinstra vængs. Ljósm. Mbl. Kristján. J Hverjum mundi detta í hug aö þetta væri trjóna á Fokker? I v —>jT- I lyBBri" ~ - m I HBgraS ■■ * "■* bpi WBjÍí ' ■ *** BBlBy ^ T8HiW!:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.