Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
37
Frá undankeppninni sem fram fór um bænadagana á Hótel Loftleiðum. Talið frá vinstri: Sölvi
Helgason, Orwelle Utlay, Tryggvi Gislason (áhorfandi að þessu sinni), Aðalsteinn Jónsson <>k Ingvar
Hauksson. I.jósm. Arnór.
Barðstrendinga-
félagið í Reykjavik
Nú er lokið barómeterskeppn-
inni, með glæsilegum sigri
þeirra Sigrúnar Straumland og
Kristínar Kristjánsdóttur og
fengu þær 200 stig.
Arangur næstu para varð
þessi:
stig
Þórarinn Árnason
— Ragnar Björnss. 126
Baldur Guðmundsson
—Þorvaldur Lúðvíkss. 86
Viðar Guðmundsson
— Hörður Davíðsson 86
Viðar Guðmundsson
—Birgir Magnússon 83
Gunnlaugur Þorsteinsson
—Hjörtur Eyjólfsson 63
Ragnar Þorsteinsson
—Eggert Kjartansson 53
Svo Ijúkum við vetrarstarf-
seminni með tveggja kvölda ein-
menningskeppni hinn 21. og 28.
apríl og er þegar fullbókað í
keppnina.
Keppni um
landsliðssætin
Dagana 18.—20. apríl er fyrir-
hugað að halda tvímennings-
keppni með Butler-sniði, sem er
liður í keppni um landsliðssæti í
opnum flokki 1980. Tvö efstu
pörin í mótinu öðlast rétt til að
velja með sér par, sem hefur
tekið þátt í mótinu, og mynda
þannig sveitir. Þessar tvær
sveitir koma síðan til með að
heyja einvígi um landsliðsrétt-
inn.
Þátttaka er miðuð við 16 pör
og skulu þátttökutilkynningar
hafa borist Bridgesambandi
íslands, Laugavegi 28, ekki síðar
en 12. apríl. Ef fleiri en 16 pör
sækja um þátttöku áskilur
stjórn B.S.Í. sér rétt til að velja
úr umsóknum.
Landsmót fram-
haldsskólanema
Landsmót framhaldsskóla-
nema í sveitakeppni var haldið í
Menntaskólanum á Laugarvatni
dagana 28.—30. mars. Mótinu
Brldge
Umsjón* ARNÓR
RAGNARSSON
lauk með sigri sveitar Mennta-
skólans í Reykjavík, sem sigraði
sveit Menntaskólans í Hamra-
hlíð í úrslitaleik. í þriðja sæti
varð sveit Fjölbrautaskólans í
Breiðholti.
Sigursveitina skipa: Karl
Logason, Þráinn Hreggviðsson,
Ólafur Als, Einar Valdimarsson.
Keppnisstjóri var Guðmundur
Sv. Hermannsson.
Bridgefélag
Kópavogs
S.l. fimmtudag var haldið
áfram barometer-tvímennings-
keppninni og hafa nú verið
spilaðar 20 umferðir af 29.
Besta árangri kvöldsins náðu:
stig
Ragnar Björnsson
— Sævin Bjarnason 149
Óli M. Andreasson
— Guðmundur Gunnlaugs. 107
Guðmundur Arnarson
— Sverrir Ármannsson 78
Sigrún Pétursdóttir
— Valdimar Ásmundss. 56
Garðar Þórðarson
— Leifur Jóhannss. 49
Baldur Bjartmarsson
— Helgi Skúlason 49
Eftir 20 umferðir eru þessir
efstir:
stig
Guðm. Arnarson
— Sverrir Ármannss. 249
Vilhj. Sigurðsson
— Sig. Vilhjálmss. 189
Ragnar Björnsson
— Sævin Bjarnason 188
Sigrún Pétursdóttir
— Valdimar Ásmundss. 155
Karl Stefánsson
— Birgir ísleifss. 114
Jón Andrésson
— Valdimar Þórðars. 101
Keppninni verður haldið
áfram fyrsta fimmtudag eftir
páska.
Bridgefélag
kvenna
Parakeppni hjá bridgefélagi
kvenna er nú lokið. Alls tóku 36
pör þátt í keppninni. Spilað var í
fimm kvöld og voru spiluð 33 spil
á kvöldi.
Úrslit urðu sem hér segir:
Halla — Jóhann 969
Sigrún — Magnús 959
Dóra — Guðjón 909
Kristjana — Guðjón 908
Sigrún — Ríkharður 906
Kristín — Jón 901
Ingibj. — Sigvaldi 887
Gunnþórunn — Þórh. 874
Ólafía — Baldur 868
Erla — Gunnar 855
Guðríður — Sveinn 850
Sigríður — Jóhann 845
Næsta keppni félagsins er
hraðsveitakeppni, og er hún
blönduð keppni þannig að karl-
mönnum er velkomið að mynda
sveit með kvenfólkinu. Væntan-
legir þátttakendur láti skrá sig
hjá formanni félagsins Ingunni
Hoffmann í síma 17987.
Félag bifreiðasmiða:
Vagnakaupendur snúi
sér til innlendra aðila
FÉLAG bifreiðasmiða hélt aðal-
fund hinn 25. febrúar sl. og var
hann haldinn í Leifsbúð, Hótel
Loftlciðum. Fundurinn fór hið
besta fram og var öll stjórnin
endurkjörin, samþykkt var að
stjórn félagsins semdi ályktun um
smíði yfirbygginga hér á landi og
fylgir hún hér á eftir.
Stjórn félagsins er nú þannig
skipuð: Ásvaldur Andrésson for-
maður, Egill Þ. Jónsson varafor-
maður. Kristfinnur Jónsson gjald-
keri, Bragi Pálmason ritari, Guð-
mundur Ottósson vararitari.
Ályktunin er svohljóðandi:
„Félag bifreiðasmiða telur eðlilegt
og nauðsynlegt stéttarinnar vegna
að stuðlað sé að eðlilegri þróun og
atvinnulegs öryggis við smíði yfir-
bygginga á strætisvagna og lang-
ferðabíla auk annarra yfirbygginga
hér á landi. Til þess að svo megi
verða þarf að gera innlendum aðil-
um kleift að fást við þau verkefni
sem fyrir liggja á hverjum tíma,
annaðhvort einir sér, eða í samvinnu
við erlenda aðila ef slíkt er talið
heppilegra á meðan uppbygging
íslenskra verkstæða væri fram-
kvæmd, svo þau yrðu samkeppnisfær
við erlenda aðila, hvað verð og tæki
áhrærir.
Leiðrétta þarf tollakerfið þannig
að tollar séu ekki aðrir og langtum
hærri af efni til smíðanna, heldur en
ef efnið kemur unnið að utan.
Nú er þarna um hrópandi mismun
að ræða, sem gerir yfirbyggingar-
verkstæðin að miklum mun ósam-
keppnishæfari en ella. Félag
bifreiðasmiða vill benda á að eitt af
grundvallaratriðum þess að smiðj-
urnar séu starfs- og samkeppnishæf-
ar er að verkefni séu skipulögð fram
í tímann, þannig að ekki verði um
óeðlilega dauða tíma að ræða.
Félag bifreiðasmiða vill beina því
til þeirra aðila sem nú eru að huga
að stórfelldum vagnakaupum, að
beina viðskiptum sínum til inn-
lendra aðila, til þess að standa við
bakið á innlendum iðnaði og til þess
að flýta fyrir frekari uppbyggingu
þessarar 50 ára starfsgreinar hér á
landi.“
Hreiðar Guðlaugs-
son — Kveðjuorð
Er hel i fanKÍ.
minn holl vin ber.
þá sakna ók einhvers
af sjálfum mér.
(Stefán frá Ilvitadal.)
Þó nokkuð sé liðið frá láti vinar
míns og svila, Hreiðars Guð-
laugssonar, langar mig til að
minnast hans með nokkrum orð-
um. Hreiðar andaðist í Land-
spítalanum 1. febrúar eftir átta
mánaða hetjulega baráttu við ill-
kynjaðan sjúkdóm.
Hreiðar var fæddur í Reykjavík
22. júní 1922, sonur hjónanna
Ingveldar Hróbjartsdóttur og
Guðlaugs Helga Vigfússonar mál:
arameistara, þau eru bæði látin-.H
Laugarnesinu ólst Hreiðar upp til
fullorðinsára í foreldrahúsum
ásamt þrem systrum sínum. Þegar
aldur og geta leyfði hóf hann störf
bæði til sjós og lands, m.a. við
akstur hjá Olíuverslun Islands.
Árið 1943 kvæntist Hreiðar
Ólínu Kristinsdóttur, hinni mestu
ágætiskonu, sem reyndist honum
hinn besti lífsförunautur. Hún bjó
manni sínum fallegt og vistlegt
heimili. Þau hjónin eignuðust tvo
myndar syni, Gunnlaug mat-
reiðslumann og Helga Má
lofskeytamann. Gunnlaugur er
kvæntur Kolbrúnu Guðmunds-
dóttur og eiga þau 3 börn, Hreiðar,
Rósu og Ólaf Má. Helgi Már er
kvæntur Guðrúnu Sigmundsdótt-
ur, á hún eina dóttur Lilju Hrönn.
Barnabörnin voru Hreiðari mjög
ástkær og verða samverustundir
þeirra með afa sínum þeim gott
lífsvegarnesti.
Fyrir 25 árum síáan verður
þáttaskil í lífi Hreiðars, er hann
ræðst til starfa fyrir Bæjarútgerð
Reykjavíkur, þar starfaði hann til
dauðadags. Eitt sinn nefndi hann
við mig,að það hefði verið eitt af
sínum gæfusporum að hefja störf
þar, því þar líkaði honum vel,
vinnan að hans skapi, svo og
yfirmenn og starfsfélagar. Hjá
stóru útgerðarfélagi sem B.Ú.R.
vill oft verða mjög erilsamt, þegar
togarar fyrirtækisins koma að
landi og mikið lá við að afgreiða
þá skjótt og hömlulaust, svo þeir
kæmust sem fyrst til veiða á ný.
Þá aut Hreiðar sín bezt, enda var
hann hamhleypa til vinnu, þannig
að aðrir hrifust með. Að loknu
erfiðu verki var oft slegið á léttari
strengi, og gamanyrði látin fjúka.
Með Hreiðari og Sigurði Krist-
jánssyni, yfirverkstjóra, tókst
fljótt mjög náin vinátta, sem
entist til dauðadags og reyndist
Sigurður honum sem bezti bróðir í
erfiðri sjúkdómslegu hans.
Hreiðar var vel að manni gerð-
ur, bæði til líkama og sálar, einna
helst fannst mér einkenna hann
hve ákvarðanafljótur og úrræða-
góður hann var, þegar svo bar
undir. Hann var að eðli sínu
viðkvæmur maður, bóngóður með
afbrigðum og vildi hvers manns
vanda leysa. Barngóður var hann
með afbrigðum og hændust börn
mjög að honum. í ættingja- og
vinahópi var Hreiðar alltaf hrók-
ur alls fagnaðar. Útiveru naut
Hreiðar í ríkum mæli, var mikill
áhugamaður um laxveiði, og hafði
yndi af því að ferðast. Var vart
betri ferðafélaga að hafa. Minnist
ég ógleymanlegrar ferðar, sem
fjölskyldur okkar fóru saman í
hringferð um landið á þjóðhátíð-
arárinu 1974.
Fyrir um 30 árum tengdumst
við nánum fjölskyldu- og vináttu-
böndum. Þegar litið er til baka,
koma upp í hugann margar minn-
ingar umánægjulegar samveru-
stundir, sem fjölskyldur okkar
áttu saman. Við munum ávallt
minnast heimsóknana til þeirra
hjóna í Ásgarðinn, þar ríkti gestr-
isnin og vináttan í fyrirúmi. Þrátt
fyrir að vegir okkar skildu fyrir
nokkrum árum, er við fluttum af
landi brott, rofnaði trygglyndi
hans við okkur ekki. Við héldum
uppi reglulegu sambandi í formi
þess að tala inn á segulbandsspól-
ur. Það voru alltaf gleðistundir,
þegar okkur barst spóla frá þeim
hjónum. Þar skýrði Hreiðar okkur
ávallt frá þeim málum, sem voru
efst á baugi í huga hans. Á síðustu
spólunni, sem við fengum frá
honum, vildi hann lítið ræða
veikindi sín, sagðist hafa það
sæmilegt og að þetta myndi allt
lagast með hækkandi sól. Hann
var þá orðinn helsjúkur, en svo
hress og kátur að okkur fannst.
Hann endaði á því að þakka okkur
fyrir skútu, sem við höfðum sent
honum: „Þetta er ljómandi falleg
skúta, og hún er nú tilbúin til
siglingar." Skömmu síðar var
hann allur. Ég bið þess að land-
takan hinum megin við móðuna
miklu hafi verið honum léttbær.
Við þökkum honum fyrir sam-
fylgdina og biðum Guð að blessa
minninguna um góðan dreng.
Los Angeles, í marz 1980.
Torfi Þ. Ólafsson.
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og útför
INGUNNARJÓNSDÓTTUR
Skálafelli Suöursveit
Jón Gíslason
og aðrir aöstandendur.