Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.04.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Minning: Asgeir H. Karls- son verkfræðingur Fa-ddur 13. janúar 1927. Dáinn 2. apríl 1980. Hann er í dag til moldar borinn, aðeins rúmlega fimmtugur að aldri — fæddur 13. janúar 1927 í Bakkagerði á Borgarfirði eystra. k'oreldrar hans voru Karl Hjálm- arsson frá Ljótsstöðum í Laxár- dal, síðar kaupfélagsstjóri, og kona hans Halldóra Asgrímsdótt- ir bónda á Grund í Borgarfirði. Hann bar nöfn afa síns og föður- bróður — en föðurmóðir hans, Aslaug á Ljótsstöðum, var dóttir Torfa skólastjóra í Ólafsdal. Ásgeir fékk snemma að kynnast stríði lífsins og fallvaltleik. Barn að aldri missti hann móður sína, en eins og vænta mátti mundi hann alla ævi þann missi „fyrstan og sárstan". Hann gekk í Mennta- skólann á Akureyri, en á miðjum námstíma veiktist hann fárlega, og hafa félagar hans sagt mér að þá fylgdu þeir honum til skips og hugðust kveðja hann hinstu kveðju. En það böl sigraði hann líka, og að loknu stúdentsprófi 1947 lagði hann stund á verk- fræðinám, fyrst í Reykjavík og síðan í Kaupmannahöfn, og lauk prófi í byggingaverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1954. Á námsárum sínum í Reykjavík vann hann í sumarleyfum við mælingar hjá Landnámi ríkisins, og bjó þá tímakorn hjá foreldrum mínum í Fremstafelli í Kinn, þar sem ég var einnig í mínu sumar- leyfi. Þegar hann kom til Hafnar var ég þar fyrir og hafði verið viðurloða í nokkra vetur. Fann ég þá upp á því að kalla Ásgeir „fóstra" minn — og notaði þá orðið vitanlega í hinni fornu merkingu, sama sem fóstursonur. Hitt var og ljóst að þetta var í gamni gert, því að ég var aðeins þremur árum eldri. En hvort sem því olli að nokkru þessi ómaklegi titill, þá er það víst að við tengdumst nokkurs konar blóð- böndum, og mátti heita að ekki gengi hnífurinn á milli okkar á Hafnarárunum. Þá brölluðum við margt saman fóstrarnir, og lifir sumt af því í minni lýða og jafnvel skráð í dönskum skjölum og fréttamiðlum. Það var ekki að undra þótt þessi fóstursonur heill- aði mig er ég fékk hann óvænt upp í hendurnar — svona stór og fallegur, gáfaður og skemmtileg- ur. Hann heillaði alla sem honum kynntust, ekki síst stúlkurnar sem trauðla fengu staðist þennan langa og mjóvaxna pilt, með sitt feimnislega bros og frumlegu gamansemi. Öll Kaupmannahöfn var okkur leikvöllur í þann tíð, og meðal annars blönduðum við oft geði við frændur okkar Færeyinga sem þarna voru einnig við nám, útlend- ingar eins og við sjálfir. Við lærðum dálítið hrafl í færeysku talmáli, aðallega til þess að þurfa ekki að tjá færeysku „gentunum," ást okkar á dönsku — en slíkt hefðum við talið hina mestu van- virðu. Og færeysk var hún stúlkan sú sem fangaði hjarta Ásgeirs fóstra míns. Ingibjörg Johannesen heitir hún, dóttir Johans Johann- esen skólastjóra; og svo ég nefni líka frægan ættföður hennar: móðurfaðir hennar var Janus Djurhuus höfuðskáld Færeyinga. Þau gengu í hjónaband og fluttust til íslands að loknu prófi Ásgeirs, og eignuðust þrjú gervileg börn, tvær dætur og einn son; sá hefur nú um skeið búið með frændum sínum Færeyingum og kénnt þeim að beita tæknibrellum nútímans. Eftir heimkomuna vann Ásgeir fyrst á fornum stöðvum, hjá Landnámi ríkisins. Síðan var hann nokkur ár við verkfræðistörf í námslandi sínu Danmörku, en þegar Búrfellsvirkjun var hafin réðst hann í þjónustu þess fyrir- tækis sem þar stóð fyrir bygging- um. Hann naut hvarvetna hins mesta trausts, í senn duglegur, hugkvæmur og samviskusamur. Hann hafði öðlast reynslu við fjölbreytt verkfræðistörf í tveim- ur löndum. En jafnframt miklum önnum kunni hann enn sem fyrr að skemmta sér á góðum stundum, og kæta okkur vini sína með frumlegum skrýtlum og uppá- tækjum. En þegar allt virtist leika í lyndi varð hann enn fyrir miklu áfalli svo að hélt við bana, og náði aldrei síðan fullu þreki. Það langa stríð bar hann með æðruleysi þess manns sem hefur fengið glaðlyndi í vöggugjöf og séð nokkrum sinnum inn í annan heim, — enda var hann nú vel studdur af sinni gáfuðu og þrekmiklu eiginkonu. Síðustu árin virtist hann í raun- inni búinn að sigrast á sjúkleika sínum þótt hann væri dálítið fatlaður líkamlega. En þá var þessi margreyndi Job sleginn en einni plágunni, og nú fengu vísindi læknanna ekki rönd við reist. Svo er sagt að efunarmenn fari að trúa á annað líf þegar aldurinn færist yfir þá, og það er víst að trú mín hefur styrkst núna síðustu dagana. Eg get varla hugsað mér að við Ásgeir eigum aldrei eftir að hittast. Hver veit nema við fóstri minn eigum eftir að bralla eitt- hvað saman á nýjum tilverustig- um. Jónas Kristjánsson Kveðja frú bekkjarsystkinum í annað sinn er höggvið skarð í stúdentahópinn, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1947. Ásgeir settist i sjötta bekk með okkur eftir að hafa verið frá námi um hríð vegna veikinda, og las hann fimmta bekk utan- skóla. Þar bættist í hópinn frábær námsmaður og félagi, og var eins og hann hefði alltaf verið með. Söngmaður var Ásgeir ágætur, og einnig var vísnakunnáttu hans viðbrugðið. Hann lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Kaupmannahöfn 1954 og vann síðan við góðan orðstír bæði erlendis og hérlendis, þar til hann varð fyrir því áfalli að fá höfuð- högg árið 1967 og náði hann eftir það aldrei fullri heilsu. Hann fékk þó hluta af vinnu- þreki á ný og vann lengst af hjá verkfræðingi Kópavogskaup- staðar, meðan geta entist. En erfiðleikarnir voru þó alltaf á næsta leiti. Ekki grunaði okkur samt að svo stutt yrði brottför bekkjarbróður okkar, því að ekki vissum við, að kominn var nýr vágestur til sögunnar. Þrátt fyrir veikindi sín reyndi Ásgeir ávallt að koma í bekkjar- hóf, sem haldin hafa verið árlega um nokkurt skeið. Dugnaður hans og æðruleysi var okkur sífellt undrunarefni, og aldrei missti hann sína sérstæðu léttu kímni- gáfu. Það var Ásgeiri mikið lán, þegar hann giftist árið 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Jo- hannesen frá Færeyjum. Ingibjörg stóð við hlið hans og studdi sem óbifandi klettur í öllum þeim erfiðleikum, sem að steðjuðu, og harðnaði við hverja raun. Það er mikil eftirsjá, þegar slíkir menn falla frá fyrir aldur fram. Bekkjarsystkinin vilja með þessum fátæklegu orðum votta eiginkonu og börnum innilega samúð sína og biðja Guð að blessa þau um ókomin ár. . Stúdentar MA 1947. Ásgeir Hjálmar Karlsson verk- fræðingur var fæddur 13. janúar 1927. Foreldrar hans voru Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri og Halldóra Ásgrímsdóttir bónda að Grund í Borgarfirði eystra, Guð- mundssonar. Ásgeir bar nafn föð- urbróður síns, sem ungur fórst af slysförum. Önnur föðursystkini hans voru Guðmundur kaupfé- lagsstjóri, Helgi Skúta og Jón bændur á Ljótsstöðum í Laxárdal. Ragnar söngstjóri á ísafirði, Torfi bóndi á Halldórsstöðum og Þór- laug húsfreyja á Hólum, bæði í Laxárdal. Foreldrar þeirra systk- ina voru Áslaug dóttir Torfa skólastjóra í Ólafsdal, og Hjálmar búfræðingur á Ljótsstöðum, en hann var bróðir Árna prófasts á Skútustöðum, Helga hreppstjóra á Grænavatni og Sigurðar ráðherra á Yztafelli. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og fyrra hluta verkfræðiprófs frá Háskóla íslands þrem árum síðan. Leið hans lá þá til Kaup- mannahafnar, þar sem hann lauk prófi í byggingarfræði árið 1954. Frá þeim tíma hefur hann fengizt við fjölþætt störf í fræði- grein sinni, bæði hér á landi og erlendis. Ásgeir kvæntist færeyskri konu, Ingibjörgu Johannesen, sem er dótturdóttir Janusar Djuurhus, höfuðskálds þeirra Færeyinga og eignuðust þau þrjú börn: Jón Ásgrím Halldóru og Ingibjörgu. Ásgeir lézt 2. þessa mánaðar á Borgarspítalanum í Reykjavík. Við Ásgeir kynntumst fyrst að marki á námsárum hans í K-höfn. Þótt þar væri þá mikið einvalalið, virtist segulsvið Ásgeirs það magnað, að hann dró dömurnar að sér sem mý á mykjuskán, maður- inn enda stórglæstur, glaðlyndur, gáfaður og ekki alveg frábitinn því að bregða á glens og jafnvel stráksskap. Hann kunni einnig vel t Jaröarför móöur, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu okkar GUÐRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR fer fram föstudaginn 11. apríl kl. 1.30 e.h. frá Dómkirkjunni. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hinnar létnu er bent á líknarstofnanir. Þórarinn Gunnarsson, Ásta Engilbertsdóttir, Haukur Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Birgir Þórarinsson, Gunnhíldur Þórarinsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa JÓNS KR. NÍELSSONAR Grænugötu 12 Akureyri Petrea Jónsdóttir Jón M. Jónsson, Kristín Jóhannsdóttir Elsa K. Jónsdóttir, Hreiðar Valtýsson María Jónsdóttir, Sveinn Sæmundsson Níels G. Jónsson, Hildur Sigursteinsdóttir Jóhanna H. Jónsdóttir, Eíríkur Iðsson barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra sem vottuöu okkur samúö viö andlát og jaröarför konunnar minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu MARGRÉTAR FRIDRIKSDÓTTUR frá Seli Ásahreppi Innilegt þakklæti sendum við hjúkrunarfólki á sjúkradeild Landspítalans Hátúni 10B deild 1, 2. hæð, fyrir hina miklu og góöu hjúkrun og hlýhug f hennar löngu og erfiöu sjúkdómslegu. Einnig viljum viö þakka öllum þeim sem heimsóttu hana á liðnum árum. Guö blessi ykkur öll. Vigfús Guðmundsson, Guömundur Fr. Vigfússon, Klara Andrésdóttir, Egill G. Vigfússon, Sigríöur Skúladóttir og barnabörn. t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi ÞORGRÍMUR FRIÐRIKSSON, kaupmaöur lézt í Landspítalanum 8. apríl. Jaröarförin auglýst síöar. Guðrún Þóröardóttir, Katrín Þorgrímsdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Guömundur Olafsson, Þóröur Þorgrímsson og barnabörn. t Faöir okkar, fósturfaöir og tengdafaöir, ÞÓRARINN EINARSSON, Höföa, Vatnsleysuströnd, lézt í Landakotsspítala 7. apríl. Jaröarförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 1.30. Þeim, er vilja minnast hans er bent á orgelsjóð Kálfatjarnarklrkju. Börn, fósturbörn og tengdabörn. að veita og brúðkaupsveizla þeirra Ingibjargar verður okkur minnis- stæð þótt kosturinn á Kannibal væri skelfing ókræsilegur næstu daga. Ekki hættu þau Ingibjörg og Ásgeir að veita vinum sínum, þótt heim til íslands flyttu og til þeirra veizluhalda var vandað. Seinustu árin var frú Auður Finnbogadóttir einatt elzt gesta að árum þótt yngzt væri í anda. Til hennar bar Ásgeir mikinn þakkarhug, enda hafði hún sýnt honum fádæma hjálpfýsi, svo sem fjölmörgum öðrum verkfræðingum, og má þar til nefna öðlinginn Guðmund Svein Jónsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum og Steingrím Arason, sem enn er í kosti hjá Auði, og reyndist Ásgeiri betri en enginn við að reisa hús hans á Markarflöt. Minning Ásgeirs Hjálmars Karlssonar verður þeim dýrmæt, sem honum kynntust. PÁS. Það er annar í páskum. Hugan- um rennt yfir allt það sem ætlað var að afreka um þessar hátíðir. Meðal annars að fara í nokkrar spítalaheimsóknir. En er stund til að efna það heit. Ég tek upp símtólið að fregna af einum sjúkl- ingnum. Konan hans kemur í símann. Vissirðu ekki að Ásgeir dó á miðvikudaginn. Ég reyndi að ná í þig, segir hún mildri röddu. Of seint of seint. Ég hrökk ögn við. Við erum svo önnum kafin við að njóta lífsins og gefa eins lítið af sjálfum okkur til annars og við framast komumst af með. Við ætlumst til mikils af öðrum en gleymum of oft að gera kröfur til sjálfra okkar þegar aðrir þurfa á að halda. Eitthvað á þessa leið varð mér hugsað þegar ég ætlaði að láta verða af því aftur að líta til vinar míns Ásgeirs H. Karlssonar, sem lést miðvikudaginn 2. apríl síðastliðinn. Bjartar minningar um glaðar stundir æskuáranna hrannast að mér. Det var pá Frederiksberg, der var i maj. Já það var vor í Kaupinhafn eins og fegurst getur orðið, þegar við Ásgeir fundumst fyrst. Hávaxinn, grannur og bjart- ur. Bláu augun hans og brosið vöktu fyrst athygli mína. Þá hæglátt fasið í öllum gáska okkar og því betur sem við kynntumst, hlýjan hans, glettnin án græsku og kannski ekki síst gáfurnar þar sem sanngirnin réð ríkjum. Hann var hlédrægur, um of fannst galgopa eins og mér. Við urðum ferðafélagar um Evrópu endilanga og betri vinir á eftir. Fundum okkar bar of, alltof sjaldan saman eftir að hann kom heim frá námi með indæla konu með sér, Ingibjörgu af færeysku bergi. Þar var mikið jafnræði með valmennum. Þá sjaldan við fundumst, réði gleðin ein ofar hverri kröfu. Það voru ánægjustundir sem best er lýst í ljóðum og söngvum. Mitt í þeim söngleik dynur ólánið yfir. Ásgeir missir heilsuna og er vart hugað líf eftir áfallið. Þá sýndi Ingibjörg, að hún kunni margt fleira en dansa fær- eyskan dans betur en flestir. Með hennar hjálp og barnanna náði Ásgeir furðu góðum bata. Það var eitt af kraftaverkum mannkær- leikans, þar réðu úrslitum umönn- un og ástúð hans nánustu. Það sem engum hafði komið til hugar kom á daginn. Ásgeir var orðinn vinnufær. Hann starfaði síðan um árabil á tæknideild Kópavogsbæjar. Þá vann stærstan sigur sú sem hefði mátt eiga meiri stuðning okkar hinna á stundum. Um síðustu áramót dró nokkuð snöggt til tíðinda um heilsu Ás- geirs og lauk því stríði nú rétt fyrir páskahátíðina. Enn sem fyrr stóð Ingibjörg sem klettur og börnin þeirra. Um leið og ég votta þeim samúð mína og aðdáun og minnist Ágeirs með trega, þessa glaða ljúflings sem átti betri, margfalt betri örlög skilið — langar mig að minna okkur sem eftir stöndum á, að við mættum ef til vill hugleiða betur til hvers við lifum. Hjálmar Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.