Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 39

Morgunblaðið - 10.04.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRIL 1980 39 Minning: Elías Þ. Eyvinds- son lœkwr Elías Þ. Eyvindsson læknir lést 16. mars síðastliðinn í Wisconsin í Bandaríkjunum, þar sem hann átti heimili og starfaði samfellt frá árinu 1962. Elías var fæddur 14. júní 1916 og því 63 ára er hann lést. Að loknu embættisprófi við Há- skóla íslands og kandidatsári á Landspítalanum hélt hann vestur um haf til Bandaríkjanna, þar sem hann dvaldist við fram- haldsnám í 5 ár. Ég kynntist Elíasi fljótlega eftir að hann var ráðinn til starfa sem svæfingarlæknir á handlækninga- deild Landspítalans í apríl 1951. Við læknanemar í mið- og síðasta hluta læknisfræðinnar höfuðum fyrir komu hans verið látnir stunda svæfingar með gamla lag- inu, opnum grisjumaska og eter- dropaglasi eftir stutta tilsögn eða þegar best lét svæfðum við sjúkl- inginn með hinu klassiska McKesson-tæki. Þau umskipti sem urðu, er Elías hóf svæfingar, eru mér enn í fersku minni og það fannst fyrir því hve handbrögð hans voru örugg og notadrjúg og allar leið- beiningar hans um tækniatriði markvissar og sannfrandi. Hann var framúrskarandi laginn maður með stöðugar og fimar hendur. Örvhentur var hann en virtist jafnvígur á báðar til allra verka, líka fínni handavinnu eins og æðafyrirbindingar. Elías var sérstakt ljúfmenni, rólegur maður og þolinmóður og það var því sérstaklega þægilegt að njóta kennslu hans og leiðbein- inga. Það rifjaðist einnig upp aftur og aftur, þegar frá leið að það, sem hann hafði lagt til málanna var gagnlegt og end- ingargott. Mað árunum hefur manni orðið ljóst, að hann skipar veglegan og sérstkan sess meðal þeirra mörgu sem hafa mótað læknisnámið. Þetta má auðveld- lega rekja til mannkosta Elíasar og sérstakrar hæfni hans. Þessir sömu eiginleikar hans hafa einnig magnað upp góðan árangur af sérfræðinámi hans í svæfingum og deyfingum sem hann stundaði í hinu þekkta menntasetri nútíma- læknisfræði, Mayo-sjúkrahúsinu og hlaut til þess sérstakan styrk frá Alþingi og Mayo Foundation. Elías varð fyrsti sérfræðingur íslendinga í svæfingum og deyf- ingu 19. september 1951. Það var fyrir skilning og atfylgi þáverandi landlæknis, Vilmundar Jónssonar, að tveir fyrstu sér- fræðingar okkar í svæfingarlækn- ingum, Elías Eyvindsson og Þor- björg Magnúsdóttir fengu sérstak- an styrk til sérnáms í svæfingar- lækningum. Að mennta sérfræð- inga á þessu sviði var án efa eitt gagnlegasta framfaraspor í þjón- ustu handlækningadeilda íslenskra sjúkrahúsa eftir stríð. Sérmenntun þessi var einnig sótt til staða, sem víst má telja að hafi haft upp á bestu þekkingu og tækni að bjóða á þessum tíma. Sérgrein þessi hefur haldið áfram að þróast ört, þannig að öllum sem þessi mál láta sig varða, er nú ljósari en nokkru sinni, hve miklu þessi þáttur lækninga skiptir fyrir velfernað sjúklinga, sem gangast undir skurðaðgerðir af ýmsu tagi. Með hliðsjón af þessari sögu má ráða nokkuð um þýðingu braut- ryðjendastarfs Elíasar Eyvinds- sonar á þessu sviði hér á landi. Það vakti mikla og verðskuldaða athygli á sínum tíma, er Elías framkvæmdi fyrstu blóðskipti hérlendis á barni með nýburagulu vegna Rhesusblóðflokkaósam- ræmis. Þetta gerðist 8. apríl 1951 eða fimm árum eftir að slíkt læknisverk hafði verið unnið í fyrsta sinn í Bandaríkjunum, 1946. Þessi aðgerð Elíasar mark- aði tímamót og var upphaf þróun- ar á sviði læknisfræðinnar ,sem leitt hefur til þess, að nú orðið er að mestu ieyti hægt að koma í veg fyrir þessa tegund nýburagulu með skipulögðum Rhesusvörnum síðasta áratugar. Um sama leyti og ljós var orðin knýjandi þörf fyrir fullkomnari svæfingarlækningar en tíðkaðar höfðu verið á sjúkrahúsunum, varð jafnframt ljós þörfin fyrir bætta aðstöðu til blóðsöfnunar og annarra þátta blóðbankastarf- semi. Hafist var handa um bygg- ingu Blóðbankans 1949 og hann opnaður í nóvember 1953. Elías Eyvindsson var fysti forstöðu- maður hans og sinnti þeirri stöðu jafnhliða sínu svæfingalæknis- starfi. Hann hafði kynnt sér blóðbankarekstur sumarið 1953 í Bandaríkjunum. Við það braut- ryðjendastarf naut han sérstak- lega frá upphafi starfskrafta Höllu Snæbjörnsdóttur yfirhjúkr- unarkonu, sem hafði lært til blóðbankastarfa í Bandaríkjun- um. Sú sérgrein læknisfræðinnar sem hugur Elíasar stóð til í upphafi voru skurðlækningar og var það engum undrunarefni, sem kynntist færni hans í höndunum. Fyrstu 3 árin vestra starfaði hann við skurðlækningar í Wis- consin General Hospital og um skeið var hann aðstoðarlæknir við taugaskurðlækningar. Meðan hann var á Landspítalanum fékk hann orlof frá svæfingarstarfinu til að geta aukið við reynslu sína í skurðlækningum. Hann hætti svæfingarlækningum 1956 og réðst til starfa sem sjúkrahúss- læknir í Neskaupstað. Þar tókst hann á við fjölbreytt viðfangsefni í skurðlækningum, og fékk viður- kenningu sem sérfræðingur í þeirri grein Í958. Svo sem getið var í upphafi fór Elías til Banda- ríkjanna 1962 og starfaði þar síðan. Elías var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sólveig Eggerts- dóttir og eignuðust þau einn son. Síðari kona hans, sem hann kvæntist 1948, var amerísk, Lynn Carol Flanum, hjúkrunarkona. Þau áttu þrjá syni og dóttur. Ég kann ekki að segja frá störfum Elíasar vestra við lækn- ingar, en ég tel víst að þau hafi verið af sömu gæðum og hann innti af hendi meðan hann var hér. Hann var því þarfur þegn fyrir tvær þjóðir, sem hann var tengdur sterkum böndum. ólafur Jensson. jafnan með, enda var skopskyn Júlíu með ágætum. Heimilið sem hún bjó eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðbirni Guð- mundssyni prentara og börnum þeirra var sannkallað friðarheim- ili og griðarstaður, þar sem hinn góði andi húsfreyjunnar ríkti. Engum gat dulizt, sem á heimilið kom, að húsráðendur byggðu líf sitt á Kristi og reyndu af fremsta megni að innræta börnum sínum og barnabörnum allt það sem gott, göfugt og fagurt er. Það sem Júlía gerði fyrir börnin okkar hjónanna, veganestið sem hún bjó þeim, verður aldrei fullþakkað. Þegar leiðir skilja nú um sinn er mér efst í huga söknuður og þakklæti. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri konu. Það er mikið til í því þegar sagt er að maður komi í manns stað, en það á ekki alltaf við. Þegar kvaddir eru ástvinir, sem eingöngu láta manni eftir minn- ingar um ástúðlegt viðmót, góð- vilja í garð allra og ógleymanlega trúmennsku og fórnarlund, þá verður sætið autt. Guðbjörn minn, traustur og góður lífsförunautur þinn er nú horfinn sjónum okkar um sinn. Ég veit að þú átt mikils að sakna og mikið að þakka, en minningin lifir í hugum okkar allra. Góður Guð styðji þig og ástvini alla í trúnni á endurfund. Friðhelg veri minning hennar. Að oilífóarljosi bjarma bor. som brautina þunjfu Kroiðir. Vort líf. som svo stutt og stopult or. það stofnir á a'ðri loiðir. Ok upphiminn fo«ri on au«a sér mót öllum osh faöminn broiðir. E.B. Tontfdasonur. Jiílía Magnúsdótt- ir - Minningarorð Fædd 1. júlí 1895. Dáin 28. marz 1980. Þegar ástvinur, kunningjar og vinir hverfa úr heimi hér, förum við að íhuga hvað taki við. Við erum harmi lostin og fyllumst söknuði og trega. Þótt öllum sé ljós sú staðreynd að eitt sinn skal hver deyja, þá verða viðbrögðin ávallt þau sömu, við stöndum vanmáttug frammi fyrir skipan örlaganna og spyrjum hvers vegna. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að okkar ástkæra Júlía yrði kölluð héðan, því hún var lengi búin að vera heilsuveil, en samt erum við ráðvillt. Það veitir huggun og gott er að vita að hann, sem líkn veitir öllum, sem líða og þjást, hefur sent eftir henni. Það var mikill gæfudagur í lífi mínu, þegar ég fyrst hitti Júlíu, hún tók mér strax sem besta móðir og umvafði mig ástúð og hlýju. Þegar ég rifja upp ótal margar samverustundir okkar er allt sem ein samfelld sólskins- stund. Að eðlisfari var hún afar skapgóð, hafði þessa sérstöku léttu lund, sem svo fáum er gefin. Það var alveg sama á hverju gekk, alltaf gat hún brosað og gert gott úr öllu. Já, henni var svo lagið að hughreysta og telja kjark í alla þá sem til hennar leituðu. Athygli vakti hennar mikla reisn og höfð- ingsskapur, fórnarlund og tillits- semi við aðra. Alltaf var hún tilbúin að fórna sér, ekki aðeins fyrir fjölskyldu sína heldur alla þá sem á liðsinni þurftu að halda. Fas hennar og persónuleiki allur ork- aði svo sterkt á börn jafnt sem fullorðna, að hún vakti ósjálfrátt aðdáun og virðingu hvar sem hún fór. Júlía var söngelsk mjög, hafði góða sópranrödd, kom enda opin- berlega fram hér áður fyrr. Marg- ar ánægjustundir áttum við sam- an við söng og þá gjarnan við orgelundirleik Guðbjörns, manns hennar. Glens og gaman fylgdi þá + OSCAR CLAUSEN, rithöfundur, ándaðist aöfaranótt 9. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Örn og Haukur Clausen. t Móöir okkar, amma og langamma ÁSTA ZEBITZ, lést í Landspítalanum 8. þ.m. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför SIGUROAR GUÐMUNDSSONAR, vélstjóra, Dalalandi 14, . sem lést í Landspítalanum 2. þ.m. fer fram föstudaginn 11. þ.m. kl. 10.30 f.h. frá Fossvogskirkju. Laufey Loftsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faðir minn, tengdafaöir og afi, MARKÚS SÆMUNDSSON, Vífilsgötu 2, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. apríl kl. 3. Ástþór Markússon Halldóra Gísladóttir Ólafur Ástþórsson Anna G. Ástþórsdóttir Ásta Ástþórsdóttir + Útför móöur okkar og tengdamóöur INGIBJARGAR HARALDSDÓTTUR fró Hvalgröfum á Skarösströnd fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö. Haraldur Björnsson Sigríöur Guðmundsdóttir Ingvar Björnsson Þóra H. Magnúsdóttir Ragnar Björnsson Auöur Jónsdóttir. Ólafía Ólafsdóttir + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi OFEIGUR EIRÍKSSON bæjarfógeti og sýslumaöur er andaðist 27. marz sl. í Bandaríkjunum, verður jarösunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 Erna Sigmundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför eiginkonu minnar JÚLÍU MAGNÚSDÓTTUR Hagamel 18 fer fram í dag 10. apríl kl. 1.30 e.h. frá Dómkirkjunni. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju eða Kristniboðsfélög K.F.U.M. og K. Minningar- spjöld fást í húsi félaganna að Amtmannsstíg 2B. F.h. barna, tengdasonar, barnabarna og annarra aðstandenda Guóbjörn Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jarðarför EINARS SIGUROSSONAR, Austurkoti, Hraungeröishreppi. Anna Ólafsdóttir, Siguröur Einarsson, Ólafur Einarsson, Lára Kristjánsdóttir, Grátar Geirsson og barnabörn. + Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar GEIRÞÓRU ÁSTRÁÐSDÓTTUR Gunnhildur Guömundsdóttir, Siguröur Sigurösson, Ingvi Guömundsson, Sigrún Einarsdóttir, Áslaug Guömundsdóttir, Haraldur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.