Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 41

Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 41 fclk í fréttum + Hér er bandaríski kvikmyndaleikarinn og söngvarinn Andy Williams á söngæfingu undir upptöku á hinum vinsæla sjónvarpsþætti „Prúðuleikararnir“. Hönnuður allra leikendanna í þessum vinsæla þætti, Jim Henson, hefur hér gert þrjú mismunandi aíbrigði af Andy sjálfum. til að koma fram í þessum sjónvarpsþætti með honum, en Andy var gestur þáttarins og mun upptaka hafa farið fram nú fyrir skemmstu. 7 ára smyglari + 7 ára gamall drengur komst í fréttadálka blaða víða um heim fyrir skömmu. Hann hafði verið meðal far- þega í flugvél, sem kom til New York frá Kens- ington á Jamaica. Fíkniefnalögreglan á flugvellinum stóð einn farþeganna að fíkni- efnasmygli með 11 pund af marijuana í farangri sínum. Lögreglan komst í nokkur vand- ræði, því smyglarinn er aðeins 7 ára gamall drengur. Hann hélt á leikföngum í annarri hendinni, en í hinni á saklausum böggli eins og þeim sem farþegar fá tíðum um borð í flugvél- unum. Lögreglan tók þennan böggul til at- hugunar og kom þá í ljós að hann var troð- fullur af marijuana. Lögreglan sagði þetta vera ekki einsdæmi. Fleiri og fleiri dæmi væru um að foreldrar leigðu börn sín til suð- urferða til eyja á Kara- bíska hafinu, sem farn- ar væru til þess að láta börnin flytja fíkniefni heim með sér. Þess eru dæmi, sagði talsmaður lögreglunnar, að sami krakkinn hafi farið fleiri ferðir suður en jafnvel flugstjórarnir! + Þessi óttaslegni maður, sem hér er í höndum italsks lögreglumanns, er forseti hins fræga ítalska knattspyrnu- liðs A.C. Milan, Felice Colombo. AP-ljósmyndari tók myndina er komið var með Colombo til fangelsisins í Rómaborg, en í kjölfar handtöku hans voru 12 fótbolta- stjörnur úr Milan-liðinu handteknar. Blöð á Ítalíu segja að um sé að ræða mesta hneyksli, sem um getur í ítalskri knattspyrnusögu, um sé að ræða mútur til að hafa bein áhrif á úrslit leikja sem Milan lék og var Milan-liðið látið tapa leikjum. + í eina tíð var þessi kona tiðum í fréttum heimspressunnar. Nú hefur nafn hennar tæplega verið nefnt um árabil. Þetta er fyrrum dansmey og forseti Argentínu. Isabeia Perón. ekkja Perons Arg- entínuforseta. Hún var látin taka við forsetaembættinu er hann féll frá fyrir 5 árum. Hcnni var þó brátt vikið til hiiðar og skellt á bak við iás og slá. Nú hefur Isabeia verið í haldi hjá Argentínustjórn á fimmta ár. Er höfð í stofufangclsi undir stöð- ugu eftirliti, um 160 km frá Buenos Aires. Páfagarður hefur reynt að fá yfirvöldin í Arg- entinu til þess að sleppa ísabelu. sem nú er 49 ára. án árangurs. Suðurneskjakonur Líkamsþjálfun — Leikfimi Nýtt 5 vikna námskeiö hefst mánudaginn 14. apríl í íþróttahúsi Njarövíkur. Dag og kvöldtímar. Styrkjandi og liökandi, æfingar fyrir dömur á öllum aldri. Uppl. og innritun í síma 2177 og 6062. Birna Magnúsdóttir. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö notfæra sér viötalstima þessa. Laugardaginn 12. apríl verða til viðtals Ólafur B. Thors og Hilmar Guölaugsson. Ólafur er í stjórn Landsvirkjunar, samstarfsnefnd um löggæslumálefni Reykjavíkur, stjórn sjúkrastofnana. Hilmar er í byggingarnefnd, húsaleigunefnd, stjórn Ráðningar- stofunar, og stjórn veitustofnana. Það nýjasta á hverjum tíma af hinum glæsilega íslenska ullar- og skinnfatnaöi ásamt fögrum skart- gripum veröur kynnt í Blómasal á vegum íslensks heimilisiönaðar og Rammagerðarinnar. Modelsam- tökin sýna. Víkingaskipiö vinsæla bíður ykkar hlaðið gómsætum réttum kalda borðsins auk úrvals heitra rétta. Guöni Þ. Guðmundsson flytur alþjóölega tónlist, gestum til ánægju. Tískusýning aö Hótel Loftleiöum alla föstudaga kl. 12.30—13.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.