Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
KAFr/NO
Pabbi þú veist að litli bróðir
lekur líka á nóttinni?
Ég segi þeir kunna vel til
verka, hvað sem öðru líður!
Rauðir húfusveppir eru ber-
sýnilega baneitraðir!
Skoðanir og
staðreyndir
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Skemmtilegt atvik kom fyrir
þegar feðgarnir Oswald og Jim
Jacboy mættust eitt sinn í sveita-
keppni. Andstæðingar i þetta
skiptið og voru reyndar báðir í
sæti suðurs en á sitt hvoru
borðinu.
Austur gaf, allir á hættu.
Norður
S. K2
H. Á982
T. K863
L. 965
COSPER
Vestur
S. G10983
H. D764
T. -
L. DG32
Austur
S. Á76
H. 105
T ÁG9754
L. 87
Suður
S. D54
H. KG3
T. D102
L. ÁK104
Sagnirnar á borði föðurins urðu
T7
C0SPE.R
Hvernig ætli manni líði, eftir einn beinan vinstri?
í útvarpsþættinum „Víðsjá" 1.
apríl sl. — ég hygg, að hin
sérstaka dagsetning hafi hér enga
þýðingu — svaraði herra biskup-
inn yfir íslandi, Sigurbjörn Ein-
arsson, ýmsum spurningum, sem
til hans var beint og hafa svör
hans vakið athygli margra, og
ekki hvað sízt þá vegna hliðstæðu
þeirra við skoðanir, sem fram
komu í réttarhöldunum yfir séra
de Nantes í Frakklandi, sýndum í
sjónvarpi um líkt leyti. — Biskup-
inn hélt því fram að guð væri
persónulegur, og þar sem ég ætla
að færa megi „heimspekileg og
vísindaleg" þ.e. skynsamleg og
heiðarleg rök fyrir því, að svo sé,
finn ég ekkert athugavert við þá
fullyrðingu hans. — Nokkuð öðru
máli gegnir um hinn vígtennta,
hóffætta og halaskrýfða íbúa
járnkjarnans í miðju jarðar, sem
menn hafa stundum kallað and-
stæðu guðs, en biskup vildi, hik-
andi þó, telja hann til eðlisþátta
tilverunnar.
íslendingar hafa lengi verið
næsta ófúsir að tileinka sér þann
boðskap, og munu jafnvel telja
það hættumerki, þegar fer að örla
á slíkri skoðun. Þó verður að ætla,
að slíku sé ekki án tilefnis haldið
fram. Munu ýmis fyrirbæri
mannlífsins vera þess eðlis, að
mönnum hljóti að hrjósa hugur
við, og grípa þeir þá til hinna
ólíklegustu hugmynda sér til
halds og trausts. En hugmyndir
eru þess eðlis, að þær útheimta
staðfestingu með beinum athug-
unum.
Mér dettur í hug, að Sigurbjörn
Einarsson mundi vilja taka þátt í
tilraun nokkurri í sannprófunar-
átt, tilraun til að grafast fyrir um
sannleikann — að vísu þó ekki
niður í járnkjarna jarðar heldur
aðeins tæpa tvo metra niður í
moldina, til þess að komast að því,
hvort eitthvað sem kalla mætti
djöfullegt, hefði farið fram. Ég á
við að rannsókn yrði gerð í máli,
sem jörðin geymir úrskurð um.
Vilji biskup veita atbeina sinn til
slíkrar rannsóknar, skal ekki
standa á mér að vera viðstaddur,
til þess að gera grein fyrir afstöðu
minni.
8.4. 1980.
Þorsteinn Guðjónsson.
• Nýtum
orkulindirnar
Nú er talið að vetni verði einn
aðalorkugjafi framtíðar og þá er
það nauðsyn að geta framleitt það
á sem ódýrastan hátt. Margar
þjóðir neyðast til að nota kjarn-
þessar:
Austur Suður Vestur Norftur
Pass 1 Grand Pass 2 Lauf
2 Tíglar Pass Pass 3 Grðnd
Pass Pass Pass
Að vísu hefði verið meira upp úr
þvi að hafa að spila tvo tígla
doblaða við austur en gegn grönd-
unum þrem spilaði vestur út
spaðagosa. Oswald var ekki í vafa
um hvernig best væri að stýra
þessu spili. Vestur fékk að eiga
fyrsta slaginn, spilaði aftur spaða
og þriðja spaðann tók Oswald með
drottningu.
Mikið vantaði í spilið og búa
varð til fjóra slagi. Sagnhafi
byrjaði með að spila tígli á
kónginn en austur tók og skipti í
lauf. Sagnhafi tók á kóng og var
þá í þeirri stöðu, að vilja gjarna
fjóra slagi á hjarta ásamt svíning-
unni, sem var örugg í tíglinum.
Hann leysti þetta með því að spila
hjartagosanum og svína þegar
vestur lét lágt, hjartatían kom í
kónginn, því næst níunni svínað
og að því loknu urðu níu slagirnir
auðveld bráð.
Þegar borið var saman við
leikslok kom i ljós, að sonurinn
Jim hafði einnig fengið níu slagi í
sama samningi. Og það sem meira
var, hann hafði farið nákvæmlega
eins að. Það er ekki skrýtið, að
nafnið Jacoby hefur verið nátengt
sögu bridsins í yfir 50 ár og
sjálfsagt verður það svo enn um
hríð.
Alþjóðaheilbrigöismálastofnunin:
Fjölgiin dreifingarstaða
áfengis — meira tjón
í ÍTARLEGRI greinargerð Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) um áfengismál frá
1979 er bent á að rannsóknir
síðustu ára sýni að tryggasta
leiðin til að draga úr tjóni af
völdum áfengis sé að minnka
heildarneysluna. Stofnunin bein-
ir þvi til aðildarþjóða S.Þ. að
beita ýmsum hömlum enda sé
slíkt öruggasta ráðið til að draga
úr neyslunni.
Meðal þess sem bent er á til
raunhæfra varna gegn þeim vá-
gesti sem, að því er fram kemur í
skýrslunni veldur stórfelldara
tjóni, bæði heilsufars- og félags-
lega, a.m.k. meðal iðnaðarþjóða,
en nokkuð annað er fækkun
dreifingarstaða áfengis.
Ýmsar menningarþjóðir hafa
brugðið við og leitast nú við að
vinna og ræða málin á grundvelli
þeim er WHO telur líklegastan til
að reisa á forvarnarstarf. Má þar
nefna Norðmenn, Svía og Banda-
ríkjamenn. Frökkum hefur tekist
að draga verulega úr áfengis-
neyslu með fækkun dreifingar-
staða og styttingu sölutíma þeirra.
Þá segir m.a. í tilkynningu frá
Áfengisvarnaráði:
„Hérlendis eru umræður um
þessi mál enn á stigi ófrjórra
deilna og yfirlýsinga um hvað
mönnum finnist eða hvað þeir
halda. Málin eru rædd eins og
ekkert hafi gerst á áttunda ára-
tugnum og ekki er skírskotað til
þeirra stofnana sem gerst þekkja
til þessara mála, svo sem WHO,
heldur einkaviðhorfa og persónu-
legra hagsmuna.
Að gefnu tilefni skal tekið fram
að í áfengislögum segir: „Vínveit-
ingaleyfi má binda þeim skilyrð-
um sem dómsmálaráðherra telur
nauðsynleg, m.a. er heimilt að
binda leyfið eingöngu við veitingar
léttra vína.“
Á línuriti þessu sést fylgni
fjölgunar dreifingarstaða
áfengis og aukningar neyslu
í Noregi. Áfengisneysla
eykst í réttu hlutfalli við
fjölgun sölustaða.