Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 46

Morgunblaðið - 10.04.1980, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980 Oskar aóeins sentimetra frá Ólympíulágmarkinu „Ég er ekki ánægður með þetta ennþá, hef varpað yfir 19 metra mót eftir mót, og varpa vel yfir 18 metra úr kyrrstöðu. Munurinn er hlægilega lítill, ætti að vera mciri, og bíð ég því enn eftir stærri köstunum," sagði Óskar Jakobsson frjálsíþróttamaður úr ÍR i spjalli við Mbl. í gær, en á frjálsíþróttamóti í Austin í Texas um helgina, Texas Relays,, varp- aði óskar kúlunni lengra en hann hefur áður gert og kringl- unni kastaði hann yfir 60 metra eitt skiptið í viðbót. nÞað vantar aðeins sentimeter upp á Ólympíulágmarkið," sagði Óskar sem varpaði 19,39 metra. „Það má segja hið sama um kringluna og kúluna. Ég tel mig eiga talsvert inni í þeirri grein. Hef alltaf verið óheppinn hvað vind snertir. Hann hefur venju- lega verið í bakið, en það gerir það að verkum að kringlan leitar miklu fyrr niður en ella. Ég kastaði 60,22 metra og vann, en um síðustu helgi kastaði ég 62,36 metra á móti í Dallas, og var það eina mótið þar sem vindurinn var ekki í bakið á kringlukösturun- um,“ sagði Óskar. Óskar att kappi í kúluvarpinu við bezta kúluvarp- ara Bandaríkjanna í dag, blökku- manninn Michael Carter. Sigraði Carter með 20,38 metra kasti, en Óskar varð í öðru sæti. „Ég á ennþá í erfiðleikum með stílinn," sagði Friðrik Þór Ósk- arsson IR, en hann stundar nám við sama skóla og Óskar, Univers- ity of Texas í Austin. „Þjálfararn- ir hér hafa gert róttækar breyt- ingar á þrístökksstílnum hjá mér, látið mig taka upp svokallaða tvöfalda armsveiflu. Var orðinn vanafastur og hef átt erfitt með að ná tökum á nýja stílnum, en nú er þetta farið að lagast, og á æfing- um er ég farinn að stökkva lengra en áður og er því bjartsýnn. Mér tókst þó ekki upp á mótinu um helgina, stökk 14,45 metra. Á æfingu í gær gerði ég þó betur með aðeins átta skrefa atrennu og vona því að þetta eigi allt eftir að koma hjá mér,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að mótið í Texas hefði verið mikið umfangs. Kepp- endur hefðu verið rúmlega 2.000 frá um 200 skólum. Veðurblíða er mikil hjá þeim félögum, Friðrik og Óskari, um og yfir 30 stiga hiti daglega. Óskari hefur verið boðið að taka þátt í móti í Kaliforníu í lok mánaðarins, ásamt Hreini Halldórssyni KR, sem er við háskólann í Tuscalosa í Alberta, en óvíst er enn hvort þeir geti þegið boðið, þar sem mikilvægar háskólakeppnir fara fram á sömu helgi. — ágás. Góður árangur Kaliforníufara Sumir islenzku frjálsiþrótta- mannanna sem æft hafa í Kali- forníu að undanförnu náðu ágæt- um árangri á frjálsiþróttamóti i Los Gatos í Kaliforníu um helg- ina, settu ýmist persónuleg met eða náðu sínum næst bezta ár- angri. og bendir það til þess að þeir hafi notað tímann vel og skynsamlega og að enn betri árangurs sé að vænta þegar þeir komast i virkilegt keppnisform. Vésteinn Hafsteinsson KA bætti enn einu sinni árangur sinn í kringlukasti, kastaði 51,14 metra. Sigríður Kjartansdóttir KA jafnaði sinn bezta árangur i 400 metra hlaupi. hljóp á 55,6 sekúndum, sem er 3/10 lakari árangur en íslandsmet Ingunnar Einarsdóttur ÍR frá 1977. Sigríði hefur verið boðin þátttaka i einu stærsta frjálsíþróttamóti Banda- rikjanna, Bruce Jenner Classic, sem senn verður háð i San Jose í Kaliforniu, og er þess að vænta að hún bæti árangur sinn þar. Sigurður Einarsson Ármanni náði sínum næst bezta árangri í spjótkasti, kastaði 69,04 metra. í spjalli við Mbl. í gær kvaðst Sigurður óánægður með árangur sinn, atrennubraut hefði verið úr grasi og hallað upp í mót, auk þess sem hliðarvindur hefði verið til trafala. Sigurður á bezt 71,34 metra í spjótkasti. Hefur honum verið boðið að gerast nemandi við San Jose State háskólann í haust, þar sem fyrrum heimsmethafi í kringlukasti, John Powell, er með- al þjálfara, og í spjallinu í gær, sagðist Sigurður hafa mikinn áhuga á að þiggja það boð. Á mótinu í Los Gatos náðu Akureyrarstúlkurnar Dýrfinna Torfadóttir og Ásgerður Ólafs- dóttir sínum bezta árangri til þessa í spjótkasti og kúluvarpi. Dýrfinna bætti sinn fyrri árangur um tvo metra er hún kastaði spjótinu 41,18 metra, en aðeins íris Grönfeldt UMSB hefur gert betur, Islandsmet hennar er 44,94 metrar. Ásgerður varpaði kúlunni 10,90 metra, en hefur þó varpað vel yfir 11 metra á æfingum. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR hljóp 400 metra á mótinu á 50,7 sekúnd- um, sem er hans næstbezti árang- ur. Gunnar hefur átt við smávægi- leg meiðsli að stríða, en er að ná sér á strik. Aðrir íslendingar kepptu ekki á mótinu, en um þessar mundir dveljast tæplega tveir tugir íslenzkra frjálsíþrótta- manna við æfingar í Kaliforníu. — ágás. Unglingalandsliðið i handknattleik, sem tekur þátt í Norðurlandameistaramótinu i Helsinki dagana 11.—13. april. íslenska liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Markverðir: Sverrir Kristinsson, FH, Gísli Felix Bjarnason, KR, Sigmar Þ. óskarsson, bór Vestm. Útileikmenn: Valgarð Valgarðsson, FH fyrirl., Hans Guðmundsson, FH, Kristján Arason, FH, Egill Jóhannesson, Fram, Erlendur Daviðsson, Fram, Brynjar Stefánsson, Vikingi, Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, Gunnar Gunnarsson, Víkingi, Ragnar Hermannsson, Fylki, Páll Ólafsson, Þrótti, Heimir Karlsson, Víkingi. Þjálfarar: Pétur Jóhannesson, Jóhann Ingi Gunnarsson. óskar Jakobsson ÍR að hefja snúninginn i kringlukasti á æfingu á háskólavellinum i Austin i Texas. Myndina tók skólabróðir hans þar, þristökkvarinn Friðrik Þór óskarsson ÍR. Guðsteinn var bestur allra AÐ LOKNU hverju keppnistíma- bili í körfuknattleiknum hefur verið venja, að þjálfarar, fyrirlið- ar og liðsstjórar úrvalsdeildarfé- laganna velji besta lcikmann mótsins, besta erlenda Ieikmann- inn, besta dómarann, drengi- legasta leikmanninn, stigahæsta leikmanninn og loks bestu víta- skyttuna. Sjálfskipað er i eitt- hvað af stöðum þessum, en eftir- taldir hlutu viðurkenningu. Guðsteinn Ingimarsson var kjörinn besti leikmaðurinn, en Guðsteinn leikur með UMFN. Tim Dwyer hjá Val var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn og kom varla annar til greina. Besti dómarinn var kjörinn Kristbjörn Albertsson og drengilegasti leikmaðurinn var kjörinn Jónas Jóhannesson hjá UMFN. Stigahæsti íslendingur mótsins var Símon ólafsson hjá Fram, en hann skoraði 461 stig. Skammt undan var Kristinn Jör- undsson hjá ÍR með 457 stig. Loks var Gunnar Þorvarðarson hjá UMFN heiðraður fyrir snjalla vítahittni, en meðaltal hans var 80,2%. Þeir bræðurnir Kristinn og Jón Jörundssynir komu næstir, Kristinn með 76,8% og Jón með 73,9%. Það var einmitt Jón sem var vítakóngurinn í fyrra. Island rak lestina íslenska landsliðið í borðtennis tók þátt í Evrópukeppni lands- liða í Bern í Sviss. Hafnaði ísland í neðsta sætinu á mótinu og vann aðeins einn leik. Tapaði Island þvi öllum leikjunum nema einum 0—5. Meðal þeirra þjóða ■ sem íþróttaskóli íþróttaskóli Sigurðar R. Guð- mundssonar verður starfræktur í sumar að Heiðaskóla i Borgar- firði sem undanfarin sumur og í júní verða á dagskrá fjögur vikunámskcið. Tvö þeirra eru ætluð fötluðum, en hin tvö aldurs- tóku landann i bakariið voru Grikkland, Malta, Skotland, írland og Austurríki. Annars voru það Sviar sem urðu Evrópumeistarar, en þeir báru sigurorð af Vestur—Þjóð- verjum í úrslitunum. Sigurðar flokknum 9—16 ára. Á daginn eru alls kyns iþróttir á boðstólum, og á kvöldin eru fyrirhugaðar kvöldvökur. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 93—2111 milli kl. 17 og 18 alla daga. Unglingaliðið tapaði fyrir Hollendingum ÍSLENSKA unglingalandsliðið i handknattleik sem er á leið til NM unglinga í Helsinki lék I fyrrakvöld landsleik við A-lið Hollendinga og tapaði leiknum 20—13. Liðið lék aftur í gær- kvöldi en ekki tókst að fá fregnir af þeim leik. Leikir þessir voru liður í undirbúningi fyrir sjálft NM-mótið. Það hefst á föstudag og leikur ísland fyrst við Svía, siðan á móti Norðmönnum og Finnum á laugardag og loks við Dani og Færeyinga á sunnudag. 'JF 'M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.