Morgunblaðið - 10.04.1980, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1980
47
Ekkert Valsmark í 17
mínútur er Haukar
lögðu þá að velli
HAUKAR slógu Val út úr bikar-
keppni HSÍ í gærkvöldi og var
þar um undanúrslit að ræða.
Verða þetta að teljast óvænt
úrslit, því að hlutskipti þessara
félaga í vetur hefur verið ólíkt.
Þrátt fyrir stórbrotinn árangur
Vals í Evrópukeppni meistara-
liða, verður að segja eins og er,
að keppnistímabilið virðist hafa
endað frekar illa og þeir komust
langt á öllum vígstöðvum en
skorti herslumuninn til þess að
hreppa verðlaunin. Ef árangur
liðsins væri settur á linurit mætti
sjá að um miklar sveiflur er að
ræða og hefði sent allt kvikt inn í
eilífðina ef um hjartalínurit væri
að ræða. En Haukarnir hafa
verið furðulegir, lélegir í 1. deild,
þar sem þeir sluppu naumlega
við fall, en frískir í bikarkeppn-
inni, þar sem þeir höfðu áður
slegið út íslandsmeistarana
sjálfa, Víking. Nú var það Valur
sem lá, lokatölurnar urðu 23—21
fyrir Hauka. en staðan i hálfleik
var 12-10 fyrir Val.
Það benti fátt til þess framan
af, að Haukar myndu koma á
óvart eins og þeir gerðu. Að vísu
voru allar jafnteflistölur upp í
4—4, en þá skildi með liðunum í
bili. Náðu Valsmenn 2—3 marka
forystu og léku þeir allan fyrri
hálfleikinn eins og liðið sem valdið
hefur. Staðan í hálfleik var 12—10
og þegar tæpar tíu mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik, var enn
tveggja marka munur, 15—13
fyrir Val. En þá gerðist eitthvað
sem erfitt er að skýra, engu var
líkara en að Valsmenn væru að fá
martröð frá Múnchen, þeir fóru að
raða niður vitleysunum, auk þess
sem óheppnin elti þá á röndum,
þeir gátu ekki vaknað. Haukarnir
gengu á lagið, Ólafur Guðjónsson
lokaði markinu og hvert markið
Haukar
— Valur
23:21
rak annað, mörg þeirra úr hraða-
upphlaupum. Var oft skelfilegt að
sjá hve seinir Valsmenn voru
aftur í vörnina eftir að sóknarlota
hafði farið fyrir ofan garð og
neðan.
Það liðu 17 mínútur áður en
Valsmenn skoruðu sitt 16. mark,
en þá höfðu Haukar dritað niður 7
mörkum í röð og breytt stöðunni
úr 13—15 í 20—15. Það voru 8
mínútur eftir þegar Björn
Björnsson skoraði 16. mark Vals
og á sömu mínútunni brenndi
Júlíus Haukamaður af úr víta-
kasti. Björn skoraði aftur, 20—17,
og allt í einu eygðu Valsmenn von
á ný. Þeir freistuðu þess að taka
2—3 Hauka úr umferð í einu, en
það mistókst herfilega og fyrir
hvert mark sem Valur skoraði það
sem eftir var, svöruðu Haukar í
sömu mynt, því var sigur liðsins
ekki í hættu.
Haukarnir voru í raun og veru
litlu betri en lengst af í vetur, eini
munurinn var, að baráttan var
óvenjulega góð þegar vel fór að
ganga í síðari hálfleik. Langbestir
í liði Hauka voru markvörðurinn
Ólafur Guðjónsson og línumaður-
inn Ingimar Haraldsson. Ingimar,
Real Madrid
sigraði 2-0
REAL Madrid tókst að vinna
Hamborg S.V. 2—0 á heimavelli
fyrir framan 125.000 áhorfendur
sem trylltust af fögnuði þegar
mörkin voru skoruð. Lið Ham-
borg lék varnarleik svo til allan
leikinn og vakti það athygli að
Keagan var látinn leika mjög
aftarlega. Aðeins Hrubesch var
hafður frammi. Þetta gekk þang-
að til á 66. minútu að Vestur-
Þjóðverjinn Stilelke splundraði
vörn Hamborgar, gaf laglega á
Carlos Santillana sem skoraði
glæsilega, og aftur á 79. minútu
léku þeir félagar sama leikinn.
Leikurinn vakti mikla athygli á
Spáni og var sjónvarpað beint.
Forest yfir-
spilaði Ajax
EVRÓPUMEISTARARNIR í
knattspyrnu, Nottingham Forest,
stefna ótrauðir að því að verja
meistaratign sína. I gærkvöldi
fengu þeir hollensku meistarana
Ajax í heimsókn á City Ground
og sigruðu þá næsta örugglega
2—0, eftir að hafa haft yfir 1—0 í
hálfleik. Það var enginn annar
en milljón punda maðurinn Trev-
or Francis sem kom Forest á
bragðið með gullfallegu marki á
34. minútu leiksins. Og i siðari
hálfleiknum bætti John Roberts-
son öðru marki við úr vítaspyrnu
sem hann framkvæmdi á 60.
minútu leiksins. Leikurinn þótti
mjög vel leikinn af hálfu beggja
liða.
Ajax lék vél framan af eú átti
svo í miklum erfiðleikum og að-
eins stórleikur Rudi Krol bjargaði
liðinu frá því að bíða enn verri
ósigur. Besti maður hjá Forest var
Trevor Francis, þá átti Robertsson
góðan dag.
leikmaður sem var furðulítið
notaður í Haukaliðinu í vetur, var
geysilega sterkur, skoraði drjúgt
og fiskaði auk þess fjögur víta-
köst, átti stórleik. Júlíus getur
einnig vel við unað og Arni
Hermannsson skoraði mikilvæg
mörk. Bjarni Guðmundsson bar
höfuð og herðar yfir leikmenn
Vals, einkum þó í fyrri hálfleik, er
hann var hreinlega óstöðvandi.
Björn Björnsson reif sig upp undir
lokin og gerði þá góða hluti, en
hefði betur byrjað fyrr. Þá var
mesta furða hve Óli Ben. varði,
haltrandi upi allt. Má kannski
segja, að Valsmenn hafi byrjað
1—2 mörkum undir, með Óla Ben.
á einum fæti, Brynjar Kvaran
meiddan og ekki með. En það eru
ekki alltaf jólin.
MÖRK Hauka: Júlíus 8 (3), Hörð-
ur 6 (5), Ingimar 3, Árni Her-
mannsson 3, Andrés Kristjánsson,
Sigurgeir Marteinsson, Guðmund-
ur Haraldsson eitt mark hver.
MÖRK Vals: Bjarni Guðmundsson
7, Björn Björnsson 5 (2), Jón
Karlsson 3, Þorbjörn Guðmunds-
son 3 (1), Stefán Gunnarsson 2,
Stefán Halldórsson 1 mark.
Leikinn dæmdu þeir Björn
Kristjánsson og Karl Jóhannsson
og var dómgæsla þeirra misjöfn
nokkuð. Högnuðust Haukarnir á
henni ef nokkuð var. — SS
Island—
Noregur
í kvöld
ÍSLAND leikur sinn fyrsta leik í
Norðurlandamótinu i körfu-
knattleik i kvöld, mæta þá lands-
Iiði Noregs. Verður fróðlegt að
sjá hvernig íslenska liðið gengur
á Polar Cup að þessu sinni, en
Íiað er mál manna að aldrei hafi
sland teflt fram jafn sterku og
reynsluríku liði. A.m.k. hefur
meðalhæð leikmanna aldrei verið
meiri, en fjórir leikmenn íslenska
liðsins eru 2 metrar eða meira.
• Trevor Francis var vörn Ajax
erfiður, en hann skoraði fyrra
mark Forest og var óheppinn að
bæta ekki fleirum við.
• Ingimar Haraldsson átti stórleik fyrir lið sitt Hauka, er liðið lagði
Val óvænt að velli í bikarkeppni HSÍ. Komst Haukaliðið þar með í
úrslit keppninnar.
Evrópukeppni bikarhafa
Litlir möguleikar
hjá Arsenal
Arsenal — Juventus
1-1 (1-1)
Lið Arsenal sótti ekki gull í
greipar Juventus á heimavelli í
gærkvöldi. Jafntefli varð 1—1, en
það kom í hlut Juventus að skora
bæði mörkin. Cabrini skoraði
fyrsta markið úr vítaspyrnu á 11.
mínútu, en sjö mínútum fyrir
leikslok skoraði svo Roberto Bett-
ega sjálfsmark. Lið Juventus lék
með aðeins 10 leikmenn frá 33.
mínútu leiksins þar sem Marco
Tardelli var vísað af leikvelli fyrir
gróft brot. Má búast við því að
róður Arsenal verði erfiður á
Ítalíu í síðari leiknum.
Nantes — Valencia
2—1 (1—0) Bikarkeppni
Evrópu
Franska liðinu Nantes tókst að
bera sigurorð af Valencia í Nantes
í gærkvöldi. Bruno Baronchelli
skoraði bæði mörk Nantes, það
fyrra á 36. mínútu og ellefu
mínútum fyrir leikslok sigur-
markið. Mark Valencia skoraði
Mario Kempes snemma í síðari
hálfleiknum.
(Knattspyrna 1
UEFA-keppnin
Mikil barátta hjá
v-þýzku liðunum
VFB Stuttgart — Boruss-
ia Mönchenglad-
bach 2-1 (0-0)
Á síðustu mínútu leiksins tókst
Stuttgart að sigra Borussia sem
þó lék öllu betur. Dæmd var
vítaspyrna á Borussia þegar tæp
mínúta var til leiksloka og úr
henni skoraði Volkert af öryggi og
sigur var í höfn. Borussia skoraði
fyrsta mark leiksins á 75. mínútu
og var þar Nickel að verki, en þeim
tókst ekki að halda vörninni nægi-
lega sterkri og fjórum mínútum
fyrir leikslok jafnaði Hermann
Hlicher metin með skoti af ör-
stuttu færi eftir skalla frá Klotz.
Sigurmarkið kom svo úr víta-
spyrnu eins og áður sagði.
Bayern Miinchen —
Eintracht Frankfurt
2-0 (0-0)
Þeir Dieter Höness og Paul
Breitner skoruðu fyrir lið sitt í
gærkvöldi er liðin mættust á
heimavelli Bayern. Leikur liðanna
var mjög jafn framan af og jafnt
var í hálfleik. Þegar líða tók á
síðari hálfleikinn tók Bayern
Múnchen leikinn meir og meir í
sínar hendur og lék betur. Fyrra
markið kom á fimmtu mínútu
síðari hálfleiksins, Höness átti
ekki í erfiðleikum með að skora
eftir varnarmistök hjá Frankfurt.
Á 75. mínútu var svo Janzon
felldur inni í vítateig af austur-
ríska landsliðsmanninum Bruno
Pezzey sem leikur með Eintracht
og umsvifalaust dæmd vítaspyrna.
Paul Breitner framkvæmdi spyrn-
una og skoraði með föstu, lágu
skoti í bláhornið. í lok leiksins
sótti svo Eintracht mjög og aðeins
stórgóður leikur markvarðar
Bayerns, Walter Junghans, kom í
veg fyrir að mark væri skorað.