Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 35 Mormónar kanna trúarlíf Reykvíkinga: 91% í þjóðkirkjunni en 11% fara oft í kirkju sundur. Konurnar voru læstar inni í skólanum í þorpinu og karlmenn á aldrinum 15 til 84 ára voru færðir í kjallara bóndabæjar nokkurs. I dögun voru mennirnir leiddir út og skotnir þar sem þeir stóðu. Skömmu síðar var 173 líkum fleygt í sameiginlega gröf. Nokkrir menn úr þorpinu, sem unnu næturvinnu í nálægri námu, voru skotnir þegar þeir komu heim. Aðrir, sem komust undan, voru líflátnir hver af öðrum þegar til þeirra náðist. Einn þeirra lá fótbrotinn í sjúkrahúsi, en þegar hann hafði náð sér í október var hann leiddur út og skotinn. Konurnar voru sendar í fanga- búðirnar í Ravensbruck og Auschwits þar sem þær létust flestar. Börn voru dregin frá mæðrum sínum og hurfu. Áttatíu og tvö börn voru drepin, þar á meðal kornabörn, og aðeins örfá komust lífs af. Nokkur voru talin nógu góð til að fá uppeldi hjá þýzkum fósturforeldrum. í opinberri skýrslu til Hitlers um árásina á Heydrich og eftir- köstin var reynt að réttlæta morð- in í Lidice með því, að íbúarnir hefðu aðstoðað útsendara frá Eng- iandi, en það var alrangt. Enginn þorpsbúi hafði nokkurn tímann heyrt minnzt á Kubis og Gabcik eða aðstoðað andspyrnuhreyfing- una. Engin vopn eða senditæki voru í þorpinu. Seinna afmáði Gestapo þorpið Lezaky í austur- hluta Bæheims, en þar höfðu útsendararnir aftur á móti fengið nokkra aðstoð. Lagt í rúst í júlílok fór fram lokaþáttur harmleiksins í Lidice, þegar þorp- ið var sprengt í loft upp og jarðýtur jöfnuðu það við jörðu. Lidice var stórt þorp með mörgum húsum og býlum, nokkrum verzl- unum, fallegri kirkju og skóla, og útrýming þorpsins var talsvert verk. En tilgangur nazista var að afmá þorpið af yfirborði jarðar og þurrka það af landabréfinu í eitt skipti fyrir öll. Daginn eftir til- kynnti Böhme, yfirmaður SD í Prag: „Lidice hefur verið þurrkuð út að eilífu." Ekkert var fjær sanni. Hefnd Hitlers fyrir morðið á Heydrich er talin eitt mesta sálfræðilega glappaskot þriðja ríkisins. Lidice hefur síðan verið tákn um verstu tegund níðingsverka. Morðin vöktu gífurlega reiði og heimurinn var sleginn óhug þótt menn væru orðnir ýmsu vanir úr stríðinu. Morðin komu við samvizku heims- ins og enginn gat verið hlutlaus lengur. Upp var tekið vígorðið „Lidice mun aftur lifa“ í hverju landinu á fætur öðru og menn sannfærðust um að berjast yrði gegn Þýzkalandi nazista unz yfir lyki. Þess var vandlega gætt að nafn Lidice gleymdist ekki og menn héldu því á lofti á ýmsan hátt. Bær í Bandaríkjunum og þorp í Mexíkó voru skírð Lidice. Skrið- drekar æddu til orrustu með nafnið „Lidice" málað á skotturn- unum og nafn þorpsins var málað á kassa utan um sprengjur sem var varpað á Þriðja ríkið. Nú lifir Lidice aftur, en margir samverka- menn Heydrichs sluppu við dóm. Hefndaraðgerðirnar, sem fylgdu í kjölfar morðsins á Hey- drich, urðu til þess, að tékkneska andspyrnuhreyfingin, nánast þurrkaðist út. Gabcik og Kubis voru sviknir að lokum og fjöl- mennt þýzkt lið umkringdi þá í grafhvelfingu kirkju í Prag, þar sem þeir börðust við árásarmenn- ina í nokkra klukkutíma. Þótt tékknesku útlagastjórninni tækist að vekja athygli heimsins á and- spyrnunni heima fyrir var árang- ur árásarinnar of dýru verði keyptur. MORMÓN ATRÚBOÐ AR sem starfa í Reykjavík hafa undan- farna 4 mánuði unnið að könnun um trúarlif Reykvíkinga. Hafa þeir lagt eftirfarandi 12 spurn- ingar fyrir 2000 íbúa höfuðborg- arinnar: 1. Trúir þú á Guð? 2. Trúir þú á líf eftir dauðann? 3. Finnst þér gaman að vera til? 4. Er fólkið ánægðara nú en fyrir 20 árum? 5. Finnst þér að Biblían sé Guðs orð? 6. Lestu Bibliuna oft? 7. Ertu í þjóðkirkjunni? 8. Ferðu oft i kirkju? 9. Ferðu oft með bæn? 10. Veistu af hverju við erum kallaðir Mormónar? Áttatíu prósent þeirra sem spurð- ir voru voru á því að Guð væri til, 11% svöruðu þeirri spurningu neitandi, aðrir voru í vafa. 78% trúa á líf eftir dauðann, 15% ekki og 17% voru í vafa. 83% fannst gaman að vera til en 11% svöruðu því neitandi, 6% voru ekki vissir í sinni sök. 65% fannst fólk ekki vera ánægðara nú en fyrir 20 árum en 14% voru á því að svo væri. 50% töldu Biblíuna vera Guðs orð en 34% ekki. 21% lásu Biblíuna oft en 79% ekki. 91% þeirra sem spurðir voru voru í þjóðkirkjunni en 9% ekki. 11% sóttu oft kirkju en 82% ekki. 66% fara oft með bæn en 34% ekki. 94% vissu ekki af hverju mormón- ar bera það nafn. 12 manns unnu að könnuninni alls, allt Bandaríkjamenn. Tveir þeirra, Kevin C. Barton og Bryan C. Beck, sögðu að fólk hefði tekið þeim afskaplega vel er þeir lögðu fyrir það spurningarnar. Þeir sögðu að tilgangurinn með þessari könnun væri að kynnast betur því fólki sem hér býr. Þeir hefðu komist að því að Islendingar eru, ef eitthvað er, trúaðri en þeir héldu í upphafi og miklum mun fúsari að ræða trúmál en Banda- ríkjamenn. Það sem kom þeim einna mest á óvart var að flestir þeirra sem spurðir voru voru á því að fólk væri ekki ánægðara nú en fyrir 20 árum. Sögðu þeir að Bandaríkjamenn hefðu eflaust svarað þessari spurningu játandi. Fleiri og fleiri deyja úr krabba í Svíþjóð Stokkhólmi. 9. apríl — AP. EF núverandi þróun heldur áfram, verður einn af hverjúm þremur dauðdögum í Svíþjóð eftir 50 ár, af völdum krabba, samkvæmt skýrslum sænsku hagstofunnar. Á síðustu 20 árum hefur fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum krabbameins í Svíþjóð aukist um 80 af hundraði úr 19.000 manns á ári í 35.000. Þú þarft ekki aö fara útúr aaaa /27 til þess aö skipta um skoöun Stórkostlega rúmgóður 5 manna bíll. Fiat 127 er löngu landskunnur fyrir gæði. Hann er framhjóladrifinn bili, sem hefur óvenju góða aksturseiginleika. ' Fiat 127 er 4 cyl. sparneytinn bfll, sm hentar ótrúlega vel íslenzkum aðstæðum. Eyðsla 5 lítrar per 100 km. Eigum nokkra bíla, árgerð 1980, óráðstafað á mjög hagstæðu verði. frá kr. 3.950.000.- Eitt hæsta endursöluverð bíla. FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SfÐUMÚLA 35. SÍMI 85855 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.