Morgunblaðið - 13.04.1980, Side 4

Morgunblaðið - 13.04.1980, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 Hannes Heimisson: Greinarhöfundur í miðborg San Salvador. Á ferð um E1 Salvador skömmu fyr- ir morðið á Romero erkibiskup Indíánakonur í Mið-Amaríku lasa íalandabaaklinga. Ungur skiptinemi úr Reykjavík, Hannes Heimisson, 19 ára, sem nú dvelst í Mexico, fór nokkru eftir áramótin í mánaöarferðalag um alla Miö-Ameríku ásamt finnskum kunningja sínum. Þeir félagar dvöldust m.a. í El Salvador eftir aö landið var því sem næst lokað og feröamenn flúöu landið vegna harðnandi átaka byltingarhreyfinga og stjórnarhers. í meöfylgjandi grein Hannesar lýsir hann ástandinu eins og þaö kom þeim fyrir sjónir og þeirri óvanalegu lífsreynslu er þeir félagar uröu fyrir. Skömmu eftir að þeir yfirgáfu landið var Romero erkibiskup ráöinn af dögum eins og fram hefur komiö í fréttum og ástandiö sízt batnaö. Á tali við stjórnarharmenn við iandamœrastöð. Að venju andaði hann hlýju á landamærum Guatemala og E1 Salvador um 2 stunda akstur frá höfuðborg landsins San Salvador. Eitthvað var þó viðmótið og and- rúmsloftið ekki líkt því, sem við höfðum kynnst í nágrannaríkjun- um að undanförnu á löngu ferða- lagi — eitthvað stakk í stúf og var gerólíkt þeirri kurteisi og virð- ingu, sem allsstaðar hafði ein- kennt skipti fólks við ókunna ferðamenn norðan úr heimi. Eg spurðist fyrir um ástand mála og leitaði upplýsinga á ryk- fallinni stjórnarskrifstofu við landamærin — hér var mikil móttökustöð þar sem fáir virtust hafa komið undanfarna mánuði, þar sem við venjulegar aðstæður hefði verið mikill straumur ferða- langa. Eini starfsmaðurinn átti bágt með að trúa því, að hér væru komnir ferðalangar, er væru á leiðinni inn í landið og var fullur tortryggni, en eftir miklar mála- lengingar og skýringar héldum við á brott með mikla upplýsinga- stafla um land og þjóð. Ferða- menn, sem sett hafa svip sinn á allt þjóðlíf E1 Salvador, eru nú sama og allir horfnir vegna ótryggs stjórnmálaástands og mikillar hættu á almennu borg- arastríði, sem stöðugt eykst — ástandinu er líkt við púðurtunnu, sem sprungið getur þá og þegar. Eftir vel heppnaða byltingu Sandinista í Nicaragua í fyrra styrktust mjög og stækkuðu vinstri sinnaðar byltingarhreyf- ingar í nágrannaríkjum Nicarag- ua, sem hafa það að aðalmarkmiði að steypa herforingjastjórnum viðkomandi ríkja og þá með sigur- sæla byltingu Sandinista að leið- arljósi. Eftir þá byltingu hefur slíkum hreyfingum í Guatemala, Hondúras og E1 Salvador vaxið stöðugt fiskur um hrygg og gera þær allt sem í þeirra valdi stendur til að umbylta þjóðfélaginu og grafa undan þeim stjórnvöldum er með völdin fara — oft í skjóli hers og lögreglu, Eina Mið-Ameríku- ríkið, sem enn virðist vera til- tölulega laust við þennan óróa, er Costa Rica, enda velmegun þar mun meiri og almennari en þekk- ist í nágrannaríkjunum. Að undanfömu hefur hvað óróa- samast verið í E1 Salvador, þar sem sístækkandi vinstri bylt- ingarhreyfingar hafa velgt stjórn- völdum illa undir uggum á ýmsan hátt og virðast hafa mikið fylgi um allt landið. Í miðjum desember varð ástandið hvað alvarlegast þegar þúsundum mótmælenda lenti saman við her landsins í miðborg höfuðborgarinnar, San Salvador, og lauk svo að til að skotbardaga kom með miklu mannfalli auk alvarlegra skemmdarverka í miðborginni, íkveikju í bílum og byggingum. Okkur var sagt, að nú væri ástandið eilítið skárra, en mikil ókyrrð lá í loftinu og var mjög áþreifanleg og víða voru samfelld- ar skærur vopnaðra skæruliða og stjórnarhers. Það var bæði óhugnanlegt og áhrifamikið að sjá miðborg San Salvador alla útmálaða í hinum ýmsu skammstöfunum hinna mörgu byltingarhreyfinga er steypa vilja stjórninni, en þar bar mest á þeirri stærstu LP-28 (Liga Popular de 28 febrero) auk PCS (Partida comunista Salvadoreno), sem skreytir vígorð sín með hamri og sigð risans í austri í rauðmál- uðum ramma. Allar opinberar byggingar, bankar og meira að segja kirkjur eru útmálaðar vígorðum þessara hreyfinga og rauði liturinn drottnar alls staðar. Eftir að skærur urðu algengari í sjálfri borginni milli skæruliða og stjórnarhers í kjölfar desember- óeirðanna sést varla sála á ferð í miðborginni eftir að skyggja tek- ur, þeir fáu sem á ferli eru og sjást, flýta sér í almenningsvagn eða leigubíl. Við uppgötvuðum, að við vorum einu erlendu ferðalang- arnir á þessu svæði samkvæmt frásögn heimamanna, sem við okkur töluðu. Áður var blómlegt næturlíf á götum miðmorgarinnar, flest allar verzlanir opnar auk fjölda veit- inga- og skemmtistaða. Af útlend- ingum voru Bandaríkjamenn í meirihluta, sem settu svip sinn á borgarlífið með rúmum fjárráðum er heimamenn kunnu vel að meta. Nú voru þeir allir horfnir. Tiltölulega lítið bar á her og lögreglu í sjálfri miðborginni, en mikið var um óeinkennisklædda eftirlitsmenn, sem voru í stöðugu sambandi við hermenn í öðrum hverfum og vel fylgzt með hvers kyns mótmælafundum og annarri andstöðu við stjórnvöld. Allmikið hefur verið um gíslatökur vinstri manna — hafa þeir tekið hundruð gísla í ráðuneytum og öðrum stjórnarstofnunum til að knýja yfirvöld til að láta lausa pólitíska fanga eða til annarra aðgerða. Nýlega tók stór hópur manna úr samtökum byltingarsinnaðra garðyrkjubænda um 400 gísla í aðalútibúi Búnaðarbanka E1 Salvador í höfuðborginni til að krefjast þess að herinn yfirgæfi blómleg landbúnaðarhéruð, sem hann hafði lagt undir sig til eigin þarfa. Bændurnir kröfðust enn- fremur þess að leigukjör þeirra á jörðunum yrðu bætt og að þeir byggju við hagstæðari innkaup á mat og nytjafræjum. Enn er ekki séð fyrir endann á þeirri deilu þó að gíslum hafi fækkað og viðræður hafizt milli stjórnar og herskárra bænda. Stjórnin á í erfiðleikum;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.