Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 45 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Austurland Austurland Félags- og stjórnmála- námskeið á Egilsstöðum Fræðslunefnd og landssamtök Sjálfstæðisflokksins efna til félags- og stjórnmálanámskeiðs dagana 18.—20. apríl nk. á Egilsstöðum. Námskeiöið stendur yfir; föstudaginn 18. aprfl kl. 17.00—22.30, laugardaginn 19. apríl kl. 9.00—18.00 og sunnudaginn 20. apríl kl. 10.00—18.00. Eftirtalið efni verður tekið til meðferðar á námskeiðinu: ræðu- mennska, fundarsköp, félagsstörf, sveitarstjórnar- og byggðamál, öryggis- og varnarmál, íslenzk stjórnskipan, staða og áhrif launþega- og atvinnurekendasamtaka, starfshættir og skipulag Sjálfstæðis- flokksins, sjálfstæðisstefnan, stefnumörkun og stefnuframkvæmd Sjálfstæðisflokksins. Námskeiðið er opið öllu sjálfstæðisfólki í Austurlandskjördæmi, óflokksbundnu sem flokksbundnu. Þátttaka tilkynnist til Gunnars Vignissonar, Egilsstööum, sími 1179. eöa Þorsteins Gústafssonar, Egilsstööum, sími 1480. Hvað nú? Erlendur Kristjánsson og Gústaf Nielsson flytja fram- sögu um hvaö nú þurfi aö gera í Sjálfstæðisflokknum og íslenskum stjórnmálum. Fundurinn veröur haldinn í sjálfstæðishúsinu á Selfossi þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 20.30. Allir velkomnir. F.U.S. íÁrnessýslu ogS.U.S. Hvaö nú? Jón Magnússon og Ólafur Helgi Kjartansson flytja framsögu um hvaö nú þurfi að gera í Sjálfstæðisflokkn- um og íslenskum stjórnmál- um. Fundurinn verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík miðvikudaginn 16. þ.m. kl. 20.30. Allir velkomnir F.U.S. á Suöurnesjum og S.U.S. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Því hefur verið spáð, að jarðskjálfti verði á heimaslóðum mínum vegna hins mikla siðleysis, sem þar ríkir. Ættum við að flytja héðan eða vera um kyrrt og bera vitni um Krist? Ef þér flytjið að heiman, ættuð þér að gera það af einhverjum öðrum ástæðum er vegna jarðskjálfta. Kristnir menn ættu ekki að óttast dauðann, því að „að fara úr líkamanum er að vera hjá Kristi". Samt fór Lot með fjölskyldu sinni frá Sódómu samkvæmt fyrirmælum Guðs. Hann hafði verið trúr vottur. Hann hafði reynzt dyggur meðal vantrúaðrar kynslóðar, og Guð leyfði honum að fara á brott, svo að fjölskylda hans kæmist undan dóminum. Ég þekki kristnar fjölskyldur, sem hafa flutzt úr samfélögum, þar sem guðleysið æddi, til þess að firra börn sín áhrifum af klámi, vantrú og ólifnaði. Það er vissulega erfitt að ala upp börn nú um stundir, jafnvel í venjulegu þjóðfélagi. Það er margt, sem ógnar trú og siðgæði í landi okkar. Þó ættu menn ekki að flytjast búferlum af hræðslu. Samt getur verið réttlætanlegt að færa sig um set vegna fjölskyldunnar, þegar guðleysið er hvað mest. Nú ætti enginn að flýja ábyrgðina, sem hann ber, né heldur vanrækja tækifærin til að bera vitni um Krist. Þó lít ég svo á, að við eigum að keppa að því, að börn okkar lifi og hrærist í því umhverfi, sem bezt má verða. En ef Drottinn skyldi kalla okkur til þess að vera kyrr á svæði, þar sem vantrúin er mikil, gefur hann okkur náð til að halda merki hans á lofti — eins og hann gaf Nóa náð sína. Skemmdar- verk þjófa AÐFARANÓTT föstudags var brotist inn í skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 29 og talsverðar skemmdir unnar á innréttingum en litlu sem engu stolið. Meðal annars voru dyrakarmar sprengd- ir. Málið er í rannsókn. Barþjónar keppa í gerð cocktaila og long-drink ÁRLEG keppni barþjóna í cock- tailum og long-drink verður að þessu sinni á Hótel Sögu miðviku- daginn 16. apríl. Meðal skemmti- atriða má nefna vínkynningu, tískusýningu á vegum Módel ’79 og hornaflokkur Kópavogs og Big band munu koma fram. Þá verður einnig keppni í óáfengum drykkj- um sem Dagblaðið og Barþjóna- klúbburinn standa að. Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra ÞRÖSTUR Ólafsson hagfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ragnars Arnalds fjármálaráð- herra. Þröstur Ólafsson hefur undan- farið gegnt starfi framkvæmda- stjóra bókaútgáfu Máls og menn- ingar og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, þá Magnúsar Kjartanssonar. „Þversögn Platóns“ ÁHUGAMENN um heimspeki halda fund í Lögbergi sunnudag- inn 13. apríl kl. 14.30. Fyrirlesari verður Eyjólfur Kjalar Emilsson og mun hann halda erindi sem hann nefnir „Þversögn Platóns". Fundurinn er öllum opinn. 83033 ptó tgmtfrliifr i J5KIPAUTGCRÐ RIKISINS m/s Esja fer frá Reykjavík fimmtudag- inn 17. þ.m. austur um land í hringferö og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vest- mannaeyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörö, Nes- kaupstað, Mjóafjörð, Seyðis- fjörð, Borgarfjörð eystri, Vopnafjörö, Bakkafjörð, Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsa- vík og Akureyri. Vörumót- taka til 16 þ.m. heit og mjúk i morgunsárió ^ Opnum kl.7 l Komió og kaupió sjóóandi heit og mjúk brauó meó morgunkaffinu a Bakaríió Kringlan STARMÝRI 2 - SÍMI 30580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.