Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 I iðrum Grænlandsjökuls er að finna svör við mörgum spurningum vísindamanna ískjarninn segir mikla sögu um veðurfar á liðnum árþúsundum —Já, það er rétt, við höfum spáð mjög mikið í veðurfarið á liðnum öldum og með rannsóknunum telj- um við okkur þegar hafa orðið sannreyna niðurstöður okkar höf- um við borið þær saman við staðreyndir, sem þegar lágu fyrir. í því sambandi má nefna að gott samræmi er á milli þeirra og þess, sem menn eins og Þorvaldur Thoroddsen, Sigurður Þórarins- son, Páll Bergþórsson og og fleiri hafa tekið saman um þessi mál. Það er sem sé samræmi á milli þess kjarna, sem við tókum á stað sem heitir Crete á Grænlands- jökli, og þess sem þekkt er um veðurfar á íslandi. —Eftir að síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 12.000 árum höfum við jarðarbúar gengið í gegnum skeið, sem hefur verið mjög hlýtt um alla jörðina. Ef við berum það saman við það, sem vitað er um eldri jökulskeið og þann tíma, sem kom eftir þau, þá kemur í ljós að virkilegt hlýindaskeið hefur aldrei staðið lengur en í um 10 þúsund ár. Svo virðist kólna aftur, enda hefur farið kólnandi hjá okkur síðan fyrir um 5 þúsund árum, að vísu með hitasveiflum upp og niður einhver árabil. Okkar rann- sóknir styðjast við rannsóknir, sem gerðar hafa verið á kjörnum úr setlögum á hafsbotni og sam- ræmi er á milli ískjarnans okkar og djúphafskjarnanna. — Sem dæmi um stutt hlýviðr- isskeið má nefna árin frá 1930 til 1965, en það er óvanalegt tímabil miðað við síðustu 800 ár. Án þess að vera með nokkra spádóma, þá er ekki skynsamlegt að ætla, að slíkt skeið haldi áfram, heldur muni áfram fara kólnandi á jörð- inni. Á þessu skeiði á þessari öld trúi ég að meðalárshiti á Græn- landi hafi verið um 2 gráður yfir meðalhita og kannski um 1 gráður hér á íslandi yfir árið. Ef við eigum að leyfa okkur að búast við einhverju þá hlýtur það að vera kaldari veðrátta en var fyrir þetta tímabil. Erum að breyta öllu umhverfi okkar — Ef maður ætlar sér að fara að spá um veðurfar, verður að taka tillit til margs og þá einkum koltvísýringsmengunar, sem á eft- ir að aukast til muna ef svo heldur sem horfir. Þessi mengun stafar af sífellt aukinni brennslu á kolum og olíu, skógarhöggi og eyðingu skóga. Eldsneytisnotkunin eykur koltvísýringsmagnið í lofthjúpi jarðar á sama hátt rotnandi skóg- ar. —Það sem gerist ér að koltví- sýringurinn hindrar að hitageisl- un frá jörðinni sleppi út í geiminn. Þessu má líkja við gróðurhús, en Kort af Grænlandi, á stoðunum þremur hefur GlSP-hópurinn m.a. borað eftir ískjörnum. Litli borinn við Dye 3 á Grænlandsjökli, sem notaður hefur verið til að taka fjölda marga kjarna niður á 100 metra. í baksýn er stöð bandaríska hersins þarna á jöklinum, en tvær slíkar stöðvar eru á jöklinum. Haustið 1977 tókst ekki að flytja allan útbúnað vísindamannanna ofan af hájöklinum og því var gripið til þess ráðs að henda öllum útbúnaði sveitarinnar út úr flugvélinni og því stór tækjahrúga skilin eftir þarna á jöklinum. Starfið hófst því á miklum snjógreftri vorið eftir í 45 stiga frosti, en þessum snjósleða varð ckki meint af vetursetunni og eftir að hann hafði verið hreinsaður fór hann í gang í fyrstu tilraun og var síðan ekið upp úr gryfjunni. glerið í gróðurhúsunum hleypir illa í gegnum sig hitageislum og því getur orðið mjög heitt í gróðurhúsunum, en í stað glersins verður koltvísýringurinn eins og hjúpur í kringum jörðina. — Vísindamenn um allan heim hafa miklar áhyggjur af þessari mengun. Niðurstöður útreikninga sýna m.a. að búast má við mjög mikilli hitaaukningu; sérstaklega á heimskautasvæðum eins og sést á meðfylgjandi línuriti. Afleið- ingar þessa geta verið margvísleg- ar og er í alvöru farið að tala um, að Grænlandsjökull geti minnkað stórlega. Við það hækkaði veru- lega í höfunum og stór landsvæði gætu farið undir sjó. Ef allur jökullinn bráðnaði þýddi það 9 metra hækkun á yfirborði sjávar í heiminum. — Það er enginn vafi á því, að það tæki jökulinn langan tíma að bráðna, en hins vegar hagar þann- ig til, að ef að þessi bráðnun byrjar fyrir alvöru, myndi hún aukast meira og meira vegna lækkunar yfirborðs jökulsins. Þá gæti orðið talsvert öðru vísi um- horfs á jörðinni eftir kannski 500 ár. Vísindamenn hafa reiknað út að verði ekki spyrnt við fótum við þessari þróun, geti hitastig við N-Grænland aukizt um 10 gráður árið 2050 og þangað til eru jú ekki nema 70 ár. — Ef að þetta fer eftir, sem við erum að tala urn verður langt að bíða næsta jökulskeiðs, sem að ella hefði getað komið á næstu 30—40 þúsund árum. Maðurinn er að breyta öllu umhverfi sínu og þessi koltvísýringsmengun gæti hæglega stjórnað veðurfari á jörð- unni um ókomna tíma. Það er endalaust hægt að velta sér upp úr þessari hugsanlegu þróun, en í rauninni er erfitt að segja ná- kvæmlega til um gang mála og afleiðingum þessarar mengunar. Hugsanlegt er að þau veður- farslíkön, sem hafa sagt fyrir um afleiðingar koltvísýringsmengun- arinnar, reynist ékki rétt, en miklum kröftum og fé er varið í þessar rannsóknir sem stendur. Jafnframt þessu er verið að reyna að fá betri skilning á hugsan- legum viðbrögðum jökla við slíkri veðurfarsbreytingu. Sigfús Jóhann Johnsen í sínu wrétta umhverfi“ á Græntandsjökli, þar sem hann hefur dvalið að meðaltali 2 mánuði á hverju sumri síðan 1969 og hyggur enn á Grænlandsferð á sumri komanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.