Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1980 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍOSDÓTTIR Ég hef orðið vör við að rjómaostur úr sýrðum rjóma, sem ég hef áður fjallað um í þessum þáttum, þykir góð bú- bót. Þess vegna ætla ég að fjalla enn og aftur um þennan einfalda og góða rétt. Góða skemmtun! Rjómaostur Meginatriðið við ostagerð er að hleypa mjólkina, og sía hana síðan. Þá er kominn osta- massi, sem annaðhvort má borða nýjan eða geyma og meðhöndla á ýmsan hátt og fá þá fram mismunandi ostagerðir. Við getum t.d. keypt sýrðan rjóma og notað í heimatil- búinn ost. Sýran hleypir rjóm- ann og ekki þarf að gera annað en að sía hann. Til þess að sía rjómann er þægilegast ð setja hann í pappírskaffipoka og láta hann standa á eldhúsborðinu í um sólarhring. Þá sjáið þið, að töluvert af sýru hefur runnið úr rjómanum, en í pokanum situr ostmassinn eftir. Þið get- ið sett lítið eða mikið af rjóma í pokann í upphafi, allt eftir því hvað þið ætlið að búa til mikið. Mér finnst þó yfirleitt ekki taka því að nota minna en 2 dósir af rjóma. Þessi ostur er ekki mjög feitur, því sýrður rjómi inniheldur aðeins 18% fitu. Og hvað er svo hægt að gera við þennan ost? Auðvitað er hægt að nota hann eins og hann er ofan á brauð. En hann er ekki mjög bragðsmikll, svo það er tilvalið að krydda hann eða bragðbæta á einhvern spennandi hátt. Ef þið ætlið að krydda ostinn, þá liggur nokkuð nærri að minna á að Frakkar búa til afbragsgóðan hvítlauksrjóma- ost. í þennan ost nota þeir auk hvítlauks, steinselju og graslauk. Salt og pipar er auð- vitað prýðilegt og sjálfsagt með. Hvítlauk er ekki erfitt að nálgast núorðið, sem betur fer, en það fer auðvitað ekki mikið fyrir nýjum kryddjurt- um á þessum árstíma. Þess vegna grípum við til þurrkaðra jurta, en höfum þær nýju í huga, vel á minnst, bráðum verður hægt að sá! Og það er tilvalið að þreifa sig áfram með fleiri kryddjurtir en þessar tvær. Þar má nefna að timjan, oregano og basil, sem allt eru mjög Ijúffengar kryddjurtir, fara vel með ostinum og hvítlauknum. Eins og venjulega notum við það sem okkur lízt best og hendi er næst í það og það skiptið. Nú svo er til piparostur, þ.e. að ostinum er velt upp úr grófmöluðum pipar. Ég mæli reyndar frekar með að blanda piparnum saman við sjálfan ostinn. Og svo má gjarnan bæta kryddjurtum við líka. Þeir sem gjarnan aðhyllast eitthvað sætt, geta líka búið til sinn ost, því það tíðkast sums staðar að setja rúsínur í svona ost. Þá getið þið annaðhvort sett heilar eða saxaðar rúsínur í ostmassann, og blandað vel saman. Ég sé ekki, að valhnet- ur fari tiltakanlega illa í þessum osti. Ostar henta alltaf vel sem eftirréttur, og þá ekki sízt þessi. Ef þessi ostur á að vera handa stálpuðu fólki, fer ekki illa á því að dreypa nokkrum dropum af koníaki eða sérrí á rúsínurnar eða beint í sjálfan ostinn. Þið getið séð til, hvort þið saltið ostinn svolítið. Með þessu hnossgæti fer vel á því að bera fram þunnt ósætt kex, gjarnan einnig epli og/eða perur. í janúarlok var ég með uppskrift af ostakremi úr svona rjómaosti, bragðbættu með sítrónu og rjóma. Það má auðvitað minna á þann möguleika. En rjómaostur í sæta rétti og kökur er alveg kafli út af fyrir sig, sem ég geri væntanlega skil síðar. afgreiðslu Grænmetisverzlun- ar ríkisins við Ármúla. Þar getur hver og einn valið sér kartöflur af þeirri stærð og gerð sem hann vill. Þetta er því bæði skemmtilegt og nytsam- legt. Þar er einnig ýmislegt annað grænmeti á boðstólum svo að það er alveg tilvalið að bregða sér þangað stöku sinnum og kaupa inn. Hvernig lízt ykkur á að fá stinnan lauk, en ekki mjúkan plastpokalauk?! Auk þess er ekki lakara að afgreiðslumennirnir þar eru alveg einstaklega elskulegir og hjálpsamir og tilbúnir með góðar ábendingar. Það er því miður ekki of algengt að hitta slíka öðlinga fyrir í verzlun- um. En aftur um bökuðu kart- öflurnar. Með þeim er nefnilega býsna gott að hafa svona rjómaost, og þá gjarnan vel kryddaðan. Kartöflurnar getið þið annaðhvort bakað heilar eða skorið að endilöngu og bakað þannig hálfar. Enn um rjómaost En það eru ýmsir mögu- leikar á að nota svona ost, kryddaðan eður ei, og hér á eftir verður minnzt á nokkra mögu- leika: Nú um páskana hafa líklega margir einhvern góðan kjötbita í matinn. Ef þið glóð- arsteikið, bakið, eða léttsteikið kjötið á pönnu, fer einkar vel á því að hafa hvítlauksrjóma- ost með. Þá eru auðvitað allar sósur óþarfar. Annað gott meðlæti getur þá verið t.d. nýtt blaðsellerí, bakað í ofni, og e.t.v. bakaðar kartöflur. Nú heimabakað brauð má einnig nefna ... Ef ykkur sýnist svo getið þið blandað svolitlu af smjöri í ostinn, sem þá verður auðvitað feitari og jafnframt mýkri. Piparostur fer einnig vel með kjöti. Ég nefndi bakaðar kartöfl- ur. Þær eru býsna gott með- læti, en þær standa einnig fylli- lega fyrir sínu sem sjálfstæður réttur. Kartöflurnar þurfa helzt að vera stórar og það getur verið erfitt að safna þeim. En það mál má leysa á einfald- an hátt, með því að verzla í Osturinn er alveg tilvalinn með eftirmiðdags- eða kvöld- hressingu, t.d. með góðu kexi, gjarnan hrökkbrauði, eða þá góðu brauði. Kvöldhressingin er e.t.v. miðnætursnarl, og þá er ískaldur pilsner góður með eða létt þurrt vín, þegar mikið er haft við. Ef þið viljið útbúa smurt brauð eða kex þá er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að nota svona ost. Ef þið notið hann eintóman, er gott að krydda hann, eins og áður er nefnt. En það er einnig tilvalið að nota ókryddaðan ostinn líkt og smjör og setja eitthvað gott ofan á. Þá má ostlagið gjarnan vera nokkuð vænt. Þar á fer vel að setja eitthvert bragðmikið álegg. Ég mæli gjarnan með reyktri síld og einnig kavíar. Og bráðum kemur reyktur rauð- magi á markaðinn. Svona snarl fer við flest tækifæri, og verður vafalaust vel þegið. Osturinn er góður sem létt- ur forréttur, t.d. með græn- meti. Paprika og sellerí, hvort sem er stöngul- eða rótarsell- erí, er þar alveg sjálfkjörtið, svo og stökkt og fínt kex. Osturinn getur verið hvort sem er kryddaður eða ókryddaður. Ef þið viljið drekka vín með, fer þurrt vín einna bezt með, t.d. þurrt sérrí eða vermút. Síðast en ekki sízt má nefna, að úr svona osti er hægt að búa til býsna góða sósu. Þessi sósa er notuð sem bragðmikið meðlæti, en á ekki að kaffæra kjötið. Kjötið er þá steikt í smjöri á pönnu. Þegar það er hæfilega steikt, er það sett á heitt fat og síðan á volga plötu eða inn í volgan ofn, svo að það kólni ekki. Þá er það sósugerðin, og nú er um að gera að nota smekk, ilman og tilfinningu, því þetta er ekki nákvæm uppskrift, heldur að- eins leiðbeiningar. Nú þarf einhvern vökva í viðbót á pönnuna. Vínþjóðir nota auð- vitað vín, og það getum við gjarnan gert. Aðalreglan er að nota ljóst vín með ljósu kjöti, en dökkt með dökku, þetta þýðir að hvítvín, sérrí og vermút er gott með lambakjöti, kálfa- kjöti, svínakjöti og kjúkling- um. Rósavín er reyndar líka gott. Nautakjöt ætti þá að kalla á rauðvín. En þetta er aðeins til leiðbeiningar, og ekki þarf að fylgja þessu fremur.en hver vill. Allt á þetta vín að vera þurrt og alls ekki sætt. Ég mæli mjög með þurru, frönsku vermút, með hvers konar kjöti, og er bragðmikið og því drjúgt. Það hefur líka þann kost að geymst vel í upptek- inni flösku, en það gera hvítvín og rauðvín ekki. í staðinn fyrir vín getið þið einnig notað gott kjötsoð. Áf vökvanum notið þið góða skvettu, t.d. Í—IV2 dl. eða svo. Vínið er látið sjóða, svo að það gufi svolítið upp. Þar með er það auðvitað orðið óáfengt. Síðan bætið þið klípu af rjómaosti út í, gjarnan hvítlauksosti, og svolitlu af rjóma, ef ykkur sýnis svo. Nú er um að gera að hræra vel í og láta þetta allt hitna og sam- lagast vel. Þegar sósan er orðin hæfilega þykk, er bara að bera hana fram sem fyrst. Ef hún þarf að standa eitthvað, þarf vísast að hræra hana vel upp aftur. Hún er ekki sem verst þessi... Þarna hafið þið sem sagt ýmsa möguleika, sem þið getið vonandi nýtt ykkur sem bezt, og auk þess bætt við frá eigin brjósti. / Kaupmenn — verslunarstjórar! § , ' \ AVEXTÍRIÞESSARIVIKU1 Appelsinur — Sítrónur — Garpe-aldin — Epli rauö — Epli græn Bananar — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Ananas — Avokac ^ — Kókoshnetur. AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjansson hf. Sundagöröum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.