Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 61 VÉLVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI fór að gráta og lofaði að skipta um íbúð. Við seldum íbúðina og keypt- um aðra í litlu húsi þar sem fólkið samþykkti að við fengjum að eiga hund. Þessi íbúð er dýrari, og það er okkur vandamál, en við viljum það fremur en drepa okkar bezta vin, Bangsa. Þangað til við getum flutt í nýju íbúðina eftir þrjá mánuði höfum við orðið að setja Bangsa um borð í togara, en honum líður mjög illa þar, sérstaklega ef eitthvað er að veðri. Eg borga gjald fyrir hann í Garðabæ, þar sem það er eina bæjarfélagið sem virðist leyfa hundum að lifa (finnst þér þetta ekki óréttlæti, borgarstjóri?). Mér finnst rétt að greiða gjald af Bangsa og ég veit að margir aðrir gera þetta t.d fjöldi fólks í Hafn- arfirði. Með því að láta fólk greiða fyrir hundana er einnig hægt að hafa meiri reglu á hlutunum og betra eftirlit með hundunum. Þegar Bangsi var þriggja mán- aða talaði ég við dýralækni og bað hann um að bólusetja hann gegn hundaæði, hann svaraði: „Á íslandi höfum við ekki þessa veiki og við bólusetjum ekki gegn henni." Hann hefur fengið einu sinni sprautu gegn sullaveiki og það er víst gert aðeins einu sinni á ári. í hverri einustu borg í Evrópu eru heilsugæzlustöðvar sem geyma einnig dýr fyrir fólk, ef það þarf að bregða sér frá í 3—6 vikur og þar eru sóttkvíar og heimilis- laus dýr eru einnig geymd þar — þau eru ekki drepin. Ég held að ísland eigi ekki að þurfa að vera síðra og ég er viss um að eigendur dýra eru tilbúnir til að greiða fyrir slíka þjónustu. Ég á mér stóra ósk, hún mun rætast þann dag sem við fáum heimild frá ríkisstjórn íslands til að eiga okkar bezta vin, hundinn, eða köttinn, á heimili okkar og að við fáum r.ð lifa með þeim í friði. — Ekki segja alltaf: Drepa, drepa, drepa. Eg sendi í lokin beztu kveðjur til hundavinar (frá 25.3.) og Guð- jóns F. Teitssonar (26.3.). Með beztu kveðjum, Elísabet L. Sigurdsson P.S. Ég sendi þér hér með mynd af Bangsa, 3 mánaða göml- um, hann er mun stærri nú. En hver getur hugsað sér að deyða svona elskulega skeppnu??? • Hver er Magnús frá Skógi? Góði Velvakandi. Gerðu mér góðan greiða. í vetur gaf góðvinur minn mér blað, á það var vélritað kvæði, sem heitir: „Brostu" — 10 ferskeytlur. Höfundur hlýtur að hafa verið gott skáld. Veit ekki annað en hann var nefndur Magnús frá Skógi. Mig grunar að hann hafi orðið úti. Fyrsta línan er svona: „Brostu til barnsins litla". Gaman þætti mér að fá að vita einhver deili á höfundinum. Með vinarkveðju, Stefán Guðmundsson Þessir hringdu . . . • Bjórinn kemur fyrr eða síðar Örn Ásmundsson hringdi: „Mig langar til að spyrja ráðamenn þjóðarinnar, hvort ekki fari nú að bóla á bjórnum. Við fáum hann hvort sem er fyrr eða síðar. Mig langar einnig til að segja við þá: „Það er bruggað og eimað í öðru hverju húsi á land- inu. Þetta er bráðóhollt og fólk hefur betra af að geta keypt sinn bjór í verzlunum. Ríkið hlýtur einnig að fá meira í kassann þannig." EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU HÖGNI HREKKVÍSI vPA&'FZl?„V0FA 'QátXJnVNMMNA'' í " & SIGCA V/öGA £ AiLVEgAK GtfMj ÁÁW Vf£f? WtólOH %66A^B6 ÍW'bOGVú'&tfl útfMj lám) yibf? wm möim by wiA'bM mmr rm o&. Kassettur beztu kaup landsins f.ONCEKTONE i0* MSf 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 900 kr. 4000 90 mínútur kr. 1100 kr. 5000 Heildsölu birgöir Verslióíslérverslun meó UTASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI jSauJÍeJ. 29800 BUÐIN SkiphoW19 Húdjcm 0. GLlauw ST JÓRNUN ARFRÆÐSL AN Gæðastýring Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Gæöastýringu og verður það haldið að Hótel Esju dagana 16., 17. og 18. apríl nk. kl. 15—19 hvern dag. Leióbeinendur: Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tryggja má að framleiðslan uppfylli ætíö þær kröfur sem settar hafa verið. Stefnt er að því að gera þátttakendur færa um aö benda á þá þætti, sem eru einkennandi fyrir gæðí ákveðinna framleiðsluvara og útbúc einfalt skráningareftirlit með þessurn gæðum svo að kostnaöur vegna rangra gæða sé í lágmarki. Námskeiðið höfðar einkum til þeirra sem bera ábyrgð á hvers konar framleiðslu jafnt í stórum fyrirtækjum sem smáum. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfólaginu, sími 82930. Halldór Friðgeirsson, verkfræðingur. Pétur K. Maack, verkfræöingur. (BMQo Lm$ ví^f? WéLLöH\V\mr!Í6 WfT Bm 06 y\npi. /2=ng-*, 1 /í . I 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.