Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 30
Slöngur í heiminum eru til um 2000 tegundir af slöngum. Lengsta slanga, sem fundist hefur var kyrkislanga, sem var rúmir 11 metrar á lengd og vóg hvorki meira né minna en 180 kg! Tusku listaverk Gaman væri að reyna eftir- farandi við tækifæri: Fáið ykkur fötu með vatni í og leggið hvers kyns tuskur í bleyti, sem þið fáið hjá for- eldrum ykkar. Þegar þær eru orðnar renn-blautar takið þær upp úr og „límið“ á vegg eða plötu og búið til alls kyns listaverk, dýr, fólk, tré o.fl. Tuskurnar hanga á veggn- um eins lengi og þær eru blautar, en þá detta þær auð- vitað. Og þið getið rétt ímynd- að ykkur, hvort hægt er að framkvæma slíka hluti inni í stofu! En einhvers staðar er það örugglega hægt. Ferming Margir unglingar velta fyrir sér tilgangi ferming- unnar. Margir unglingar á þessum aldri eru gagn- rýnir í hugsun og vilja fá tœkifœri til aö rökræöa málin og taka sjálfstœöar ákvaröanir. Viö birtum tvö bréf í framhaldi af þættinum um síöustu helgi. til hvers? Gunnar skrifar: Lengi hef ég verið í vafa, um hvort ég ætti að láta ferma mig. Ég hugsa að ég slái til. Ekki af því að ég hafi nógu mikla trú, heldur af því að mér finnst eins og nú á dögum geti maður túlkað fermingu hvernig sem maður vill — eða er það ekki? Mér finnst það miklu auðveld- ara — það er ekki eins krefj- andi. Presturinn svarar: Kæri Gunnar. Mér finnst þú skynja svolítið af tilgangi fermingarundirbún- ingsins, og það gleður mig sann- arlega. Það er ekki ætlunin, að fermingarbörnin eigi „full- komna trú“ — heldur að þau hafi möguleika til að vera með að svo miklu leyti sem þau hafa þroska til. Þegar ég bið fyrir þér á fermingardaginn, hvetjum við þig til að biðja með í hljóði. Enginn sér það. Enginn veit það. Og þó. Einn sér það — en til hans megum við leita og koma alveg eins og við erum. Ég á eina bæn þér til handa, sem ég vona, að fylgi þér alla ævi og þú getir einnig notað: Jesús, leið mig og styð mig! Elín segir í sinu bréfi: Ég ætla ekki að láta ferma mig. Þér finnst það kannski undarlegt þar sem ég hef gengið til altaris meðan á fermingar- undirbúningnum hefur staðið. Ég var ekki að hræsna. Mig langar til að fylgja Jesú! Mér finnst fermingin vera léleg eft- irfylgd. Mér finnst svo margir hræsna þegar þeir heita því í votta viðurvist, að þeir vilji fylgja Jesú — og meina svo hreint ekkert með því. Þessu mótmæli ég harðlega. Svar prestsins: Sjaldan mætir prestur ungl- ingi, sem í raun og veru langar til að fylgja Jesú áður en hann fermist. En þannig er það með þig og ég hef glaðst í hvert skipti sem þú hefur mætt eða gengið til altaris. Þess vegna kom það mér mjög á óvart, þegar ég las, að þú værir hætt við að láta ferma þig. Þú segir, að aðrir hræsni, en ég held að þú hafir ekki rétt fyrir þér. Það er varla hægt að setja alla aðra í sama bás hvað þetta snertir. Þér finnst einnig eins og það sé léleg eftirfylgd í fermingunni — þú mátt ekki gleyma bæninni, sem við bæði þurfum að biðja. Það er ekki lélegt að fylgja Jesú eftir með bæn. Ef þú sleppir fermingunni, missir þú einnig af bæninni og blessuninni. Ég vona, að ég fái að sjá þig á fermingardaginn. Jesús dó á krossi. Teikning: InicibjörK Thors. 7 ára. Reykjavik. En hann reis aftur upp frá dauðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.