Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 53 Upprisur í Stapa um páskana „Fiskur undir steini" hét kvikmynd sem gerð var um menningar- sneyð Suðurnesinga fyrir fáum árum, en Suöurnesingar héldu um páskana menningarvöku undir heitinu „Fiskur undan steini“. Liöur í menningarvökunni voru hljómleikar í Stapanum, þar sem mikið var af upprisnum hljómsveitum, en það átti vel við á þessum árstíma. Hljómar, bæöi ásamt Einari Júlíussyni, Karli Hermannssyni og án þeirra komu fram, Óðmenn (tríóið), og Júdas lifnaði við, en auk þeirra komu fram Rut Reginalds, Magnús og Jóhann, Magnús Þór sér, Geimsteinn og Astral. Astral og Geimsteinn eru í dag þekktustu starfandi hljómsveitirnar á Suöurnesjum, en sú fyrrnefnda lék fyrst á hljómleikunum í Stapanum. Meðal hinna sex meölima hljómsveitarinnar eru þeir Vignir Bergmann og Ingvi Steinn þekktastir, en Vignir kom síöar fram í Júdas. Astral lék frumsamin lög, sem öll fóru inn um annað eyrað og út um hitt, en ef til vill myndu líflegri útsetningar geta breytt þeim. Borin saman viö fyrri hljómsveitir sem gert hafa Suðurnesin fræg á þessi nokkuð í land enn. í kjölfar Astral kynnti Þorsteinn Eggertsson, sem sjálfur hefur nú átt sinn þátt í sögu Suöurnesjapoppsins, Rut Reginalds, barnastjörnuna. Þaö fer ekki á milli mála að barnastjörnutitillinn fer henni ekki enn. Stúlkan er komin á unglingaárin og kom þaö fram í lagavalinu, en þau voru í Supremes-soul stíl, „Gonna Get Along Without You" og „Sugar Honey Babe" voru lögin hennar og með hjálp fjögurra vinstúlkna sinna tókst henni að koma undirrituðum á óvart. Hvur veit nema Rut haldi áfram að vera „stjarna“ þó ekki veröi það „barnastjarna“. Rómantísku, fagurrödduöu „álfarnir" Magnús og Jóhann, áttu hug og hjarta áhorfenda strax og þeir létu sjá sig. Lög þeirra og flutningur er svo frábrugðin öllu öðru sem er að gerast í poppinu hér í dag að unun er að heyra. Raddir þeirra vinna vel saman og gaman að heyra þá skiftast á háu og lágu röddunum. Lögin sem þeir sungu eru ekki öll komin á plötu en hafa áunnið sér vinsældum í flutningi þeirra í þau skipti sem þeir hafa komið fram, þ.a.m. „Tarantula" „Hvar er ástin" o.fl. Jóhann söng líka lag sitt „Sweet Mary Jane" sem var á plötu þeirra sem kom út fyrir mörgum árum. Geimsteinn, hljómsveit Rúnars Júlíusson- ar, konu hans Maríu Baldursdóttur, Finnboga Kjartanssonar, Engilberts Jensens, Tryggva Húbners og Sigurðar Karlssonar, átti næst leik. Geimsteinn er hljómsveit sem vandar sinn flutning miðað við það sem heyrðist frá þeim þarna og sýndi mjög öruggan flutning. Lögin voru bland af vinsælustu lögunum af plötum þeirra og hlutu þau ágætar undirtektir. Sérstaka athygli vakti gítarleikur Tryggva sem er meðal okkar allra bestu. Magnús Þór Sigmundsson kom næst fram ásamt ósýnilegum álfum, í formi segulbands. Flutti hann 3 lög af Álfaplötunni sinni, sem hefur verið vinsæl allt frá útgáfu fyrir áramót. Flutningur hans var kröftugur og ágætur, þó spóluflutningur sé vitanlega ekki sérlega spennandi á hljómleikum. Júdas var fyrstur til að rísa upp. Magnús og Finnbogi Kjartansson, Vignir Bergmann og Hrólfur Gunnarsson, náðu á skömmum tíma upp mikilli stemmningu með hjálp dyggra aödáenda í salnum sem voru greinilega aö hefja skemmtun kvöldsins. Þó plötur Júdasar hafi aldrei náö vinsældum voru þeir feikivinsælir á böllum, og tókst þeim sannarlega að ná upp stuði þennan stutta tíma sem þeir léku. Finnbogi söng vel í sínum lögum, en hann virðist syngja meira þessa dagana en hann gerði. Júdas náöu upp svo miklum áhuga að mjög erfitt var fyrir Óðmenn að fylgja þeim eftir. Óðmenn, skipuð Jóhanni G. Jóhannssyni, Finn Torfa Stefánssyni og Ólafi Garðarssyni, lék mest Cream blúsinn fræga lög eins og „Im so Glad“, „Sunshine of your Love", „Born Undar A Bad Sign“ ofl. en Jóhanni, sem var alvarlega kvefaður, tókst ekki aö bjarga sér í gegnum hiö erfiöa lag Blind Faith „Had To Cry Today", en hefði án efa tekist við annað tækifæri. Þessi útgáfa Óömanna var reyndar sú vinsælasta, en gaman væra að sjá útgáfuna með Jóa, Magga Kjartans og Shady Owens aftur. Að lokum kom svo rúsínan í pylsuendanum; Hljómar endurlífgaðir, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Erlingur Björnsson og Engilbert Jensen, allir saman á sama sviö. Og eins og það hafi ekki verið nóg, þá voru Einar Júlíusson og Karl Hermannsson fyrstu söngvarar Hljóma til staðar aö rifja upp gömul lög. Einar söng fyrst með þeim tvö lög þ.á m. „I Like lt“ gamla Gerry & The Pacemakers lagiö. Karl Hermannsson á hinn bóginn var þarna að koma fram í fyrsta sinn í 16 ár, en hann hefur ekki sungið opinberlega síöan hann hætti í Hljómum. Karl stóö ekki síður en Einar og söng lögin „Runaway" (Del Shannon lagið) og „Hey Baby“ (Bruce Channell) og stóð sig vel í falsettónunum. Eflaust verður hann plataður til aö Ijá rödd sína í nokkur lög á plötu í framtíöinni í kjölfar þessa. Eftir þessa tvo óvæntu söngvara sungu Gunnar og Rúnar lögin „Heyrðu mig góða“ og „Fyrsti kossinn" bæði vel flutt, og halda sínum sjarma, Berti söng auðvitað „Bláu augun þín" og á eftir því kom Rúnar með tvö gömul stuðlög sem voru lengi á prógrammi Hljómanna, „Bony Maronie" og „Good Golly Miss Molly“. Hljómarnir sýndu og sönnuðu að hér var góð hljómsveit á sínum tíma og er enn góð í dag. Og í tilefni hátíöanna fengu þeir alla aðstandendur til að koma upp á svið og syngja með þeim „amen“. H íyg;. HIA Samtök alþýðutónlistarmanna og tónskálda (SATT) gengust fyrir tónlistarkvöldi í Klúbbnum rétt fyrir páska, þar sem fram komu Geimsteinn, Start og Change, sem voru endurvaktir til að spila þetta eina kvöld. Auk þess lék hljóm- sveitin Mezzoforte og Helga Möll- er söng tvö lög, þar af annað tvisvar. Að venju var margt áhorf- enda og er gleðilegt að kvöld þessi skuli hafi áunnið sér fastan sess í tónlistarlífi Reykjavíkur. Kvöldið hófst með því að hljóm- sveitin Mezzoforte lék nokkur lög við góðar undirtektir. Enginn vafi er á því að Mezzoforte er í fremstu röð þeirra hljómsveita, er sérhæfa sig í jazzrokki, en vel má vera að hljómsveitinni hafi verið flaggað fullmikið að undanförnu. Næst var röðin komin að Geim- steini, hljómsveit þeirra hjúa Rúnars Júlíussonar og Maríu Baldursdóttur. Geimsteinn er ein af fáum hljómsveitum hér á suð- vesturhorni landsins, sem enn leikur á dansleikjum og víst er að hljómsveitin kom virkilega á óvart á þessu tónlistarkvöldi. Góð lög og ljúf einkenndu leik hljómsveitar- innar í upphafi, og eflaust hafa þeir, sem áttu von á dúndrandi danstónlist orðið fyrir töluverðum vonbrigðum. Undir lokin komu svo öllu hraðari lög, en af öðrum hljómsveitum ólöstuðum var mest gaman af leik Geimsteins. Helga Möller vatt sér næst upp á sviðið með gítar undir hendinni og söng og lék tvö angurvær lög við frábærar viðtökur. Þótt svo Helga margítrekaði að hún hefði aðeins æft tvö lög fyrir kvöldið, slapp hún ekki burtu, fyrr en hún hafði flutt fyrra lagið, „Will you still love me tomorrow", aftur. Síðastir fyrir hlé voru svo þeir í SAn stofnar plötu- klúbb Start, nýjustu hljómsveit Péturs Kristjánssonar. Start hefur að undanförnu leikið fyrir dansi á einu vínveitingahúsi bæjarins, og er ein af fáum hljómsveitum Reykjavíkur, sem heldur uppi merki lifandi tónlistar. Eins og við var að var að búast er Start þaulæfð danslagahljómsveit, þótt einhverjir hefðu eflaust saknað frumsamins efnis. En Start gerði lukku, á því er enginn vafi. Rúsínan í pylsuendanum þetta kvöldið, var svo hljómsveitin Change, sú margfræga hljómsveit. Sú var tíðin að Change hélt til í London, og virtist mörgum sem hljómsveitin væri alveg að því komin að slá í gegn þar ytra. En nú er úti ævintýri, Change löngu búin að leggja upp laupana og aðrir hafa tekið þeirra stað. Yfir Change-lögunum var og er einhver undarlegur „sjarmi", sem erfitt er að lýsa, og vissulega var gaman að heyra í þeim á nýjan leik. Stofnun plötuklúbbs í bígerð Næsta SATT-kvöld er áætlað að halda um næstu mánaðamót og líkur eru til að fram komi sömu hljómsveitir og léku á tónlistar- hátíðinni í Stapa fyrir viku. Meðal þeirra, sem þar komu fram voru Hljómar, Oðmenn og Júdas, en nánar er greint frá Stapahátíðinni annars staðar hér á opnunni. Þá má nefna að SATT hyggst stofna sinn eigin plötuklúbb sem bera á nafnið SATT-plötuklúbbur- inn. Forsaga þessa máls er sú, að þær plötur, sem hér koma -út, eru fyrst og fremst gefnar út með sölumöguleika í huga, og fyrir bragðið hefur svo farið að flestar íslenzku plöturnar hafa verið mjög keimlíkar og viss stöðnun hefur komið upp. Hlutverk plötu- klúbbsins á að vera að stuðla að þróun íslenzkrar alþýðutónlistar og verða væntaniegar plötur klúbbsins því nokkuð ólíkar sölu- plötunum, að því leyti að þær koma til með að hafa að geyma sérstæðari tónlist, sem aldrei fengist út gefin. Meðlimir klúbbs- ins myndu kaupa fjórar plötur á ári, sem viðkomandi tónlistar- menn árituðu, og einu sinni á ári yrðu haldnir hljómleikar, þar sem fram kæmu stórstjörnurnar. Hug- myndin að plötuklúbbnum er vissulega snjöll, en ætla má að hann beri sig ekki, nema félagar verði allmargir. Loks má nefna að SATT er nú á höttunum eftir hentugu húsnæði fyrir starfsemi sína, bæði fyrir skrifstofur og einnig sal fyrir tónlistarkvöldin. Er SATT með eitt hús í sigtinu, en hvað úr verður, kemur síðar í ljós. —SA Beach Boys og Santana á Knebworth r ■ r r i juni Þeir sem hyggja á ferðir til Lundúna að vori komnu má benda á aö júnímánuður verður óvenju líflegur í hljómleikahaldi. Pink Floyd munu frumflytja Vegginn í Bretlandi um miðjan þann mánuð í Earls Court, Fleetwood Mac verða í London í Hammersmith Odeon 20., 21., og 22. júní og líklega í eitt eða tvö kvöld eftir það. Styx veröa í London 22. og 23. allavega, og Clash 15. og 16. Knebworth festivalinu'hefur líka verið flýtt og verður haldið 21. júní og þar koma allavega fram Beach Boys, Santana, 10 CC og Mike Oldfield. Beach Boys verða þess utan á Wembley 6. og 7. júní, Santana 2., 3. og 4. júní (líka Wembley) og Mike Oldfield heldur að öllum líkindum líka hljómleika á Wembley í júní. Þess utan verður nóg af smærri spámönnum á ferli. HIA Nils Hening Örsted Pedersen í Háskólabíói UM SÍÐUSTU helgi sögðum við frá fyrirhuguðum hljómleikum Niels-Henning Örsted Pedersen í Háskólabíói 19. apríl, næst komandi, ásamt braselísku söngkonunni og píanóleikaranum Taniu Maríu, sem leikið hefur um nokkurt skeið í Skandinavíu ásamt hljómsveit sinni eða þarlendum listamönnum eftir hentugleikum. Þau Niels og Tania gáfu út plötu saman í Danmörku fyrir áramótin en þessi þlata þeirra er væntanleg í búðir innan skamms. Þetta er þriðja heimsókn Niels til íslands. Miðasala á hljómleika þeirra Niels og Taniu hófst 2. aþríl í Fálkanum, Laugavegi 24, en fáir miðar eru enn eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.