Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1980 59 Bandalag kvenna: Vangefin börn ekki sérhópur BANDALAG kvenna í Reykjavík hefur starfandi barnagæslu- nefnd. Á aðalfundi samtakanna nýlega voru samþykktar eftirfar- andi tiliögur barnagæslunefndar um börn með sérþarfir: 1. Aðalfundurinn skorar á Félags- málaráð Reykjavíkurborgar að auka aðstoð við fjölskyldur barna með sérþarfir. 2. Aðalfundurinn skorar á Menntamálaráðuneytið að hlutast til um það að heyrn- arskert börn fái notið sjón- varpsefnis með íslensku tali. Skal stefnt að því að settir verði textar við íslenskt efni. Má þar nefna efni fyrir börn eins og „Stundina okkar" o.fl. Þetta myndi stuðla að því að minnka þann aðstöðumun, sem nú er með heyrnarlausum og heyrandi börnum. 3. Aðalfundurinn vill hvetja stjórnvöld til umhugsunar um tilverurétt barna með sérþarfir og hvetur því forráðamenn fjöl- miðla að endursýna þáttinn „Svona erum við“, sem sýndur var 30. október 1979. 4. a) Vangefin börn: Eru í fyrsta lagi börn, sem hafa sömu þarfir, sama rétt og heilbrigð börn. b) Vangefin börn: Eru ekki sérhópur, sem ber að með- höndla á frábrugðinn hátt, sem þýðir venjulega lakari meðferð. Við skorum á fjárveitingayfir- völd að veita allt það fjármagn, sem þarf til uppbyggingar þjón- ustu fyrir vangefin börn. Við skorum á fjárveitingayfirvöld að veita fé, svo unnt sé að framfylgja lögum um aðstoð við þroskahefta, sem tóku gildi 1. janúar sl. Sýnir í Nýja galleríinu MAGNÚS Þórarinsson sýnir nú olíumálverk í Nýja galleríinu að, Laugavegi 12 og stendur sú sýning til laugardagsins 19. apríl en þá opnar Árni Garðar sýningu á vatnslita- og pastelmyndum. Bíllinn fundinn BÍLLINN, sem stolið var á verk- stæðinu að Suðurlandsbraut 12 aðfararnótt sl. fimmtudags, fannst að kvöldi sama dags bak við húsið Síðumúli 2. Þjófarnir eru hins vegar ófundnir, en þeir not- uðu sem kunnugt er aðra bifreið til þess að brjóta verkstæðishurð- ina. MYNDL/STA- OG HANDÍÐASKÓL/ ÍSLANDS Námskeið í veggmyndatækni fyrir starfandi myndlistarmenn verður haldið 11. apríl til 5. maí mánudaga og föstudaga kl. 18—22. Kennari verður Jörgen Bruun-Hansen frá Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu skólans, Skipholti 1. Skólastjóri Reykjavík. Skipholt 1. Sími 19821 Franska sendiráöiö tilkynnir öllum námsmönnum, sem hyggja á nám viö franska háskóla, skólaáriö 1980—1981 í öllum öörum greinum en frönsku fyrir útlendinga, aö síöara próf í frönsku fer fram fimmtudaginn 17. apríl. Viökomandi eru beönir aö snúa sér hiö allra fyrsta varðandi upplýsingar eöa innritun til: Franska sendiráðsins, Túngötu 22. EFÞAÐERFRÉTT- Ighf9) NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU SKEMMTILEG SUMARHÚS Eitt mun örufiísflesfa henta vður Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum stærðum, sem þér getið fengið á ýmsum byggingarstigum. En vinsælust eru frágengin hús, því þá er allt innifalið og ekkert annað eftir en að flytja inn. Kynnið ykkur verð og gæði húsanna, því að hér er um einstakt tækifæri að ræða. LAND UNDIR SUMARHÚS Félög og fyrirtæki ættu að athuga að við getum boðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað við Laugarvatn. Sumarhúsasmfði Jóns Smiöjuvegur 42, sími 71810 Sölumaður: Kristján Ásdal, sími 81476

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.