Morgunblaðið - 13.04.1980, Page 31

Morgunblaðið - 13.04.1980, Page 31
63 Líf í eggjaskurn Einu sinni var egg. Þaö var ekki páskaegg, heldur egg, sem kom úr hænu. Góöan daginn, gott fólk, góöan dag. En hvaö heimurinn er skrýtinn. hver er ég, hvaö vil ég, hvaö get ég? Eg get flogiö, ég er frjáls. Eggið er tómt! Þetta var stutt saga um líf í eggjaskurn. Ti'ikninx: SÍKTÚn llildur Kristjánsdóttir. 10 Ara. GarAaha'. Á föstudajdnn langa voru lærisveinarnir sorgmæddir. En á páskadaginn glöddust þeir yfir óvæntum sigri. Krossinn er okkar eina von. Dauði og líf börðust harðri baráttu. Sigurinn er unninn. Lífið sigraði. Jesús lifir. Krossinn er auður. Gröfin er tóm. Jesús lifir. m 11\. MMm ^ClX|JlXX Spennandi sajt*a um Árna Oddsson, byggð á gömlum inunnmælliin Árni var sonur Odds biskups Einarssonar í Skálholti. Hann hafði mannazt vel bæði innanlands og utarv og verið þrjá vetur í Kaupmannahöfn. Tvítugur að aldri var hann settur yTir skóla í Skálholti. Þá tók hann að stunda lögfræði og varð síðar lögmaður. Árið 1606 varð maður sá höfuðsmaður hér á landi, sem kallaður hefur verið „Herlegdáð", en hét Herluf Dá. Hann átti í brösum við marga af höfðingjum landsmanna og ekki sízt við Odd biskup í Skálholti. Herlegdáð rægði biskup mjög erlendis og afflutti mál hans fyrir konungi. Taidi hann biskupi það meðal annars til ávirðingar, að hann vígði suma ólærða til prests, er hvorki hefðu lært í latínuskóla né kynnu latínu, ef þeir væru skyldir biskupi, í vináttu við hann eða gæfu honum fé fyrir. Oddi biskupi tókst að hnekkja þessum áburði, en þ<"> áttu þeir í ímsum brösum á báða bóga. 1 jæssum deilum sendi biskup Árna son sinn utan árið 1617, til þess að flytja mál sitt fyrir konungi. Kom Árni því svo fyrir, að konungur sendi umboðsmenn sina út hingað sumarið eftir til að dæma jæssi mál. Snemma næsta sumar komu umboðsmenn konungs út til íslands, en Árni kom ekki. Var nú riðið til aljþingis, án jiess að nokkrar spurnir bærust af Arna. Það var talið, að öll íslandsför væru þá komin út, sem hingað var von það sumar. Byrjaði nú þingið, og Oddur biskup var vart mönnum sinnandi. Sá hann fram á, að öll hans mál mundu töpuð, er Árni kom ekki með þau gögn, sem hann hafði í málinu. Leið nú til þess, er mál jæirra biskups og höfuðmanns áttu að koma í dóm. Var þá kallað tvívegis í lögréttu á Árna með stundar millibili. Herlegdáð jrótt nú hafa ráð jieirra feðga í hendi sér. Á meðan leið milli fyrsta og annars kallsins gerði hann gys að biskupi og spurði hvað Árni sonur hans hefði nú fyrir stafni. Biskup lét það sem vind um eyru þjóta. Var þá kallað í annað sinn á Árna. Er það var afstaðið, bað biskup umboðsmenn konungs um dálítinn frest á meðan hann brigði sér frá stundarkorn. Var honum veittur hann. Oddur biskup gekk þá upp á barm Almanna- gjár, til að litast um, ef hann mætti sjá eitthvað sér til hugarhægðar. Það er frá Árna að segja, að hann dvaldi í Kaupmannahöfn veturinn 1617—18, sem fyrr segir. Hann var allan veturinn svo niðursokkinn í mál föður síns, að hann gleymdi að tryggja sér far heim um vorið. Herlegdáð hugsaði minna um málatilbúnað en útkomu sína og Árna. hann tryggði sé sjálfum far með herskipi því, er flytja skyldi sendimenn konungs. En á hinn bóginn lagði hann blátt bann fyrir suma skipstjóra, að flytja Árna um íslandshaf, og bar fé á suma í því skyni. Um vorið, er íslenzk kaupför létu frá Kaupmannahöfn, gekk Árni á miili alla farráð- enda, er til fslands ætluðu, en fékk hvergi far, því engir jxirðu að taka við honum fyrir ráðríki Herlegsdáðs. Sat nú Árni eftir af öllum íslandsförum með sárt ennið, sem geta má nærri. Þegar ekki var nema ein vika til Alþingis um sumarið, var Árni einu sinni að ganga með ströndinni fyrir utan Kaupmannahöfn. Sér hann þá mann á báti skammt frá landi. Hann kallaði til mannsins og bað hann um að flytja sig til íslands, j)ví að líf sitt og virðing föður síns væri í veði, ef hann væri ekki kominn þar á ákveðnum tíma. Maðurinn hét honum farið, og sté Arni jx'gar á ferjuna. Dregur formaður j)á upp segl og siglir um hríð hraðbyri. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en j)eir taka land í Vopnafirði tveim dögum fyrir Alþingi. Undir eins og Árni sté á land, keypti hann sér tvo úrvalshesta margalda, og reið jæim þann dag allan. Um kvöldið kom hann að bæ einum á Jökuldal. Hafði hann þá sprengt annan hestinn og gert hinn uppgefinn. Hanti falaði þar hesta, er sér dygðu að ríða á þrem dægrum, skemmstu leið, hvíldarlaust til Alþingis. Var honum vísað til hests á bæ einum þar í dalnum, er honum mundi duga einhesta, ef hann fengi aðeins að drekka. Árni fær hestinn. Var hann brúnn að lit, mjór sem þvengur og sívalur. Árni ríður nú allt þar til hann kemur að Brú. Það er efsti bær í Jökuldal og síðastur, er farinn er fjallvegur og Sprengisandur suður. Árni kemur þar í kvíabólið, er verið er að mjalta eftirmjölt. Hann biður að gefa sér að drekka. Konan var á kvíunum. Sótti hún honum heim rjóma, en kom um leið með eitthvað i svrnntu sinni. Meðan Árni var að drekka segir konan: — Ég vænti þig langi í sopann þinn líka, Brúnn minn. Síðan hellir hún saman eftirmjöltunni í eina fötu, sem tók yíir fjórðung, gengur að hestinum og setur hana fyrir hann. Brúnn kumraði við henni, og hætti ekki fyrr en hann hafði lokið úr fötunni. Á meðan Brúnn var aö drekka, var konan alltaf að klappa honum og andvarpa yfír honum. Árna j)ótti hún víkja kunnuglega að hestinum og spurði hana hvernig á því stæði. En hún kvaðst hafa alið hann upp í búrinu hjá sér og látið hann nauðug burtu. Kvað hún ætla að hann mundi reynast mannbær. Árni þakkaði konunni greiðann og sté á bak. En í því tók konan smjörköku undan svuntu sinni, stakk upp í klárinn og mælti: — Þetta er ekki fyrsta damlan, sem þú færð, Brúnn minn. Árni kvaddi vel konuna. En hún árnaði bæði honum og hestinum alls góðs. Eftir það lagði Árni á lengsta fjallveg, sem til er á íslandi. Var það um sólarlag, er tæp þrjú dægur voru til jæss, er Alþingi skyldi hefjast. Nú er þar til að taka, er frá var horfið að Oddur biskup kemur upp á Almannagjárbarm, og svipast þar um með sveinum sinum í ýmsar áttir, er leiðir lágu til Alþingis. Þegar jæir höfðu verið j)ar um hríð, varð biskupi litið upp Ármannsfelli. Sér hann þá, að þar gýs upp jóreykur, er fer svo ótt yfir, að biskupssveinum j)ótti undrun sæta. Er biskupinn hafði horft á jóreykinn um stund, mælti hann: —Væri Árna sonar míns von hér á landi, þá segði ég, að hann væri þarna á ferð. Eftir það gekk biskup til lögréttu. Þá var nafn Árna kallað upp í þriðja sinn. En það stóðst á endum, að Árni var kominn svo tímanlega, að hann mátti nema hljóðið, er kallað var. Fór hann þegar af hestbaki og sagði: — Hér r Árni Oddsson kominn fyrir Guðs náð, en ekki þína, Herlegháð. Árni sté þegar af baki hesti sínum, er j)á var sem eitt moldarstykki hélað á að sjá, og stóð reykjarstrokan úr jiösum hans. Biskupssveinar hirtu Brún, en Árni gekk til föður síns og mynntist við hann. Síðan gekk hann til dóma, eins og hann stóð. Færði hann þar frarn svo ágæta vörn í málum föður síns og sínu, að hinir konunglegu erindrekar dæmdu Herlegdáð með smán frá höfuðsmannsembættinu og í stórsektir til konungs, en þá Odd biskup og Árna sýkna saka. Ox af j)essu vegur Árna og virðing svo mjög, að hann varð síðar lögmaður sunnan og austan á lslandi. En })að var sögn manna um Brún, aö aldrei hafi betri eða traustari hestur verið til á íslandi. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.