Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1980 51 Hvað er til raða til að tryggja góða end- ingu rafgeyma bíla? Það er ekki ósjaldan að bíllinn fer ekki í gang og leita verður á náðir vina eða jafnvel sendibíla til að draga hann í gang. Eru ekki til einhver ráð til þess að losna við þessi leiðindi? — Mbl. innti Örn Johnson, forstjóra Skorra h.f., sem flytur rafgeyma til landsins, eftir því hvort með réttu viðhaldi og réttum inn- kaupum væri ekki hægt að kom- ast hjá þessum óþægindum? Til þess að tryggja góða end- ingu rafgeyma þurfa bíleigendur einkum áð hafa tvennt i huga: Að nýjum rafgeymi sé komið fyrir í bílnum á réttan hátt og að síðan sé fylgst með honum með reglu- legu millibili. Eftirfarandi leiðbeiningar er rétt að hafa til hliðsjón- ar, þegar nýr rafgeymir er keyptur í bílinn: ★ Gakktu úr skugga um að raf- geymirinn sé af nsegilegri rýmd. I stærri bílum, eins og þeim amer- ísku, þarf rafgeymirinn að vera a.m.k. 70 amp/st. Amperstundir er notkunarstraumurinn sinnum notkunartíminn mældur í klukku- stundum. Sú stærð er einnig algeng í minni bílum, sem eru með orkufrek tæki, svo sem afl- mikla miðstöð, upphitaða aftur- rúðu, kraftmikla vinnukonumót- ora, kassettutæki o.fl. Ef bíll er búinn öllum þessum tækjum, en er aðeins með 45 amp/st. raf- geymi, duga afköst venjulegs raf- als og rafgeymis ekki til, þegar öll tækin eru í gangi í einu í frosti og myrkri. Ef aðalljósin eru auk þess í notkun, er nauðsynlegt að tak- marka óþarfa rafmagnseyðslu, ef komast á hjá því að rafgeymirinn afhlaðist í akstri. ★ Fullvissaðu þig um að rafgeymir- inn sé fullhlaðinn og að hann standist álagsprófun. Hleðslan er mæld með sýrumælinum, eins og áður segir. Og við álagsprófun skal geymirinn standast álag, sem nemur um þreföldum uppgefnum ampertímafjölda í um 10 sek. og sýna í lokin ekki minna en 9.6 volta spennu. 70 amp/st rafgeym- ir álagsmælist t.d. við 200 ampera straumnotkun. ★ Gættu að því að rafgeymirinn sé heill og óbrotinn og sýruhæð rétt. ★ Athugaðu pólskóna og skiptu um þá, ef þeir eru tærðir eða festi- boltar ekki í lagi. ★ Farðu yfir öll sambönd á straumköplum þar sem þeir tengjast startara eða jörð. Athug- aðu að samböndin séu vel hert og hrein. Jarðsambönd (það sam- band sem er mínustengt), sem eru tengd við yfirbyggingu bílsins er oft ráðlegt að endurnýja með svarara sambandi tengdu við vél bílsins. ★ Rafgeymirinn á að sitja á sléttri undirstöðu og vera vel festur við bílinn, svo hann haggist ekki þótt ekið sé á holóttum vegi. ★ Hreinsaðu póla rafgeymisins vel og vandlega svo og pólskóna. Tengdu nú plúskapalinn fyrst og hertu að þéttingsfast, þó ekki með of miklu átaki. Síðan tengir þu jarðsambandið á sama hátt. ★ Smyrðu pólana og pólklemmurnar með vaselíni eða tectyl. ★ Gættu þess að viftureimin sé mátulega strekt og óslitin. ★ Fáðu síðan fagmann til þess að mæla fyrir þig rafal og spennu- stilli. Einnig ætti að mæla straumnotkun startara og athuga hvort um úthleðslu sé að ræða í bílnum. sálræna búskapar hans. Hann var einn af þeim sem ekki lét sig vanta ef söngkórar komu að, eða þekktir söngvarar og listamenn komu til að sýna sig og skemmta öðrum í samkomuhúsi sveitarinnar eða kirkjunni. Og þá var konan hans oftast með honum og ég minnist þess, hve mér fundust þau alltaf prúðmannleg og mennileg hjón. Arið 1967 varð Aðalsteinn fyrir því áfalli að missa sína góðu konu, eftir þrjátíu og sjö ára farsælt hjónaSand. Og þá misstu líka þeirra elskulegu og góðu börn mikils. Börn þeirra voru fjögur og áttu sinn þátt í því að gera heimilið jafn gott og skemmtilegt — og það alltaf var. En þau eru: Þuríður hjúkrunarkona í Reykjavík gift Björgvini H. Har- aldssyni, kennara og listmálara, Aðalgeir kennari á Akureyri, kvæntur Grétu Sigurðardóttur, Halldóra heima á Laugavöllum og Hólmfríður gift Skúla Þorsteins- syni, kennara við barnaskólann á Litlulaugum. I dag eru barnabörn- in orðin sjö. Bóndinn á Laugavöllum, Aðal- steinn Aðalgeirsson, lést í sjúkra- húsinu á Húsavík, 12. desember sl. nær 81 árs að aldri og var borinn til grafar 20. desember, að Einars- stöðum í Reykjadal, að viðstöddu fjölmenni. Börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum óska ég alls góðs á komandi árum. Og nú stendur minningin ein eftir, um manninn og bóndann sem ann sveit sinni og ættjörð. Ræktaði býli sitt, hlúði að fjölskyldu sinni og stétt, sem hann mátti. Já — slíkir menn hljóta að vera ljós sinnar stéttar og salt hennar um leið. Gísli T. Guðmundsson. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö fráfall sonar míns, bróður okkar og mágs, HAUKS BÖÐVARSSONAR, skipstjóra, Túngötu 20, ísafiröi. Böövar Sveinbjarnarson, Bergljót Böövarsdóttir, Jón Guðlaugur Magnússon, Eiríkur Br. Böövarsson, Halldóra Jónadóttir, Kristín Böövarsdóttir, Pétur Sigurösson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURJÓNS SIGURDARSONAR. Innilegt þakklæti sendum viö til lækna og hjúkrunarfólks á Öldrunardeild Hátúni 10 B fyrir góöa hjúkrun. Guð blessi ykkur öll. María Pétursdóttir, Siguröur Sigurjónsson, Pétur Sigurjónsson, Svanlaug Siguröardóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Sveínbjörn Eiósson og barnabörn. Skorri h.f. sér um, fyrir viðskipta- vini sína, ísetningu á rafgeymum og leiðbeinir um ástand rafkerfis. Að þessu loknu ætti rafkerfi bílsins að vera í fullkomnu lagi. En til þess að svo verði einnig næstu árin, þarf að sinna rafgeyminum með reglulegu millibili. Helstu regl- ur um viðhald hans eru þessar: ★ HALTU RAFGEYMINUM HREINUM. Þetta er mikilvægasta reglan, því þótt ótrúlegt sé, eru það oftast óhreinindin ofan á rafgeyminum, sem valda því að endingartími rafgeyma er ekki sem skyldi. Þegar rafgeymir hleðst, gufar ætíð dálítið af geymasýrunni upp í gegnum örsmá öndunarop, sem eru í skrúftöppum hverrar sellu. Gufan þéttist og sest á topp hans og blandast þar vegaryki og fleiri óhreinindum. Þegar óhreinindin mynda lag yfir allan geymistoppinn, hefst sjálf úrhleðsla hans. Óhreinindin virka sem straumleiðari milli mínus og plús póls og geymirinn afhleður sig, þó svo búið sé að stöðva vélina og slökkva á öllu rafkerfi bílsins. Hjá þessu má komast með því að þvo geymistoppinn annað slag- ið með volgu vatni og þurrka hann síðan með deigum klút. Best er að rafgeymar séu ætíð jafn hreinir og þegar þeir voru nýir. ★ Mælið sýrustigið annað slagið. Ef það fer niður fyrir 1.240, skuluð þið láta hlaða geyminn og athuga hvort hleðslukerfi bílsins sé í lagi. ★ Gætið að því hvort nægileg sýra sé á geyminum. Bætið á eimuðu vatni (aldrei geymasýru) eftir þörfum, þannig að sýran sé 1 — 1.5 cm upp fyrir plöturnar. Yfirfyllið geyminn ekki. Sé þörf á að bæta óeðlilega oft vatni á geyminn, er sennilega um ofhleðslu að ræða, sem þá þarf að lagfæra. ★ Fylgist vel með því að geymirinn sé tryggilega fastur á sínum stað og að pólar og sambönd séu hrein og vel föst. Haldið viftureim vel strekktri. TOPP Litsjonvarpstæki á veröi sem á sér ekki hliðstæöu Engir milliliðir. Árs ábyrgð — 3 ár á myndlampa. Takin koma í gámum beint Irá framleiðanda. Ekta viðarkassi Palisander- Teck- Hnota SJÓNVARPSVIRKINN ARNARBAKKA 2 8,ma" 71640 Verzlið beint við fagmanninn, það tryggir örugga þjónustu. 22“ 606.000.- Staðgreiðsluverð 575.000.- 26“ 678.500.- Staðgreiðsluverð 644.500.- Ampex Ampex Kassettu Laugaveg 33, sími 11508 Strandgötu 37, Hafnarf. Grove Tupe Veiðiferðin Pálmi Gunnars. Maggi Kjartans með tvö lög úr hinni- mynd Veiðiferöin. Kassettu- töskur fyrir sumarið Hin endan- lega lausn á hinu viökvæma hreinsivanda- máli. Beach Boys Til hamingju Beach Boys aðdáendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.