Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR
93. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Karamanlis hlaut
ekki nægt fylgi
Aþenu, 23. april. — AP.
KONSTANTINE Karamanlis
hlaut ekki tilskilinn meirihluta á
griska þinginu til að ná kosningu
sem forseti Grikklands. Karam-
anlis er hinn eini, sem er í kjöri,
og til þess að ná kosningu í 1.
umferð þurfti hann 200 atkvæði.
Karamanlis fékk 179 atkvæði en
aðeins 204 þingmenn greiddu
atkvæði. Flokkur Andreas Pap-
andreou, helsti stjórnarandstöðu
flokkurinn, hefur neitað að
styðja Karamanlis.
Því þarf að kjósa öðru sinni og
þá þarf Karamanlis 200 atkvæði.
Fái hann þá ekki tilskilin 200
atkvæði verður kosið í þriðja sinn
og þá nægja 180 atkvæði til að
koma honum í forsetaembættið.
Karamanlis var sjálfur ekki
viðstaddur kosninguna í dag, hann
gekk af fundi þegar gengið var til
atkvæða.
V-þýzka stjórnin
mælti gegn þátt-
töku í Moskvu
Bonn. 23. april. AP.
V-ÞÝZKA stjórnin ákvað á fundi í dag að mælast til þess við v-þýzku
ólympiunefndina, að V-Þjóðverjar sendi ekki íþróttafólk á Olympíu-
leikana í Moskvu í sumar. V-þýzka þingið samþykkti siðan ákvörðun
stjórnarinnar á fundi i dag. Helmut Schmidt kanslari sagði í dag, að
ekki væri hægt að aðskilja ólympíuleikana frá þeim atburðum sem
hafa átt sér stað, og átti þá við innrás Sovétmanna i Afganistan og
ofsóknir sovézkra yfirvalda á hendur andófsmönnum i iandinu.
Japanska ólympíunefndin stað-
festi í dag að hún væri hlynnt því
að Japanir sendu íþróttafólk til
Moskvu. Hins vegar hefur engin
ákvörðun verið tekin í Japan.
Stjórnvöld í Japan eru hlynnt því
að Moskvuleikarnir verði hunds-
aðir. í Washington höfðuðu 18
bandarískir íþróttamenn mál á
hendur bandarísku ólympíunefnd-
inni og fóru fram á það, að
dómstólar hnekktu úrskurði
nefndarinnar. íþróttamennirnir
segja, að ólympíunefndin hafi
brotið lög á þeim og að nefndin
hafi látið undan þrýstingi stjórn-
Sigur Bush
og Kennedys
Flladelflu, 23. april. - AP.
EDWARD Kennedy vann sigur á
Jimmy Carter í forkosningum í
Pennsylvaníu. Hann hlaut 94 kjör-
menn en Carter 91. Kennedy fékk
46% atkvæða en Carter 45%.
George Bush vann nokkuð óvænt-
an sigur yfir Ronald Reagan,
hlaut 54% atkvæða en Reagan
45%.
Sjá frétt frá Önnu Bjarna-
dóttur, fréttaritara Mbl. í
Bandaríkjunum, bls. 22.
valda um að senda ekki íþróttafólk
til Moskvu.
Killanin lávarður, forseti al-
þjóða ólympíunefndarinnar,
bauðst í kvöld til að fara til fundar
við þá Jimmy Carter, forseta
Bandaríkjanna, og Leonid Brezh-
nev, forseta Sovétríkjanna, ef með
því mætti koma í veg fyrir, að
Ólympíuleikarnir i Moskvu verði
aðeins svipur hjá sjón.
Ljóem. Mbl. RAX
Bandaríkin fagna refsi-
aðgerðum EBE-ríkjanna
WashinKton. Teheran, 23. apríl. AP.
JIMMY Carter, forseti
Bandaríkjanna, fagnaði í
dag ákvörðun Efnahags-
bandalagsríkjanna um að
ípa til refsiaðgerða gegn
ran. Jody Powell, biaða-
fulltrúi forsetans, sagði að
Jimmy Carter myndi hugsan-
lega grípa til þess ráðs að
stöðva matvæla- og lyf jasend-
gr
Irt
ingar til írans. Mark Mac-
Guigan, utanríkisráðherra
Kanada, tilkynnti í dag, að
Kanada hefði ákveðið að
frípa til refsiaðgerða gegn
ran. Hann átti fund með
Cyrus Vance, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í Ott-
awa í dag. Japanska stjórnin
mun hafa fund á morgun, og
þá væntanlega taka ákvörun
S-Arabar reka brezka
sendiherrann úr landi
Riyadh, Lundúnum. 23. april — AP.
SAUDI-ARABÍSK stjórnvöld
ráku í dag brezka sendiherrann í
Riyadh, höfuðborg S-Arabíu, úr
landi og kölluðu sendiherra sinn
í Lundúnum heim. Þessar ráð-
stafanir koma í kjölfar sýningar
umdeildrar myndar, „Dauða
prinsessu“, sem ATV-sjónvarps-
stöðin brezka gerði og var sýnd
fyrir skömmu í Bretlandi.
Taismaður s-arabískra stjórn-
valda sagði í dag í Riyadh, að nú
væri í athugun að endurskoða
efnahagsleg tengsl S-Arabíu við
Bretland. Mohammed Yamani,
upplýsingamálaráðherra S-Arab-
íu, sagði í dag, að til þessara
ráðstafana hefði verið gripið
vegna „neikvæðrar afstöðu brezku
stjórnarinnar vegna sjónvarps-
myndarinnar". Saudi-Arabar hafa
sagt, að myndin afskræmi þjóðfé-
lag þeirra í augum Vesturlanda-
búa og að menning þeirra og lög
séu gerð villimannleg.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins brezka harmaði í dag þessa
ákvörðun Saudi-Araba og sagði
það óheppilegt, að samskiptum
ríkjanna tveggja skyldi spillt með
mynd, sem brezka stjórnin stæði á
engan hátt fyrir og hefði ekki
getað komið í veg fyrir, að yrði
sýnd brezkum almenningi.
um refsiaðgerðir gegn íran.
TASS-fréttastofan skýrði
frá því í dag, að Sovétríkin og
íran myndu taka upp nánari
efnahagssamvinnu. Frétta-
stofan hafði eftir Mohammed
Beheshti, en hann á sæti í
bytlingarráðinu, að refsiað-
gerðir EBE-ríkjanna hefðu
ekki komið á óvart. „Komm-
únistaríkin ásamt þróun-
arríkjum hafa sýnt, að þau
eru reiðubúin að styðja íran.
Samningaviðræður okkar við
Sovétmenn, sem undanfarið
hafa farið fram í Teheran, eru
dæmi um þann stuðning,"
hafði fréttastofan eftir Be-
heshti. Kínverska fréttastof-
an Xhinhua skýrði frá því í
dag, að Sovétríkin og íran
hefðu gert með sér samkomu-
lag, sem kvæði á um náin
efnahagsleg tengsl ríkjanna.
Tilkynnt var í Teheran í
dag, að íran hefði tekið upp
stjórnmálasamband við S—
Yemen en þar hafa Sovét-
menn sterk ítök. Valery Gis-
card dEstaing, Frakklands-
forseti, átti í dag viðræður við
ættingja gíslanna í banda-
ríska sendiráðinu. Frakk-
landsforseti ræddi við þá í
klukkustund og þykir það
sýna, að honum sé umhugað
um lausn málsins.
Rúmenar sækja
ekki Parísar-
ráðstefnuna
Búkarest, 23. aprtl. — AP.
RÚMENAR höfnuðu i dag boði
um að sækja ráðstefnu kommún-
istaflokka Evrópu, sem fram fer i
Paris i næstu viku. Þar með
gengu Rúmenar í lið með komm-
únistaflokkum Júgóslavíu, ítaliu
og Spánar en þeir hafa allir
hafnað þátttöku i Parisarráð-
stefnunni.
í bréfi, sem var sent til komm-
únistaflokks Póllands, sagði að
ráðstefnan væri ekki „nægilega
vel undirbúin". Kommúnistaflokk-
ar Frakklands og Póllands gang-
ast fyrir ráðstefnunni í París.