Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 María Thoroddsen — Aldarminning í Orðskviðum Salomons standa þessi orð: „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hún breiðir út lófann á móti hinum bágstadda, og réttir út hendurnar móti hinum snauða. Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum. Kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar." Einmitt þannig minnist ég frú Maríu Thoroddsen, konu Sigurðar heitins Thoroddsen fyrrv. lands- verkfræðings og síðar stærðfræði- kennara við Menntaskólann ‘í Reykjavík. Heimilið þeirra stóð að Frí- kirkjuvegi 3. Stendur það stílhreina látlausa hús enn, milli gamla barnaskólans og fríkirkj- unnar; og geng ég aldrei framhjá .því enn þann dag í dag, án þakklætis fyrir þá hlýju og birtu og einlægu vináttu og gestrisni, sem ég naut þar meðan Thor- oddsensfjölskyldan fyllti þar her- bergin og vistarverur allar með bjartri hlýju og stundum glöðum söng, á hátíðis- og tyllidögum. Eg var skólabróðir Valgarðs heitins sonar þeirra, og varð þannig á þeirri tíð, næstum eins og ungur frændi eða vinur á þessu gagnmerka heimili við spegil- skyggða Reykjavíkurtjörn, stund- um á sumrum, en ísi lagða oft á vetrum. Frú María fæddist að Reynistað í Skagafirði hinn 25. apríl 1880 þeim mætu hjónum Jean Valgarði Claessen og Kristínu, dóttur Egg- erts Briem, er á þeim árum sat þann stað í sýslumannsembætti sínu. Síðan átti hún bernsku sína og uppvöxt á Sauðárkróki við sólu roðinn Skagafjörð, þar sem Drangey ber við bláan mar og leiklistin er talin hafa hér fyrst numið land undir handleiðslu Poppe kaupmanns. En hér í Reykjavík átti hún lengstum vettvang ævi sinnar og hér andaðist hún í ekkjudómi hinn 24. júní 1964, 84 ára gömul. Hún var á tímabili formaður Húsmæðrafélags Reykjavíkur. Þá var hún lengi í stjórn sjálfstæð- iskvennafélagsins „Hvatar" — eða frá stofnun þess. Ennfremur var hún meðal stofnenda kvenfélags- ins „Hringsins“ — og vann hún þar mikið starf við hlið systur sinnar, Ingibjargar Þorláksson, er gift var Jóni Þorlákssyni, fyrrv. ráðherra. Það er sagt, að sumir skilji eftir ilm í sporum sínum. Þannig minn- ist ég frú Maríu Thoroddsen. Hún átti drottningar vald í heimilinu gagnvart manni sínum og börnun- um öllum — elskunnar vald. Ég heyrði hana aldrei brýna raustina, — sá hana aldrei skipta skapi, heldur ganga um háttvísa og kyrrláta og oftast með hlýjunnar bros á vör. I eldhúsinu hjá henni sátu oft einstæðingar, sem margir aðrir gleymdu — sátu þar og drukku kaffi og nutu næringar og fengu að brosa með henni í þeirri hljóðlátu göfginnar og menning- arinnar hlýju, sem fylgdi henni, hvar sem hún fór. Ég varð ríkari við hvert hennar bros, svo móðurlega ummgekkst hún mig, feiminn og óframfærinn vin Valgarðs. — Og nú þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu hennar, finn ég, að engum vanda- lausum hefi ég borið skuggalaus- ari eða dýpri virðingu fyrir. Ég lýk svo þessum minningar- orðum mínum með því að telja upp nöfn barna hennar með virð- ingu og innilegum samúðarhug: Sigríður, ekkja Tómasar heitins Jónssonar fyrrv. borgarlögmanns. Kristín, matreiðslukennari. Var gift Bruno Kress fyrrv. prófessor í Greifsvald. Valgarð, verkfræðing- ur og fyrrv. rafmagnsveitustjóri ríkisins. Eftirlifandi kona hans er Marie, fædd Tuvnes. Hann lézt hinn 10. júní 1978. Jónas, fyrrv. bæjarfógeti á Akranesi, kvæntur Björgu Magnúsdóttur Guð- mundssonar fyrrv. ráðherra. Gunnar, núverandi forsætisráð- herra, kvæntur Völu Ásgeirsdótt- ur Ásgeirssonar fyrrv. forseta íslands. Og loks Margrét Herdís, deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins, gift Einari Egilssyni inn- kaupastjóra hjá Rafmagnseftirliti ríkisins. Afkomendur munu orðnir milli 70 og 80. Blessuð sé minning frú Maríu Thoroddsen börnunum, tengda- börnunum og afkomendum öllum. Garðar Svavarsson. Fermingar að Stórólfshvoli og Sauðanesi Ferming og altarisganga að Stórólís- hvoli sunnudag 27. apríl kl. 10.30 í.h. Prestur: Séra Stefán Lárusson. Elías Jón Sveinsson, Stóragerði 17, Hvolsvelli. Erlendur Gunnar Gunnarsson, Norðurgarði 5, Hvolsvelli. Guðjón Halldór Óskarsson, Miðtúni, Hvolhr. Guðjón Örn Ingólfsson, Kornvöllum, Hvolhr. Kristján Bjarni Halldórsson, Norðurgarði 12, Hvolsvelli. Ragnar Þór Eggertsson, Nýbýlavegi 34, Hvolsvelli. Linda Björk Stefánsdóttir, Norðurgarði 3, Hvolsvelli. Svava Björk Helgadóttir, Sólvöllum Hvolhr. Ferming í Sauðaneskirkju sunnudag- inn 27. apríl. Prestur: Sr. Guðmundur örn Ragnarsson. Ester Þorbergsdóttir, Langanesvegi 24. Gunnar Hólm Jóhannsson, Hafnarvegi 4. Jóhanna Ósk Eiríksdóttir, Fjarðarvegi 37. Kristín Óladóttir, Fjarðarvegi 9. Lilja Jónsdóttir, Austurvegi 14. Sigfús Kristjánsson, Hálsvegi 5. Sigurður Ragnar Kristinsson, Fjarðarvegi 45. Svala Sævarsdóttir, Sauðanesi. Svanur Snæþórsson, Lækjarvegi 4. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar óskast keypt Hjólhýsi Óskum eftir aö kaupa notaö hjólhýsi, helzt stærri gerð. Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum, Brekkustíg 36, Njarövík, sími 92-3788. I tilboö — útboö lmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm\\ Útboð — bílastæði Tilboö óskast í frágang bílastæöa við þjónustumiðstöðina Hólagaröar í Breiöholti. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Hóla- garðs, Lóuhólum 2—6, Reykjavík, gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboö opnuö þriöjudaginn 6. maí 1980. Útboð Póst- og símamálastofnunin óskar tilboða í smíöi og fullnaöarfrágang seinni áfanga póst- og símahúss í Sandgeröi. Útboösgögn fást á skrifstofu umsýsludeildar, Landssíma- húsinu í Reykjavík og hjá stöövarstjóra Pósts og síma í Sandgerði, gegn skilatryggingu kr. 50.000.- Tilboö veröa opnuö á skrifstofu umsýslu- deildar mánudaginn 12. maí 1980, kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. húsnæöi óskast 3ja herb. íbúð í Vesturbæ óskast til leigu. Tvennt fulloröiö í heimili. Fyrirframgreiösla, ef óskað er. Upplýsingar gefur: Eignaval, sf., Aöalstræti 9, sími 29277. Geymsluhúsnæði Opinber aöili vill taka á leigu um 2ja mánaöa skeiö 60—100 fermetra geymsluhúsnæði meö góðri aökeyrslu. Tilboö merkt: „Húsnæöi — 6239“ sendist blaðinu fyrir 29. apríl n.k. JLFélagsstarf FUS Baldur Seltjarnarnesi Ungt fólk til áhrifa FUS Baldur og SUS halda fund í félagsheimili Seltjarnarness, mánudaginn 28. apríl kf. 20.30. Fundarefni: 1. Hvað nú? 2. Staöa ungs fólks í stjórnmálum. Gestir fundarins verða: Einar K. Guöfinnsson, Erlendur Kristjánsson og Bessí Jóhannsdóttir. Sjálfstæðisfólk í Kópavogi, Garöabæ og Hafnarfiröi sérstaklega velkomið. Félagsmenn og annað sjálfstæðisfólk. Nú er um aö gera að mæta, á þennan síöasta fund, sem FUS Baldur heldur til hausts. Stjórnin Skagafjörður Aðalfundur Sjálfstæöisfélags Skagfiröinga verður haldinn aö Sæ- borg, Sauöárkróki, þriöjudaginn 29. apríl 1980 og hefst kl. 9 e.h. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin Austurlandskjördæmi — Stjórnmálafundir Alþingismennirnir Egill Jónsson, og Sverrir Hermannsson halda félagsfundi í Sjálfstæö- isfélögum í Austurlandskjördæmi sem hér segir: Seyöisfiröi fimmtudaginn 24. apríl kl. 20.30. Neskaupstað föstudaginn 25. apríl kl. 20.30. Eskifiröi laugardaginn 26. apríl kl. 17.00- Reyöarfiröi laugardaginn 26. apríl kl. 14.00- Egilstööum sunnudaginn 27. apríl kl. 13.30. Hvað nú? Erlendur Kristjánsson, Bessí Jóhannsdóttir og Einar K. Guðfinnsson, flytja framsögu um hvaö nú þurfi aö gera í Sjálfstæðisflokknum og íslenzkum stjórnmálum. Fundurinn veröur haldinn í Félagsheimili Seltjarnarness mánudaginn 28. þ.m. kl. 20:30. Batdur F.U.S. Seltjarnarnesi og S.U.S. Hvað nú? jum nnaynussuri uy reiur namsson nyija rramsogu um nv aö gera i Sjálfstæöisflokknum og íslenzkum stjórnmálum. Fundurinn veröur haldinn í Verka- lýöshúsinu Hellu mánudaginn 28. þ.m. kl. 20:30. Allir velkomnir. Fjölnir F.U.S. Rangárvallasýslu og S.U.S. Aðalfundur Sjálfstæöisfélags Fljótsdalshéraðs veröur haldinn í Valáskjálf (litla sal) sunnudaginn 27. apríl kl. 10.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningsskil. 2. Skýrsla ritnefndar Þingmúla og reikningsskil. 3. Kjör stjórnar og endurskoöenda. 4. Kjör rltnefndar Þingmúla. 5. a) kjör í fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna. b) Kjör fulltrúa í kjördæmisráö. 6. Tillögur um lagabreytingar. 7. Önnur mál. Kl. 13.30 hefst félagsfundur þar sem Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson ræöa stjórnmálaviöhorfið og svara fyrirspurnum. Fundarlok um kl. 16.00. Félagar eru hvattir til aö fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Akureyrar boöar til fundar í Sjálfstæöishúsinu Akureyri laugardaginn 26. apríl n.k. kl. 14:00. Fundarefni: Stefna ríkisstjórnar. Hvers má vænta í baráttunni viö veröbólg- una? Frummælandi forsætisráöherra Gunnar Thoroddsen. Allt áhugafólk hvatt til aö koma á fundlnn og taka beinan þátt í umræöunum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.