Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 van Fiebroff er fæddur í Iierlín árið 1931. sonur rússneskra hjóna. sem fluttu til Þýskalands. Ilann er stórbrotin persóna á marjfan hátt. Þessi tæplega tveKKja metra hái bassasöngvari hefur veriö hafinn til skýjanna af gaKnrýnendum OK almonninjd fyrir list sína undanfarin 20 ár. Þekktastur er hann vafalaust fyrir sitt gífurlega raddsvið sem talið er spanna tæpar fimm áttundir. Móðir hans. sem var áhuKasönjíkona. hélt honum að fiðlunámi en hann hætti því ok sneri sér að söngnámi ok vann þá fyrir sér á þann hátt að hann söng með hópi sem kallaði sig „the Cossacs of the Black Sea** eða Svartahafskósakkana. í raun var þetta upphafiö að hinum glæsilega ferli hans sem túlkanda rússneskrar þjóðlajíatónlistar. Frumraun hans á óperusviðinu var. er hann sönjí Don Basilio í Rakaranum í Sevilla í Frankfurtóperunni 1962 ojí er skemmst frá því að segja að hann sló umsvifalaust í Kejjn. í framhaidi af því söng hann aðalkarlhlutverkin í Frankfurtóperunni næstu tvö árin. Á næstu árum öðlaðist hann gífurlega frægð oj? var eftirsóttur í útvarps- og sjónvarpsþætti út um alla Evrópu og tónleikaskipuleggjendur kepptu um að fá hann til sín. Útgáfa fyrstu plötu hans ýtti enn frekar undir vinsaddir hans og síðan hafa plötur hans hlotið mikiar vinsældir. Arið 1969 varð hann geysiþekktur fyrir leik sinn í frönsku útgáfunni af Fiðlaranum á þakinu í hlutverki Tevye. Ilann kom fyrst fram í New York 1970 og sló þá öll aðsóknarmet á þeim tíma. Fyrir utan rússnesku, talar þessi fjölhæfi söngvari þýsku, ensku og grísku, sem kemur sér vel á ferðalögum hans um heiminn. Rebroff býr nálægt Frankfurt og helgar sig lestri og tónlist. eldar fyrir vini og kunningja á g<>ðri stund og lítur eftir heilli hjörð af ýmiss konar gæludýrum. Rebrofí talar mfkið með augunum eins og gamansamra er háttur. „Hef aldrei mátt vera að því að bíða eftir að lifa“______________ Ég spurði Rebroff hve vel hann þekkti sig? „Ég þekki mig mjög vel, betur en aðrir,“ svaraði hann, „og það er af því að ég er svo barnslegur, líklega eins og hluti af íslandi. Ég átti góða æsku og hafði mjög náin samskipti af móður minni, án þess þó að um nokkra ödipusarflækju sé að ræða. Foreldr- ar mínir fluttu frá Rússlandi eftir bylting- una og fóru þá til Póllands. Þar hittust þau reyndar fyrst og giftust. Þau vildu vera í Póllandi því þar var stutt heim til Rússlands ef gæfi. Þau voru um tvítugt, pabbi 18 og mamma 20. En tíminn leið og þeim þótti ekki álitlegt að fara aftur til Rússlands. Margir þekktir Rússar bjuggu um skeið í París, listamenn og pólitíkusar eins og Selephin, Stravinsky og Rachmaninov. For- „ísland er eins og hlýtt hreiður fyrir mig“ „Ég er sannfærður um það að ísland er bezti barnaieikvöllur í heimi, því þótt ég hafi ekki verið hér lengi, þá var ég búinn að afla mér vitneskju um land og þjóð og mér finnst eins og ég sé í hlýju hreiðri að vera á íslandi," sagði söngvarinn Ivan Rebroff í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var blússhress þegar við heimsóttum hann á Hótel Sögu, klæddur íþróttagalla af stærstu gerð eins og við var að búast og hafði verið í Sundlaug Vesturbæjar í nokkra klukkutíma fyrr um daginn. Hann sagði að sér hefði þótt vænt um að margir í sundlauginni heilsuðu honum og kvaðst hafa haft ómælda ánægju af að rabba við fólkið og ekki hvað sízt sitjandi í heita kerinu. „Krakkarnir blikk- uðu mig,“ sagði Rebroff, „og ég blikkaði þau og þetta var svo skemmtilegt. Krakkarnir hér eru svo eðlileg og frjálsleg, enda hafa þau þetta hreina loft, heilbrigði og víðáttu. Það er allstaðar í heiminum verið að þétta byggðina og maður sér að það hefur neikvæð áfhif á fólk, kallar á glæpi hjá ungu fólki og óhamíngju. Ég hef strax þá tilfinningu að margt sé hér á annan hátt og betri en víðast annars staðar." Rcbroff í operustílnum. eldrar mínir vildu til Parísar og það varð úr. í júlí 1931 komu þau til Berlínar með járnbrautalest og á jarnbrautarstöðinni fæddist ég, tveimur mánuðum fyrir tímann. Ég hef alltaf verið á undan tímanum, aldrei mátt vera að því að bíða eftir að lifa. Ég fæddist því í Þýzkalandi og það var gott fyrir framtíðina þegar ósköpin voru gengin yfir. Ég var því átta ára þegar striðið brauzt út og þar sem pabbi var af gyðingaættum þorði hann ekki að vera í Þýzkalandi og fór til Sviss fyrst og síðan til Bretlands. Mamma var áfram í Þýzkalandi með mig og bróður minn sem er 10 árum eldri en ég. Hann á nú fjóra syni, alla um tvítugt í háskólanámi og ég er góði frændinn, gef þeim peninga ef þeir standa sig vel. Stríðsárin voru vondur tími og við vorum á faraldsfæti, fórum aftur til Póllands, en þá komu Rússarnir þangað og það var ekki gott. Við héldum því aftur til Þýzkalands og vorum þar. Það var erfiður tími eftir stríðið, en allt gekk þó í rétta átt. Ég ætlaði mér að verða dýrafræðingur, fuglafræðingur, en þá reið tónlistin yfir á fullri ferð. Ég hef þó mikinn áhuga á dýrafræðinni og hef góð sambönd við dýrafræðinga víða um heim, mér fellur hin villta náttúra. Mamma ræktaði minn bezta eiginleika En mamma hafði ræktað minn bezta eiginleika. Hún fékk mig til þess að læra á fiðlu 6 ára gamlan, en henni datt aldrei í hug að ég yrði söngvari. En ég óx úr grasi og einhver sagði mér að ég hefði góða rödd og mér hafði alltaf verið innrætt að það væri svo eðlilegt að syngja. Pabbi hafði alltaf reynt að draga úr því að ég legði tónlistina fyrir mig, taldi að ég gæti ekkert grætt á því. Það var hans viðmiðun. Pabbi var „playboy", glæsilegur, sjálfsöruggur og góð- ur tennisleikari. Hann dó fyrir fjórum vikum, áttatíu og fjögurra ára gamall. Hann skildi við móður mína fyrir löngu gegn vilja hennar, því hún var svo kristin, en hann gifti sig aftur stúlku sem var 40 árum yngri en hann. En hvað með það, megi hann fá frið, friður sé með honum. Hann var fjölhæfur íþróttamaður en ég get ekki einu sinni teílt. Ég kann mannganginn en hef ekki þolinmæðina, ég verð að vera á ferð og flugi, enda fæddist ég á járnbrautarstöð. A unga aldri fékk ég áhuga fyri grískri Með alvæpnMyrir sviðið. heimspeki og grískum stíl og síðan hef ég alltaf gætt þess að hlusta á viturt fólk, og ég hef reynt að finna út hvernig það hefur lifað. Að meta slíkt er mikilvægt. Lærði leiklist af gömlu bíómyndunum____________________ En ég hafði mörg áhugamál og margt freistaði. Leikhúsið togaði í, en þökk sé móður minni að ég gat fundið það bezta í fari mínu og ræktað það: Hver ég var, hvað ég gat og hvað ég gat ekki. Ef maðúr velur það bezta hlýtur það bezta að koma út. Ég er stundum spurður að því hvar ég hafi lært leiklist og víst fékk ég góðan skóla þótt ekki fengi ég prófskírteini. Mamma var þvottakona á þessum árum og ég vann í stórri búð: þannig öfluðum við fjár til þess að lifa við þröngan kost. En það var bíó rétt hjá heimili okkar og þar voru eingöngu sýndar gamlar bíómyndir með öllum gömlu frábæru leikurunum. Þótt ég unglingurinn væri að vinna þá vildu eldri frændur mínir aldrei gefa mér pening, því þeir sögðu að ég eyddi öllu í bíó og það líkaði þeim ekki. Mamma leit hins vegar á bíóferðirnar sem nám og það hefur svo sannarlega skilað sér. Að syngja upp á gamla móðinn Á þrítugsaldri hóf ég söngnám við tónlist- arskóla, en einnig söng ég með kósakka- „ísland er bezti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.