Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRIL 1980 25 Nordisk Textiltriennal 1980: Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum i Reykjavík sýningin Nordisk textiltriennal 1979-1980. Sýning þessi hefur farið um öll Norðurlöndin og er ísland siðasta sýningarlandið. Nordisk textiltriennal var stofn- að árið 1974 og eiga aðild að þessum samtökum textilfélögin á Norðurlöndunum. Sýningin sem nú er á Kjarvalsstöðum er önnur sýningin sem samtökin standa fyrir. Fjöldi verka frá hverju landi fer eftir ibúafjölda og á ísland 8 verk á sýningunni eftir 7 listakonur, þær eru: Guðrún Auð- unsdóttir, Ásgerður Búadóttir sem er sú eina sem á tvö verk á sýningunni, Gerla Geirsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Ragna Róbertsdóttir, Þorbjörg Þórðar- dóttir og Guðrún Þorkelsdóttir. Morgunblaðið ræddi við tvær þessara listakyenna, Þorbjörgu og Rögnu auk Ásrúnar Kristjáns- dóttur sem er formaður íslenska textilfélagsins. „Textillistin höfðar til svo margra" Þorbjörg Þórðardóttir útskrif- aðist úr textildeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1970. Síðan hélt hún til Svíþjóðar þar sem hún nam í eitt ár í textildeild Konst- factskólans í Stokkhólmi. Þor- björg kennir nú við textildeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. „Ég kynntist vefnaði þegar ég var í lýðháskóla 17 ára gömul og fékk þá strax áhuga á að leggja fyrir mig myndvefnað," sagði Þor- björg í samtali við Mbl. „Mér hentar vel að vinna í ull, hún er svo mjúk viðkomu og höf ðar líka til það margra þar sem þetta er efni sem allir þekkja." — Er myndvefnaður viðurkennd grein myndlistar? „Já, hann er það hér á landi. Félag íslenskra myndlistarmanna tekur inn vefara jafnt sem málara standist þeir þær kröfur sem félagið gerir. En það er ekki allsstaðar að myndvefnaður er viðurkennd grein myndlistar. I Finnlandi á hann t.d. mjög erfitt uppdráttar en þar eru sterk text- ilfélög á bak við þá sem vinna við myndvefnað. En ef maður stendur sig vel í myndvefnaði hér á landi þá er maður viðurkenndur listamaður alveg til jafns við t.d. málara." Þorbjörg á eitt verk á Nordisk textiltriennal-sýningunni á Kjarv- alsstöðum, „Skyggni ágætt". „Myndin er nokkurs konar nátt- úrustemmning og spilar veðrið þar dálítið inn í. Eg nota einungis ull í verkið og spann hana og litaði að mestu leyti sjálf." — Að hverju vinnur þú núna? „Ég er félagi í Gallerí Langbrók og við erum nú að flytja í húsnæði í Torfunni. Þar munum við setja upp miniatursýningu en þar verð- ur hvert verk ekki stærra en 20 cm. Ég vinn nú að verkum á þá sýningu. Ég vinn auk þess við tauþrykk sem selt er í Gallerí Langbrók. Ég reyni að skipta tíma mínum jafnt milli vefnaðarins og þrykksins. Það er svo miklu ró- legra að sitja við vefstólinn, þótt það geti stundum verið erfitt, og því kann ég mjög vel við þessa skiptingu," sagði Þorbjörg að lok- um. „Vaxandi áhugi á textillist" Ragna Róbertsdóttir listamaður á eitt verk á textilsýningunni. Ber það nafnið „Gamli kirkjugarður- inn". „Ég bý við gamla kirkjugarðinn og teppið sýnir útsýnið sem ég hef úr vinnustofunni," sagði Ragna í samtali við Mbl. Ragna útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1967. Síðar var hún í tvö ár og nam textillist hjá Hildi Hákonar- dóttur við Myndlista- og hand- íðaskólann. Hildur var þá nýkom- in úr námi erlendis og var þetta upphafið að textildeild skólans. Síðan hélt Ragna til Stokkhólms þar sem hún nam í textildeild Konstfactskólans í 1 ár. Eftir heimkomuna hefur Ragna bæði kennt og unnið fyrir sjálfa sig bæði að myndvefnaði og tau- þrykki. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég ákvað að fara út í myndvefnað," sagði Ragna. „Ég fékk strax áhuga á þessari list og mér'hefur alltaf hentað best að vinna í efni, hafa eitthvað áþreifanlegt milli hand- anna. Þorbjórg Þórðardóttir við verk sitt „Skyggni ágætt". myndvefnaðar. Fólk sér að þetta er aðeins eitt tjáningarform myndlistarinnar," sagði Ragna. Auk þess að vinna við mynd- vefnað vinnur Ragna líka við tauþrykk sem selt er í Gallerí Langbrók. Listgrein kvenna íslenska Textilfélagið var stofn- að árið 1975 og eru meðlimir þess nú 25, allt fólk sem fæst við myndvefnað, tauþrykk og hönnun á efnum fyrir verksmiðjur. Eins og áður hefur komið fram er Ásrún Kristjándóttir formaður fé- lagsins. Ásrún kennir grafík og tauþrykk við myndlistadeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, auk þess sem hún er meðlimur í Gallerí Langbrók. Hún var' fyrst spurð að því hvers konar félag Textilfélagð væri? „Textilfélagið er ungt og text- ilgreinin er ung hér á landi og verið að ryðja brautina. Félagið beitir sér fyrir því að kynna greinina hér á landi, bæði höfum við sýnt í skólum, haft kynningar- kvöld fyrir arkitekta o.fl. Textil- félagið hélt fyrstu sýningu sína í Norræna húsinu fyrir 2 árum og er ætlunin að halda slíkar sýn- ingar annað hvert ár og einnig er á dagskránni að fara með sýn- ingar um landið og þá mögulega í samfloti við Gallerí Langbrók enda erum við 10 félagar í Lang- brókinni í Textilfélaginu." Innan Textilfélagsins er starf- andi hópur sem hefur séð um fyrirgreiðslu Nordisk Textil- triennal hér á landi. „Þeir sem þátt taka í sýning- unni eru næstum einungis mynd- vefarar," sagði Ásrún. „Tau- þrykkjarar taka lítið þátt í henni °g liggja ýmsar ástæður þar að „Listgrein, sem karlmenn eru ekki búnir að eigna sér" — Var myndvefnaður ekki lítt þekktur hér á landi á þeim tíma? „Jú, Ásgerður Búadóttir var eiginlega sú eina sem var þekkt hér fyrir myndvefnað þá. Síðan hefur þetta smáþróast og vaxið og fólk er nú farið að hafa meiri áhuga á þessari tegund myndlist- ar." — Er hún þá viðurkennd til jafns við aðrar tegundir myndlist- ar? „Hún hefur aldrei verið það, að minnsta kosti ekki til jafns við málverkið. En ég held að það sé allt að breytast núna. Fólk hér á landi hefur svo lítið séð af vefnaði sem er hrein myndlist. En þessar stóru textilsýningar sem haldnar hafa verið hafa breytt viðhorfi til Rætt við tvær textillistakonur og f ormann Textilf élagsins Ragna Róbertsdóttir og verk hennar sem er á Nordisk Textiltriennal 1980: „Gamli kirkjugarðurinn". Ásrún Kristjánsdóttir formaður Textilfélagsins. baki. Til dæmis halda margir þeirra sýningar sjálfstætt í sínum heimalöndum. Mér þykir það mjög miður að ekki skuli vera meira um tauþrykk á þessari sýningu þar sem greinin þarfnast kynningar hérlendis." — Hvert var upphafið að þess* um norrænu sýningum? „Fyrsta sýningin var haldin árið 1976. Hugmyndin er sprottin frá dönsku textillistakonunni Nanna Hertoft. Hún hefur líka séð um alla fyrirgreiðslu og haldið öllu gangandi síðan. En þetta sýningarform sem nú er notað er afskaplega þungt í vöfum og það hefur komið til tals að breyta því eitthvað. Til dæmis yrði það strax auðveldara ef sýn- ingin yrði aðeins í 2—3 af Norður- löndunum eða þá að 2—3 Norður- lönd tækju þátt í henni hverju sinni. Við getum heldur ekki búist við því að Norræni menningar- sjóðurinn vilji aftur styðja svo stórkostlegt fyrirtæki, hann hefur í mörg horn að líta." — Að lokum, hvers vegna hafa svo til einungis konur tileinkað sér textillistina? „Það er ósköp eðlilegur hlutur. Konur eiga sér langa hefð í að vinna með garn og þráð. Á Norð- urlöndunum voru það konurnar sem unnu inni og karlarnir úti. En með því að konur fara að láta til sín taka og kvenfrelsisbaráttan hefst er það ósköp eðlilegt að þær velji að tjá sig í því efni sem þeim er svo kunnugt. Þetta er grein sem karlmenn eru ekki búnir að eigna sér þannig að konur geta og eru sjálfar að móta stefnuna í greininni. Utan- lands er það þó nokkuð algengt að karlmenn hafi valið sér þetta efni til listsköpunar," sagði Ásrún að lokum. rmn. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.