Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 13 flýja rússnesku listamennirnir, dansararnir, tónlistarmennirnir, rithöfundarnir og vísindamennirnir. Maður verður að fá að vera frjáls. Ef mig langar til að syngja þá syng ég virkilega. Ég er hljóðfaerið og ef þú þekkir hljóðfærið þá veiztu hvernig er bezt að leika á það.“ „Ég flétta saman það sí- gilda. þjóðlög og skemmtunu „En margir spyrja að því hvernig söngv- ari þú sért, hvort þú sért sígildur söngvari, þjóðlagasöngvari eða skemmtikraftur?" „Grunnurinn í minni túlkun er tónlist fólksins. Ef þú hefur framúrskarandi rödd þá syngur þú hins vegar fleira en hina svokölluðu alþýðutónlist, þjóðlögin og stemmningslögin. Þú syngur þá óperur, heldur tónleika og skemmtir ef svo ber undir. Ég hef gengið í gegn um þessa þætti og reyni að blanda þeim öllum saman, ég •syng, tala við áheyrendur og skemmti. Mér líkar'áð syngja alla skemmtilega söngva sem ná til fólks og þannig flétta ég saman sígilda tónlist og léttari tónlist. Mozart var aðeins skemmtikraftur fyrir sína samtíð, hann dó fátækur og enginn vissi hvar gröf hans var. Hann var í rauninni meiningarlaus fyrir sinn tíma. Nú tvö hundruð árum síðar er allt annað upp á teningnum og það er gott, en hann fór á mis við það. Hann átti enga vini og sjúka konu, en hann samdi tónlist sem hefur persónu- leika og ótrúlega oft liggja stefin nálægt þjóðlaginu. Þannig var það einnig með Schubert og fleiri og fleiri, ef til vill þess vegna lifðu verk þeirra af,“ og svo söng Rebroff hástöfum úr hinum ýmsu tónverk- um, en fjaraði út á kvöldklukkunum rússn- esku. „Þeir hleypa refn- um ekki inn“ Ég spurði hann hvort hann hefði komið til Rússlands? „Já oft, en ég hef ekki sungið þar — segir songvarinn Ivan Rebroff í samtali við Morgunblaðið Grein: ÁRNIJOHNSEN Myndir: RAGNAR AXELSSON söngvurum og fór í læri hjá gömlu Don Kósökkunum. Þá fyrst fann ég jarðveg til þess að rækta virkilega það sem í mér bjó. Árið 1962 tók ég þátt í alþjóðlegri tónleika- keppni og Evrópukeppni og vann fyrstu verðlaun í báðum. Þá var mér sagt að ég væri tilbúinn í slaginn, eins og þroskað epli sem er tilbúið að falla af trénu. Ég söng m.a. við óperuna í Munchen og Hamborg, gaf út fyrstu plötuna mína sem hlaut mjög góðar viðtökur, sérstaklega í París. Ahuginn vaknaði og gyðingarnir í París fóru að velta því fyrir sér hver hann væri þessi Ivan Rebroff. Um þær mundir stóð til að sviðsetja Fiðlarann á þakinu og það var ekkert með það, gyðingarnir í leikhúslífinu í París sögðu: Þetta er okkar Tevje. Ég talaði ekki frönsku þá og leizt ekkert á þetta. Þeir vissu jú hvernig ég söng, en þeir vissu ekkert um það hvort ég gæti leikið. Þeir heimtuðu að ég nefndi peningaupphæðina og ég nefndi nógu háa til þess að sleppa frá þeim, 5000 mörk fyrir kvöldið, en það dugði ekki til, samningurinn var lagður fram og mér sagt að skrifa undir. Þá hafði ég ellefu mánuði til stefnu til þess að læra frönsku. Það var því ekkert annað að gera en stökkva út í þetta eins og maður stekkur út í íslenzka sundlaug. Og þetta gekk upp eins og bezt varð á kosið og líklega hefur það hjálpað mér að persónuleiki minn liggur svo nálægt vinnunni. Ég hef aldrei gleymt að lifa lífinu eðlilega og frjálslega. Nú hef ég verið atvinnusöngvari í 22 ár, en hjá kósökkunum lærði ég að syngja rússn- esku söngvana upp á gamla móðinn með hjartað og tilfinninguna í fyrirrúmi. Það gildir ekki í Rússlandi í dag, allt á að vera skipulagt og persónuleiki einstaklingsins dauðhreinsaður og flattur út. Þess vegna opinberlega. Ég er persóna non grada þar og fæ ekki að syngja. Hins vegar er ég vinsæll og vel þekktur þar hjá alþýðu fólks, en þar er lifað tvenns konar lífi, hinu opinbera og hinu sem fólk þarf að lúra á, mannlífi einstaklinganna. Söngur minn hljómar í la,umi hjá þessu fólki á snældum, plötum og í útvarpi frá öðrum löndum. Auðvitað fæ ég ekki að syngja í Rússlandi, ég er utanaðkomandi en þó nokkurs konar heimamaður, ég er sýnishorn af kapítalista í augum rússneska kerfisins og sonur útflytj- enda og ég mun ekki koma aftur. „Svo ætlar hann að sýna okkur hvernig á að syngja okkar söngva," segir kerfið, og hvernig á það að ganga upp hjá þeim sem vilja hafa allt skipulagt. Ég verð ekki skipulagður. Ég veit að ég get haft nóga áheyrendur í Rússlandi á hverju kvöidi í 20 ár ef þeir leyfðu, en þeir hleypa refnum ekki inn.“ m ” § > j mMm Á ferð í Rússlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.