Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 3 Hátíðahöld í tilefni sumardagsins fyrsta: Hvolí og skemmtiatriði í miðbæ Reykjavikur HÁTÍÐAHÖLDIN í Reykjavík hefjast um morguninn kl. 11 með fjölskylduguðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Prestur verður séra Þórir Stephensen. Eftir hádegið verður safnast saman á tveimur stöðum í borg- inni og frá þeim gengið í skrúð- göngu niður í bæ. Frá Hlemm- torgi verður lagt af stað kl. 13.30 og frá Melaskóla verður lagt af stað kl. 13.20. Fyrir göngunni munu fara fánaborgir skáta og lúðrasveitir. Eftir hádegið verður skemmtun í miðbænum. Tívolískemmtun skáta verður í Austurstræti, Pósthús- stræti og á Hótel-íslandsplaninu (Hallærisplaninu). Hún hefst strax og skrúðgöngurnar koma í mið- bæinn. Er hægt að velja milli um 55 atriða s.s. rúlettu, naglaírekst- urs, veðreiða, dósabakka o.fl. Skemmtidagskrá fer fram á sviði á Lækjartorgi og hefst hún kl. 14.30. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Á skemmtuninni koma fram sönghópar og kórar, s.s. Lítið söngdúó og skólakór Mela- skóla, trúðar og önnur slík fyrir- bæri, leikþáttur o.fl. Ennfremur verður sýnt það nýjasta í barna- tískunni og skólahljómsveit Laug- arnesskóla og Árbæjar og Breið- holts munu blása nokkur lög. Skátamessa í Neskirkju Það er orðinn árlegur viðburður að skátafélagið Ægisbúar haldi skátamessu sumardaginn fyrsta. í ár fer hún sem oftar fram í Neskirkju og mun séra Guðmund- ur Óskar Olafsson þjóna fyrir altari. Páll Gíslason, skátahöfð- ingi, prédikar, organleikari er Reynir Jónsson. Skátar sjá um söng. Eldri skátar eru hvattir til að mæta sem og aðrir. Messan hefst klukkan 11. Hefðbundin sumar- hátíðahöld í Kópavogi Hátíðahöldin á sumardaginn fyrsta í Kópavogi verða með svip- uðu sniði og verið hefur undanfar- in ár. Dagskráin nú verður þessi í umsjá Ungmennafélagsins Breiða- bliks: Kl. 10.00 Víðavangshlaup ÍK við Fagrahvamm (v/Gagn- heiði). Kl. 10.30 Skátaganga frá Víghóla- skóla til kirkju. Kl. 11.00 Skátamessa í Kópavogs- kirkju. Kl. 13.30 Skrúðganga frá Digra- nesskóla að Kópavogs- skóla. Skólahljómsveit Kópavogs fer fyrir göng- unni. Stjórnandi Björn Guðjónsson. Kl. 14.00 Dagskrá við Kópavogs- skóla. Kl. 15.00 Hlutavelta í Kópavogs- skóla. Lionsklúbbur Kópavogs. Kl. 16.30 Knattspyrna á Vallar- gerðisvelli. UBK - ÍK 6. flokkur. UBK - ÍK 5. flokkur. Kl. 19.30 Diskótek í Hamraborg 1 fyrir 10—12 ára. Kl. 20.30 sýnir Leikfélag Kópavogs Þorlák þreytta í Félags- heimilinu. Fjölskylduskemmtun í Mosfellssveit Stefnur, eiginkonur karlakórs- manna í Mosfellssveit og ná- grennasveitum, halda sína árlegú' fjölskylduskemmtun í Hlégarði sumardaginn fyrsta kl. 3. Að venju verða ýmis skemmtiatriði, kaffi- veitingar, dans o.fl. Skrúðganga, kaffi- sala, skemmtiatriði o.fl. í Garðabæ Skátafélagið Vífill í Garðabæ sér um hátíðarhöld dagsins. Kl. 10.45 verður skátamessa í Garða- kirkju en kl. 14 hefst skrúðganga frá Karlabraut að Skátaheimilinu þar sem verður kaffisala og skemmtiatriði bæði úti og inni. Skrúðganga og skrautreið á Akureyri Á Akureyri munu skátar fara fyrir skrúðgöngu frá Strandgötu upp að kirkjunni þar sem fram fer skátamessa kl. 11. Meðari göngunni verður stillt upp mun Lúðrasveit Akureyrar leika nokkur lög. Félagar í hestamannafélaginu Létti munu kl. 14 hefja skrautreið um suðvesturjaðar bæjarins. Er reiðinni lýkur verður börnum leyft að fara á hestbak á félagssvæði Léttis. Skátamessa og víðavangshlaup í Hafnarfirði Lagt verður af stað í skrúðgöngu frá Skátaheimilinu í Hafnarfirði kl. 10 árdegis. Gengið verður niður Reykjavíkurveg og á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Fjarðargötu kemur Lúðrasveit Hafnarfjarðar inn í gönguna. Síðan verður gengið sem leið liggur eftir Fjarðargötu suður Strandgötu og til baka Suðurgötu að Hafnarfjarðarkirkju þar sem verður skátaguðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður H. Guð- mundsson messar en Rúnar Brynj- ólfsson yfirkennari flytur ávarp. Síðan munu börn úr Víðistaðasókn flytja brúðuleik úr guðspjöllunum. Einungis barnasálmar verða sungnir við messuna og leikið verður undir á gítar. Eftir hádegið verður víðavangs- hlaup Hafnarfjarðar háð í 22. skiptið. Hlaupið hefst við Lækj- arskólann kl. 14 og verður keppt í 4 karlaflokkum og 3 kvennaflokkum. Öllum er heimil þátttaka. (Ljósm. RAX) Klukkustund- ar konungs- heimsókn BALDVIN Belgíukonungur og Fabíóla drottning höfðu tæplega klukkustundar viðkomu á Kefla- víkurflugvelli á leið sinni frá Bandaríkjunum til Belgiu. Drottning steig aldrei frá borði konungsþotunnar meðan dvalið var í Keflavík, en Baldvin konung- ur þáði veitingar í Flugstöðinni og heilsaði upp á Árna Tryggvason sendiherra, Kristján G. Gíslason aðalræðismann Belgíu hér á landi og fleiri. Nýkomið: Flannel föt m/vesti ★ Stakir jakkar ★ Þunnir sportjakkar ★ Bolir ★ Kakhi-buxur ★ Sportskyrtur o.m.fl. o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.