Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 19 Spegilmaðurinn SPEGILMAÐURINN Litla leikíélagið Garði. Ilöfundur: Brian Way. Leikstjórn önnuðust leikararn- ir með hjálp Sævars Helgason- ar. Einn ágætur maður sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að: heimurinn væri leiksvið og við Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON leikarar á því sviði. Þetta er umdeild lífsskoðun og ekki hér á dagskrá en víst er það að leikhúsið skiptir gjarnan veru- leikanum í tvennt. í fyrsta lagi er sá sem fer fram á sviði leikhússins og framinn er af leikurunum og síðan er sá sem áhorfendur búa við. Leikararnir vilja að vísu gefa áhorfendunum kost á hlutdeild í hinum leikna sviðsveruleika en sjaldgæft er að þeir verði sjálfir þátttakendur í leiknum. Leikhúsið teygi í eigin- legri merkingu svið sitt til þeirra og heimur áhorfandans verði þannig leiksvið. Hér fyrir helgi varð ég vitni að tilraun íslensks leikhúss í þessa átt. Litla leikfé\ lagið í Garðinum reyndi með uppfærslu á leiknum Spegil- manninum eftir Brian Way að virkja hóp 6 til 8 ára krakka sem saman voru komnir í leikfimisal Hólabrekkuskóla. Reyndu leik- arar og leikstjóri með ýmsum brögðum að fá andsvör og virk viðbrögð krakkanna. Og það tókst sannarlega, þakið á leik- fimisalnum ætlaði hreinlega að Kallað eftir þingmálum úr nefndum SVERRIR Hermannsson forseti neðri deildar kváddi til fundar í vinnunefnd deildarinnar á þriðju- dag, en í þeirri nefnd sitja formenn nefnda deildarinnar og er forseti formaður. „Ég kvaddi til þessa fundar í framhaldi af kvörtunum um að mál tefðust í nefndum," sagði Sverrir í samtali við Mbl. eftir fundinn. „Ég kallaði eftir þeim málum, sem bíða óafgreidd í nefnd- um og menn höfðu góð orð um að taka til hendinni við afgreiðslu þeirra." Fyrirlestur um mataræði og hjartasjúkdóma BANDARÍSKUR læknir, William P. Castelli, flytur fyrirlestur á vegum Manneldisfélags íslands í Lögbergi, kennslustofu laganema nr. 101, Háskóla íslands föstudag- inn 25. apríl kl. 20.30. Fyrirlestur inn nefnist „Mataræði og hjarta- sjúkdómar“, og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. William P. Castelli er einn af forstöðumönnum hinnar þekktu hóprannsóknar m.t.t. hjartasjúk- dóma, sem kennd er við Framing- ham í Massachusett fylki í Banda- ríkjunum. Læknirinn "er hér í fyrirlestraferð á vegum Hjarta- sjúkdómafélags ísl. lækna og Fél. ísl. lyflækna. Hann mun m.a. flytja fyrirlestur á laugardag á sympos- ium um háþrýsting sem haldið verður í Domus Medica. Á föstudag 25. apríl kl. 14.00 flytur hann fyrirlestur í kennslu- stofu Landspítalans um aðra þætti rannsóknarinnar. rifna þegar galdranornin í leik- ritinu hugðist ræna töfrabók nokkurri sem lék stórt hlutverk í leiknum (lítill polli gerði meira að segja tilraun til að bjarga bókinni). Nú milli spennuatriða í leikritinu datt á dauðaþögn sem er óvenjuleg á barnaleikritum. Að lokinni sýningu var börnun- um afhent plakat með mynd af leikendum. Var athyglisvert að sjá hvernig þau hópuðust í kring um nornina. Var líkt og þau losnuðu við einhvern ótta og spennu. Reyndar var nornin ekki gerð mjög herfuleg í leiknum og er þar fylgt fyrirmælum höfund- ar sem ætlast til að börnin verði ekki of hrædd. Vafalaust byggir höfundur á ákveðnum sálfræði- legum forsendum sem hann gef- ur sér, allt um það þá setur hann ákveðin skilyrði fyrir uppfærslu leikritsins. Lítum nánar á þessi skilyrði í von um að fræðast um markmið þessa athyglisverða höfundar: Skilyrði eitt: Leikritið á að vera fyrir börn á aldrinum 5—8 ára og vera leikið af fullorðnum. (Ef full- orðnir eru meðal áhorfenda, er best að þeir sitji annarsstaðar en börnin, til að þátttaka barnanna verði óþvinguð.) ■Skilyrði tvö: Sviðið: Leikið á miðju gólfi, á afmörkuðu svæði (kringlóttu, sporöskjulöguðu, eða ferkönt- uðu), bestur árangur næst ef áhorfendur sitja á gólfinu. Ath: Þetta leikrit er gert fyrir fordyri eða leikfimisal og má ekki nota leikhússal nema hægt sé að útbúa leiksvæði á gólfinu. Skilyrði þrjú: Fjöldi áhorfenda (þátttaka, þ.e.a.s. barna) má ekki fara yfir 200, í leikfimisal eða fordyri, 'og ekki yfir 420, ef leikið er í leikhúsi. Eins og lesendur sjá af þessum leiðbeiningum þá er það mark- mið leikritahöfundar að ná til barna á því stigi þegar þau eru opnust og hugmyndaflug þeirra skarast við veruleikann. Og máir brúnir hans út. Höfundur vill með öðrum orðum vekja börnin af þyrnirósarsvefni mötunar sjónvarps og myndabóka, enda kemur það fram hjá höfundi í skrifum hans að börnunum sé ætlað að aðstoða leikarana að vissu marki, gefa þeim tilefni til „... leiks af fingrum fram“. Þannig vill höfundur gera til- raun til að brúa kynslóðabilið. Láta börnin mæta í senn ímynd- un sinni og hinum fullorðnu á táknrænan virkan hátt. Ásta Magnúsdóttir sem norn, Ingi- björg Eyjólfsdóttir í hlutverki Blíðu, spegilmaðurinn í hönd- um Þórarins Eyfjörð og Sæm- undur Jóhannesson í gervi dúkkumannsins mættu eitt síðdegi í Hólabrekkuskóla hóp af. litlum börnum með leik sínum í Spegilmanninum. Hafi þau þökk fyrir. Það voru reyndar fleiri fullorðnir þetta síðdegi að reyna að koma til móts við börnin. Inni í einni skólastofu voru tveir fulltrúar hjálpræðis- hersins að syngja sálma með barnahóp og í öllum áttum virtist eitthvað vera á seyði. Úti á skólalóðinni var þó heldur daufara, enda dæmigerð íslensk lægð að hella úr skálum reiði sinnar. Þá voru tveir strákar að slást út af því hvort nornin væri ekta. BÍLASYNING fimmtudag — föstudag og laugardag Fögnum sumri meö opnun glæsilegs nýs sýningarsalar í Ford-húsinu aö Skeifunni 17. Sýnum af því tilefni: Ford Thunderbird Ford Mustang Ford Fairmont Ford Cortina Ford Fiesta Ford feti framar 4@E2ÞSveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 REYKJAVIK SIMí85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.