Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 2

Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 Nær 7 milljarða rekstrartap hjá Flugleiðum 1979 Tap Flugleiða í heildarrekstri á sl. ári var tæpir 7 milljarðar króna eða 6,9 milljarðar en ekki Iíkkut fyrir ennþá hvernig tekjuskipting- in er á hinum ýmsu leiðum. Þó er talið að halli á innanlandsfluginu verði með minnsta móti samkvæmt upplýsingum Björns Theódórsson- ar fjármálastjóra Flugleiða. Miklir rekstrarörðuglcikar háðu Flugleið- um á sl. ári m.a. vegna þess að breiðþota félagsins var úr leik vikum saman. Á árinu 1978 var tæplega 400 millj. kr. hagnaður á Flugleiðum, en þess ber að geta að þá voru félaginu greiddar 3,3 millj- arðar kr. í bætur fyrir DC-8 sem fórst á Sri Lanka. — Tapið var því í rauninni um 3 milljarðar kr. Á aðalfundi Flugleiða n.k. mánu- dag munu reikningar liggja endan- lega fyrir. Tekjur Flugleiða sl. ár námu 43,5 milljörðum króna, en þar af fóru liðlega 4 milljarðar í um- boðslaun. Árið 1978 urðu tekjurnar hins vegar tæplega 25 milljarðar króna. Heildarrekstrargjöld Fiug- leiða á sl. ári urðu 46,6 milljarðar króna og er það 3,1 milljarði króna hærri tala en tekjurnar námu, en hins vegar hafði eigið fé fyrirtækis- ins dregist saman um 3 milljarða kr. eða úr tæpum 5 milljörðum í 2 milljarða. Farþegafjöldi yfir Norð- ur-Atlantshafið á sl. ári var tæplega 260 þús. farþegar miðað við 275 þús. árið 1978, en heildarfarþegafjöldi Flugleiða innan lands og utan var hins vegar liðlega 800 þús. manns á sl. ári að meðtöldum farþegum Air Bahama. VETUR kveður og sumar gengur í garð. Sjálfsagt fá þessi ungmenni þá ný verkefni að sýsla við, e.t.v. hafa þau einmitt verið að hugleiða sumarvinnuna þegar Ingunn Friðleifsdóttir tók þessar myndir, en hún hefur undanfarið verið i starfsfræðslu á Morgunblaðinu og skoðað mannlífið í gegnum auga myndavélarinnar. Halldór Blöndal alþingismaður: manns með meðallaun Fékk styrk úr Barböru- sjóðnum FEÐGARNIR Magnús Á. Árnason og Vífill Magnússon stofnuðu fyrir þremur árum sjóð til styrktar myndlistarmönnum til minningar um Barböru Árnason. Félagar í FÍM geta árlega sótt um styrk frá sjóðnum og er ævinlega dregið úr umsóknum 19. apríl sem er afmælisdagur Barböru. Að þessu sinni hlaut Sveinn Björnsson list- málari styrkinn, kr. 500 þús. Aðspurður um útlit í rafmagns- málum næsta vetur sagði hann, að á það væri að líta, að sumarið 1979 hefði verið mjög kalt á hálendinu og því lítið vatn í miðlunarlónum Landsvirkjunar er vetur gekk í garð. Hins vegar hefði veturinn verið tiltölulega góður, þannig að erfið- leikarnir hefðu ekki orðið eins miklir og útlit var fyrir í fyrrahaust. — Ef maður á að vera raunsær, þá mun sjálfsagt vanta vatn ein- hvern tíma næsta vetur, en jafnvel þó það vanti rafmagn einhvern tíma þá framleiðum við fyrir 20—24 milljónir króna á dag í fullum rekstri í einum ofni. Þannig þarf ekki margra daga framleiðslu til að borga þann óverulega vaxtasparnað, sem gæti orðið hjá okkur, sagði Jón Sigurðsson. Síðustu tillögur stjórn- arinnar ná ekki til verka- hefði það verið litið alvarlegum augum af Guðmundi Jaka og þeim félögum. Ef borið er saman við skattalög- in, sem lagt var á eftir 1978, er skattahækkunin nú á meðaltekjur verkamanns tæpar 200 þúsund krónur, þegar allt er talið. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela það í sér að skattar á hjónum hækka um 40 þúsund krónur, hvort sem um háar eða lágar tekjur er að ræða. Gagn- vart einstæðum foreldrum er nán- ast um leiðréttingu að ræða, enda skiptir það engu varðandi tekjuöfl- un ríkissjóðs. Samkvæmt upplýsingum reikni- stofu háskólans veldur lækkun per- sónuafsláttar úr 525 í 505 þúsund krónur 2,6 milljörðum króna í tekjuauka fyrir ríkissjóð. Hins veg- ar kostar hækkun lágmarksfrá- dráttar fyrir einstaklinga 2,4 millj- arða og breytingarnar gagnvart einstæðum foreldrum tæpar 300 milljónir króna. Hér er því einungis um breytingu á skattbyrði að ræða, en hvorki skattalækkun né skatta- hækkun sé dæmið skoðað í heild. Fyrirsögn Þjóðviljans í dag, mið- vikudag, um skattalækkun upp á 5,5 milljarða er því heilaspuni. Svo virðist sem allar þessar tölur séu lagðar saman og þess ekki gætt að sumar koma ríkinu til tekna og aðrar til gjalda. Það er eftirtektarvert, að ríkis- stjórnin hefur þyngt skattbyrðina á lægst launaða fólkinu í meðförum málsins á Alþingi og er þar um tilfinnanlegasta mun að ræða hjá þeim hjónum, sem lægstar hafa tekjurnar," sagði Halldór Blöndal. Veiðiferð- in frumsýnd á ísafirði VEIÐIFERÐIN hefur nú verið sýnd á ýmsum stöðum á landinu við mjög góða aðsókn og hafa um 50 þús. manns á öllum aldri séð myndina. I dag, sumardaginn fyrsta, verð- ur myndin frumsýnd á ísafirði og um næstu helgi hefjast sýningar á Húsavík og í Stykkishólmi. Veiði- ferðin hefur verið sýnd á þremur stöðum í einu að undanförnu. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar um frestun framkvæmda: Aðeins óveruleg upp- hæð sem myndi sparast — ÞETTA lýsir því bezt hve menn eru óraunsæir, sagði Jón Sigurðs- son forstjóri Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga 1 gær, er Mbl. bar undir hann frétt blaðsins um hugmyndir nokkurra fram- sóknarmanna um að fresta 9 millj- örðum króna tii Járnblendiverk- smiðjunnar um eitt ár. Jón sagði, að ákvörðun um fram- kvæmdir við seinni ofn verksmiðj- unnar hefði verið tekin í desember 1978 og þá hefðu fyrstu pantanirnar verið gerðar, síðan hefði verið samið við verktaka og búnaður keyptur, þannig að jafnvel í lok síðasta árs hefði verið orðið of seint að breyta fyrri ákvörðunum um fjárfestingar. — Það sem hugsanlega gæti unn- izt með því að fresta framkvæmdum við ofninn væri að fresta einhverjum vaxtakostnaði, en það væri aðeins óveruleg upphæð, sagði Jón Sigurðs- son. — Seinni ofninn á að vera tilbúinn í byrjun september og það lýsir bezt óraunsæinu að nú, rúmum fjórum mánuðum fyrir gangsetn- ingu, eru uppi hugmyndir um að spara 9 milljarða króna með því að fresta framkvæmdum, sagði Jón. „SÍÐUSTU tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar, sem ég hef séð, eru viðurkenning á þeim stað- reyndum að um verulega skatta- hækkun er að ræða,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður í samtali við Mbl. í gær. „Vegna þrýstings frá launþegasamtökum hefur nokkuð verið gefið eftir gagnvart tekjulægstu einstaklingum, en þó miklu minna en látið er I veðri vaka. Samkvæmt upplýsingum kjararannsóknanefndar voru með- allaunatekjur verkamanns á sið- asta ári 5,1 milljón króna, en áhrif siðustu tillagna ríkisstjórnarinnar fjara út rétt um 4,9 milljónir svo þær ná ekki til verkamanns með meðaltekjur. Á honum og þeim einstaklingum, sem hærri tekjur höfðu, eru skattar hækkaðir um 20 þúsund krónur. Einhvern tímann Forráðamenn „Diskó '74“. talið frá vinstri: Ilalldór Júlíusson og Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjórar. lengst til hægri cr Sigurður J. Sigurðsson yfirþjónn. Ljósm. Mbl. Emilia. Nýr diskóstaður DISKÖ '74 er nýr „diskóstaður" í Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík. Staðurinn er rekinn í tcngslum við annan veitingarekstur Glæsibæjar og tónlistin verður „dempuð“ að sögn forráðamanna. þannig að hægt verður að njóta þar dans- menntar án þess að talað tján- ingarform sé afskrifað. Framkvæmdastjórar staðarins og rekstraraðilar eru Halldór Júlíusson og Sigurður Sigurðsson, yfirþjónn er Sigurður J. Sigurðsson. Innréttinga- hönnuðir eru Guðrún Jónsdóttir og Snorri Hauksson arkitektar. Radíó- bær og Hans Kraag Júlíusson sáu um tæknivæðingu og hljómburðar- tæki. Athugasemd frá ríkisskattstjóra MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi athugasemd frá ríkisskattstjóra. Laugardaginn 19. þ.m. birtist grein í blaði yðar undir fyrir- sögninni: Reiknistofnun Háskól- ans: Meðaltalsskattahækkun einhleypina 30 þús. kr. — fyrri frádráttur og 10% reglan ekki sambærileg. í grein þessari segir svo: „Ríkisskattstjóri reiknar með 10% föstum frádrætti bæði í gamla og nýja kerfinu, en það segir Þorkell að sé ekki raun- hæfur samanburður, m.a. þar sem meðalfrádráttur einhléyp- inga hafi áður verið miklu minni, en 10% regla nýja kerfis- ins býður upp á.“ Hér er rangt farið með sta reyndir en ætla verður að Þo kell Helgason, dósent, hafi vit; hvað um var að ræða. Ég 1 reikna út opinber gjöld sk framtölum 40 manna í Reykj: yík gjaldárin 1979 og 1980. V útreikning tekjuskatts san kvæmt lögum nr. 68/1971 m« síðari breytingum reiknaði í vitanlega ekki með „10% föstui frádrætti" enda slíkur frádrát ur ekki heimill samkvæmt þeii lagaákvæðum. Skorað er á Þorkel Helgaso: dósent, að skýra frá því hvar útreikingum mínum er að finn stoð fyrir framangreindri ful yrðingu hans. Reykjavík 23. apríl 1980. Sigurbjörn Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.