Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
5
Fimmtudagsleikritid:
Upptaka á leikritinu Höldum þvi innan fjölskyldunnar i fuilum gangi í Útvarpssal.
Höldum því inn-
an fjölskyldunnar
f kvöld fimmtudaginn 24. apríl
(sumardaginn fyrsta) kl. 20.10
verður flutt leikritið „Höldum
því innan fjölskyldunnar“ eftir
Aleksandr Nikolajevitsj Ost-
rovskí. Þýðinguna gerði óskar
Ingimarsson, en leikstjóri er
Klemenz Jónsson. í helstu hlut-
verkum eru Helgi Skúlason, Þóra
Friðriksdóttir, Lilja Þórisdóttir
og Þórhallur Sigurðsson. Flutn-
ingur leiksins tekur um fimm
stundarfjórðunga. Tæknimaður
var Georg Magnússon.
Lípotjka, dóttir Bolsjovs kaup-
manns, er komin á giftingaraldur,
og foreldrum hennar þykir tíma-
bært að finna henni mannsefni.
Ekki horfir þó vel með hjúskap-
inn, því stúlkan er í meira lagi
kenjótt. En Bolsjov hefur í þjón-
ustu sinni slunginn starfsmann,
Lazr Podhaljúzín, sem kann vel að
færa sér í nyt erfiðar aðstæður.
Þetta er ósvikinn gamanleikur
þar sem Ostrovskí flettir ofan af
svindlinu í kaupmannastétt
Moskvu um miðja 19. öld. Þröng-
sýni og fastheldni á gamla og
úrelta siði fá líka sinn skammt af
gagnrýni.
Ljósm: Emilía Bj. Bjórnsdóttir.
Aleksandr Ostrovskí fæddist í
Moskvu árið 1823. Um tíma stund-
aði hann lögfræðinám í heimaborg
sinni, en vann síðan nokkur ár við
verslunardómstól Moskvuborgar
og kynntist þá vel siðum og
háttum kaupmannastéttarinnar.
„Höldum því innan fjölskyldunn-
ar“ var fyrsta leikrit hans. Það
vakti mikla reiði og kostaði hann
stöðuna. Eftir það lifði hann
eingöngu á að skrifa leikrit, en
þau urðu alls milli 50 og 60.
Ostrovskí lýsir vel umhverfi og
margvíslegum manngerðum, en
ristir ekki sérlega djúpt í skáld-
skap sínum. Hann lést árið 1886.
Áður hafa verið flutt eftir
Ostrovskí í útvarpi leikritin
„Mánudagur til mæðu“ 1963,
„Hamingjudagur" 1965 og „Dag-
bók skálksins" 1976.
Fundur um örygg-
ismál Norðurlanda
Dr. Áke Sparring. forstöðu-
maður Sænsku utanríkismála-
stofnunarinnar, flytur erindi
á hádegisverðafundi Samtaka
um vestræna samvinnu laug-
ardaginn 26. apríl í Átthaga-
sal Hótel Sögu.
Fundurinn hefst kl. 12. og
er öllum heimill aðgangur.
Dr. Sparring mun fjalla um
öryggismál Svíþjóðar og tengsl
þeirra við önnur Norðurlönd Qg
Atlantshafssvæðið. Fyrirlest-
urinn verður fluttur á ensku og
nefnist „Swedish Security —
its Nordic and Atlantic Ties“.
Fyrirlesarinn mun svara fyr-
ispurnum, að erindi sínu loknu.
Áke Sparring lauk magist-
ersprófi við Uppsalaháskóla
1948 og doktorsprófi við
Stokkhólmsháskóla 1967. Hann
var blaðamaður um skeið, en
hóf störf við Sænsku utan-
ríkismálstofnunina (Utrikes-
politiska Institutet) 1962.
Hann var settur forstöð-
umaður stofnunarinnar 1968
og skipaður 1970.
Dr. Áke Sparring.
Dr. Sparring hefur í störfum
sínum kynnt sér sérstaklega
öryggismál Norður-Evrópu og
íslands. Árið 1972 gaf hann út
ritið „Island, NATO och Evr-
opa“, sem vakti mikla athygli
og umræður fræðimanna og
stjórnmálamanna.
Bókauppboð á Akureyri
Bókauppboð verður haldið á
Akureyri á laugardaginn og
hefst það klukkan 15.30 á Hótel
Varðborg, en það er Jóhannes óli
Sæmundsson sem rekur Fornsöl-
una Fögruhlið sem heldur upp-
boðið.
Bækurnar sem seldar verða á
uppboðinu eru til sýnis þessa
dagana í Fornsölunni og verða
þær seldar gegn staðgreiðslu við
hamarshögg. Alls eru 140 bóka-
titlar á uppboðinu, bækur af ýmsu
tagi frá ýmsum tímum.
Bana-
meinið
var morð
Banameinið var morð, nefn-
ist ný bandarísk sjón-
varpsmynd sem er á dagskrá
sjónvarpsins annað kvöld, og
þar koma þau Katharine
Ross og Hal Holbrokk meðal
annarra við sögu, en hér
sjást þau í hlutverkum
sínum, en myndin fjallar um
hinn eilífa þríhyrning, tvo
menn er berjast um ástir
sömu konu.