Morgunblaðið - 24.04.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
Á hverfanda hveli í Gamla bíói:
Þrátt fyrir að Á hverf-
anda hveli hafi kannski oilu
frekar komist á blöð kvik-
myndasögunnar fyrir frá-
bæra fagmennsku og feikna-
vinsæidir en fádæma kvik-
myndalist, má fullyrða að
hún á fáa eða engan sinn
líka.
Fullvíst má telja að hún er
mest sótta mynd allra tíma (á
vinsældalista Variety, sem
byggður er á brúttó tekjum af
aðgangseyri, er hún nokkru
neðar, en hafa ber í huga að
megin innkoma myndarinnar
var á árunum 1939—41, þegar
miðaverðið var langt innan
við dal). Auk fyrsta sýningar-
tímabilsins, hefur ÁHH verið
margoft endursýnd um
heimsbyggð alla, við feiki-
legar vinsældir hverju sinni.
Um hana hefur verið skrif-
aður fjöldi bóka, og enn þann
dag í dag eru sígild gæði
hennar og orðspor slíkt að
hún dregur að sér fjöldann.
Og enn einu sinni stendur
hún okkur til boða, í fjórða
skipti, að því ég best veit.
Staðist
tönn
Ein kunnustu hlutverk kvikmyndasögunnar: Clark Gable og Vivian Leigh
sem Rhett Butler og Scarlett 0‘Hara, í miðri ógn þrælastríðsins.
Mörg stórstirni síns tíma prýða Á IIVERFANDA
HVELI; hér má sjá Oliviu Dellavilland, Ward
Bond, Gable og Leslie Howard.
tímans
Gone with the Wind er
fyrir löngu hafin yfir venju-
lega gagnrýni, tugmilljónir
manna um allan heim, hafa
kveðið upp sinn óhagganlega
dóm í fjóra áratugi. Hér
verður aðeins tæpt á sögu og
inntaki myndarinnar.
Á hverfanda hveli er fyrir
marga hluti ein frægasta og
vinsælasta mynd kvikmynda-
sögunnar. Strax í upphafi
ollu örðugleikar við gerð
myndarinnar talsverðu um-
tali. Þeir stöfuðu af þröng-
sýni gamla Hollywood-kerfis-
ins — framleiðandi myndar-
innar David 0. Selznik sá
engan annan en Gable í
hlutverki Rhett Butler, en
meinið var að Gable var
samningsbundinn MGM, en
Selznik United Artists. Þá
var það ærið verk að semja
kvikmyndagerð hinnar löngu
metstölubókar Margaret
Mitchell og komu þar á
Fyrir túlkun sína á
þrælnum ...Mammy"
varð Hattie McDaniel
fyrsti þeldökki leik-
arinn til að hljóta
Oscarsverðlaunin.
þriggja ára tímabili ekki
ófrægari pennar við sögu en
F. Scott Fitzgerald og Ben
Hecht, áður en Sidney How-
ard Iauk við það.
Mikið auglýst leit að hæfri
leikkonu í hlutverk Scarlett
O’Hara jók mjög á áhuga
manna fyrir myndgerðinni,
og að lokum gat Selznik hafið
gerð myndarinnar. Kvik-
myndagerðin var nú í hönd-
um MGM kvikmyndafélags-
ins, sem þá var á miklu
blómaskeiði. Hvergi var til
sparað, um það bera mikil
gæði myndarinnar vitni enn
þann dag í dag. En erfiðleik-
arnir voru samt ekki langt
undan. Upphaflega átti
George Cukor að annast leik-
stjórnina, en hann varð fljót-
lega að hætta sökum veik-
inda, og í hans stað kom Sam
Wood. Það var þó Victor
Fleming sem var eignuð leik-
stjórnin að lokum, en fram
hefur komið í ævisögu Selzn-
icks („Memo From David 0.
Selznick", 1972), að það var
hann sjálfur sem bar hita og
þunga hvað varðaði allflestar
listrænar sem fjárhagslegar
ákvarðanir varðandi ÁHH.
En þar kom að frumsýn-
ingardagur þessarar epísku,
rómatísku þrælastríðsmynd-
ar rann upp við slíkar viðtök-
ur að þess höfðu ekki áður
þekkst dæmi. Myndin gekk
fyrir fullu húsi hvar sem
hægt var að sýna hana um
árabil. Hinn langi sýningar-
tími (220 mín. sem þá var sá
lengsti sem um gat í kvik-
myndasögunni) virtist frekar
laða fólk að en hitt. Hér
lagðist allt á eitt að útkoman
varð svo eindæma góð. Efnið
vel þekkt sökum metsölu bók-
arinnar, gerð myndarinnar í
alla staði til mikils sóma,
leikurinn yfir höfuð langt yfir
meðallagi, stjörnur myndar-
innar nutu geysilegra vin-
sælda, notkun litar markaði
tímamót, slík voru gæði hans,
og svo mætti lengi telja. Auk
vinsælda almennings rakaði
ÁHH einnig til sín fjölda
verðlauna.
Árið 1939 hlaut hún fleiri
Oscarsverðlaun en áður höfðu
þekkst dæmi til, eða 9 talsins,
það var einnig mct sem var
ekki slegið út fyrr en löngu
síðar. Auk þess að vera kjörin
besta mynd ársins 1939, hlaut
ÁHH einnig Oscar fyrir besta
leistjórn: Victor Fleming;
besta leikkonan var kjörin
Vivian Leigh (Scarlett
O’Hara); Hattie McDaniel
sem besta leikkonan í auka-
hlutverki; besta handritið;
Sidney Howard; besta lit-
kvikmyndataka: Ernest Hall-
er; þá fékk myndin einnig
verðlaun fyrir bestu klipping-
una, leikmuni og ein auka-
verðlaun. Hér voru veitt í
fyrsta skipti verðlaun fyrir
kvikmyndatöku í lit, þá voru
einnig söguleg verðlaun
Hattie Mc Daniel, hún var
sem sé fyrsti þeldökki leikar-
inn sem hlaut náð fyrir aug-
um bandarísku kvikmynda-
akademíunnar. Þá hefur það
löngum verið undrunarefni
hví Gable hlaut ekki hin
eftirsóttu verðlaun fyrir
einkar glæsilega frammist-
öðu sína sem kvennagullið
Rhett Butler, eða Max Stein-
er fyrir eftirminnilega tónl-
ist.
Og enn yljar þessi róm-
antíska (og sjálfsagt í augum
margra af þeirri kynslóð sem
alin er upp í ofbeldi nútíma
kvikmynda- og sjónvarpsefn-
is, barnalega) stríðssaga okk-
ur íslendingum, og enn virð-
ist hún falla okkur í geð, því
ungir sem gamlir hafa séð til
þess að uppselt hefur verið á
flestar sýnigar, frá því þær
hófust um páska. Og er það
vel.
„Gagnrýnd dómnefnd á
kvikmyndahátíð S.Á.K.“
Nú er nýlokið kvikmynda-
hátíðinni árlegu, á vegum
S.Á.K. Gaman var að sjá hve
mörg ungmenni hafa áhuga á
kvikmyndagerð, en ekki get
ég annað en lýst furðu minni
á niðurstöðum dómnefndar.
Kvikmyndin MYNDUN OG
MÓTUN ÍSLANDS hlaut við-
urkenningu hæstvirtrar dóm-
nefndar og hvílíkt hneyksli
... Myndin var langt fyrir
neðan þær gæðakröfur sem
settar voru. Fyrir það fyrsta
var hljóðsetningin vægast
sagt afleit. Kom þar bæði til
að hljóðið var óskýrt og svo
var greinilega ekki nægilega
vel „þurrkað út“, ef gerð voru
mistök. Auk þess var illa lesið
inná myndina og oft hökti
lesarinn á ýmsum orðum.
Klipping var heldur ekki við-
unandi. Efnið var að vísu gott
og fræðandi, en alltof oft
sáust hendur inná myndinni,
þegar einstakir rammar voru
teknir.
DIMMUR HLÁTUR var vel
framsett, og hefði, án kinnr-
oða dómnefndar, átt að fá
eitthvað meira en pappírsvið-
urkenningu. Efnið gott, hljóð-
setning, upplestur og klipping
stórgallalaus og greinilega
efnilegur myndatökumaður á
baki við vélina.
Svo kemur mynd sem ekki
komst á blað (dómnefndinni
til skammar). ZÚPERMANN
var dómnefndinni greinilega
þyrnir í augum. Vegna
„tæknigleði", eins og að orði
var komist. Það atriði sem
oftast nær misheppnast hjá
ungum kvikmyndagerðar-
mönnum er nær undantekn-
ingarlaust hljóðsetningin, en
svo var ekki í þessu tilfelli.
Stórgóð hugmynd, tækni-
brellur, húmor í meira lagi og
snyrtilegar klippingar auð-
kenndu ZÚPERMANN. Að
vísu var var efnisþráðurinn
nokkuð snúinn, en sé litið á
heildina er ZÚPERMANN
margfalt betri mynd en
MYNDUN OG MÓTUN ÍS-
LANDS. Ég finn mig knúinn
til að sneypa dómnefndina
fyrir þessi vinnubrögð. End-
urskoðið hug ykkar.
HEIMSENDIR var vel leik-
in og þrælskondin, og BAD
LOOKING GANG, einnig
góð, svo og TORFUBRUN-
INN. Sú síðastnefnda var
mjög vel tekin og frá mjög
skemmtilegum sjónhornum,
enda fullorðinn maður á ferð-
inni (Sá eini ofan við tvítugt í
keppninni).
FYRSTA ÁSTIN, sem
hafnaði í fyrsta sæti í yngri
fokknum, var góð afþrey-
ingarmynd og vel hljóðsett,
en varla svo góð að hún ætti
það skilið að lenda bæði í
fyrsta og öðru sæti í keppn-
inni. Það er líkt og einn og
sami maðurinn hlyti bæði
gull og silfur í sömu keppnis-
greininni, allir aðrir fengju
aðeins viðurkenningu fyrir að
hafa tekið þátt í henni. Þá
hefðu ZÚPERMANN eða
DIMMUR HLÁTUR, átt að
koma á eftir FYRSTU ÁST-
Bréfa-
dálkur
INNI með silfurverðlaun, en j óska nýkjörinni stjórn gæfu
„ástin“ var held ég sú besta. og góðs starfs í þágu S.Á.K. á
Ég þakka öllum hlutaðeig- komandi ári.
andi fyrir gott framlag og ; 3385 — 8639