Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
Kári Jónsson, Sauðárkróki:
Athugasemd við „hugleiðingar“
formanns Sjálfstæðisfélags Sauð-
árkróks í Morgunblaðinu 17. apríl
Pálmi Jónsson formaður Sjálf-
staeðisfélags Sauðárkróks skrifar
grein í Morgunblaðið 17. apríl s.l.
Tilefnið er viðtal, sem blaðið átti
við undirritaðan og fjallaði um þá
atburði er gerðust á aðalfundi
félagsins 26. apríl s.l.
Það kom ekki á óvart, að vísa
fylgdi grein Pálma formanns. Það
er háttur hans að kasta fram
vísum við ólíklegustu tækifæri.
Við þetta hafa menn orðið að búa
hér og iitið á það eins og hvert
annað mótlæti.
Ég skal játa, að sumt í grein
formannsins er mér lítt skiljan-
legt og annað kemur nokkuð
spánskt fyrir sjónir, eins og þegar
hann býður ungu mennina „hjart-
anlega velkomna til starfa og
fagnar áframhaldandi setu þeirra
í fulltrúaráðinu". Gegn þessum
sömu ungu mönnum beitti Pálmi
sér af alefli og vann að því öllum
árum að fella þá frá trúnaðar-
störfum.
Formaðurinn segist „taka mið
af staðreyndum" og fremur kjósa
„umræðu um leiðir til sátta en
leiðir til sundrungar“. Þetta skrif-
ar sá, sem varpaði fram tillögu, er
olli mestum deilum á áðurnefnd-
um aðalfundi. Ég hvatti hann til
að draga tillöguna til baka, hún
væri til þess eins fallin að sundra
sjálfstæðismönnum, þar eð hún
fjallaði um ágreiningsmál, sem
varðaði okkar kjördæmi ekki hvað
síst. Betra væri að bíða átekta, sjá
hvernig ríkisstjórninni tækist að
glíma við vandann. Þá fyrst væri
tímabært að senda þakkarávörp
eða traustsyfirlýsingar, sýndist
mönnum svo.
En þetta mátti hinn „sáttfúsi"
og „víðsýni" formaður ekki heyra
nefnt og tillagan var barin í gegn
með örlitlum atkvæðamun.
Ef ekki hefði komið fram þessi
vanhugsaða tillaga, væri marg-
nefndur aðalfundur varla orðinn
umræðuefni á opinberum vett-
vangi. Vissulega voru kosningar í
stjórn og aðrar trúnaðarstöður
ekki til þess fallnar að efla
„samhug og sáttfýsi", svo notuð
séu orð formannsins, þar sem
felldir voru frá störfum, með
skipulegum hætti, ýmsir ágætir
menn, sem til þessa hafa þótt alls
góðs maklegir innan Sjálfstæðis-
flokksins. Að kosningunum lokn-
um lýsti ég því yfir á fundinum, að
ég myndi að sjálfsögðu hlíta
úrslitum og vinna áfram ótrauður
að málefnum Sjálfstæðisflokksins
og sagðist jafnframt vera þess
fullviss, að sama gilti um aðra,
sem ef til vill teldu sig fara með
skarðan hlut frá borði. Hér hefði
því verið skynsamlegast að láta
staðar numið, enda var þá aug-
lýstum aðalfundarstörfum lokið.
En þeim félögum þótti ekki nóg
að gert. Með fögur sáttaorð á
vörum dró formaðurinn úr pússi
sínu tillöguna um traustið á
Pálma Jónsson landbúnaðarráð-
herra, sem nýverið hafði gert það
„sem enginn okkar hafði raunar
fagnað", svo enn sé vitnað í orð
formannsins í Morgunblaðinu.
Það var þessi tillaga, er olli
sundrungunni öðru fremur. Þeir
sem að tillögunni stóðu og fengu
grandalaust fólk til að greiða
henni atkvæði, bera alla ábyrgð á
afleiðingum hennar. Við okkur
hina, sem mæltumst til þess að
tillagan væri dregin til baka, er
því ekki að sakast.
í Morgunblaðsgreininni upplýs-
ir Pálmi formaður, að nasista-
flokkur sé ekki til á Islandi „svo
ekki þurfum við að keppa við slíka
aðila um fylgi frá hægri." í
framhaldi af þessum skrýtnu
vangaveltum segir formaðurinn
að ég taki menn til „harkalegrar
yfirheyrslu" gruni ég þá um að
hafa ekki kosið samkvæmt mínum
vilja. Nefnir hann slíkt framférði
ruddaskap, væntanlega ekki öðr-
um ætlandi en nasistum. Hér er
því einu við að bæta, að þessi
ummæli formannsins eru einber
ósannindi frá rótum. Ég læt ekki
bera mig þeim sökum opinberlega,
að ég beiti menn nasistiskum
aðferðum og ruddaskap. Því mun
formaðurinn verða að standa við
þessi orð sín á öðrum vettvangi.
Kem ég þá að þeim þætti í grein
Pálma formanns, sem mesta at-
hygli hlýtur að vekja, ekki síst
meðal sjálfstæðisfólks í Norður-
landi vestra. Þar er sagt tæpi-
tungulaust, að á títt nefndum
aðalfundi hafi menn verið felldir
úr trúnaðarstöðum vegna meintr-
ar andstöðu við Pálma Jónsson,
landbúnaðarráðherra. Með öðrum
orðum: Þeir sem voga sér að hafa
aðrar skoðanir en ráðherranum
eru þóknanlegar teljast óæskilegir
og skulu fjarlægðir. Orðrétt segir
formaðurinn: „Skynsamur maður
eins og Kári getur sagt sér það
sjálfur að eftir að hann mætti á
flokksráðsfundi til þess að greiða
atkvæði gegn þingmanni Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu
gætu orðið af þvi nokkur eftir-
köst heima í héraði. Á flokksráðs-
fundinum var tækifæri Kára til að
að fara sér hægt og reyna að
sætta sjónarmiðin. Það gerði
hann ekki og af þeim sökum tel
ég að Kári hafi verið felldur úr
formannssætinu á Sauðárkróki.“
Og síðar: „Það að Páll Ragnarsson
og Jón Ásbergsson féllu úr stjórn
tel ég mest um að kenna andúð
þcirra á nafna mínum frá Akri
og setu hans i ríkisstjórninni...“
(leturbr. mínar).
Flokksráðsfundurinn, sem um
ræðir, var haldinn í Reykjavík 10.
febrúar s.l. Til hans var boðað til
að ræða þá stöðu sem upp var
komin í íslenskum stjórnmálum,
eftir myndun ríkisstjórnar Gunn-
ars Thoroddsens. Ég sat þennan
fund ásamt nokkrum öðrum full-
trúum héðan úr kjördæminu. Og
hver var nú minn hlutur á þessum
sögulega fundi? Af orðum for-
mannsins mætti ætla, að hann
Kári Jónsson
hafi verið allnokkur. Sannleikur-
inn er sá, að ég sat í sæti mínu
nær óslitið þær 10—12 klukku-
stundir, sem fundurinn stóð yfir,
og hlýddi á mál manna. Ég tók
aldrei til máls og reyndi ekki á
nokkurn hátt að hafa áhrif á
framvindu fundarins. En þetta er
ekki „að fara sér hægt“ að dómi
Pálma formanns og af þeim sök-
um var ég síðar felldur úr for-
mannssætinu á Sauðárkróki.
í lok flokksráðsfundarins í
Reykjavík var eftirfarandi tillaga
samþykkt með miklum meirihluta
atkvæða í leynilegri atkvæða-
greiðslu:
„Flokksráð Sjálfstæðisflokksins
lýsir yfir stuðningi sínum við
afstöðu miðstjórnar og þing-
flokks til stjórnarmyndunar
Gunnars Thoroddsen, Alþýðu-
bandalags og Framsóknar-
flokks. Flokksráðið lýsir yfir
andstöðu Sjálfstæðisflokksins
við ríkisstjórnina og málefna-
samning hennar.
Flokksráðið leggur áherslu á
að samstaða Sjálfstæðisfólks
um land allt er meginforsenda
fyrir framgangi sjálfstæðis-
stefnunnar og hvetur því til
einingar og trúnaðar við flokk-
inn til heilla landi og lýð.“
Ekki veit ég hvaðan Pálma
formanni kemur vitneskja um,
hvernig atkvæði mitt féll varðandi
þessa tillögu, en samþykki við
hana kallar hann „að greiða at-
kvæði gegn þingmanni Sjálfstæð-
isflokksins í kjördæminu." Slíkt
framferði hlaut að kalla á hefndir
heima í héraði!
Að halda því fram, að tillögunni
sé beint gegn Pálma Jónssynj
landbúnaðarráðherra, sem ein-
staklingi, er auðvitað út í hött. Á
flokksráðsfundinum var fjallað
um málefni Sjálfstæðisflokksins
og afstaða tekin út frá hagsmun-
um hans — og hans eins. Að halda
öðru fram, er móðgun við það fólk,
sem sat fundinn.
Það mun rétt vera, að Páll
Ragnarsson og Jón Ásbergsson
séu í hópi þeirra fjölmörgu sjálf-
stæðismanna, sem töldu myndun
núverandi ríkisstjórnar lítið
gæfuspor fyrir þjóðina. En furðu-
leg er sú fullyrðing formannsins,
að umræddir menn hafi „andúð" á
ráðherranum. Eru það ný sann-
indi fyrir marga okkar. En sé
þetta rétt verður það að teljast
alvarlegt mál og reyndar áfall
fyrir Pálma Jónsson landbúnað-
arráðherra, ef svo er komið mál-
um, að meðframbjóðandi hans við
tvennar alþingiskosningar og
varaþingmaður flokksins í kjör-
dæminu hafi á honum andúð. 1
Erlendar bækur
Er óhugsandi að nútímafólk geti
búið í hjónabandi — eða hvað?
Um bókina „Anna & Christian“ eftir
o
sænska höfundinn Ake Leijonhufvud
HJÓNABANDIÐ - það er mik-
ið vinsælt að skrifa um það og
er raunar ekki ný bóla að
úttekt sé gerð á því eftir
kúnstarinnar reglum. Jafnrétt-
isbarátta kvenna hefur þarna
komið við sögu og ég býst við að
konur hafi skrifað langtum
fleiri hjónabandsbækur en
karimenn, a.m.k. á síðustu ár-
um.
Margar þessara bóka hafa
verið ákaflega mikilli beizkju
blandnar í garð karlmannsins.
kúgun hans á konunni er meiri
en orð fá lýst og m.a. hefur
hann verið vís tii að krefjast
hennar sem kynveru. Skrítið.
Þessar bækur einkennast sem
sagt oft af ofstæki og tilfinn-
ingafroðu og órökstuddum full-
yrðingum og giidi þeirra þar af
leiðandi í takmarkaðra lagi. En
því ánægjulegra verður að lesa
bók þá sem hér verður lítillega
vikið að „Anna & Christian“
eftir sænska höfundinn Áke
Leijonhufvud. Ilöfundur gætir
réttlætis í beggja garð, þau
segja söguna til skiptis og bæði
virðast eiga skilning og samúð
höfundarins. Þetta eykur vissu-
lega áhrif bókarinnar. við erum
þarna að lesa um manneskjur
sem hvorki cru svartar né
hvítar, heidur eiga í sér öll
möguleg litbrigði.
Anna og Christian hafa verið
gift í sjö ár og eiga eina dóttur.
Hún er sex ára eða þar um bil.
Allan þennan tíma hefur verið
barátta milli þeirra. Þau hafa
einhvern veginn alltaf farizt á
mis við hvort annað, þau elska
hvort annað og hata hvort ann-
að. Hvoru um sig finnst hitt hafa
reynt að bæla sig, grafa undan
metnaði og sjálfsvirðingu. Samt
geta þau ekki afborið tilhugsun
um líf þar sem hitt er ekki.
Sagan hefst þegar þau eru að
flytja í dýrindis íbúð. Þar slær í
brýnu milli þeirra, enda notar
Christian jafnan tækifærið þeg-
ar þau eru innan um fólk til að
gera lítið úr Önnu.
Hún segir honum í staðinn að
hún hafi haldið framhjá með
Raymond, sem fór huggulega í
rúmi, en kynlífið hjá þeim
Christian og Önnu hefur aldrei
verið sérlega lukkað.
Christian er laus höndin — og
hann lemur konu sína og rýkur
burt og gerist sekur um fólsku-
verk í ölæði og tryllingi. Samt
reyna þau um hríð að halda
hjónabandinu saman. En það
dugir ekki. Þó að þau geti ekki
hvort án annars verið geta þau
heldur ekki verið saman. Það er
ekki gott að segja af hverju
þetta varð svona. Einhvers stað-
ar á leiðinni hlýtur eitthvað að
hafa byrjað að gerast, en þau
vita ekki hvað né hvar. Fjöl-
skylda og uppvaxtarár? Hver á
sökina? Er kannski yfirleitt
ósamræmanlegt hugsunarhætti
nútímafólks að búa í hjónabandi
sem ekki hefur verið „aðlagað
breyttum viðhorfum". Engum
þessara spurninga er svarað.
Málin eru naumast svo einföld
að hægt sé að gefa algilt svar.
En þau slíta samvistum og
báðum er að því léttir og ólýsan-
legur sársauki. Anna tekur upp
samband við Raymond á ný, en
hefur í aðra röndina skömm á
því; endalaus líkamleg fullnæg-
ing er ekki það sem hún er að
sækjast eftir. Christian kemur
sér líka upp kvinnu og hefur á
henni örgustu fyrirlitningu — og
sjálfum sér. Það næsta sem
gerist er að Christian reynir að
skera á púlsinn á sér á heimili
Önnu og dóttur þeirra. Hann
lifir af en engu mátti muna.
Anna fyllist verndar- og móður-
tilfinningu, auk sektarinnar sem
er áleitin. Þau reyna ósjálfrátt
að kynnast upp á nýtt, tala
saman um annað en fyrr, skoða
annað, gera annað. Og verða
hrifin hvort af öðru á annan
hátt. Síðan er tekið saman og
þau halda partí til að fagna.
Partíið fer vel fram og eftir að
því lýkur sitja þau hjón og hjala.
Þau eru alltaf að færast á hærra
þroskastig og einstaklingurinn
verður að hafa ákveðinn skammt
af frelsi. Til dæmis ætti ekkert
að vera því til fyrirstöðu að sögn
Christians í upphöfnu göfug-
lyndi, að þau hefðu mök utan
hjónabands, svona öðru hverju.
En þegar þau fara nánar út í þá
salma fær þetta ekki staðizt og
auðvitað hlýtur þetta að enda
með því að Christian missi
stjórn á sér og lemji Önnu rétt
einu sinni. Hún fer snarlega að
heiman. Nú á að skilja í alvöru.
Og hún gerir sér grein fyrir því,
að í raun og veru orkaði hún ekki
að hefja hjónabandið á ný. Því er
trúlegt að hún hafi vísvitandi
ögrað Christian svo að hún fengi
átyllu til að fara. En þar með
lýkur ekki sögunni. Christian og
litla dóttirin — sem hann hefur
ekki sinnt að marki — virðast nú
* , ýí'-'.j-.-'.;.'