Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 17 Rásbásar hjá Fáki Á UNDANFÖRNUM árum hefur það oft verið rætt innan hestamannafélag- anna og Landssambands hestamannafélaga. hversu nauðsynlegt væri að koma upp betri aðstöðu við að ræsa hross á kappreiðum. Einkum hafa augu manna beinst að svonefndum rás- básum eða „startbásum“ og hafa verið kynntar hérlendis nokkrar tegund- ir þeirra en notkun þeirra er útbreidd erlendis. Ekki hafa hestamannafélögin þó enn talið sig hafa fjár- hagslegt bolmagn til að Stóðhestastöðin: STÓÐHESTASTÖÐ Búnað- arfélags íslands efnir í dag, sumardaginn fyrsta, til kynningar á stóðhestum stöðvarinnar og verður kynningin á skeiðvelli Hesta- mannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Að sögn Þorkels Bjarnasonar, hrossaræktar- ráðunauts verða þarna sýnd- ir 18 stóðhestar í eigu stöðv- arinnar. Starfsmenn Stóðhesta- stöðvarinnar, þeir Þorkell Þorkelsson og Gunnar Ágústsson, munu sýna hest- ana en auk þess verða þeir til sýnis í hesthúsi skammt frá skeiðvellinum. Völlurinn á Selfossi er sem kunnugt er hringvöllur og mjög skemmtilegur sýningarvöllur. Þorkell sagði að forráðamenn stöðvarinnar vildu með þess- ari sýningu kynna starfsemi Hestar Umsjóni Tryggvi Gunnarsson ráðast í kaup á slíkum básum erlendis frá. í fyrra var á kappreiðum Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi notast við mjög einfalda bása, sem byggðir vbru upp með því að láta krossviðarplötur skilja að hrossin á rás- marki. stöðvarinnar og viðhalda þeirri venju að efna til slíkrar sýningar á sumardaginn fyrsta eins og gert hefði verið tvö síðast liðin ár. Sýningin hefst kl. 14. Á framhaldsaðalfundi Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík fyrir skemmstu var samþykkt tillaga frá Sigurbirni Bárðarsyni um að komið yrði upp einföld- um rásbásum á skeiðvelli félagsins á Víðivöllum fyrir kappreiðar þess á þessu vori. Þess má geta að Fákur verður með vorkaþpreiðar sunnudaginn 11. maí og hinar árlegu hvítasunnu- kappreiðar verða 26. maí n.k. Vert er að fagna þessum áhuga, sem nú birtist vænt- anlega í verki en jafnan verða menn þó að hafa í huga öryggi bæði hrossa og knapa og gæta þess að láta þar ekki ódýrar lausnir glepja sér'sýn. Áð síðustu er ástæða til að spyrja hvort einhverjir hagleiksmenn í röðum hestamanna gætu ekki smíðað slíka rásbása, sem í senn uppfylltu að vera ör- uggir, hentugir í flutning- um og ódýrir. Fyrstu hesta- þing sumarsins HESTAMANNAMÓT sumarsins eru nú að hefjast og verða þau fyrstu í dag. sumardaginn fyrsta. Tvö hestamannafélög verða þá með firmakeppnir og eru það Geysir, sem verður með firmakeppni á Hellu og Blær í Norðfirði, sem verður með firmakeppni á Kirkjubóls- eyri. Samkvæmt mótaskrá Landssambands hestamanna- félaga verða næstu mót sunnudaginn 26. apríl og eru það firmakeppni hjá Gusti í Kópavogi, sem haldin verður við Arnarneslæk, og deildar- keppni íþróttadeildar Fáks, sem haldin verður á Víðivöll- um. Sýnir 18 stóð- # hesta á Selfossi Vormót Sunnlendinga ÁTTA hestamannafélög á Suð- urlandi halda sunnudaginn 4. maí n.k. svokallað Vormót en þar verða stóðhestar 4 vetra og eldri sem ekki hafa verið ætt- bókarfærðir teknir til dóms. Einnig gefst eigendum stóð- hesta, sem þegar hafa verið teknir i ættbók, kostur á að sýna hesta sína, telji þeir þá eiga möguleika til töluverðar hækkunar á einkunn. Sýningin verður á mótssvæði Hestamannafélagsins Geysis á Rangárbökkum, en stóðhestarn- ir verða dæmdir daginn áður af hrossaræktarráðunaut Búnað- arfélagsins, Þorkeli Bjarnasyni, og tveimur meðdómendum, skipuðum af Búnaðarsambandi Suðurlands. Framkvæmdastjóri Vormóts- ins er Sigurgeir Bárðarson, Hvolsvelli, og ber að tilkynna þátttöku til hans í síma 99-5245 fyrir þriðjudagskvöld 29. apríl n.k. Utgerðarmenn Óskum eftir aö taka á leigu skip sem hentar til djúprækjuveiöa. Leigutími 3 til 4 mán. Uppl. í síma 96-52128. , rí« tÁVOU‘ 14.30-. XoX®' leikþ*ttu- , 15.00*. , 1530-- song 0.1 u \rlvæyar «.toAS- »“-2&-|c£2===- MorsunbV^ \ hósið. GLEÐILEGT SUMAR! Cybernel Frábært hljómtæki á hagstæöu veröi. mhmmbm - - m * CTS 100 T útvarp meö langbylgju — miöbylgju og FM bylgju. Verö: 107.400.- CTS 300 A magnari „LED“ álestur. 2x30 RMS watts. Verö: 112.100.- CTS 200 C segulband Gert fyrir 4 teg. af segulböndum, þar á meöal Crohm og Metal bönd. Tvö mótordrif. Verö: 180.000.- Verð á CTS samstæðunni 386.800- BENCO, Bolholti 4, símar 21945 — 84077.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.