Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
Leikbrúðuland frumsýnir í dag „Sálina hans Jóns mínst4
Leitaði fyrirmynda í leikmyndina með
því að fara í sjóferð umhverfis landið
Leikbrúðuland frumsýnir í
da)? kl. 15, sumardaRÍnn fyrsta,
brúóuleikinn „Sálin hans Jóns
míns“ að Kjarvalsstöóum. Verða
tvær sýningar í dag, ok verður
verkið Ilutt næstu lauKardatja ok
sunnuda^a að Kjarvaisstöðum
fram til 18. maí, og ein sýninj?
verður 1. maí.
Brúðuleikurinn er byggður í
senn á samnefndri þjóðsögu og
samnefndri þulu Davíðs Stefáns-
sonar, en þó fyrst og fremst á
texta hans úr „Gullna hliðinu", að
því er þær Erna Guðmarsdóttir,
Hallveig Thorlacius og Helga
Steffensen hjá Leikbrúðulandi
tjáðu Mbl. í stuttu spjalli í gær að
Kjarvalsstöðum, þar sem þær
voru að leggja síðustu hönd á
undirbúning frumsýningarinnar.
Þær sögðu að flutningur verks-
ins tæki um eina klukkustund.
Lögðu þær áherzlu á að hér væri á
ferðinni verk sem væri ekki síður
fyrir fullorðna en börn, einkum
þar sem svo margir könnuðust við
viðfangsefnið í allt öðru vísi
tjáningarformi.
„Aðdragandinn að þessari sýn-
ingu er orðinn nokkuð langur, eða
um eitt ár,“ sögðu þær Hallveig,
Erna og Helga. „Það var fyrir um
ári að við ákváðum að taka þetta
fyrir.
Hófumst við strax handa
við undirbúning og er óhætt að
segja að margir hafi lagt hönd á
plóginn og innt af hendi óeigin-
gjarnt starf. Þess má geta til
marks um í hve mörg horn er að
líta, að leikmyndahöfundurinn,
Messína Tómasdóttir, ferðaðist
með skipi sjóleiðina umhverfis
landið í leit að fyrirmyndum í
leikmyndina. Notar hún t.d. Kinn-
arfjöllin og Heklu, en Hekla er í
verkinu bústaður skrattans. Leið-
in til himnaríkis liggur yfir
Heklu. Það er ekki auðvelt að
koma Heklu fyrir á leiksviði, en
það hefur tekist, og vellur meira
að segja hraun upp úr fjallinu.
Sennilega hefur „ekta eldgos"
ekki verið áður notað í leikmynd
hér á landi,“ sögðu þær og bættu
við að sjón væri.sögu ríkari.
Það kom fram í spjallinu að
Bríet Héðinsdóttir hefur samið
handrit að leiknum og stýr.ði hún
honum jafnframt. Auk þeirra
Ernu, Hallveigar og Helgu annast
Þorbjörg Höskuldsdóttir stjórn
brúða, umsjón með tónlist Páls
Isólfssonar hafði Þuríður Páls-
dóttir og lýsing í höndum David
Walters.
Bríet Héðinsdóttir vinnur nú í
annað sinn með Leikbrúðulandi,
en hún leikstýrði Gauksklukkunni
í fyrra. Hún vann að uppsetningu
á brúðuleikriti eftir Nínu Björk
Árnadóttur, „Steinninn sem hló“,
sem sýndur var að Kjarvalsstöð-
um, og sýningu Þjóðleikhússins
„Milli himins og jarðar", en þar
voru notaðar brúður. 1 stuttri
athugasemd sem Bríet ritar í
Stjórnendurnir með nokkrar brúður í stellingum. Á myndinni eru
(f.v.) Helga Steffensen. Hallveig Thorlacius og Erna Guðmarsdótt-
ir. Ljósm. Mbl. Emilía.
í sólinni fyrir utan Kjarvalsstaði i gær (f.v.) Þóra Kristjánsdóttir
listráðunautur. Helga Steffensen. Erna Guðmarsdóttir og Hallveig
Thorlacius. Ljósm. Mbl. Emilia.
sýningarskrá um brúðuleikinn
segir m.a.:
Aðstandendur Leikbrúðulands
höfðu lengi haft hug á því að gera
tilraun til að sviðsetja eina af
perlunum meðal þjóðsagna okkar,
Sálina hans Jóns míns. En að
athuguðu máli fannst mér fráleitt
að reyna slíkt og ætla sér að láta
eins og „Gullna hliðið" eftir Davíð
Stefánsson væri ekki til. í því
verki er ekki aðeins að finna
kjarnmikinn og leikrænan texta,
heldur og persónur, einkum þó
persónu Óvinarins, sem mikill
fengur er að í brúðuleik. En lá þá
ekki beint við að flytja „Gullna
hliðið" óbreytt, nema að sjálf-
sögðu mikið stytt, samkvæmt
kröfum þessa forms? Astæðan
fyrir því, að ég taldi þá leið ekki
heldur færa, er blátt áfram sú
alkunna staðreynd, að Gullna
hliðið er ekki einföld leikgerð
þjóðsögunnar, heldur sjálfstætt
listaverk, sem er í senn auðug
þjóðlífsmynd ög skáldlegur boð-
skapur Davíðs Stefánssonar. Sá
boðskapur birtist einkum í per-
sónu Kerlingar, sem verður í
verki hans ekki einungis hin
úrræðagóða og kjaftfora kerling
þjóðsögunnar, heldur fyrst og
fremst fulltrúi þess kærleika og
trúarhita, sem sigrast á hverri
raun og finnur að lokum náð fyrir
hinum efsta dómi.
„Ég skal tala við son minn“
segir guðsmóðir við Kerlingu, og
okkur verður ljóst, að hann einn
getur brotið þær reglur, sem
jafnvel embættismenn himnaríkis
verða að hlíta. Og því verður Jón
hólpinn. — En margbrotin og
meistaraleg lýsing Davíðs á Kerl-
ingu og öll uppbygging hans að
skáldlegri niðurstöðu verksins
verður aldrei leikin af brúðum í
stað lifandi fólks. Tilgangur okkar
var aðeins að segja þá sögu, sem
okkur þótti henta forminu, þ.e.
einfalda skemmtisögu um hina
ódrepandi alþýðukonu, sem öllu
býður byrginn, bæði yfirvöldum
þessa heims og annars og hefur
sitt fram í trássi við guð og menn.
Þess vegna var hér reynt að vinsa
þann þátt úr margþættri lýsingu
Davíðs á Kerlingu, þ.e. þá kerl-
ingu, sem getur tekið sér í munn
tilsvör kerlingar þjóðsögunnar,
þegar hún rekur erindi sitt við
hlið himnaríkis. Texti Gullna
hliðsins er því ekki aðeins mjög
mikið styttur, heldur og tengdur
texta þjóðsögunnar. Auk þess
hefur og persónum verið fækkað
til muna, tilsvör flutt á milli
þeirra og fleiri minni háttar
breytingar gerðar, sem henta
þóttu.
Ólafur Jóhannsson:
„Já, vertu nú með
Vatnaskóg“
Bátarnir eru vinsælir og er þess jafnan gætt að drengirnir hafi
björgunarvesti þegar þeir leggja út á Eyrarvatnið.
uppí
Nú er daginn tckið að lengja
verulega og vorhugur kominn í
marga. Enda cr sumarið komið,
a.m.k. á almanakinu. Eflaust
eru mörg skóiabörn farin að
hlakka til sumarfrísins sem
brátt hefst í skólum. Sum
þeirra fara í sveit í sumar.
Onnur eiga þess ekki kost, en
geta dvalist i sumarbúðum
hluta úr sumrinu.
Sumarstarf KFUM í Vatna-
skógi er meira en hálfrar aldar
gamalt, og þó síungt. A hverju
sumri taka mörg hundruð 9—16
ára drengir þátt í því. í hverjum
dvalarflokki eru 80—90 þátttak-
endur og hver dvalarflokkur
stendur yfir í 6—10 daga.
Allar aðstæður í Vatnaskógi
eru mjög hentugar til sumar-
búðastarfs. Skógurinn, vatnið,
íþróttasvæðið og landslag í ná-
grenninu bjóða upp á indíána-
leiki, útilegur, bátsferðir, fisk-
veiðar, iðkun frjálsra íþrótta,
gönguferðir og knattspyrnu.
Jafnvel rok og rigning hindra þá
útiveru ekki. Öll kvöld eru kvöld-
vökur með miklum söng, leikjum
og þrautum, stuttum leikþáttum,
sögulestri, myndasýningum o.fl.
sem drengirnir og starfsmenn
Vatnaskógar finna upp á. Hver
dagur hefst og endar með Guðs
orði.
Uppbygging mannvirkja
Síðustu árin hefur verið nokk-
uð hröð uppbygging mannvirkja
í Vatnaskógi. Síðastur er risinn
íþrótta- og samkomuskáli, sem
ekki er enn fullfrágenginn.
Næsta verkefni í byggingarmál-
um staðarins er óumflýjanlegar
endurbætur á gamla skálanum,
en undirstöður hans eru að gefa
sig.
Allt kostar þetta víst peninga.
Vegna „óstöðugs verðlags" á
landinu og fallandi gengis
íslensku álkrónunnar hafa dval-
argjöld í Vatnaskógi verið frem-
ur vanreiknuð undanfarin ár og
ekki gert betur en standá undir
beinum kostnaði við rekstur
sumarbúðastarfsins. Er upp-
byggingin því að mestu á kostn-
að gjafmildra velunnara Vatna-
skógar.
Kaffisala og samkoma
Sumardagurinn fyrsti er sér-
stakur kynningar- og fjáröflun-
ardagur sumarstarfsins í Vatna-
skógi.
Þann dag selja Skógarmenn
kaffi og stríðstertur með því, til
ágóða fyrir starfið. Kaffisalan
fer fram í húsi KFUM og K að
Amtmannsstíg 2B. Hefst hún kl.
14 og stendur fram eftir degi, en
ekki fram á kvöld eins og
stundum áður.
Að kvöldi sama dags verður
Skógarmannasamkoma á sama
stað. Þar verður m.a. mikill
söngur, bæði almennur söngur
og kórsöngur, myndasýning úr
Vatnaskógi, „Utvarp Lindarrjóð-
ur“ og endað með Guðs orði.
Það ætti að vera óþarft að
taka fram að allir gamlir Skóg-
armenn og aðrir velunnarar
sumarstarfsins í Vatnaskógi eru
meira en velkomnir á kaffisöl-
una og samkomuna.
Innritun er hafin
Nú stendur yfir innritun í
dvalarflokka sumarsins í Vatna-
skógi. Fer hún fram á Aðal-
skrifstofu KFUM og K að Amt-
mannsstíg 2b á skrifstofutíma.
Þeim, sem vilja tryggja sér
dvöl í Vatnaskógi í sumar, er
bent á að draga ekki lengi að
láta innrita sig. Ef að líkum
lætur fyllast flestir dvalarflokk-
ar fljótt, því margir eru um
hituna.
Á góðum sumardegi er timinn vel notaður til útiveru og hér er
verið að undirbúa gönguferð eða iþróttakeppni.