Morgunblaðið - 24.04.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
887 bjargað af ferju
sem sökk við árekstur
Manila. 23. apríl. AP.
FERJA með að minnsta kosti 960
manns um horð sokk á Mið-Fil-
ippseyjasundi þar sem krökkt er
af hákörlum eftir árekstur við
olíuflutninfíaskip. Yfirvöld segja
að minnst 14 hafi beðið bana ög
59 sé saknað.
Yfirmaður strandgæzlu Fijipps-
eyja, Simeon Alejandro flotafor-
ingi, sagði að skip og varðskip
hefðu bjargað 887 manns. Tólf
tímum eftir áreksturinn sáu
áhafnir bandarískra herflugvéla
menn sem komizt höfðu lífs af í
sjónum.
Sjónarvottar segja að óttaslegn-
ir farþegar á ferjunni hafi stokkið
eins og rottur í sjóinn þar sem
Táragasi beitt
í Suður-Afríku
Jóhannesarhorg. 23. apríl. AI\
LÖGREGLA beitti táragasi gegn kynblendingum sem mótmadtu
kynþáttastefnu í skólum í Suður-Afríku og réðst á þá með barsmíðum
að sögn sjónarvotta í dag.
Prestur sem stóð með foreldrum
fyrir utan gagnfræðaskóla í kyn-
blendingahverfinu Eldorado Park,
um 24 km fyrir sunnan Jóhannes-
arborg, sagði að námsmennirnir
hefðu ekki verið ofsafengnir og
aðeins safnazt saman á skólalóð-
inni og hrópað „Við viljum jafn-
rétti í skólum". „Lögreglan fór að
berja þá að ástæðulausu," sagði
hann.
Fjórtán ára gömul stúlka sýndi
læknisvottorð þar sem lýst var
skrámum sem hún fékk í árás
lögreglu, sagði að margir náms-
menn hefðu verið fluttir í sjúkra-
hús.
Námsfólkið í Eldorado Park
hefur með aðgerðum sínum hafið
þátttöku í skólamótmælum, sem
hófust í síðustu viku í Höfðafylki
þar sem flestir 2,4 milljóna kyn-
blendinga í Suður-Afríku búa, og
hafa síðan breiðzt út til annarra
héraða landsins. Blöð segja, að
rúmlega 100,000 námsmenn taki
þátt í mótmælaaðgerðunum, þar á
meðal fólk af asískum uppruna í
Jóhannesarborg og Natal.
Fréttir herma að lögregla hafi
beitt táragasi gegn um 100 náms-
mönnum í kröfugöngu í hafnar-
borginni Durban, en rólegra var í
Höfðafylki þar sem skólastjórar
skoruðu á nemendur að halda sig á
skólalóðum.
Desmund Tutu biskup, ritari
suður-afríska kirkjuráðsins og
kunnur blökkumannaleiðtogi,
sagði að atburðirnir væru ná-
kvæm eftirlíking á námsmanna-
óeirðunum í Soweto 1976 er ollu
miklu umróti og leiddu til dauða
700 blökkumanna.
Hann sagði að hingað til hefðu
skólabörn reynt að sýna friðsam-
lega, að þau vildu afnám misréttis
og kynþáttaaðgreiningar. En hann
kvað þá staðhæfingu Marais Steyn
ráðherra, sem fer með mál kyn-
blendinga í stjórninni, að utan-
aðkomandi æsingamenn og blöð
ættu sökina, sýna að „ekkert að
gagni hefði verið lært af atburð-
unum 1976.“
gráðugir hákarlar biðu þeirra þeg-
ar ferjan fór á hliðina og sökk.
Reynaldo Lora, 19 ára gamall
námsmaður, sagði að hann hefði
ferðazt á öðru farrými sem var
troðfullt. „Um kl. 10.30 rákumst
við á eitthvað. Skipið fékk strax á
sig slagsíðu og skelfing greip um
sig. Hvítklæddur maður sagði að
ekkert væri að óttast. En skipið
hallaðist mikið.“
„Ég hljóp upp á dekk og þreif
björgunarvesti. Báturinn var óð-
um að sökkva og fólk fleygði sér
fyrir borð. Ég stökk og fann
marga detta ofan á mig. Ég hlýt
að hafa verið í sjónum í hálftíma
til einn klukkutíma.“
Lora var einn 321 farþega sem
var bjargað í myrkrinu á Tablas-
sundi um borð í olíuskipið Taclob-
an City sem rakst á ferjuna Don
Juan, sem sökk á tæpum fimmtán
mínútum. Skipið fór með Lora og
hina farþegana til Batangas City.
„Ég sá ekkert,“ sagði Lora um
síðustu mínúturnar fyrir árekst-
urinn. „Það var niðamyrkur og ég
heyrði aðeins skyndilegan dynk.“
Eigendur Don Juan segja að 878
farþegar og 85 manna áhöfn hafi
verið á ferjunni þegar slysið varð,
eða 963 manns í allt. Þessar tölur
koma ekki heim og saman við
upplýsingar strandgæzlunnar, en
engin skýring hefur fengizt á
þessu misræmi. Nokkur farþega-
og vöruflutningaskip voru nálægt
slysstaðnum og hugsanlegt er tal-
ið að nokkrum skipbrotsmönnum
hafi verið bjargað um borð í þau.
Kúbönsk kona hrópar slagorð til stuðning Fidel Castro á
fjöldafundi sem var haldinn i Havana þar sem flóttamennirnir í
sendiráði Perú voru fordæmdir.
200 fluttir með
bátum frá Kúbu
ERLENT
Mariel. Kúbu, 23. april. AP.
BÁTAR mannaðir kúbönskum
útlögum frá Florída sigldu til
Bandarikjanna í dag með rúm-
iega 200 fióttamenn frá sendiráði
Perú í Havana innanborðs.
Þrátt fyrir viðvaranir banda-
rískra embættismanna þess efnis
að flutningarnir væru ólöglegir
biðu um 10 Batar til viðbótar í
Mariel, um 25 km frá Havana, og
hugðust flytja rúmlega 300 flótta-
menn, sem hefur verið heimilað að
Kennedy bjartsýnn eftir
sigurinn í Pennsynvaníu
Frá Önnu Bjarnadóttur (réttaritara Morgunblaðsins í Washington.
EDWARD Kennedy, frambjóðandi demókrata, og George Bush,
frambjóðandi repúblikana, sigruðu mótherja sína, Jimmy Carter
og Ronald Reagan, eftir harða baráttu í forkosningum flokkanna í
Pennsylvaníu á þriðjudag. Sigur Kennedys var mjög naumur.
Þegar 96 prósent atkvæða voru talin, hafði hann aðeins hlotið 8000
fleiri atkvæði en Carter. Bush sigraði Reagan í vinsældakosning-
um repúblikana með 54 prósent atkvæða gegn 45 prósent. Reagan
er spáð 50 af 77 fulltrúum ríkisins á landsþing flokksins í sumar,
en þeir voru kosnir sérstaklega. Hlutfall atkvæða frambjóðenda
ræður fjölda fulltrúa þeirra frá Pennsylvaniu á landsþingi
demókrata. Cartcr og Kennedy munu því skipta 126 fulltrúum
ríkisins jafnt á milli sín, en 59 fulltrúar verða kjörnir á
fiokksþingi i ríkinu í júní.
Fyrstu tölur á þriðjudag
sýndu, að Kennedy myndi sigra
með 2 prósent atkvæða. Þótt
hann gæti ekki fagnað stórum
sigri dró það ekki úr fögnuði
stuðningsmanna hans. Hann
sagði, að barátta hans bæri
árangur og hann tryði því að
hann hlyti útnefningu flokksins
og ynni sigur í forsetakosning-
unum í nóvember.
Jody Powell, talsmaður Cart-
ers, sagði, að naumur sigur
Kennedys í Pennsylvaníu hefði
lítil áhrif á svo til örugga
útnefningu Carters á landsþingi
flokksins. Hann minnti á yfir-
gnæfandi meirihluta fulltrúa
Carters meðal þeirra sem hafa
þegar verið kjörnir á landsþing-
ið, og benti á velgengni Carters í
prófkosningum í Missouri á
þriðjudag. Hann nefndi ekki
prófkosningar í Vermont sama
dag, en þar gekk Kennedy betur
en Carter.
Pennsylvanía er annað stóra
iðnaðarríkið þar sem Kennedy
vinnur sigur. — Hann vann
forkosningar í New York fyrir
þremur vikum. Hann vonar, að
honum takist að vinna í Michi-
gan, New Jersey og Ohaio, sem
eru einnig stór iðnaðarríki og
eiga eftir að halda forkosningar.
En þó að honum gangi vel þar,
spá fáir honum útnefningu
flokksins. Mörg Suðurríkin eiga
eftir að halda forkosningar og
Carter er sterkur þar. Kennedy
segist halda baráttunni áfram
til að tala um þau málefni, sem
hann telur mikilvæg, og Carter
hefur staðið illa að. Hann vonast
þannig til að hafa áhrif á stefnu
flokksins í kosningunum og
næstu stjórn. Orðrómur um, að
hann muni reyna að fá reglum
landsþingsins breytt þannig, að
fulltrúarnir verði ekki bundnir
við fyrstu atkvæðagreiðslu, verð-
ur æ háværari, en flestum þykir
ótrúlegt að reglunum verði
breytt í miðjum leik.
Carter vann auðveldlega í
Pennsylvaníu í forkosningum
1976 og var eftir þær augljós
forsetaframbjóðandi flokksins.
Skoðanakannanir, sem teknar
voru þegar kjósendur fóru frá
kjörstað sýndu, að kjósendur,
sem greiddu Kennedy atkvæði
voru fyrst og fremst óánægðir
með efnahagsstefnu Carters.
Kennedy gekk bezt í Philadelph-
iu og meðal verkafólks og kaþól-
ikka. Stuðningsmenn Carters
voru ánægðir með utanríkis-
stefnu hans og hvernig hann
hefur tekið á vandanum í íran.
Hann átti mikinn stuðning með-
al kvenna og ungra kjósenda.
Sigur Bush í vinsældakosning-
um repúblikana í Pennsylvaníu
hrekkur skammt til að auðvelda
honum útnefningu flokksins.
Áður en úrslit voru kunn gaf
Reagan út yfirlýsingu þess efnis,
að íhaldssamt mat starfsmanna
hans sýndi, að hann hefði þegar
unnið, eða gæti treyst á stuðning
9/10 hluta fulltrúanna, sem
nauðsynlegir eru til að hljóta
útnefningu flokksins. Bush sagð-
ist þó vera mjög ánægður með
úrslitin í Pennsylvaníu. Hann
ætlar að halda baráttunni áfram
til að tala um mikilvæg málefni
og benda á þversagnir í ræðum
og stefnu Reagans.
Bush eyddi milljón dollurum í
auglýsingar og ferðalög um
Pennsylvaníu. I auglýsingum
benti hann á veikleika Carters
og gagnsleysi stefnu Reagans.
Sjálfur kom hann fram sem
áreiðanlegur og reyndur stjórn-
málamaður. Skoðanakannanir,
sem teknar voru þegar kjósend-
ur komu af kjörstað, sýndu að
flestir þeir, sem gerðu upp hug
sinn í síðustu viku greiddu Bush
atkvæði. Þeir voru hrifnir af
stefnu hans í utanríkis- og
efnahagsmálum. Hann á mestan
stuðning meðal vel launaðra og
menntaðra repúblikana en Reag-
an höfðar til minna menntaðra
og verr settra repúblikana.
Repúblikanar munu halda for-
kosningar í Texas 3. maí. Reagan
er spáð auðveldum sigri þar.
John Anderson, sem var ekki í
kjöri í Pennsylvaníu, hefur
ákveðið að taka ekki þátt í
kappræðum frambjóðendanna í
Texas í kvöld. Það þykir benda
til þess að hann muni lýsa yfir
sjálfstæðu framboði innan
skamms. Báðir flokkarnir munu
halda forkosningar í Washing-
ton D.C., innan North Carolina
og Tennessee 6. maí n.k.
ab
fara frá Kúbu, að sögn Havana-
útvarpsins.
Þrjátíu og átta flóttamenn
komu til Key West, Florída, í
gærkvöldi með rækjubátnum E1
Mir. Skipstjórinn, Jorge Marrero,
sagði að Kúbumenn vildu að þeir
kæmu aftur svo að þeir gætu tæmt
sendiráðið. Áhöfnin á E1 Mir
sagði, að hún hefði á tímabili séð
25 báta búa sig undir að sigla frá
Mariel.
Kúbumennirnir á E1 Mir bætast
í hóp 47 flóttamanna úr sendiráð-
inu sem voru fluttir með bát til
Key West á mánudag. Sá hópur
fékk næturgistingu í gamalli
flotastöð. Sumir þeirra fóru til
viðtals við starfsmenn útlendinga-
eftirlitsins í dag.
víða um heim
Akureyri 1
Amsterdam 10
Aþena 17
Barcelona 16
Berlín 6
BrUssel 16
Chicago 32
Feneyjar 15
Frankfurt S
Genf 8
Jerúsalem 25
Jóhannesarborg 23
Kaupmannahöfn 12
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Mataga
Mallorca
Miami
Moskva
New York
Ósló
París
Reykjavík
Rio de Janeiro
Rómaborg
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
20
21
10
15
16
18
16
29
18
18
13
12
4
31
14
12
30
20
17
skýjaö
skýjaó
heióskírt
léttskýjaó
skýjað
skýjaó
skýjaó
léttakýjaó
rígning
heiðskírt
heióskírt
heiðskírt
skýjað
alskýjaó
heiðskírt
skýjaó
heióskírt
heiðskírt
heiðskírt
léttskýjaö
heiöskírt
skýjað
skýjaó
heiðskirt
heióskírt
skýjaó
heióskírt
heiöskírt
heióskírt
heiðskírt
heióskirt
skýjað
rigning