Morgunblaðið - 24.04.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
23
Lárus Jónsson alþm.:
Einstæð fréttafölsun Þjóðviljans
Tekjuskattshækkun Ragnars Arnalds er óbreytt, a.m.k
2-3 milljarða króna. Nær öll hjón í landinu hækka
um 40 þús. kr. frá fyrri tillögum rikisstjórnarinnar
njOÐVIUJNN
TiUaea Ragnars Arnalds:
SKATTALÆKKUNI
5SOO mUjónir krona
íhiá bamafolki
oglágtekjufólki|
JX
í Þjóðviljanum í gær er risa-
fyrirsögn, sem fólki er ætlað að
skilja þannig að nýjustu tillög-
ur Ragnars Arnalds feli i sér
5500 m. kr. skattalækkun hjá
barnafólki og lágtekjumönnum
frá fyrri tillögum hans og
rikisstjórnarinnar. Sannleikur-
inn er sá, að nýjustu tillögur
rikisstjórnarinnar fela í sér
a.m.k. 2—3 milljarða hækkun
tekjuskatta í heild frá vinstri
stjórnar sköttunum miðað við
siðustu opinberar upplýsingar
um tekjur manna, sem lagt
verður á. Síðasta breyting ríkis-
stjórnarinnar á skattstigum
hækkar skatta á hjónum i
landinu um 40 þús. kr. miðað
við fyrri tillögur sjálfrar ríkis-
stjórnarinnar. Á hinn bóginn
lækka skattar einstaklinga og
einstæðra foreldra frá fyrri
tillögum ríkisstjórnarinnar. Út-
koman fyrir rikissjóð er sama
f járöflun eftir báðum skattkerf-
unum.
Á fjárhags- og viðskipta-
nefndarfundi beggja deilda Al-
þingis í gær gaf sérfræðingur
Reiknistofnunar háskólans þær
upplýsingar að nýjustu tillögur
ríkisstjórnarinnar um tekju-
skattskerfi hefðu í för með sér
eftirfarandi breytingar miðað
við fyrri tillögur stjórnarinnar:
• 1. Skattar á hjónum hækka í
heild um 1740 m. kr. eða um 40
þús. kr. á nær öllum hjónum í
landinu.
• 2. Einstaklingar lækka um
1340 m. kr.
• 3. Einstakir foreldrar fá 400
m. kr. lækkun vegna aukinna
barnabóta.
• 4. Heildarskattbyrði verður
sú sama með báðum skattkerf-
unum.
Reiknistof nun há-
skólans skipað
að reikna skakkt
I öllum útreikningum ríkis-
stjórnarinnar er vísvitandi
reiknað með því að tekjur
manna á árinu 1979 hafi orðið
45% hærri en árið 1978. Hér er
stuðzt við margra mánaða gamla
áætlun Þjóðhagsstofnunar. Nú
liggja fyrir frá sömu stofnun
nýjar upplýsingar. Þar kemur
fram, að óyggjandi er að tekjur
manna hafa hækkað mun meira
í fyrra en 45% eða a.m.k. um
47—48% frá tekjum 1978. Tekju-
skattsstofninn verður því miklu
hærri en ríkisstjórnin skipar
Reiknistofnun háskólans að
reikna með. Meira að segja
reiknar vinstri meirihlutinn í
Reykjavík með því þegar áætluð
er útsvarsálagning, að tekjur
hafi hækkað um 48,5% milli
áranna. Ef sú tala reyndist rétt
meðaltal á landinu yrði skatt-
þunginn í tekjuskatti aukinn um
3—4 milljarða fram yfir útreikn-
inga ríkisstjórnar og áætlun
fjárlaga ofan á hækkun útsvara
um 5—6 milljarða vegna nýju
heimildarinnar um 10% hækkun
þeirra. Því til viðbótar eykst
byrði óbeinna skatta á árinu um
21 milljarð króna, þ.e. sölu-
skattshækkun og vörugjalds-
hækkun, sem ákveðin var í fyrra
gildir allt árið og þyngir það
skatta um 15 milljarða frá fyrra
ári og „orkujöfnunargjaldið"
nýja um 6 milljarða. Samtals er
hér um 28—30 milljarða að ræða
í auknar skattaálögur eða sem
svarar um 650 þúsund kr. á
hverja fimm manna fjölskyldu í
landinu. Hér er ekki innifalin
hækkun skatta á benzín fram
yfir verðlag né hækkun flugvall-
argjalds og fleiri gjalda og
skatta. Hér er því hvergi ofsagt,
enda varla hægt að ýkja þær
skattahækkanir, sem nú dynja
yfir þjóðina, bæði þau heimili,
sem hafa háar tekjur og ekki sízt
lágtekjufólk, en hækkun neyzlu-
skattanna hlýtur að bitna þungt
á því.
Blekkingar
Þjóðviljans
Þjóðviljinn segir í feiknarlegri
forsíðufrétt að tekjulágt fólk og
barnafólk fái 5500 m. kr. skatta-
lækkun skv. síðustu tillögum
Ragnars Arnalds. Þá frétt verð-
ur að lesa í ljósi framangreindra
staðreynda, ef menn vilja hafa
það sem sannara reynist. Aftur
á móti er það rétt hjá Þjóðvilj-
anum, að persónuafsláttur og
barnabætur láglaunafólks nýt-
ast mun betur eftir núverandi
skattkerfi en gamla kerfinu.
Ástæðan er fyrst og fremst sú
kerfisbreyting að nú eru hjón
skattlögð sitt í hvoru lagi. Sam-
tals fá þau því háan persónuaf-
slátt. Allur landslýður veit að sú
kerfisbreyting fór fram þegar
Matthías Á. Mathiesen var fjár-
málaráðherra. Þjóðviljinn þyrfti
því að finna aðrar skrautfjaðrir
fyrir Ragnar Arnalds t.d. alla þá
beisku skattasúpu, sem hann
býður alþýðuheimilunum um
þessar mundir.
Þetta geröist____________________ 24. april
1976 — Ný stjórnarskrá tekur gildi eyjum eftir viðræður viö Breta.
í Portúgal. 1723Friðrik IV útilokar danska
1970 — Kínverjar skjóta fyrsta aðalinn frá mikilvægum embættum.
gervihnetti sínum = Misheppnað 1617 — Concino Concini, Marquis
banatiiræði við varaforsætisráð- d'Angre, ráðinn af dögum að skipun
herra Taiwan í New York. Loðvíks XIII og Charles d’Albert,
1967 — Sovézki geimfarinn Vladi-
mir Komarov fórst í lendingu.
1926 — Þjóðverjar og Rússar semja
um vináttu og hlutleysi.
1909 — Ung-Tyrkir taka Konstan-
tínópel úr höndum byltingarmanna.
1898 — Spánverjar segja Banda-
ríkjamönnum stríð á hendur.
1883 — Landnám Þjóðverja í Suð-
vestur-Afríku hefst í óþökk Breta.
1819 — Tyrkir fá Parga af íóna-
hertogi af Luynes, tekur við stjórn-
1514 — Herferð Selim I Tyrkjasol-
dáns gegn Persum hefst.
Afmæli — Vilhjálmur þögli, prins
af óraníu (1533—) — St. Vincent de
Paui (1576-1600) - Edmund
Cartwright, enskur uppfinninga-
maður (1743—1823) — Anthony
Trollope, enskur rithöfundur
(1814 — 1882) — Barbra Streisand,
bandarísk leikkona (1942—).
Innlent - 1261 Heit í Skálholti -
1854 Verzlunarfrelsi — 1840 d.
Sveinn Pálsson læknir — 1862
Tillaga Sigurðar málara um stofn-
un forngripasafns í „Þjóðólfi" —
1874 Gísli Brynjúlfsson skipaður í
nýtt embætti prófessors í sögu
íslands og bókmenntum — 1879
Norölendingar halda búnaöarsýn-
ingu á Grund — 1959 Loftleiðir
kaupa tvær Cloudmaster-flugvélar
— 1960 Söngsveitin Fílharmónía
stofnuð — 1967 „Sif“ tekur brezka
togarann „Brand“ við Eldey — 1967
Tvær mjölskemmur brenna í Vest-
mannaeyjum — 1970 Námsmenn
leggja undir sig menntamálaráðun-
eytið.
Orð dagsins — Veikur líkami veikir
hugann — Jean Rousseau, franskur
heimspekingur (1812—1778).
inni í Frakklandi.
1961 — Tshombe Katangaforseti 1598 — María Skotadrottning gift-
handtekinn eftir fund kongóskra ist elzta syni Frakkakonungs.
leiðtoga. 1521 — Uppreisnarmenn bíða ósig-
1939 — Robert Menzies verður ur við Villalar, Spáni, og leiðtogar
forsætisráðherra Ástralíu. andstæðinga Habsborgara teknir af
lífi.
Þetta geróist
25. apríl
1978 — Suður-Afríka samþykkir
vestræna áætlun um undirbúning
sjálfstæðis Suðvestur-Afríku.
1974 — Portúgalskir liðsforingjar
taka völdin í Portúgal — Gönther
Guillaume, aðstoðarmaður Willy
Brandtz kanzlara, handtekinn.
1971 — Sovézkt geimfar lendir eftir
tengingu við geimstöð á braut.
1957 — Sjötti bandaríski flotinn
siglir til Miðjarðarhafsbotna og
Hussein konungur lýsir herlögum í
Jórdaníu og lokar landamærum.
1949 — Friðarviðræður ísraels-
manna og Araba hefjast.
1945 — Fulltrúar 45 þjóða koma
saman í San Francisco til að stofna
Sþ — bandariskir og rússneskir
hermenn mætast í Torgau við
Saxelf, Þýzkalandi.
1920 — Yfirherstjórn Bandamanna
felur Bretum verndarstjórn í Mesó-
pótamíu og Frökkum í Sýrlandi og
Líbanon — Pólverjar hefja sókn
gegn Rússum í Okraínu.
1915 — Landganga Bandamanna á
Gallipol-skaga hefst.
1905 — Transvaal fær stjórn-
arskrá.
1998 — Bandaríkin segja Spáni
stríð á hendur.
1864 — Lundúna-ráðstefna um
Slésvíkurmálið hefst.
1859 — Vinna hefst við lagningu
Súez-skurðar.
1849 — Stjórnarskrá tekur gildi í
Austurríki — Páfaríkið gengur í lið
með Sardiniu — Austurríkismenn
bæla niður uppreisn í Kraká. Bretar
gera vináttusamning við Síkha í
Amritsar.
1792 — Höggstokkurinn reistör í
París.
1707 — Ósigur Breta við Almanza.
404 f. Kr. — Spartverjar sigra
Aþiminga eftir 27 ára borgarastrið
og taka Aþenu,
Afmæli — Oliver Cromwell, enskur
stjórnmálaleiðtogi (1599—1658) —
Edward Grey, enskur stjórnmála-
leiðtogi (1852—1933) — Guglielmo
Marconi, ítalskur útvarpsfrömuöur
(1874-1937).
Andlát — 1800 William Cowper,
skáld - 1882 J.F.K. Zöllner, vis-
indamaður.
Innlent — 1913 Eldgos við Hrafna-
björg — 1762 f. Sveinn Pálsson —
1265 d. Hálfdan Sæmundarson á
Keldum — 1850 Ötkoma „Hljóðólfs“
i Kaupmannahöfn — 1869 f. Jón
Jónsson Aðils — 1915 Hótel
Reykjavík og 11 önnur hús brenna í
Reykjavík — 1952 Bygging áburðar-
verksmiðju hefst í Gufunesi — 1967
Vorfundur utanríkisráðherra Norð-
urlanda í Reykjavík — 1968 Eldur í
Hótel Sögu — 1970 „Mótmælastöð-
ur“ við fjögur íslenzk sendiráö —
1979 Farmannadeila.
Orð dagsins. Mesta virðing sem við
getum sýnt sannleikanum er að
segja satt. — Ralph Waldo Emer-
son, bandarískur rithöfundur
(1803-1882).
Tískusýning
í kvöld
kl. 21.30.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENIJ
Al GLÝSINGA-
SÍMINN ER:
4» 22480