Morgunblaðið - 24.04.1980, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakiö.
Sumarkoma
Enginn dagur ársins er meiri gleðigjafi í hugum
íslendinga en dagurinn í dag, sumardagurinn fyrsti.
Hann boðar það árvissa undur í umhverfi okkar er lífríki
jarðar vaknar af vetrardvala. Þegar flóra landsins skartar
litum og angan — og grös vaxa úr moldu, allt frá fjöruborði
að fjallstindi. Samspil sólar, vatns og moldar kveikir líf á
gjörvöllum gróðurhringnum, umhverfis hálendið, sem gaf
búsmala og mannfólki afkomu allt frá landnámi fram á okkar
daga. Sama undrið gerist í ám, vötnum og í álum sjávar,
ávöxtun lífs, sem enn tengist tilveru okkar og afkomu sem
þjóðar. Ylur sólar og ylur í skauti jarðar skapa þær auðlindir,
sem gera Island byggilegt: jarðargróður, jarðvarma og
fiskimið.
Sumarkoman minnir okkur á að við þurfum að lifa í sátt
við land okkar og umhverfi. Við eigum að nýta auðlindir þær
sem forsjónin leggur okkur til af hugviti og hyggindum;
stefna í hámarksarð af þeim — en ganga ekki á höfuðstól
þeirra. Gildir það bæði um gróðurmold og fiskistofna.
Innlenda orkugjafa, bæði í fallvötnum og jarðvarma, þarf að
nýta í mun ríkari mæli en nú er gert til að fjölga
vinnutækifærum og auka á verðmætasköpun í þjóðarbú-
skapnum; til að tryggja atvinnuöryggi vaxandi þjóðar og
sambærileg lífskjör við nágrannaþjóðir. Sú orku- og
iðnvæðing sem óhjákvæmilega verður að taka mið af
umhverfissjónarmiöum og náttúruvernd. Við þurfum í senn
að lifa í landi okkar, á auðlindum þess, og í sátt við það.
Já, sumarkoman minnir okkur á það að við þurfum að lifa í
sátt við umhverfi okkar — á landi og í legi. Verndun
fiskistofna og fiskirækt skipta þar miklu máli. Ekki síður
gróðurvernd og ræktun örfokalands; það að greiða landinu
aftur þá skuld, sem kynslóðirnar hafa stofnað til. Varnir gegn
landbroti af vatnsgangi eru og liðir í þessari sáttargerð lands
og manns. Og á ári trésins verður ekki komizt hjá að minna á
samátak þjóðar, sem vonandi verður gert á þessu sumri, til að
klæða landið skógi, bæði til nytja og augnayndis. í því efni
þurfa einstaklingar, félagasamtök, sveitastjórnir og ríkisvald
að leggjast á eitt.
Morgunblaðið árnar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegs sumars.
Almenningseign
- eða forréttindi
Flugvallargjald var lagt á árið 1975 við sérstakar og
tímabundnar aðstæður — í tengslum við víðtækar
efnahagsráðstafanir, samhliða gengisbreytingu í febrúar það
ár. Til þess að mæta kostnaðaráhrifum gengisbreytingar var
tekjuskattur einstaklinga og útsvar lækkað, afnumdir tollar
af tilteknum vörum og söluskattur felldur niður á nokkrum
matvörum. Tekjumissi ríkissjóðs vegna þessara aðgerða var
mætt með lækkun ríkisútgjalda, skyldusparnaði og flugvall-
argjaldi. Flugvallargjaldið var hins vegar ekki hugsað til
frambúðar og sízt af öllu að það yrði aukið svo mjög sem nú
er að stefnt, samhliða almennri skattahækkun, bæði í
óbeinum sköttum, er þyngja vöruverð, og beinum sköttum, er
rýra ráðstöfunartekjur fólks.
Flugvallargjald, eins og það nú er útfært, er ranglátur
skattur. í fyrsta lagi greiðist flugvallargjald af flutningi
farþega innanlands og er sem slíkt skattur á fólk í strjálbýli
landsins, sem fyrst og fremst nýtir þessa samgönguleið til
höfuðborgar og margháttaðrar þjónustu þar. Það eykur á það
misrétti sem landsbyggðarfólk þarf við að búa. í annan stað
kemur þynging flugvallargjalds nú, í kjölfar gengislækkunar,
sérstaks skatts á ferðagjaldeyri og ekki sízt verulegrar
skattaskerðingar á ráðstöfunartekjum almennings, illa við
það fólk, sem verja vill orlofi sínu erlendis. Orlof utan
landsteina var að verða almenningseign, eins og heimilisbíll-
inn, en núverandi ríkisstjórn og núverandi skattastefna
virðast hafa það að markmiði að gera hvort tveggja aftur að
forréttindum hinna betur megandi.
Árni Árnason, framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs íslands:
Aðstöðugjald
Aðstöðugjald er einn af þeim
sköttum, sem flestir þeir, er sér-
þekkingu hafa á skattamálum, eru
sammála um, að ætti að falla
niður. í atvinnulífinu ríkir al-
mennt sú skoðun, að það skuli
gert, og opinberar nefndir hafa
komizt að sömu niðurstöðu. Á bls.
66 segir t.d. í skýrslu nefndar um
tekjuöflun ríkisins: „Nefndin telur
rétt að fella niður aðstöðugjald"
og er lagt til að baeta sveitarfélög-
um tekjumissinn með öðrum
hætti. Engu að síður hefur reynzt
erfitt, að fá aðstöðugjaldið afnum-
ið.
Fram til ársins 1971 var álagn-
ing aðstöðugjalds mismunandi
eftir atvinnugreinum. Með frum-
varpi að lögum þeim, sem urðu lög
nr. 8/1972, var hins vegar ráðgert
að fella aðstöðugjaldið niður í
tveimur áföngum. Endir frum-
varpsins var þó sá, að binda
álagningu aðstöðugjalds við 65%
af því hlutfalli, sem sveitarfélög
notuðu 1971. Undir árslok 1973 var
álagningin síðan rýmkuð í eftir-
talin hámörk af rekstrarútgjöld-
um næstliðins almanaksárs:
0,33% rekstur fiskiskipa og flug-
véla.
0,65% rekstur verzlunarskipa og
fiskiðnaðar.
1,00% allur annar iðnaður.
1,30% allur annar atvinnurekst-
ur.
Þróunin síðan hefur verið sú, að
aðstöðugjaldið hefur síður en svo
sýnt á sér neitt fararsnið. Þvert á
móti hefur gjaldið orðið varan-
legra og mikilvægari tekjustofn.
Er þar skemmst að minnast, að á
sl. ári ákvað Borgarstjórn Reykja-
víkur að innheimta aðstöðugjald í
þeim mæli, er lög frekast leyfa.
Hækkuðu tekjur Reykjavíkur-
borgar af aðstöðugjaldi um 90% á
árinu 1979, og er u.þ.b. helmingur
hækkunarinnar vegna hærri
gjaldstiga. Virðast borgaryfirvöld
í Reykjavík eftir þessu ekki lengur
hafa neinar áhyggjur af atvinnu-
málum borgarinnar.
Ókostir
aðstöðugjalds
Aðstöðugjald hefur þá sérstöðu
meðal skatta, að skatturinn er svo
gölluð skattheimta, að fátt er
hægt að nefna honum til kosta
annað en að hann aflar tekna.
Margt er hins vegar hægt að
nefna, sem telja verður veiga-
mikla ókosti. Hér skulu sjö atriði
nefnd:
1 Aðstöðugjald er lagt á án eðli-
legs tillits til afkomu fyrir-
tækja.
Árni Árnason
2. Lítið, ef nokkuð, samhengi er á
milli aðstöðugjaldsstofns og
þjónustu sveitarfélags við fyrir-
tæki.
3. Gjaldið hefur áhrif á skipu-
lagningu atvinnustarfsemi. Um-
boðssala er t.d. skattlögð lægra
en sala af lager. Fyrirtækjum,
sem selja með lágri álagningu
en hafa mikinn veltuhraða, er
refsað til hagsbóta fyrir önnur
sem hafa hærri álagningu en
hægari veltuhraða.
4. Gjaldið hefur uppsöfnunar-
áhrif og leggst á öll dreif-
ingarstig, auk þess sem það
hefur áhrif á verkaskiptingu
fyrirtækja og hvetur til
hringamyndunar.
5. Mismunun í álagningu aðstöðu-
gjalda milli sveitarfélaga kann
að hafa áhrif á staðsetningu
fyrirtækja.
6. Gjaldskyldan er mismunandi
eftir atvinnuvegum.
7. Fasteignagjöld eru betri mæli-
kvarði á veitta þjónustu en
aðstöðugjald.
Þau atriði, sem hér hafa verið
talin upp, ættu að nægja til þess,
að álagning aðstöðugjalds verði
endurskoðuð og reynt verði að
finna sveitarfélögum annan tekju-
stofn. Má þar nefna auknar tekjur
af fasteignagjöldum, ef skatt-
heimta ríkisins af sömu eignum
yrði afnumin eða, að sveitarfélög
fengju hækkað framlag úr ríkis-
sjóði í gegnum Jöfnunarsjóð sveit-
arfélaga. Þessi atriði komu þó því
miður ekki til skoðunar við nýaf-
staðna endurskoðun á þessum
tekjustofni.
Nýr aðstöðu-
gjaldsstofn
Vegna breytinga á lögum um
tekju- og eignarskatt nú nýverið
varð að gera breytingar á lögum
um tekjustofna sveitarfélaga, þar
á meðal aðstöðugjaldi. Verzlun-
arráðinu var ljóst, að afnám
aðstöðugjaldsins var ekki til um-
ræðu að þessu sinni. Því var lögð
áherzla á að fá versta galla
aðstöðugjaldsins afnuminn og
leita þess, að aðstöðugjaldsstofn
yrði eftir sem áður, sem næst því,
sem var.
I nýjum lögum um tekju- og
eignarskatt er reynt að meta áhrif
verðbreytinga á tekjur og gjöld
fyrirtækja. Fyrirtæki, sem tapar á
verðbólgunni, er t.d. ætlað að færa
slíkt tap til gjalda, sem hækkar
aðstöðugjaldsstofninn, þar sem
gjaldfærslan telst til rekstrar-
útgjalda. Verzlunarráðið lagði því
til, að svo yrði ekki gert, enda
hækkun á aðstöðugjaldsstofni frá
fyrri framkvæmd og vægast sagt
ósanngjarnt, að tap fyrirtækja
vegna verðbólgunnar sé gert að
féþúfu fyrir sveitarfélög. Tillaga
um þessa lagfæringu var borin
fram í N.d. alþingis, en var dregin
til baka og átti að koma til
skoðunar í E.d. Svo var gert, og
var hún endurflutt í þeirri deild,
en var felld.
í N.d. var einnig flutt tillaga um
takmörkun á álagningu aðstöðu-
gjalds, sem var annað atriðið, er
Verzlunarráðið lagði mikla
áherzlu á. Miðaðist hún við það, að
álagning aðstöðugjalds myndaði
aldrei tap í atvinnurekstri, þannig
að gjaldið væri aldrei ígildi nema
100% tekjuskatts, þ.e. í aðstöðu-
gjald færi aldrei meira en allur
hagnaður fyrirtækisins. Þessi til-
laga fékk lítinn hljómgrunn í E.d.
og var ekki flutt. Virtist af þessari
undirtekt, að töluverðrar skamm-
sýni gætti, því að sveitarfélagi
getur það vart verið til mikils
hags, að skattleggja fyrirtæki svo
mjög, að það hætti rekstri og
sveitarfélagið tapi þar með fram-
tíðartekjum af fyrirtækinu og
starfsfólki þess.
Þótt Verzlunarráðið hafi beitt
sér fyrir þessum tveimur tillögum
til að lagfæra aðstöðugjaldið, er
ljóst, að það verður aldrei lagfært
svo, að það teljist sanngjarn
skattur. Því er full ástæða, að
alþingi meti leiðir til að afnema
aðstöðugjaldið og hvernig megi
bæta sveitarfélögum tekjumiss-
inn. Afnám aðstöðugjaldsins væri
mikil framför.
Sænskur ljóðasöngvari syngur á
föstudagskvöld í Norræna húsinu
SÆNSKI söngvarinn Torsten Föll-
inger sungur ljóð Brechts og sænsk
ljóð í Norræna húsinu á föstudags-
kvöld og hefst söngskemmtunin kl.
20.30. Hann hefur kennt söng
undanfarnar vikur við Leiklist-
arskóla íslands. en Norræna Leik-
listarnefndin veitti skólanum styrk
til að fá hann hingað.
Torsten Föllinger er fæddur 1922
í Östersund í Svíþjóð. Hann lauk
námi frá Leiklistarskólanum í
Stokkhólmi og óperuskóla í Vín.
Föllinger var kennari við Leiklist-
arskólann í Stokkhólmi í 10 ár og
kennir hann á ári hverju við leikhús
og skóla í Svíþjóð og erlendis.
Föllinger er þekktur fyrir túlkanir
sínar á ljóðum Brechts og þýska
aldamótaskáldsins Kurt Tucholsky.
Á efnisskrá tónleikanna í kvöld
eru ljóð eftir Brecht, Ruben Nilsson,
Nils Ferlin og Kurt Tucholsky.
Torsten Föllinger leiðbeinir einum nemanda Leiklistarskóla íslands.