Morgunblaðið - 24.04.1980, Side 27

Morgunblaðið - 24.04.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980 27 Birgir ísL Gunnarsson: Alltof lítill hluti ríkis- framkvæmda boðinn út Hver eru útboð Hafnamálastofnunar, Vega- gerðar, Flugmálastjórnar og Pósts og síma? not af tækjum þeirra, sagöi BirKÍr ísleifur Gunnarsson (S) bar nýlega íram á Alþingi fyrirspurnir um útboð verk- legra framkvæmda á vegum ríkisstofnana. Minnti hann á lagaákvæði um að „verk skuli að jafnaði unnið samkvæmt tilboði á Krundvelli útboðs.“ Reynslan hefði leitt í ljós að útboð séu til góðs. Verk séu þá betur undirbúin. ekki hafin fyrr en hönnun sé fulllokið og ítarlegar kostnaðaráætlanir lÍKgi fyrir. Þannig íáist betri yfirsýn yfir verk, auðveldara sé að taka ákvörðun um skiptingu í verkáfanga og tryggja fjár- magn til framkvæmda. Raunar sé fjármögnun af hálfu er- lendra lánastofnana oft skilyrt um útboð. Útboð tryggi lægsta fáaniegan tilkostnað og eítir á sé auðveldara að gera sér grein fyrir einstökum framkva'mda- þáttum, kostnaðarlega og á annan hátt. Spurðist BÍG fyrir um verk á almennum verktaka- markaði 1978 og 1979 hjá Vegagerð ríkisins, Pósti og síma. Vita og hafnarmálastofn- un og Flugmálastjórn. Steingrímur Ilermannsson samgönguráðherra svaraði fyrirspurninni. Rakti hann nokkur útboð á vegum Vega- gerðar 1978 og 1979 og kom þar fram að heildarframkvæmdir í nýjum vegum hafi að krónutölu numið 4580 m.kr. 1978 og 5630 m.kr. 1979. Hlutfall verktaka (útboða) í þeirri fjárhæð hafi verið 11% fyrra árið en 12% það síðara. Þetta hlutfa.ll hafi verið mun hærra fyrir nokkrum ár- um, komist upp í 40% 1970. Ráðherra sagði útboð á vegum Hafnarmálastofnunar „tiltölu- lega sjaldgæf." Verkeiningar væru smáar. Öll vinna í sjó væri áhættusöm og óvissuþættir í hafnargerð yfirleitt miklir. Auk þess væri byggt á sérhæfum tækjakosti og þjálfuðu starfs- liði. Útboðshlutfall hjá þessari ríkisstofnun umspurð ár var 14,7% og 14,6%. Hins vegar gerir stofnunin samninga við fjölda vinnuvélaeigenda um af- ráðherra. Af verkefnum við flugvallar- gerð unnu verktakar 13% 1978 og 24% 1979. Ráðherra sagði byggingar- framkvæmdir Pósts og síma yfirleitt boðnar út, þ.e. í fast- eignum, en framkvæmdir varð- andi margvíslegan, sérhæfðan tæknibúnað, sem vegi þyngst, séu á vegum stofnunarinnar sjálfrar. Bygging jarðstöðvar við Úlfarsfell hafi hins vegar verið boðin út. Friðrik Sophusson (S) minnti á tillögu Ellerts B. Schram (S) um að gera að meginreglu ríkis og ríkisstofnana að bjóða verk út. Hann taldi rangt, eins og nú viðgengst, að hönnun, fram- kvæmd, eftirlit og úttekt verka væru tíðast hjá einni og sömu stofnuninni. Birgir ísíeifur Gunnarsson (S) rakti mörg verk, stór og sm’á, hjá Reykjavíkurborg og Lands- virkjun, sem boðin hefðu verið út, og sýndi fram á, að í öllum tilfellum hefðu tilboðsverð verið verulega undir kostnaðaráætl- un. Nefndi hann m.a. útboð Landsvirkjunar á vegagerð, Hrauneyjafossvegi. Kostnaðar- áætlun hafi verið um á 154,5 m.kr. en lægsta boð var 75,9 m.kr. eða rúmlega helmingi lægra en kostnaðaráætlun sér- fræðinganna. Hann nefndi og Birgir ísl. Gunnarsson. ýmis dæmi um útboð hjá Reykjavíkurhöfn, sem gefið hefðu góða raun, og taldi að Hafnarmálastofnun gæti á sama hátt boðið sams konar verk út í mun ríkari mæli en nú væri gert. — Tregðu gætti hjá opinberum stofnunum að nýta sér kosti útboða en hér þyrfti að setja fastar reglur með hag- kvæmnisjónarmið og sem bezta nýtingu á skattfé borgaranna í huga. Flugsamgöngur innanlands: Fækkun sérleyfa — fjölg- un leyfa í áætlunarflugi Einar K. Guðfinnsson (S) hefur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um leyfisveitingar til áætl- unarflugs. Tillagan felur m.a. i sér athugun á því, hvort unnt sé að fækka sérleyfum en fjölga almennum leyfum til áætlunar- flugs. í greinargerð segir: Flugmálum hér á landi er þann- ig háttað að leyfi yfirvalda þarf til hvers konar flugrekstrar. I megin- atriðum eru leyfi þessi með tvenn- um hætti: 1) Leyfi til leiguflugs. 2) Almennt áætlunarflug eða sérleyfi á flugleiðum. Þingkjörin stjórn Pósts og síma?: Símaþjónusta í Kjalar- ness- og Kjósarhreppum Salóme Þorkelsdóttir (S) bar nýverið fram fyrirspurn til síma- málaráðherra varðandi fyrirhug- aðar ráðstafanir til að bæta síma- þjónustu í Kjalarneshreppi og hvenær mætti vænta úrbóta. Þá spurðist hún einnig fyrir um breyt- ingar á símaþjónustu í Kjósar- hreppi. Salóme sagði að stækkun símstöðvar að Varmá hefði leyst af hólmi öngþveitisástand í símamál- um í Mosfellshreppi, þó enn skorti nokkuð á, að allir sætu við sama borð. Þó ótrúlegt sé, sagði hún, eru enn 10 bæir í hreppnum sem búa við svokallaðan sveitasíma og fá sína þjónustu gegnum Lands- símastöðina í Reykjavík. Raunar eru 3 slíkir sveitasímar innan marka Reykjavíkur. Salóme sagði að svo hefði verið talið, að stækkun stöðvarinnar að Varmá leysti einn- ig símamál Kjalnesinga, þ.e. að þeir fengju sjálfvirkan síma, en engar slíkar úrbætur hefðu komið. Las hún upp erindi Kjalnesinga til forráðamanna Pósts- og síma frá 15. marz sl. þar sem minnt var á loforð, sem íbúum Kjalarneshrepps var gefið, um bætta símaþjónustu, en hafi ekki verið efnd. Krafist var efnda hið allra fyrsta. Þá vék hún að símamálum Kjósarhrepps, en þar er þjónustu þann veg háttað, að símstöðin í Eyrarkoti er opin frá 9—1 og 3—7 virka daga en frá 1—3 helga daga. Níu ár eru síðan lofað var sjálfvirkum síma í Kjósinni en enn bóli ekki á efndum. Stelngrímur Hermannsson ráð- herra las upp bréf frá Pósti- og Salóme Þorkelsdóttir. síma um símaþjónustu á þessu svæði. Sagði hann að í fjárfesting- um þessa árs, varðandi nefnda hreppa, væri gert ráð fyrir tveimur PCM fjölsímakerfum og á næsta ári er áformað, að bæta við fjöl- símakerfum þar til allir símar í þessum hreppum hafa verið tengd- ir við sjálfvirku stöðina að Varmá. Landssímastöðin að Eyrarkoti verði þá lögð niður en handvirku sveitasímarnir, sem tengdir voru Eyrarkoti, verða um leið tengdir langlínustöðinni í Reykjavík. Á næsta ári verða allir handvirkir símar í Kjósarhreppi tengdir við sjálfvirku stöðina að Varmá, sagði ráðherra, svo framarlega sem ekk- ert óvænt hindrar þau áform. Jóhann Einvarðsson (F) tók undir orð Salóme og ítrekaði ósk sveitarstjórnar Kjósarhrepps um sjálfvirkan síma. Hann bar fram þá hugmynd að Alþingi kysi Póst- og símamálastofnun sérstaka stjórn, sem yrði tengiliður milli hennar og Alþingis. Skoraði hann á ráðherra að kanna þetta mál ítar- lega og leggja fyrir Alþingi laga- frumvarp um þingkjörna stjórn stofnunarinnar. Tillaga Einars K. Guðfinnssonar Eins og flestum mun kunnugt hafa fjölmargir aðilar hér á landi leyfi til leiguflugs. Mun færri hafa hins vegar með höndum áætlunar- flug í einhverri mynd. Að sjálfsögðu þurfa allar flug- vélar að uppfylla viss skilyrði um öryggi og tækniöryggiskröfur hvað varðar smíði, útbúnað og viðhald. Sé leyfi veitt til áætlunar- flugs, hvort sem um er að ræða sérleyfi eða ekki, aukast kröfur um tæknibúnað. Á undanförnum árum hefur verið greinileg tilhneiging í þá átt að veita fremur sérleyfi til flugs milli ákveðinna staða en til al- menns áætlunaflugs. Er nú svo komið að mun fleiri áætlanaleiðir hér á landi eru bundnar sérleyfum en almennum leyfum um áætlana- flug. Fjögur félög hafa nú sérleyfi til flugs á tilteknum flugleiðum hér á landi: 1) Flugleiðir hf. 2) Flugfélag Norðurlands hf., Akureyri. 3) Flugfélag Austurlands hf. 4) Ernir hf. á ísafirði. Rétt er og skylt að minna á að talsverðar skyldur fylgja sérleyfi til áætlanaflugs. Nefna má að félögum, er hlotið hafa sérleyfi, ber skylda til að halda uppi reglubundnu flugi skv. áætlun. Flugáætlanir verður að leggja inn til samgönguráðuneytis tvisvar á ári. Við þessa áætlun ber félögun- um að standa, en geta einungis vikið frá henni með leyfi ráðu- neytisins. Ástæða er til að minna á hvert öryggisatriði það er fyrir hinar dreifðu byggðir að flugsamgöngur séu reglulegar. I því sambandi er ljóst að sérleyfi leggja handhöfum þess skyldur á herðar, er auka þetta öryggi. Hinu má þó ekki líta fram hjá, að svo virðist selm flug til margra hinna stærri staða sé vel sam- keppnishæft. í ljósi þessa virðist vel mega athuga hvort ekki sé hægt að afnema sérleyfi á sam- keppnishæfum flugleiðum, en taka heldur upp almenn leyfi til áætl- anaflugs. Tillaga sjálfstæðismanna: Iðnþróunaráætl- un fyrir Suðurland GUÐMUNDUR Óskarsson og Guðmundur Karlsson hafa lagt fram á Alþingi tillögu um gerð iðnþróunaráætlunar fyrir Suð- urland. Áætlunin verði stefnu- mótun ríkisvalds og heima- manna um framtiðarþróun at- vinnulífs á Suðurlandi. Áætlun- in skal spanna þarfir á nýjum atinnutækifærum á Suðurlandi á næstu 10 árum og hvern veg hagkvæmast sé að mæta henni. Gerð skal athugun á mögu- leikum starfandi atvinnugreina og möguleikum nýrra iðnaðar- tækifæra. Gera skal og grein fyrir því, hvaða þörf er á fram- kvæmdum hins opinbera í stoð- kerfum atvinnulífsins, svo sem orkumálum og samgöngumálum. Byggðadeild Framkvæmdastofn- unar vinni gerð áætlunarinnar í samvinnu við Sunnlendinga. I ítarlegri greinargerð, sem tillögunni fylgir, er lækkandi hlutdeild sunnlendinga í heildar- fjölda landsmanna. Á Suður- landi bjuggu 17% íslendinga um sl. aldamót en 1979 8,6%. Tekju- þróun á Suðurlandi hefur og verið óhagstæð undanfarin ár, þrátt fyrir uppgrip í orkufram- kvæmdum á hálendinu. Frá 1977 hefur fastalandið á Suðurlandi verið allra landshluta verst sett hvað meðaltekjur varðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.