Morgunblaðið - 24.04.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1980
37
Hannes Einarsson
— Minningarorð
Fæddur 15. ágúst 1892.
Dáinn 21. apríl 1980.
Hannes Einarsson á Óðinsgöt-
unni verður á morgun til grafar
borinn.
Hannes var Ölvesingur af
Fjallsætt og Höfðabrekkuætt
(Dalsætt). Foreldrar hans voru
merk í sinni sveit, Vilborg Ólafs-
dóttir ljósmóðir og Einar Hannes-
son bóndi á Árbæ.
Hannes fæddist að Árbæ þann
15. ágúst 1892. Um fermingarald-
ur missti hann foreldra sína með
tæplega árs millibili og fór þá að
Vötnum í sömu sveit. Þar dvaldist
hann hjá frændfólki sínu fram
yfir tvítugsaldur. Hann fluttist til
Reykjavíkur um 1913, ári fyrir
byrjun fyrri heimsstyrjaldar. I
Reykjavík stundaði Hannes í
fyrstu daglaunavinnu og ýmis
almenn störf. Síðan hóf hann
sjálfstæðan atvinnurekstur við
akstur, en þá var vagnaöldin
ríkjandi. Átti Hannes margt hesta
og vagna, var akstursvinnan mest
í sambandi við út- og uppskipun
við höfnina, fiskflutning á þurrk-
reiti, svo og akstur á byggingar-
efni.
Þegar bílaöldin gekk i garð
eignaðist Hannes bifreiðar, ann-
aðist útgerð þeirra og ók sjálfur.
Um tíma gerðist hann bóndi á
Langholti hér við Reykjavík.
Það mun hafa verið 1934 að
Hannes gerðist löggiltur fast-
eignasali og annaðist um leið
umsjón með fasteignum fyrir
ýmsa aðila og aðra eignaumsýslu.
Stundaði hann þau störf fram á
elliár.
Hannes kvæntist árið 1928 Guð-
björgu Ragnheiði Þorleifsdóttur.
Hún var fædd 3/10 1903 á Búrfelli
í Svínavatnshreppi í Húnavatns-
sýslu. Börn þeirra urðu:
Ingibjörgj f. 1933, gift séra
Guðmundi Óskari Ólafssyni, sókn-
arpresti við Neskirkju í
Reykjavík. Eiga þau eina dóttur.
Einar, f. 1937, lést af slysförum 21.
júní 1957. Hrafnhildur Dóra, f.
1942, gift Þóri Ólafi Halldórssyni,
pípulagningameistara. Þau eiga
tvö börn.
Konu sína missti Hannes 27.
okt. 1956 eftir langvarandi veik-
indi.
Meðal þeirra, sem Hannes Ein-
arsson annaðist rekstur fasteigna
fyrir, voru þeir þjóðkunnu menn
Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður
og Magnús Blöndal prestur frá
Vallanesi, og urðu þeir báðir
miklir vinir hans, raunar sálufé-
lagar.
Eina húseign áttum við Halldór
sýslumaður saman. Sá Hannes
Einarsson um hana, og hófust
þannig okkar kynni árið 1936.
Ekki var það að ófyrirsynju, að við
þessir þrír framangreindu bárum
ótakmarkað traust til Hannesar
Einarssonar. Þannig var sam-
viskusemi hans í smáu og stóru.
Hús urðu vinir hans, sem varð að
umgangast af alúð, nærgætni og
umhyggjusemi, jafnt og þá, sem í
húsunum bjuggu. Hann gat sagt
ævisögur gamalla húsa, eins og
um lifendur væri að ræða.
Hannes Einarsson bar með sér
að vera af dökkleitu, norsku kyni,
eins og sagt var um marga frænd-
ur Egils Skallagrímssonar. Gerð-
arlegur og yfirbragðsmikill, til
hans að sjá og nær að koma. Það
var nokkuð djúpt inn á hann, fór
enda oft eigin leiðir. Þó Hannes
væri traustvekjandi, hreinskipt-
inn og hlýr, tók það suma tíma að
átta sig á honum.
Það sem einkenndi Hannes Ein-
arsson mest í augum vina hans og
kunningja var þó það, hver
skemmtun var að eiga við hann
samræður. Bar þar margt til.
Hann var fróður og minnugur,
glöggskyggn á skapeinkenni sam-
ferðamanna. Gæddur hlýrri
kímnigáfu, sem hann beitti þó í
hófi. Hann átti sérstæðan tján-
ingarmáta, sem tók viðmæland-
ann með sér. Hann kunni einhvern
veginn þá list að vera svifaseinn,
þegar hann var að koma hlutunum
og frásögunni best til skila, svo að
hugstætt varð.
Faðir minn sagði um Pétur
alþingismann á Gautlöndum að
hann hefði misst heyrn, ef hann
heyrði talað illa um fólk. Hannesi
var líkt farið og hann tók oft svari
þeirra, sem illa var lagt til.
Gaman þótti mér í nokkur
skipti sem ég kom heim á Óðins-
götu 14 og þeir sátu þar saman í
stofu við kaffidrykkju hjá Hann-
esi, Halldór Kr. Júlíusson og
Magnús Blöndal Jónsson. Ekki
veit ég orsakir þess, að sjálfsævi-
saga Magnúsar frá Vallanesi hef-
ur ekki komið á prent. Hrifinn var
ég þegar séra Magnús las yfir mér
kaflann um dvöl sína á Prest-
bakka, milli 6 til 8 ára aldurs. Það
var þjóðlífslýsing og mannfræði
Hrútfirðinga á árunum 1867—
1869, krydduð ótrúlegu talna-
minni. Þegar Halldór Kr. Júlíus-
son vitnaði í Schopenhauer, hrakti
séra Magnús hann með tilvitnun-
um í gamla búhölda. Þegar saman
undu þessir þrír, gerólíkrar mann-
gerðar, gátu þeir farið á kostum.
Þá var Hannes hvarmbjartur,
glettniglampar lýstu upp andlit
hans og tilsvör meitluðust. Hann-
es gat verið með afbrigðum
skemmtilegur.
Hverjum með í deyð er grafin
saga, þeirrar þjóðar, sem ól hann.
Hannes Einarsson hafði frá
mörgu að segja úr þjóðlífsbyltingu
og stormum sinnar tíðar.
Skaði er að því að enginn varð
til að skrá frásagnir Hannesar um
skipti hans og kynni við ýmsa
atvinnuforkólfa Reykjavíkur á
öðrum tug aldarinnar. Þar var
hans forvitnilegasta söguskeið,
auk sveitanna austanfjalls, báðum
megin aldamóta og lengra aftur.
Minnisstæð varð t.d. upprifjun
Hannesar á kynnum hans af Geir
Zoéga, þeim mikla útgerðarfröm-
uði. Árið 1865 keypti Geir ásamt
vinum sínum, Kristni í Engey og
Jóni Þórðarsyni í Hlíðarhúsum,
hafskipið Fanney, sem kalla má
móðurskip hins íslenska fiskveiði-
flota. Stundaði Geir Zoéga um-
fangsmikinn atvinnurekstur fram
á elliár, en hann lést 1917. Þá sögu
vissi Hannes, og kunni að bregða
upp eftirminnilegum myndum frá
síðustu æviárum Geirs Zoéga.
Tilsvör hans létt og snögg við-
brögð, þó aldinn væri, urðu bráð-
lifandi í lýsingu og aðdáun Hann-
esar á þessum gamla garpi. Zoéga-
ættin var að uppruna ítölsk aðals-
ætt.
Árið 1896 urðu jarðskjálftarnir
miklu á Suðurlandi, sem lögðu
Ölvesið í rúst fyrstu helgarnóttina
í september.
Séra Ólafur Ólafsson í Arnar-
bæli lýsir nóttinni þannig: „Óttinn
og hörmungin varð enn meiri fyrir
það, að svartamyrkur var og
blindþoka. Ölfusá ruddist fram
með óumræðilegum ofsa; varð
flóðbylgjan í henni, eftir því sem
næst verður komist, um 16 feta há.
Hugðum vér, sem við hana búum,
að hún væri að koma yfir oss
gínandi og mundi sópa öllu burt,
sem lífs hefði sloppið úr land-
skjálftanum. Drunurnar og brest-
irnir í jörðinni bergmáluðu úr
einum fjallshnúk í annan, svo
sums staðar heyrðist ekki manns
mál, og alla nóttina var sem jörðin
léki á þræði. Fólkið stóð úti um
jörðina í hópum, lostið ótta og.
skelfingu og fól sig guði. Þráðu
menn þá ekki annað meira en
birta tæki af degi. Má það furða
heita, að ístöðulítið kvenfólk
missti ekki vitið.“
Þessa nótt var Hannes Einars-
son nýkominn á 5. árið. Þessi
æskuminning fylgdi honum alla
ævi, þó hann ræddi um við fáa.
Hann mundi flóðbylgjuna.
Eins og fyrr segir missti Hann-
es foreldra sína í æsku, með
skömmu millibili.
Síðar varð og skammt höggva
milli. Sjö mánuðum eftir lát hjart-
fólginnar eiginkonu missti Hann-
es einkason sinn tvítugan. Hann
drukknaði í Þjórsá um Jónsmessu-
leytið 1957, og varð á nokkur bið,
að fljótið skilaði sínu herfangi.
Við stóðum saman þrír á bökk-
um Þjórsár, Hannes Einarsson,
Halldór Kr. Júlíusson og ég — og
dóttirin eldri. Þá gekk Hannes
fram, yst á klettnöfinni stóð hann
einn, herðabreiður, í stærð sorgar
sinnar, starði á flóðbylgjurnar
byltast sinna leiða. Þegar hann
kom til baka, hvíldi yfir honum
óbifanleg ró. Hann hafði ort sitt
Sonartorrek.
Hannes Einarsson var hraust-
menni. Hóf sig hetjulega upp úr
heilsufarslegum áföllum, sem
hann fékk er líða tók á ævi. í
erfiðum sjúkdómi hin síðustu ár
bugaðist ekki andleg hreysti hans.
Hefur þar kannski valdið nokkru
um, hve umvafinn hann var ástúð
sinna nánustu, dætra og tengda-
sona.
Hvíli hann nú vel, sem dyggast-
ur var og drottinhollastur.
Halldór Sigfússon.
Þeim fækkar ótt þeim mönnum,
sem settu svip á Reykjavík á fyrri
hluta þessarar aldar. Einn af þeim
var Hannes Einarsson fasteigna-
sali á Óðinsgötu 14B.
Stór maður og stæðilegur gekk
um a.m.k. á síðari árum eilítið
hokinn í baki við staf og með
kúluhatt á höfði. Dökkur maður á
húð og hár, andlitið stórgert en
samsvaraði sér vel, ugglaust fríð-
ur maður. Höndin þykk og krafta-
leg, handtakið hlýtt, fast og inni-
legt. Allt útlit og fas bauð af sér
hans aðalsmerki, traustið.
Það eru ugglaust aðrir færari
um að rekja lífshlaup Hannesar
en ég, þar sem kynni okkar hófust
ekki fyrr en hann var um sjötugt.
Ungur maður kemur hann hing-
að austan úr Ölfusi til að stunda
atvinnu, en á þeim árum lá ekki
jarðnæði á lausu í sveitum þó
hugur stæði til búskapar.
Snemma mun hann hafa verið
orðinn sjálfstæður atvinnurek-
andi við akstur með hestum og
kerrum. Þessari starfsemi hefur
tvímælalaust fylgt ýmislegt um-
stang og amstur. Hirða þurfti
hestana, heyja fyrir þá og sjá um
að allur búnaður væri í góðu lagi.
Við allt þetta hefur Hannes
getað notað sína góðu kosti, sam-
viskusemi, kapp og dugnað, enda
mun hann hafa verið eftirsóttur
til vinnu og þeir, sem hann vann
fyrir, kusu hann helst aftur.
Á þeim árum er Hannes stund-
aði akstur fær hann lóð á Óðins-
götu 14, byggir þar fyrst hesthús
og hlöðu þar sem hann hefur
bækistöð fyrir sig og starfsemi
sína. Þá er hann ókvæntur.
Síðan byggir hann á lóðinni tvö
íbúðarhús úr steinsteypu, kvænist
og stofnar heimili.
En slíkrar gerðar var Hannes að
menn vildu gjarnan fela honum
umsjá mála fyrir sig, enda fer
hann brátt að fást við fasteigna-
sölu, en þá starfsemi stundaði
hann um langt skeið og fékk til
þess löggildingu, er lög voru sett
um þá starfsemi.
I þessu starfi hefur Hannes
notið sín vel, enda hefur hann haft
það til að bera sem til þurfti, festu
og áreiðanleika með lipurð og
tillitssemi til sjónarmiða þeirra
sem hlut áttu að máli, en hann
hafði til að bera þann hæfileika að
finna þann flöt á málum, sem
aðilar gátu sætt sig við, og allir
gátu haldið sæmd sinni.
Á þessum árum var ekki tilkom-
in sú almenna eigin íbúðaeign sem
við þekkjum í dag. Algengt var að
menn, sem til þess höfðu fjár-
magn, keyptu hús í þeim tilgangi
að leigja þau út. I mörgum slíkum
tilfellum var Hannes fenginn til
að annast um rekstur húsanna.
Þegar mest var um þetta hafði
Hannes með leigu að gera á tugum
íbúða fyrir ýmsa eigendur, sem
treystu honum betur en flestum
öðrum.
Þetta hefur oft verið erilsamt og
erfitt starf á tímum kreppu og
síðan styrjaldar. Vandamál fá-
tæktar og húsnæðiseklu.
Kynni okkar Hannesar urðu
fyrir nær tveimur áratugum og
komu til vegna þess, að Hannes og
tengdafaðir minn, Halldór Kr.
Júlíusson sýslumaður, höfðu átt
með sér viðskipti og félag um
margra áratuga skeið, sem vegna
gagnkvæmrar virðingar varð að
vináttu þeirra.
Ég vil nefna tvö atvik, sem lýsa
e.t.v. miklu þeim hug og þeirri
tiltrú, sem tengdafaðir minn bar
til Hannesar. Fagurt vorkvöld ók
ég honum til að skoða völl, sem
hann hafði selt rétt til að taka af
þökur. Ég lét orð falla um hvort
viðskipti þessi hefðu verið góð.
Lítt tók sýslumaður undir það,
sagði aðeins: „Ég brúkaði agent,
agentar gefast jafnan illa.“ Þessu
fylgdi nokkur þögn, síðan með
áherslu, sem aðeins honum var
einlæg: „Nema Hannes." Annað
sinn sótti ég hann heim til Hann-
esar og er hann kom upp í bílinn
sagði hann: „Það væri mér mikið
áfall ef ég missti Hannes." En til
þess kom aldrei.
Þetta voru ekki innantóm orð
manns, sem séð hafði á eftir
flestum samtíðarmönnum sínum,
en þessi ótti hans um Hannes
stafaði af því áfalli er heilsa
Hannesar varð fyrir um sjötugt og
varð til þess að hann dró saman
umsvif sín, hafði aðeins umsjón
eigna sjálfs sín og einstakra vina
úr því. Þetta áfall fylgdi á eftir
tveimur öðrum um líkt leyti,
konumissi eftir stríð veikindi og
sviplegan sonarmissi. En allt
þetta bar Hannes með þreki og
karlmennsku.
Vegna hins háa aldurs tengda-
föður míns þurfti hann á aðstoð að
halda við umsýslu sína. Einhvern
veginn æxlaðist það svo, þar sem
ég var nærtækastur, að það varð
hlutskipti mitt að veita hana. Þar
af leiddi að samskipti okkar
Hannesar urðu allnokkur.
Ég hef átt skipti við fáa menn
svo hreinskiptna og ávallt reiðu-
búna til að taka tillit til skoðana
samverkamanna sem Hannes.
Þetta finnst mér að mörgu leyti
einstakt, þar sem hann átti skipti
við svo miklu yngri mann, upp-
runninn á öðrum tíma og úr öðru
umhverfi og aðstæðum þar sem ég
var, en ég fann aldrei fyrir
kynslóðabili milli hans og mín.
Þrátt fyrir það naut ég marg-
sinnis þess að finna þyt þess mikla
breytingaskeiðs, sem gengið hefur
yfir þjóð okkar það sem liðið er af
öldinni. Það er fátt sem veitir
betri innsýn í söguna en að hlusta
á og ræða við velgreindan eldri
mann, mér hefur fundist margt
megi af því læra.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að þekkja vin minn Hann-
es, en svo leyfi ég mér að kalla
hann því ég fann frá honum
streyma til mín vinsemd, einnig
eftir að viðskiptum var lokið
okkar á milli. Mér finnst eins og
ég sé fátækari eftir að hann er
farinn.
Ég votta samúð mína og konu
minnar hans góðu dætrum, Ingi-
björgu og Hrafnhildi og fjölskyld-
um þeirra, en þær önnuðust hann
af stakri nærgætni og sáu til þess
að hann gat búið fram til þess
síðasta á Öðinsgötu 14B.
Nú er Hannes kvaddur við komu
vorfuglanna. Það er trú mín að
hann hafi verið kvaddur til vor-
verka á öðrum stað.
Emil Bogason.
Cybernet
Frábært hljómtæki
á hagstæöu veröi
CRD 15 Hljómstúdío. 5 einingar í einni. Samanstend-
ur af formagnara — aöalmagnara — Hljóöblöndun-
arboröi — útvarpi FM-MW-LW og segulbandi (Metal)
Electronisk takkastýring, 2x46 W DIN. 0.09% THD.
Aðskilnaöur aöalmagnara og formagnara gefur
möguleika á að nota 200W kraft magnara viö þetta
tæki. Verö kr. 451.440,-
Bolholti 4, símar 21945 — 84077.